Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 16
ERLENT
16 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MAHMUD Abbas hefur ekki gegnt
embætti sem forsætisráðherra Pal-
estínumanna nema nokkrar vikur en
þegar er farið að fullyrða að senn
muni hann gefast upp.
Aðrir segja að ofstæk-
ismenn muni myrða
hann til að tryggja að
ekkert verði úr frið-
arviðleitninni sem
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
reynir nú að koma af
stað í samvinnu við
Evrópuríkin og Sam-
einuðu þjóðirnar. Ekk-
ert virðist þokast í deil-
um Palestínumanna og
Ísraela um frið-
aráætlun stórveldanna,
Vegvísinn svonefnda,
hryðjuverk halda
áfram. Ljóst þykir
einnig að Yasser Arafat, forseti Pal-
estínumanna, ætli ekki að gefast upp
og láta Abbas þoka sér til hliðar.
Margir Palestínumenn eru tor-
tryggnir í garð Abbas og segja að ný
stjórn hans hafi verið sett á laggirnar
að undirlagi Bandaríkjamanna og
Ísraela. Ekki var reynt að leyna því
að markmiðið með því að efla Abbas
var að gera Arafat, kjörinn forseta
þjóðarinnar, áhrifalausan. Í augum
Palestínumanna var þetta enn eitt
dæmið um þá auðmýkingu sem hefur
verið hlutskipti þeirra
síðustu áratugina.
Talsmaður Hamas-
samtakanna, Abdulaziz
Rantisi, lýsti vel á
þriðjudag sjónarmiðum
harðlínumanna og ann-
arra sem tortryggja
vesturveldin er hann
gerði lítið úr hrósyrðum
sem Bush lét falla um
Abbas í símaviðtali við
nýja forsætisráð-
herrann. „Bandaríkja-
menn stefna að því að
tryggja öryggi zíonista-
óvinarins [Ísraels] en í
staðinn gefa þeir Pal-
estínumönnum inn-
antóm loforð um sjálfstætt ríki.“
Sjálfhelda á fyrsta fundi
Abbas og Ariel Sharon, forsætis-
ráðherra Ísraels, áttu sinn fyrsta op-
inbera fund á laugardag og segja
heimildarmenn að vel hafi farið á
með þeim. En Palestínumanninum
tókst ekki að fá Sharon til að sam-
þykkja grundvallaratriði Vegvísisins.
Það hefur Abbas þegar gert skilyrð-
islaust en Ísraelar segja sem fyrr að
gera þurfi breytingar á áætluninni.
Hún var samin af kvartettinum svo-
nefnda, Bandaríkjunum, Evrópu-
sambandinu, Rússlandi og Samein-
uðu þjóðunum.
Embættismenn í Ísrael fullyrða að
Sharon hafi boðið Abbas að herinn
yrði þegar í stað kallaður frá kjarna
helstu borga á Vesturbakkanum og
norðurhluta Gazaspildunnar. Í stað-
inn myndu Palestínumenn binda
enda á sjálfsmorðsárásir og önnur
hryðjuverk á umræddum svæðum,
segir í grein James Bennet í Int-
ernational Herald Tribune. En Abb-
as reyndi á hinn bóginn að sannfæra
Sharon um að Palestínustjórn gæti
ekki unnið trúnað almennings á her-
numdu svæðunum nema Ísraelar
kæmu áþreifanlega til móts við nýju
stjórnina og samþykktu formlega
Vegvísinn. Ekki væri nóg að Sharon
segðist í grundvallaratriðum vera
samþykkur áætluninni.
Þar við sat, hvorugum varð þokað.
Báðir krefjast í raun að gagnaðilinn
sýni fyrst viðleitni. Og báðir við-
urkenndu að sögn heimildarmanna
að svigrúmið væri mjög takmarkað
vegna harðlínuafla sem vildu láta
sverfa til stáls.
Skoðanakannanir sýna yfirleitt
mjög öflugan meirihluta meðal Pal-
estínumanna við að saminn verði
friður og árásum á Ísraela verði
hætt. Kannanir sýna einnig vilja
meirihluta Ísraela til að land-
tökubyggðirnar á hernumdu svæð-
unum verði rifnar og herinn kallaður
burt til að koma á friði. En þar með
er ekki sagt að málið sé einfalt fyrir
leiðtogana tvo.
