Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 14
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HIKMAT býr í Bagdad, hann er 67
ár gamall endurskoðandi á eft-
irlaunum, blíðlegur, svolítið utan við
sig, sköllóttur og með yfirbragð
menntamanns. Hann þarf að gera
upp hug sinn: Á hann að fá sér Kal-
ashníkov-riffil eða Browning 9 mm
skammbyssu? „Ég er eiginlega bú-
inn að ákveða að fá mér Kalashn-
íkov,“ segir Hikmat sem aldrei hefur
átt byssu. „Skammbyssa dugar ekki
alveg.“
Hikmat er einn fjölmargra íbúa í
höfuðstað Íraks sem stendur ógn af
ringulreiðinni og götuofbeldinu sem
hefur tekið völdin í borginni eftir
hrun einræðisstjórnar Saddams
Husseins. Ræningjar ráðast á fólk
um hábjartan daginn úti á götu, enn
er hvarvetna verið að stela og nýj-
asta fyrirbærið er að bílum er rænt
af eigendunum með vopnavaldi.
Borgararnir bregðast við með því að
vopnast sjálfir og notfæra sér þá að
hægt er að kaupa ólögleg skotvopn á
svarta markaðinum.
Aðspurður segist Hikmat, sem
ekki vill gefa upp fullt nafn, ekki vera
hrifinn af því að vera með vopn á
heimilinu en honum finnst að hann
verði að geta varið sig og fjölskyld-
una fyrir þjófum og ræningjum sem
verða æ ósvífnari. Nýju byssueig-
endurnir sem rætt var við eru
læknar, lögfræðingar, arkitektar og
háskólaprófessorar. Hikmat sagðist
finna til sektarkenndar yfir því að
auka enn á lögleysuna með því að
kaupa vopn sem áreiðanlega hefði
verið stolið. En hann segist hvorki
trúa því að lögregluliðið innlenda,
sem er að taka til starfa, né banda-
rískir hermenn geti komið á lögum
og reglu. „Þegar það gerist ætla ég
að fleygja Kalashníkov-rifflinum
mínum. En ekki fyrr.“
Í sumum hverfum Bagdad er al-
menningur harðánægður þegar
bandarískir hermenn reyna að kveða
niður ólöglegu skotvopnasöluna og
handtaka sölumennina. Rafid Soud-
ani, 34 ára gamall maður og þriggja
barna faðir, fylgdist með því er
Bandaríkjamenn handtóku mann
sem hafði stundað sölumennsku sína
við húsdyrnar. „Hvernig er hægt að
ala hér upp börn?“ spurði Soudani.
„Þetta var í gangi hvenær sem var á
nóttinni, menn keyptu byssu og
skutu síðan til að sjá hvort hún væri í
lagi. Þetta er brjálæði, algert brjál-
æði.“ En hermennirnir viðurkenna
að þeir nái aðeins að stöðva brot af
sölunni.
Gömul byssuhefð í Írak
Írakar eru ekki óvanir byssum,
einkum á það við um fólk til sveita.
Er Saddam var við völd var ekki erf-
itt að eignast skotvopn, helsti þrösk-
uldurinn var að borga þurfti sem
svarar 150 dollurum eða um 11 þús-
und kr. fyrir byssuleyfi.
„Byssur hafa um langt skeið verið
þáttur í menningu Íraka,“ segir Jo-
han Solberg, starfsmaður alþjóða-
nefndar Rauða krossins, en Solberg
er ráðgjafi þeirra sem fjarlægja jarð-
sprengjur á svæðinu. „Það urðu þær
ekki þegar stríðið hófst og munu ekki
hætta að vera það eftir að því lýkur.“
Það eru ekki eingöngu velefnaðir
Írakar sem eru smeykir og kaupa sér
vopn. Göturnar voru þó að minnsta
kosti öruggar meðan Saddam var við
völd, hræðslan við öryggislögreglu
hans tryggði það og ræningjar létu
fólk í friði. Nú reyna hins vegar allir,
einnig herskáir smáflokkar, glæpa-
hópar, Kúrdar og liðsmenn ættbálka
úti á landsbyggðinni, að ná sér í
vopn. Þetta veldur miklum áhyggj-
um hjá bandaríska herliðinu sem er
að reyna að koma á einhvers konar
festu í Bagdad og annars staðar í
landinu.
Sölustaðirnir eru margir í höf-
uðstaðnum. Sums staðar er um að
ræða litla hópa sölumanna sem nota
bílana sína sem söluvagna, annars
staðar eru það raunverulegir mark-
aðir sem oftast eru á sama staðnum.
Þar hafa margir sölumenn rottað sig
saman og skipuleggja sig eftir því
hvaða gerðir vopna þeir hafa á boð-
stólum. Hægt er að kaupa nánast
hvað sem er, til dæmis riffla með
sjónauka fyrir leyniskyttur en einnig
handsprengjuvörpur.
