Morgunblaðið - 22.05.2003, Side 28

Morgunblaðið - 22.05.2003, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf-stæðisflokksins, tilkynnti frétta-mönnum eftir þingflokksfundsjálfstæðismanna síðdegis í gær að Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, myndi taka við af sér sem for- sætisráðherra hinn 15. september árið 2004. Á sama tíma kæmi utanríkisráðuneytið og umhverfisráðuneytið í hlut Sjálfstæðisflokks- ins til viðbótar fyrri ráðuneytum. „Ráðu- neytaskiptingin verður í fyrstunni óbreytt en síðan hinn 15. september 2004 tekur Halldór Ásgrímsson við sem forsætisráðherra af mér og þá kemur utanríkisráðuneytið og umhverf- isráðuneytið í hlut Sjálfstæðisflokksins til við- bótar fyrri ráðuneytum,“ sagði Davíð. Þar með verður Sjálfstæðisflokkurinn með sjö ráðuneyti auk Hagstofu Íslands en Fram- sóknarflokkurinn með fimm. Fer í utanríkis- eða fjármálaráðuneytið Inntur eftir því hvað hann hygðist gera, er Halldór tæki við forsætisráðherraembættinu, sagði Davíð að það væri spursmál hvort hann tæki að sér utanríkisráðuneytið eða fjármála- ráðuneytið. „Ég þarf að velta því fyrir mér,“ sagði hann. Spurður nánar út í þessi mál sagði hann: „Annaðhvort mun ég taka við utanrík- isráðuneytinu eða Geir H. Haarde, [varafor- maður Sjálfstæðisflokksins]. Ef hann myndi gera það þá færi ég í fjármálaráðuneytið.“ Davíð kvaðst aðspurður ekki gera ráð fyrir öðru en að hann myndi sitja áfram í ríkis- stjórninni eftir að hann léti af forsætisráð- herraembættinu. Davíð sagði ennfremur aðspurður að ekki hefði verið ákveðið hverjir aðrir yrðu ráð- herrar. Það yrði ekki gert fyrr en í kvöld, fimmtudagskvöld. Sanngirnisrök mæli með skiptunum Davíð sagði að sanngirnisrök væru fyrst og fremst ástæða þess að ákveðið hefði verið að hafa þessi skipti á ráðuneytum milli flokk- anna. „Flokkarnir hafa starfað saman mjög vel í átta ár og eru að leggja á djúpið fyrir önnur fjögur. Það er ljóst að formaður Fram- sóknarflokksins hefur verið ráðherra í sextán ár með miklum ágætum; starfað í mörgum ráðuneytum og er með víðtæka reynslu. Sanngirnisrök mæla með því – í svona löngu samstarfi þar sem trúnaður ríkir – að formað- ur hins stjórnarflokksins fái einnig notið æðsta trúnaðar í samstarfinu, eins og formað- ur Sjálfstæðisflokksins hefur notið með stuðningi Framsóknarflokksins.“ Davíð sagði að hann hefði verið spurður að því hvers vegna skiptin hefðu ekki farið fram á miðju tímabili; þegar tvö ár væru liðin og tvö ár eftir. Hann hefði svarað því til að honum hefði þótt eðlilegast að skiptin yrðu í kringum 15. september „til þess að nýr forsætisráð- herra geti þá fylgt úr hlaði stefnuræðu sinni í kringum 1. október eða þegar þing kemur saman [að hausti].“ Þega óttaðis um að ljósi þ sagði D því hér yfir þa hætti o menn f Spur að ráð hætti m Davíð: komið þessi h hafnað sanngir atvikum Innt steypt það yrð það ek höfum að men Aðsp þingi e væri tí ég mun veit ma fjögur Fullt traust á sam Alger samstaða reyndist vera innan þingflokks Sjálfstæ Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksin Formenn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins, Halldór Ásgríms- son og Davíð Oddsson, ræddu við blaðamenn í gær eftir að drög að nýjum stjórnar- sáttmála höfðu verið sam- þykkt einróma í þingflokkum beggja flokka. HALLDÓR Ásgrímsson, formaðurFramsóknarflokksins, segist verasáttur við skiptingu ráðherra-embætta eins og þingflokkur Framsóknarflokksins allur sem hafi einróma samþykkt drög að nýjum stjórnarsáttmála. Halldór segist ánægður með að taka við for- sætisráðherraembættinu haustið 2004 þótt hann hafi ekki haft það sem markmið í sjálfu sér að taka við einu ráðuneyti frekar en öðru. Þá lýsti hann ánægju sinni með að Davíð Odds- son hyggist sitja áfram í ríkisstjórn sem hann muni veita forystu eftir fimmtán mánuði. Halldór segir að hann muni sem forsætis- ráðherra reyna að ná fram þeim áherslum sem eru í stjórnarsáttmálanum og þá einkum að varðveita stöðugleikann, halda áfram að byggja upp íslenskt atvinnulíf og efla velferð- arkerfið. „Það eru miklir möguleikar á næstu árum þannig að ég mun að sjálfsögðu halda því fram sem stendur í stjórnarsáttmála okkar og er byggt á stefnuskrá flokkanna í þeim kosn- ingum sem eru nýliðnar.