The Los Angeles Times hefur eftir
einum af ráðherrum Abbas, Ghassan
Khatib, á þriðjudag að forsætisráð-
herrann sé orðinn næsta vonlaus um
að hann geti náð árangri í deilunni
endalausu. „Hann er mjög svartsýnn
núna. Allir gerðu ráð fyrir að hann
fengi tækifæri ... hann var sann-
færður um að Ísraelar myndu gefa
honum tækifæri til að koma Vegvís-
inum í gagnið.“ Khattib segir að Ísr-
aelar hafi ekki skilið að með aug-
ljósum og ákveðnum stuðningi sínum
við Abbas hafi þeir í reynd grafið
undan áliti forsætisráðherrans meðal
Palestínumanna.
Ljóst er að geti Abbas ekki sýnt
þjóð sinni að friðsamlegar leiðir færi
einhvern ávinning, til dæmis að aflétt
verði takmörkunum á ferðafrelsi, er
staða hans vonlítil. Fréttaskýrendur
ganga sumir svo langt að segja að
vandi Abbas sé í reynd óleysanlegur,
vilji til nauðsynlegra tilslakana sé
einfaldlega ekki enn fyrir hendi hjá
deiluaðilum, tortryggnin sé víða svo
rótgróin.
Ef hann komi til móts við kröfur
Ísraela og Bandaríkjamanna munu
Arafat og aðrir keppinautar/
andstæðingar útmála hann sem
leiguþý óvinanna og svikara. En láti
hann athöfn fylgja orðum og afvopni
herskáa hópa á borð við Hamas gæti
allt farið í bál og brand í innbyrðis
deilum Palestínumanna.
„Það versta sem gæti gerst væri
að menn lentu í vopnuðum átökum
við Hamas vegna þess að afleiðing-
arnar yrðu skelfilegar,“ segir Hanan
Ashrawi, sem er einn af þekktustu
þingmönnum Palestínumanna og
hefur stutt málstað hófsemdar í deil-
unum, eins og Abbas. „Þetta vilja
Ísraelar að hann geri vegna þess að
þeir vita að það væri algert sjálfs-
morð,“ bætir hún við.
Ef Abbas á hinn bóginn reynir að
eyða tortryggni harðlínumanna í eig-
in röðum og stendur fast á kröfum
sínum um Vegvísinn gagnvart Shar-
on munu Ísraelar efast um að hann
sé samningsfúsari en Arafat. Og
haldi sjálfsmorðsárásirnar áfram
eins og gerst hefur undanfarna daga
segja Ísraelar auk þess að hann hafi
ekki nægilegan stuðning við frið-
arsjónarmið sín meðal Palest-
ínumanna til að kveða niður hryðju-
verkahópana, hann skorti
myndugleik. Ísraelar gætu þá ákveð-
ið að afskrifa Abbas með þeim rökum
að enn sé ekki kominn fram palest-
ínskur leiðtogi sem vilji eða þori að
grípa til þeirra harkalegu ráðstafana
sem óhjákvæmilegar séu til að stöðva
ofbeldið. Málin væru þá komin í sömu
sjálfhelduna og fyrir valdatíma
Abbas.
Friðarsinni með fortíð
skæruliðans
Mahmud Abbas er maður af ann-
arri gerð en Arafat, hann hefur á síð-
ari árum beitt sér gegn því að Palest-
ínumenn reyni að þvinga Ísraela til
uppgjafar með hryðjuverkum. Þetta
er ástæðan fyrir því að Ísraelar og
Bandaríkjamenn ákváðu, þegar þeir
voru orðnir þess fullvissir að þýðing-
arlaust væri að gera friðarsamninga
við Arafat, að veðja á Abbas.
Hann er lögfræðingur og auk þess
með doktorspróf í sagnfræði, verald-
arvanur og á auðveldara með að
ræða við vestræna diplómata en Ara-
fat. Hann mun hafa sagt umbúða-
laust að Palestínumenn geti ekki
lengur staðið fast á kröfunni um að
allir palestínskir flóttamenn frá
svæðum sem nú eru hluti Ísraels og
afkomendur þeirra síðustu hálfa öld-
ina fái að snúa heim. Krafan er mikill
þyrnir í augum Ísraela sem benda á
að þá verði stutt í að ríkið hætti að
vera ríki gyðinga vegna þess að arab-
ar yrðu fljótt meirihluti íbúanna.