„Þegar við sjáum skriðdrekana og
jeppana gerum við svona,“ segir einn
vopnasalinn, Ali, hann lokar skott-
lokinu á hrörlegum Datsun-bíl sínum
í snatri vegna þess að hann sér
bandaríska hermenn nálgast. Ali er
snoðklipptur maður með sígarettu
dinglandi milli varanna. „Maður
verður að vera rólegur og ekki missa
stjórn á sér. Ef maður hleypur ná
þeir manni.“
Einn viðskiptavinurinn, Amer
Janabi, sem er 27 ára, sagði banda-
ríska hermenn nýlega hafa tekið af
sér skammbyssu sem hann var með í
beltinu. Gerir ekkert til,“ sagði hann
og sýndi vöndul af 100 dollara seðl-
um. „Ég ætla að kaupa mér aðra.
Kannski tvær.“ Kalashníkov-riffill
kostar nú á bilinu 50–100 dollara eftir
ástandinu eða 3.650 til 7.300 krónur,
eitt skot er hægt að fá á innan við
krónu.
„Ein herbækistöð“
Þjófar fóru ránshendi um vopna-
búr í yfirgefnum herstöðvum Íraks-
hers en einnig voru miklar birgðir
alls kyns vopna í stöðvum Baath-
flokks einræðisherrans. Þetta gerð-
ist fyrstu dagana eftir að Banda-
ríkjamenn réðust inn í borgina og
varnir Saddams gufuðu að mestu
upp þótt víða verðust enn litlir, harð-
skeyttir flokkar. Ekki má gleyma að
Baath-menn afhentu óbreyttum
borgurum fjölmörg vopn fyrir stríðið
og áttu þeir að taka þátt í að verja
landið.
„Landið var allt ein herbækistöð,“
segir David McKiernan, undirhers-
höfðingi sem stjórnar liðsmönnum
bandaríska landhersins í Írak. „Það
voru vopn og skotfærageymslur alls
staðar í Írak.“
„Skammbyssa dugar ekki alveg“
Vopnasalar á
svarta markað-
inum í Bagdad
gera það gott í
ringulreiðinni
og lögleysunni
TPN
Ólöglegir vopnasalar í Bagdad. Vopnunum hefur flestum verið stolið úr geymslum Írakshers og Baath-flokksins.
Bagdad. The Los Angeles Times.
’ Þegar það geristætla ég að fleygja
Kalashníkov-riffl-
inum mínum. En
ekki fyrr. ‘
NATO
aðstoðar
Pólverja
Brussel. AFP.
AÐILDARRÍKI Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) samþykktu sam-
hljóða í gær að kanna með hvaða
hætti styðja mætti við bakið á Pól-
verjum, sem falið hefur verið að
halda uppi herstjórn í Írak ásamt
Bretum og Bandaríkjamönnum.
Stuðningur bandalagsins mun að-
allega snúast um tæknilega aðstoð til
handa Pólverjum, en ákvörðunin er
engu að síður talin stuðla að bættum
samskiptum aðildarríkjanna eftir
deilur í tengslum við stríðið í Írak.
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, lagði á það
áherslu að samþykktin þýddi ekki að
bandalagið sem slíkt kæmi að málum
í Írak.
Pólverjar, Bretar og Bandaríkja-
menn hafa skipt Írak í þrjú her-
stjórnarsvæði meðan uppbygging
stendur yfir í landinu.
George Robertson sagði mikil-
vægt að aðildarríkin væru einhuga í
ákvörðun bandalagsins, en djúp-
stæður ágreiningur var á milli
Frakklands, Þýskalands og Belgíu
annars vegar og Bandaríkjanna,
Bretlands og Spánar hins vegar í
tengslum við Íraksdeiluna. Frá því
að stjórn Saddams Husseins var
hrakin frá völdum í Írak hafa Frakk-
ar og Þjóðverjar hins vegar gert til-
raunir til þess að bæta samskipti sín
við Bandaríkjamenn. Meðal annars
hafa franskir embættismenn sagt að
þeir hafi ekkert á móti því að banda-
lagið veiti Pólverjum aðstoð í Írak.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
-
IT
M
90
52
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opi›: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga 10-14
Furuinnréttingar og hreinlætistæki
Sumar t i lbo› 2003
Allar innréttingar til afgrei›slu af lager
sérsni›nar fyrir sumarhúsi› flitt.
WC me› festingum og
har›ri setu sem au›veldara
er a› flrífa. Tvöföld skolun,
hagkvæmt fyrir rotflrær.
Stútur í vegg e›a gólf.
Stálvaskur me› bor›i, 80x44 sm,
og blöndunartæki
Gegnumstr.hitari 5KW Kr. 13.430,-
15L undir vask Kr. 15.990,-
30L Ló›réttur Kr. 18.990,-
50L Ló›réttur Kr. 22.990,-
50L Láréttur Kr. 23.990,-
80L Ló›réttur Kr. 24.990,-
80L Láréttur Kr. 26.990,-
120L Ló›réttur Kr. 29.990,-
150 L Ló›réttur Kr. 35.990,-
Thermex
hitakútar
15-150 ltr.
Heilir sturtuklefar í horn.
Öryggisgler,
segullæsing, sturtu-sett,
hitast‡rt blöndunartæki,
stálbotn og vatnslás.
70x70 cm.
80x80 cm.
Handlaug á vegg
stær› 45x34 sm
Hreinlætistækjatilbo›
Handlaug, blöndunartæki, sturtuklefi,
eldhúsvaskur og salerni.
A›eins kr. 89.900,-
Blöndunartæki me›
lyftitappasetti.