Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 29
„Síðan kem-
ur röðin að
menning-
unni. Þar er
það spurn-
ingin hvort við lifum
áfram sem skapandi
menningarþjóð eða
segjum okkur til sveit-
ar í menningarlegu til-
liti, af því að markaðs-
lögmálin hafa ekki
áhuga á því sérstæða,
heldur því auðselj-
anlega.“
UNESCO, mennta-, vís-inda- og menning-arstofnun Sameinuðuþjóðanna, hefur ákveðið
að helga 21. maí ár hvert menning-
arlegri fjölbreytni, en varðveisla og
skapandi þróun fjölbreytni í menn-
ingarefnum er eitt af baráttumálum
stofnunarinnar á tímum heimsvæð-
ingar.
Stoðar eitthvað að vera að
bjástra við það? munu einhverjir
spyrja, verður ekki allt slíkt að hafa
sinn gang? Ekki stýrum við menn-
ingarþróun?
Það er reyndar ágæt spurning.
Auðvitað reynum við að hafa áhrif á
alla menningarþróun. Við krefj-
umst af stjórnvöldum ábyrgrar
menningarstefnu. Og hvernig birt-
ist hún?
Menningarstefna birtist í af-
skiptum hins opinbera af menning-
arlífinu, til dæmis lagasetningum
og fjárveitingum til menning-
arstofnana, jafnt ríkisstofnana sem
annarra. Hún birtist í þeim að-
stæðum sem grasrótin býr við í
sköpun og þróun menning-
arverðmæta. Hvar væru íslenskar
kvikmyndir staddar án kvikmynda-
sjóðs? Væri ekki fátæklegra um að
litast í bókabúðum og leikhúsum ef
starfslaun listamanna væru ekki
fyrir hendi? Þannig mætti lengi
telja. Menningarstefna birtist í
stuðningi við söfn, og hún birtist í
skilningi á mótunarhlutverki fjöl-
miðla. Hún birtist líka í sam-
skiptum okkar við útlönd, hvort við
viljum vera einangruð og afvikin
eða tökum þátt í því samspili heims-
menningarinnar sem á sér stað á
hverjum degi – og það upp á okkar
eigin býti, ekki sem eftiröpun hins
erlenda.
Umræða um menningarstefnu
hefur tekið á sig nokkuð nýja mynd
víða um lönd á síðari árum.
UNESCO átti nokkurn þátt í því. Í
kjölfar Ríó-ráðstefnunnar frægu
um það hvernig við viljum halda
áfram að lifa á þessum hnetti og
þeirra skýrslugerða sem í kjölfarið
fylgdu setti UNESCO saman nefnd
til að gera viðlíka úttekt á þróun
menningarmála. Í forsvari fyrir
þeirri nefnd var Péres de Cuéllar,
fyrrverandi aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, og er nefndin og þó eink-
um sú skýrsla sem nefndin samdi
oft við hann kennd. Hún heitir ann-
ars fullu nafni Okkar skapandi
margbreytni.
Í þessari skýrslu, sem hefur verið
kynnt rækilega hér á landi, bæði af
UNESCO-nefndinni og öðrum, er
menningarhugtakið skilgreint mjög
vítt. Í rauninni er verið að fjalla um
okkar mennska umhverfi í víðum
skilningi, þótt skapandi þáttur
menningar sé auðvitað í öndvegi.
Listin sem slík er nefnilega samofin
öllu daglegu lífi: hún birtist í arki-
tektúr húsanna og formum gatna
og gróðurs í kringum okkur. Það er
ein helsta tómstundaiðja þorra
fólks í mörgum löndum að hlusta á
tónlist – hvernig væri útvarp eða
sjónvarp – eða kvikmyndir án tón-
listar? Og þannig mætti lengi telja.
Við Íslendingar eigum ef til vill
heimsmet í leikhússókn, leikhúsið
hefur alla tíð verið almenningseign
á Íslandi. Við eigum líka met í bóka-
kaupum og við skulum vona að við
lesum allar þær bækur. Og svo
framvegis. En er þá ekki allt gott?
Þurfum við þá eitthvað að vera að
fjasa um þessa blessuðu menningu?
Útkoma þessarar de Cuéllar-
skýrslu þótti slíkum tíðindum sæta,
að blásið var til mikillar alþjóð-
legrar ráðstefnu í Stokkhólmi 1998
og farið í saumana á því sem skýrsl-
an hafði leitt í ljós. Hin nýja hugsun
var sú, að menningin er ekki
skreytilist utan á öðru mannlífi sem
við grípum til á hátíðum og þegar
við teljum okkur hafa efni á því.