Abbas hefur það til síns ágætis að
vera einn af stofnendum Fatah-
skæruliðahreyfingarinnar sem Ara-
fat hefur farið fyrir síðustu áratugina
og því töldu menn ekki líklegt að
hægt væri að grafa undan stöðu hans
með ásökunum um undirlægjuhátt.
Eins og fleiri arabískir skæruliðar
tók Abbas á sínum tíma upp svonefnt
stríðsnafn (nom de guerre), kallaði
sig Abu Mazen, Arafat kallaði sig
hins vegar Abu Bakr í höfuðið á ein-
um kalífanna.
En hve öflugur er Abbas og er lík-
legt að Arafat standi uppi sem sig-
urvegari í glímu fóstbræðranna
gömlu um forystuhlutverkið? Er Ab-
bas nægilega mikill klækjarefur?
Sérfræðingar í málefnum Palest-
ínumanna benda á að þrautseigja
Arafats sé með ólíkindum. Þótt hann
sé kominn hátt á áttræðisaldur og sé
haldið í hálfgerðri einangrun í stöðv-
um sínum í Ramallah hafi hann enn
mikil áhrif. Ísraelar fullyrða að Ara-
fat veiti þögult samþykki sitt við
hryðjuverkunum síðustu vikurnar,
hann telji að þau muni veikja stöðu
Abbas.
„Við vitum að Arafat stöðvar sér-
hverja tilraun Palestínustjórnar til
að koma á friði,“ segir Ranaan Giss-
in, einn af ráðgjöfum Sharons. Gissin
segir að á bak við tjöldin geri Arafat
nú allt sem hann geti til að tryggja að
ekki komist á ró og friður á her-
numdu svæðunum.
Tekur Abu Mazen pokann sinn?
Abbas er sagður hlédrægur maður
sem hafi ef til vill ekki nægilegt vilja-
þrek til að takast á við þá erfiðu
fjendur sem hann sé að kljást við.
Hann mun einnig þjást af krabba-
meini í blöðruhálskirtli. Heimild-
armenn segja að aðstæður hafi
þröngvað Abbas fram í sviðsljósið
sem hann kunni ekki við. Hann sé
hinn fæddi aðstoðarmaður, maðurinn
númer tvö sem hafi neyðst til að taka
forystuna.
„Það getur hvenær sem er gerst að
hann taki pokann sinn og hætti, eðl-
isfar hans er þannig,“ segir Yossi
Alpher, fyrrverandi leyniþjón-
ustumaður í Ísrael, sem áður var
boðberi í óbeinum friðarviðræðum
Ísraela og Palestínumanna og kynnt-
ist þá Abbas. „Þegar ferill hans er
kannaður kemur í ljós að í hvert sinn
sem hann lenti í deilum við Arafat
hætti hann [Abbas].“
Nokkrum stundum eftir að Abbas
tók við embætti létu sjálfsmorðs-
sprengjumenn til sín taka í Tel Aviv,
auk þeirra féllu þrír Ísraelar. Þótt
herská samtök segðu að hryðjuverk-
ið tengdist ekki embættistöku Abbas
fór vart milli mála að verið var að
senda honum skilaboð. Nú spyrja
menn hvort forsætisráðherrann eigi
nokkur sannfærandi svör við skila-
boðunum.
Abbas milli
steins og
sleggju
Reuters
Yasser Arafat (t.v.) og Mahmud Abbas á fundi palestínskra þingmanna.
Arafat er sagður staðráðinn í að láta Abbas ekki þoka sér til hliðar.
’ En láti hann athöfn fylgja orðum
og afvopni herskáa
hópa á borð við
Hamas gæti allt
farið í bál og brand
í innbyrðis deilum
Palestínumanna. ‘
Ariel Sharon
kjon@mbl.is
Nýr forsætisráðherra Palestínumanna virðist
ófær um að þoka friðarumleitunum áleiðis, segir í
grein Kristjáns Jónssonar. Ísraelar gera Abbas
starfið enn torveldara en ella með því að neita að
samþykkja friðaráætlun stórveldanna.