Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 11

Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 11
       <%//% &# 4/  = 7,% #1 - # ;. %# . + 7::> #/ 7 ;,& ,?& ; %#1#7 % 7 4-7&   7.% & ,%/# #)* 4/@%& 7 A%9 7                 ! " <%//% &# ,%  7:: 7 .? & ,%/7   !!!  . #=%  %&  ,+ !! VEGAGERÐIN hefur sent frá sér kort yfir hvaða hálendis- og fjallvegir eru enn lokaðir allri umferð. Nokkrir fjallvegir hafa þó þegar verið opnaðir umferð nokkru fyrr en verið hefur á undanförnum árum enda er ástand fjallvega í umsjón Vegagerðarinnar yfirleitt nokkuð gott, skv. upplýsing- um Björns Svavarssonar, eftirlits- manns hjá Vegagerðinni. Meðal fjallvega sem hafa verið opn- aðir frá og með deginum í dag er Þorskafjarðarheiði og hluti af Kjal- vegi eða leiðin að sunnan að Bláfells- hálsi og að norðanverðu í Hveravelli en algengt er að þessar leiðir séu ófærar fram undir lok maí. Einnig er gert er ráð fyrir að Sprengisands- leiðirnar opnist fyrr en en venja er. Þorska- fjarðarheiði opnuð í dag FULLYRÐINGAR Landsvirkjunar í umhverfismati vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár þess efnis að ekki sé bú- ist við að virkjunin muni hafa áhrif á þróun ferðaþjónustu eru út í hött að mati Valdmars Össurarsonar, ferða- málafulltrúa Villingaholtshrepps. Hann segir vart hægt að ímynda sér meiri fjarstæðu þar sem stefnt sé að því að eyðileggja vatnsmesta foss landsins og eitt mesta aðdráttarafl ferðamanna á þessum slóðum. Mikils vænst af ferðaþjónustu Valdimar sagði í samtali við Morg- unblaðið að í byrjun þessa árs hefði verið skipuð ferðamálanefnd Austur- Flóa sem væri samstarfsgrundvöllur sveitarfélaganna á þessu sviði og ynni að mótun sameiginlegrar ferðamála- stefnu. Mikils væri vænst af ferða- þjónustu á svæðinu og því gætu menn ekki látið óátalið að eitt helsta að- dráttarafl ferðamanna yrði eyðilagt. Valdimar, sem í mörg ár hefur ver- ið umsjónarmaður Félagsheimilisins Þjórárvers, sem er helsti ferðaþjón- ustuaðilinn í Villingaholtshreppi, seg- ir að þegar drög Landsvirkjunar að umhverfismati vegna Urriðafoss- virkjunar hafi legið fyrir hafi Þjórs- árver þegar lagt fram athugasemdir, fyrirvara og ábendingar. „Lands- virkjun hefur nú ákveðið að hundsa þessar athugasemdir algjörlega og í niðurstöðu umhverfismats nú er óbreytt hin stóra lygi úr áðurnefnd- um drögum: „Ekki er búist við að virkjunin muni hafa áhrif á þróun ferðaþjónustu,“ segir Valdimar. Hann bendir á að menn hafi í aukn- um mæli horft til ferðaþjónustu sem stuðningsgreinar við landbúnað í austanverðum Flóanum en að menn hafi viljað fara skynsamlega leið í uppbyggingu greinarinnar og klára skipulagsvinnu og grunnþjónustu fremur en að hvetja til offjárfestinga eins og víða hafi brunnið við. Valdi- mar segir deginum ljósara að ferða- þjónusta á svæðinu muni stórskaðast ef af framkvæmdum verði. Segir Lands- virkjun hundsa athugasemdir Matsskýrsla vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss gagnrýnd FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 11 svo eru aftur margir Íslendingar sem finnst þetta ferlega ljótt.“ Í eynni eru kindur og hestar sem Ragnar segir að veki mikla athygli þar sem þeir eru nokkuð sérstakir útlits. „Við erum að gera tilraunir listaverkið Áfanga eftir ameríska listamanninn Richard Serra en það samanstendur af 9 pörum steinsúlna hringinn í kringum vesturhluta eyj- arinnar. „Margir útlendingar koma hingað eingöngu til að skoða þau en FERÐAMENN vorsins eru þegar farnir að láta sjá sig í auknum mæli í Viðey en ferðir samkvæmt sum- aráætlun Viðeyjarferjunnar hefjast um mánaðamótin. Á vorin lifnar einnig yfir fuglalífinu en 25 teg- undir fugla verpa í eynni, að sögn Ragnars Sigurjónssonar, annars ráðsmanna í Viðey. „Varpið er óvenju seint á ferðinni í ár og enginn veit af hverju. Sumir fuglar eru farnir að liggja á en aðrir eru enn að leita sér að stað,“ segir Ragnar en hann býr þar ásamt eig- inkonu sinni sem einnig er ráðs- maður. Þau tvö eru einu íbúarnir eyjarinnar en þetta fimmta árið þeirra þar. Þeim líkar afar vel að búa í Viðey. „Eyjan er perla sem Reykvíkingar eiga og ættu að nota meira. Sama gildir um aðrar eyjar hér á sundinu og ef til vill mætti auka ferðir til þeirra.