Hún er samgróin allri annarri þró-
un, pólitískt, efnalega og félagslega,
og oft aflvaki þeirra breytinga sem
eiga sér stað, kveikja nýrrar hugs-
unar. Sú afstaða að skammta menn-
ingunni álíka pláss og hundahaldi
þegar skrifuð er samtímasaga eða
settir saman söguþættir í sjónvarpi,
eins og hér vill ennþá brenna við, er
úrelt. Í Stokkhólmi var samin eins
konar framkvæmdaáætlun um það
hvernig fylgja skuli eftir þeim nýja
skilningi sem nú er að breiðast út
meðal ráðamanna, góðu heilli. Og
sú áætlun byggist á þeirri hugsun
sem UNESCO hefur gert sig að
málsvara fyrir, að fjölbreytni
menningar, eins og hún birtist í öll-
um heimshornum, sé auðlegð
heimsins. Einlit sköpun í þágu fjár-
hagslegs gróða gerir okkur fátæk-
ari. Ómennskari.
Þetta hefur orðið til þess að
menntamálaráðherrar aðildarríkj-
anna sátu mikinn málfund í höf-
uðstöðvum UNESCO í desember
árið 2000 og komu sér saman um að
brýna nauðsyn bæri til að vernda
rétt hvers sjálfstæðs ríkis til að
standa að menningarsköpun út frá
sínum eigin forsendum og upp á sín
eigin fjárhagslegu býti – og að virða
þurfi í alþjóðlegum samningum að
afurðir menningarinnar á heims-
markaði – til dæmis kvikmyndir,
myndbönd og geisladiskar – lúti
öðrum lögmálum en venjuleg sölu-
vara eða þjónusta, vegna þess að
þau séu jafnframt tjáning sér-
stæðrar menningarreynslu og
sköpunarhæfni hverrar þjóðar. Í
framhaldi af þessum fundi ráð-
herranna var svo unnið að yfirlýs-
ingu um gildi menningarlegrar fjöl-
breytni sem samþykkt var á síðustu
aðalráðstefnu UNESCO haustið
2001. Næsta skref var svo ráðstefna
sem haldin var í síðastliðinni viku –
aftur í Stokkhólmi – þar sem úttekt
var gerð á því sem áunnist hefur.
Það er sitthvað en mörg verkefni
bíða, til dæmis samningar við Al-
þjóðaviðskiptastofnunina, WTO.
Það sem nú er inni á borði
UNESCO og tengist þessum mál-
um er eftirfarandi: Eins og flestum
er kunnugt var árið 1972 sam-
þykktur sáttmáli um verndum
menningar- og náttúruminja. Við
Íslendingar vorum nokkuð seinir á
okkur að staðfesta þann sáttmála.
Það gerðist þó árið 1996 og nú hef-
ur verið send inn fyrsta umsókn Ís-
lands um að komast inn á heims-
minjaskrána frægu með okkar
helgasta stað, Þingvelli. Það mál
verður útkljáð á næsta ári, en horf-
ur eru góðar. Á síðasta áratug síð-
ustu aldar kom hins vegar upp
hreyfing innan UNESCO og utan
þess efnis að sinna bæri fleiru en
áþreifanlegum minjum. Hugsunin í
sáttmálanum frá 1972 sé of mikið
bundin við gildismat Evrópubúa
með sínar dómkirkjur og hallir.
Menningarverðmæti margra þjóða
í ýmsum álfum felast ekki í áþreif-
anlegum hlutum, heldur óáþreif-
anlegum, því sem við Íslendingar
köllum menningarerfðir, þegar við
hugsum til dæmis til munnlegrar
sagnahefðar, þjóðhátta, rímnanna
eða vikivakaleikjanna. Nú er unnið
að skilgreiningu á menningar-
erfðum sem sé nægilega skýr í lög-
fræðilegu tilliti til þess að unnt sé
að koma saman sáttmála um menn-
ingarerfðir.
Einn hornsteinn menningarerfða
eru sjálf tungumálin. Íslendingar
hafa löngum verið stoltir af máli
sínu, þó að einhver brestur virðist
nú kominn í það stolt, vegna áreitni
tölvu- og sjónvarpsheims og sjón-
armiða markaðsafla eða bara and-
legrar leti. Enn er þó íslensk tunga
í hópi hinna sígildu Evrópumála
sem eiga hvað skýrust sjálfstæð
einkenni. Þess vegna er okkur sómi
að því að velvildarsendiherra
UNESCO fyrir tungumál er Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti
vor. Verkefnin eru ærin. Um 6.000
tungumál er talið að séu við lýði í
heiminum, en að minnsta kosti
1.000 þeirra eru í útrýmingarhættu.