“ Ákvarðanir í sjávarútvegsmálum liggja ekki fyrir Spurður um sjávarútvegsmálin og umfjöllun í fjölmiðlum um að auka eigi veiðiskyldu, kvó- taívilnun fyrir línubáta, aukinn byggðakvóta o.s.frv. segir Halldór öll þessi atriði verða tekin til endurskoðunar. „Við höfum ekki tekið end- anlegar ákvarðanir í þeim efnum. En öll þessi atriði verða uppi á borðinu og við munum leit- ast við að ná niðurstöðu í þeim í þeim tilgangi að skapa meiri sátt um þetta mikilvæga kerfi. En aðalatriðið er það að við ætlum að byggja í meginatriðum á því kerfi sem fyrir er.“ Spurður hvort ekki væri óábyrgt að Fram- sóknarflokkurinn, sem í kosningabaráttunni hafi sagt ríkissjóð þola fimmtán milljarða króna skattalækkun, gefi jafnmikið eftir í skattamálum og nú virðist raunin minnir Hall- dór á að í öllum samningum þurfi að ná fram málamiðlun. „Við náðum málamiðlun í mikil- vægustu málefnum þjóðarinnar. Við náðum málamiðlun í ríkisfjármálum, í húsnæðismál- um og ýmsum öðrum málum. En aðalatriðið er það að við ætlum okkur að reka ríkissjóð halla- lausan. Við ætlum okkur að viðhalda stöðug- leikanum og við ætlum okkur að lækka skatta í tengslum við kjarasamninga og ræða það við aðila vinnumarkaðarins. Þannig að endanlegar ákvarðanir í þeim efnum verða ekki teknar fyrr en kjarasamningar hafa komið fram.“ Halldór segist ekki telja að skera þurfi niður í velferðarmálum á næsta kjörtímabili. „Hins vegar er alveg ljóst að það þarf að gæta að- halds í útgjöldum ríkisins og það hefur þurft svo lengi sem ég man. Það verður alltaf svo að við verðum að neita ýmsum óskum, ég kalla það ekki niðurskurð. Við höfum verið að auka útgjöld til velferðarmála á undanförnum árum, við höfum aldrei getað uppfyllt allar óskir og ég á ekki von á að það verði hægt í þessari ríkisstjórn frekar en öðrum.“ Skattalækkanir í tengslum við kjarasamninga Halldór segist ekki eiga von á miklum skattalækkunum á árinu 2004. „Við erum að fara í fjárlagagerð og það er alveg ljóst að fjár- lagagerðin á árinu 2004 er ýmsum erfiðleikum háð, tekjuaukningin í þjóðfélaginu verður mest á seinni hluta kjörtímabilsins og það liggur al- veg ljós þessu s vinnu v við kjar Halld herraef hann ei og ákvö tekin f kvöld. Hann hver úr herrast stæðism neytið. Við mu Miklir möguleikar á næstu árum Þingm Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks TRAUST OG TRÚNAÐUR Í STJÓRNARSAMSTARFI Það eru talsverð pólitísk tíðindiþegar tilkynnt er að DavíðOddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hyggist standa upp úr stóli forsætisráðherra á næsta ári, eftir að hafa gegnt því embætti lengst manna hér á landi. Davíð og Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, greindu frá því í gær að 15. september á næsta ári myndi Halldór taka við for- sætisráðuneytinu, en á móti munu framsóknarmenn láta utanríkisráðu- neytið og umhverfisráðuneytið af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Davíð hefur lýst því yfir að hann hyggist þá annaðhvort verða utanríkisráðherra eða þá fjármálaráðherra, taki Geir H. Haarde að sér starf utanríkisráðherra. Í samtali í Morgunblaðinu í dag fær- ir Davíð eftirfarandi rök fyrir þessari breytingu: „Flokkarnir hafa starfað saman mjög vel í átta ár og eru að leggja á djúpið fyrir önnur fjögur. Það er ljóst að formaður Framsóknar- flokksins hefur verið ráðherra í sextán ár með miklum ágætum; starfað í mörgum ráðuneytum og er með víð- tæka reynslu. Sanngirnisrök mæla með því – í svona löngu samstarfi þar sem trúnaður ríkir – að formaður hins stjórnarflokksins fái einnig notið æðsta trúnaðar í samstarfinu, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur notið með stuðningi Framsóknar- flokksins.