“ Koma eingöngu til að skoða súlurnar Þau hjónin hafa það hlutverk að gæta hagsmuna borgarinnar í eynni, sjá um létt viðhald eins og þrif og slátt, auk þess að gæta nátt- úrunnar. Ragnar var blaðaljómynd- ari áður en segir að þetta sé miklu betra. Talið er að um 20.000 manns komi til Viðeyjar ár hvert og segir Ragn- ar að gestir séu jafnt innlendir sem erlendir. Margir hinna erlendu séu gjarnan spenntir fyrir að skoða úti- með ræktun svokallaðra hjálm- skjóttra hesta, en þeir eru ljósblá- eygðir og með hvít andlit og augna- hár. Útlendingar verða oft agndofa þegar þeir sjá þá,“ segir Ragnar að lokum. Bláeygðir hestar og steinsúlur Morgunblaðið/Kristinn Ragnar Sigurjónsson, ráðsmaður í Viðey, með hjálmskjótta hestinn Skrám sem er frá Hurðarbaki í Borgarfirði. EINS og við mátti búast sást til fyrsta laxins í Norðurá um síðustu helgi, en áin verður opnuð hinn 1. júní næstkomandi. Þetta kemur ekki á óvart, vorað hefur vel þrátt fyrir kuldakast um mánaðamótin og í gamla daga hófst netaveiði í Hvítá í Borgarfirði ávallt 20. maí og veiddist alltaf eitthvað, stund- um slatti, stundum lítið, en alltaf eitthvað. Það var Jón G. Baldvinsson, full- trúanefndarmaður hjá SVFR, sem sá laxinn í svokölluðum Kaupa- mannapolli, sem er lítill hylur að sunnanverðu nokkru fyrir neðan Laxfoss. Ekki var litið eftir laxi í ánni sem skyldi um helgina, því allir voru uppteknir þar eð verið er að vinna mikið við endurbætur á veiðihúsinu á Rjúpnahæð. Lík- legt er, að hefðu menn kíkt á Stokkhylsbrot og Brotið hefði blámað þar fyrir löxum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur framlengt leigusamningi sinn um Tungufljót um fimm ár. Áin er ein þekktasta sjóbirtingsá landsins og afar eftirsótt. Næstu tvö árin verður veiðihúsinu breytt í „topp veiðihús,“ eins og Bergur Steingrímsson, framkvæmdastjóri SVFR, komst að orði. Mjög sérstök auglýsing var í Morgunblaðinu í gær, þar sem samkeppnisaðilar, verslanirnar Útivist og veiði í Síðumúla 11 og Veiðihornið í Síðumúla 8, auglýsa sameiginlega fluguhátíð sem hald- in verður í kvöld kl. 20 í báðum búðunum. Kynnt verða úrslit í fluguhnýtingakeppni Landssam- bands veiðifélaga og verðlauna- flugurnar verða til sýnis. Kunnir hnýtarar verða við „væsana“, m.a. verða nýstárlegar silungaflugur hnýttar og sýndar svokallaðar raunveruleikaflugur, flugur sem fara nær lifandi flugum í útliti en þekkst hefur hingað til. Laxinn mættur í Norðurá Veiðimaður slakar á eftir góða törn í Elliðavatni. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur sent frá sér fréttatilkynningu í til- efni af umfjöllun fréttastofu Ríkisút- varpsins um fjárhagsstöðu frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfis- mála í vikunni. Segir þar að framlög til félaga- samtaka á sviði umhverfismála hafi stóraukist að undanförnu, árið 2000 og 2001 hafi ráðuneytið veitt tvær milljónir á ári til umhverfisverndar- samtaka en 8 milljónir 2002 og 2003. „Frá árinu 2001 hafa heildarfram- lög til Náttúruverndarsamtaka Ís- lands nærri fjórfaldast, úr 500 í 1.800.000, og heildarframlög til Landverndar tæplega áttfaldast, úr 500.000 í 3.950.000. Ráðuneytið bendir á að ekki geti talist eðlilegt að stuðningur hins opinbera standi undir öllum rekstri frjálsra umhverf- isverndarsamtaka, enda segir í sam- starfsyfirlýsingu ráðuneytisins og frjálsra félagasamtaka að eigin fjár- öflun skuli standa undir meginhluta almennrar starfsemi þeirra. [ …] Ráðuneytinu þykir það miður ef einstök umhverfisverndarsamtök eiga við fjárhagserfiðleika að etja[ …] má þó ljóst vera að órétt- mætt er að draga umhverfisráðu- neytið til ábyrgðar á þeim fjárhags- vanda sem þau kunna að hafa ratað í,“ segir m.a. í tilkynningunni. Óréttmætt að draga ráðuneytið til ábyrgðar SAUTJÁN ára piltur var flutt- ur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gær með beinbrot eftir árekstur bifhjóls sem hann ók við jeppa á Skaga- strönd um kl. 17 í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var pilturinn á óskráðu tor- færuhjóli en tildrög slyssins eru enn óljós. Á sjúkrahús eft- ir bifhjólaslys SEX ÁRA drengur hjólaði í veg fyrir bíl á Dælustöðvarvegi í Mosfellsbæ á sjötta tímanum í gær. Drengurinn var ekki með hjálm á höfði, að sögn lögregl- unnar í Reykjavík. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysa- deild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss en að sögn læknis virtust meiðsl hans ekki alvar- leg. Sjö ára stúlka varð fyrir bíl á mótum Borgarbrautar og Bugðusíðu á Akureyri um kl. 18.15 í gær. Stúlkan var færð til skoðunar á sjúkrahús en hún var talin minni háttar meidd. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð. Gangbraut er á mótum Borgarbrautar og Bugðusíðu. Tvö börn í bílslysum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.