Eitt af þeim verkefnum sem
UNESCO er að fást við núna nefn-
ist Fjöltyngi og aðgengi að net-
heimum. Er unnið að yfirlýsingu
sem menn gera sér vonir um að
verði samþykkt í aðalstjórn
UNESCO í september, en Ísland á
sem kunnugt er setu í stjórninni.
Síðan fer yfirlýsingin, sem er ekki
lagalega bindandi en hefur siðferði-
legt fordæmisgildi, til umræðu og
væntanlegrar samþykktar á að-
alráðstefnu UNESCO í haust og
verður loks nýtt sem framlag stofn-
unarinnar á leiðtogafundi um hina
nýju upplýsingatækni og þekking-
arsamfélagið í Genf í desember.
Meðal þess sem tekið er á í þessari
yfirlýsingu er sú staðreynd að að-
eins um 5% mannkyns eiga aðgang
að netheimum, meðal annars vegna
þess að framleiðslan verður æ
flóknari og dýrari og stíluð upp á
rík neysluþjóðfélög Vesturlanda en
ekki þorrann af öðrum þjóðum. Þá
er fjallað um tjáningarfelsi annars
vegar og haftaleysi í netskiptum,
ofbeldi, barnaklám og aðrar sið-
ferðilegar spurningar hins vegar.
Tæknin í dag gerir kleift að strika
út siðferðilega óæskilegt efni, þegar
það fer yfir landamæri; sömu tækni
er reyndar hægt að beita til skoð-
anakúgunar og einræðis. Loks er
enn eitt mál sem ekki brennur síður
á okkur Íslendingum en öðrum:
nauðsyn þess að þýða stýrikerfi og
forrit á þjóðtungurnar.
Umræður í kjölfar yfirlýsingar
um fjölbreytni menningar hafa leitt
til þess, að ýmsar þjóðir eru farnar
að hugsa alvarlega um það, hvort
annað dugi en taka saman höndum
og koma á lagalega bindandi sam-
þykktum til varnar menningar-
legum sérkennum á verslunarborði
heimsmarkaðarins. Málinu hefur
verið skotið til UNESCO sem
áhrifamestu samtakanna á þessu
sviði. Sú vinna er nú hafin. Alþjóða-
viðskiptastofnunin hefur að und-
anförnu fengist við landbúnaðarmál
og sjávarútvegsmál, sem kunnugt
er, en brátt berst leikurinn að óhóf-
legum lyfjakostnaði sem kostar til
dæmis hundruð ef ekki þúsundir al-
næmissjúklinga lífið á hverjum
degi. Síðan kemur röðin að menn-
ingunni. Þar er það spurningin
hvort við lifum áfram sem skapandi
menningarþjóð eða segjum okkur
til sveitar í menningarlegu tilliti, af
því að markaðslögmálin hafa ekki
áhuga á því sérstæða, heldur því
auðseljanlega.
Ísland var einu sinni samstæð
þjóð. Við erum það ekki lengur. Hér
býr nú fjöldi fólks sem upprunalega
er af öðru þjóðerni og flytur oft með
sér ferska strauma. Starfsemi Al-
þjóðahússins í Reykjavík, Náms-
flokka Reykjavíkur og þjóðahátíðin
á Vestfjörðum eru dæmi um já-
kvætt starf í þágu breyttra tíma.
Það minnir okkur á, hvað þjóðir
geta lært mikið hver af annarri, ef
virt eru sérkenni, en einnig hvað við
eigum að leggja af mörkum í sam-
eiginlegan menningarsjóð heimsins
út frá okkar eigin forsendum, okkar
skapandi fjölbreytni.
Þessi grein átti að birtast í
Morgunblaðinu í gær, en vegna
mistaka fyrirfórst það. Beðist er
velvirðingar.