“ Þetta eru gild rök enda hlutu þau hljómgrunn hjá þingflokki Sjálfstæð- isflokksins í gær, þótt þar kæmi vissu- lega einnig fram að menn sæju eftir forsætisráðuneytinu. Skipti af þessu tagi eru söguleg; það hefur ekki gerzt áður í íslenzkri stjórnmálasögu að flokkar semji þannig sín á milli um að skiptast á um stjórnarforystuna á sama kjörtímabili. Þetta samkomulag er því ekki sízt til marks um það traust og trúnað, sem orðið hefur til í sam- starfi forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins undanfarin átta ár og varðar væntan- lega veginn í þeim efnum til næstu fjögurra ára. Það kemur vafalaust mörgum á óvart að Davíð Oddsson hyggist sitja áfram í ríkisstjórn undir forystu Hall- dórs Ásgrímssonar. Á það ber hins vegar að líta að mörg fordæmi eru fyr- ir því að fyrrverandi forsætisráðherra sitji í ríkisstjórn undir forystu annars manns. Steingrímur Hermannsson var utanríkisráðherra í stjórn Þorsteins Pálssonar 1987–1988, Geir Hallgríms- son utanríkisráðherra í stjórn Stein- gríms 1983–1986 og Ólafur Jóhannes- son dómsmála- og viðskiptaráðherra í stjórn Geirs 1974–1978, svo nefnd séu nokkur dæmi frá síðustu áratugum. Halldór Ásgrímsson er þrautreynd- ur stjórnmálamaður og vel að embætti forsætisráðherra kominn. Ekki er ástæða til að ætla annað en að undir hans forystu verði stjórnarsamstarfið jafnfarsælt og það hefur verið undir forystu Davíðs Oddssonar. Flest bend- ir nú til þess að núverandi ríkisstjórn geti orðið jafnlanglíf og Viðreisnar- stjórnin, sem lengst hefur setið eftir að Ísland fékk heimastjórn. Það hversu vel samstarfið í ríkisstjórninni hefur gengið er ekki sízt góðum sam- skiptum þessara tveggja stjórnmála- foringja að þakka. HVERNIG MÁ ÞETTA VERA? Ladawe er sextán mánaða í örmummóður sinnar á heilsugæslustöð í Eþíópíu. Hún deplar ekki auga þrátt fyrir að flugurnar setjist í augun eða að stungið sé í hana sprautum með vítam- ínum og sýklalyfjum. Hún hugsar um það eitt að draga andann. Og er svo að- framkomin af næringarskorti að lífi hennar verður vart bjargað, að sögn starfsmanns heilsugæslustöðvarinnar. Ástandið er skelfilegt. Úrkoma hefur verið lítil sem engin í Eþíópíu síðan árið 2001 og hefur það víða valdið uppskeru- bresti í landi þar sem 83% af um 60 milljónum íbúa lifa á sjálfsþurftarbú- skap. Átta milljónir Eþíópíumanna eru í bráðahættu vegna þurrkanna, þar af eru 1,4 milljónir börn undir fimm ára aldri, samkvæmt tölum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hjálparstofnanir hafa séð hátt í 13 milljónum manna, um fimmtungi íbúa landsins, fyrir matvælum og leggja allt kapp á að hörmungarnar árið 1984 end- urtaki sig ekki. Þá kostaði hungurs- neyð um 800 þúsund Eþíópíumanna líf- ið. En hvernig má það vera að landið sé aftur á barmi hungursneyðar tveimur áratugum síðar? Viðvarandi vatnsskortur vegur þyngst, sem lýsir sér m.a. í því að jafn- vel í venjulegu árferði hafa aðeins tæp 20% af íbúum Eþíópíu aðgang að hættulausu drykkjarvatni. Í meðalári deyja um 100 þúsund eþíópísk börn úr næringarskorti eða af tengdum orsök- um. Þegar alvarlegur þurrkur bætist við, eins og núna, skapast hætta á að dánartilfellum fjölgi um nokkur hundr- uð þúsund eða jafnvel meira, ef ekki er gripið til róttækra aðgerða. Því fer fjarri að þetta sé eina vanda- málið sem Eþíópía glímir við. 3,2 millj- ónir af 60 milljónum íbúa hafa greinst með HIV-veiruna, sem veldur alnæmi. Þar á meðal eru 17% þungaðra kvenna. Veitukerfi landsins er vanþróað, íbú- arnir stríðshrjáðir og menntun og fræðsla af skornum skammti. Einnig má nefna að þótt neyðarhjálp í formi matargjafa sé nauðsynleg til að leysa þann bráðavanda sem Eþíópía stendur frammi fyrir, má færa rök fyrir því að til langs tíma geri hún illt verra. Ástæðan er sú að við matargjafirnar lækkar verð á matvörum sem fram- leiddar eru innanlands. Bændur fá því minna fyrir afurðirnar og hafa ekki sömu hvatningu til að skila árangri. Það getur aftur valdið því að þeir verði berskjaldaðri næst þegar uppskeran bregst. Nú er staðan þannig að börn deyja úr hungri og þau sem bjargast eiga á hættu að verða fyrir varanlegu heilsu- tjóni. Neyðaraðstoðar er þörf. Fyrir tuttugu árum barst hjálpin of seint með skelfilegum afleiðingum. Það má ekki endurtaka sig. En það verður einnig að horfa til lengri tíma og gera varanlegar úrbætur í Eþíópíu og öðrum vanþróuð- um ríkjum, t.d. bæta veitukerfi, reisa skóla og auka fræðslu um alnæmi. Það verður að sporna gegn því að barna bíði enn sömu örlög og Ladawe eftir tutt- ugu ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.