Skapandi fjölbreytni
Eftir Svein Einarsson
Höfundur er leikstjóri og rithöfundur
og situr í stjórn UNESCO.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 29
ar Davíð var spurður að því hvort hann
t óánægju með það í Sjálfstæðisflokkn-
hann gæfi eftir forsætisráðuneytið í
ess þingstyrks sem flokkurinn hefði
Davíð: „Það var svolítill pirringur yfir
r, sem ég átti svo sem von á, en ég fór
að og rökstuddi það með þeim sama
og ég er að reyna gera hér við ykkur og
féllust á þau rök.“
rður að því hvernig það hefði komið til
ðuneytunum yrði skipt með þessum
milli flokkanna á kjörtímabilinu sagði
„[...] Það er óhætt að segja að það hafi
ósk frá Framsóknarflokknum um að
háttur yrði skoðaður og því var ekki
ð af minni hálfu. Mér finnst að það séu
rnisrök fyrir óskum, eða kröfum eftir
m, af þessu tagi.“
tur eftir því hvort ráðuneytum yrði
saman á kjörtímabilinu sagði hann að
ði ekki gert á þessu stigi „og við setjum
kki í stjórnarsáttmálann, en hins vegar
við talað um það að það sé ekki útilokað
nn geri það“.
purður hvort hann hygðist hverfa af
eftir kjörtímabilið sagði Davíð að ekki
mabært að segja til um það núna. „En
n sjálfsagt íhuga þann möguleika. Svo
aður ekki hvað kemur yfir mann eftir
ár.“ Um það hvort hann hefði tekið ein-
hverjar ákvarðanir varðandi formannsemb-
ættið í Sjálfstæðisflokknum sagði Davíð að
hann myndi halda þeirri formennsku áfram;
hann hefði verið kosinn með 98% atkvæða á
síðasta landsfundi og að það hefði verið „bæri-
legur stuðningur“, eins og hann orðaði það.
Sáttur við að hætta
Davíð sagðist aðspurður vera mjög sáttur
við að hætta sem forsætisráðherra. „Já, ég er
mjög sáttur við það, þegar að því kemur. Eins
og ég hef alltaf sagt: það á enginn þennan
stól.“ Hann sagðist auðvitað fara sáttur við
það skipulag sem hann hefði sjálfur samið um
í þessum efnum. „Ég hef fullt traust á mínum
samherja,“ sagði hann og vísaði til Halldórs,
„hann mun valda þessu verki vel.“
Þegar Davíð var spurður út í stjórnarsátt-
málann kvaðst hann mjög ánægður með hann.
„Ég er mjög ánægður með hann og ánægður
með það sem þar kemur fram; hlut Sjálfstæð-
isflokksins í því og Framsóknarflokksins
líka.“ Í máli Davíðs kom og fram að samstaða
hefði verið um sáttmálann í þingflokknum.
„Það var algjör samstaða um hann og menn
telja þetta góðan sáttmála; flokkurinn megi
vel við hann una og væntanleg ríkisstjórn. “
Aðspurður sagði hann að enga kröfu hafa
komið fram um breytingar á sáttmálanum
innan þingflokksins.
mherja mínum
Morgunblaðið/Kristinn
æðisflokksins um drög að nýjum stjórnarsáttmála.
ns, að loknum þingflokksfundi í gær
st fyrir að þá eru möguleikarnir mestir í
sambandi. Þetta verður ákveðið í sam-
við aðila vinnumarkaðarins í tengslum
rasamninga.“
dór segir ekkert liggja fyrir um ráð-
fni Framsóknarflokksins að svo stöddu,
igi eftir að ræða við einstaka þingmenn
örðun um ráðherra flokksins verði ekki
fyrr en að loknum miðstjórnarfundi í
n kveðst heldur ekki geta sagt til um
r ráðherraliði hans muni stíga úr ráð-
tól eftir fimmtán mánuði þegar sjálf-
menn fá utanríkis- og umhverfisráðu-
„Það er ekkert ákveðið í því sambandi.
unum að sjálfsögðu skipa okkar málum
með nýjum hætti þegar þar að kemur en við
höfum ekki tekið neinar ákvarðanir í því sam-
bandi. “
Halldór segist ekki hafa haft það sem mark-
mið í sjálfu sér að taka við einu ráðuneyti frek-
ar en öðru en minnir á að hann hafi þegar setið
átta ár í utanríkisráðuneytinu og níu og hálft ár
næsta haust þegar hann tekur við embætti for-
sætisráðherra og því sé tími til kominn að söðla
um. „Ég held að utanríkisráðherra hafi aldrei
setið lengur í sögu lýðveldisins. Auðvitað eru
það kaflaskipti í lífi mínu að taka við forystu í
ríkisstjórn og ég er ánægður með það en það
hefur aldrei verið markmið í sjálfu sér. Ég
vona þó að ég hafi nokkra reynslu til þess að
takast á hendur það erfiða verkefni.“
Morgunblaðið/Kristinn
menn Framsóknarflokksins samþykktu einum rómi drög að nýjum stjórnarsáttmála.
sins, verður forsætisráðherra haustið 2004