Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Við syrgjum þig sárt, því við elsk-
uðum þig mikið.
Þú gafst úr sjóði hjarta þíns, því þú
varst góður drengur.
Þær gjafir standast tímans tönn.
Ef við hittumst í öðrum draumi
skulum við haldast fastar í hendur.
Pabbi, mamma, Ólafur og Eva.
Elsku Viktor minn. Minningar um
ljúfan dreng koma fram í hugann
þegar ég sest niður til þess að kveðja
þig með fáum orðum. Ég sá þig fyrst
á Patró þar sem þú fæddist og lifðir
fyrstu ár ævinnar, lítill spurull strák-
ur með falleg augu en oft svo alvar-
legur á svipinn að undrun sætti en
þegar þú brostir var það svo fallegt.
Þegar fjölskyldan flutti til Danmerk-
ur og pabbi þinn fór í nám var ykkar
sárt saknað. Þá var ekki annað að
gera en að heimsækja ykkur og það
gerðum við Ragnar og amma Indí en
þú varst alltaf augasteinninn hennar.
Mikið skemmtum við okkur vel þegar
við fórum öll í Lególand og amma þín
hló svo mikið að þú stóðst bara og
horfðir á hana, þú hafðir sennilega
aldrei séð hana svona káta. Hún naut
þess svo að vera með ykkur.
Þegar þið fluttuð heim aftur og á
Blönduós hófst enn skemmtilegri
þáttur hjá okkur. Við Ragnar og
Ragnar Trausti og fjölskyldan á
Blönduósi fórum oft á sumrin saman í
veiði, sumarbústað eða í gönguferðir
eftir því sem okkur datt í hug. Stund-
um komstu með, stundum ekki, en
það var gaman að sjá hvað ykkur Óla
kom vel saman og höfðuð gaman af
útiverunni, veiðiáhuginn var svo mik-
ill.
Ég man hvað ég varð glöð þegar
þú komst til mín einn daginn, þá orð-
inn hálffullorðinn maður og spurðir
mig hvort ég ætti ekki eitthvert dót í
herbergi því þú ætlaðir að leigja her-
bergi í Grindavík og þig vantaði ým-
islegt. Það stóð ekki á því og saman
tíndum við ýmislegt í bílinn og mikil
var gleði þín þegar ég dró fram borð
sem pabbi hafði smíðað og sagði þér
að þú mættir eiga það, þú varst líka
strákurinn hans afa Óla!
Það leið orðið langt á milli þess að
ég sæi þig eins og gerist með ungt
fólk, alltaf nóg að gera. Einu sinni
komstu með sparifötin í fanginu og
baðst mig um að leyfa þér að skipta
um föt. Þú varst á svo mikilli hraðferð
að ég rétt gat smellt kossi á kinn, svo
varstu rokinn. Mikið var ég glöð í
fyrra þegar ég átti afmæli og þið
systkinin komuð saman til að sam-
fagna mér, öll fín og þú í jakkafötum
með slifsi og orðinn svo myndarlegur
VIKTOR
GUÐBJARTSSON
✝ Viktor Guð-bjartsson fæddist
á Patreksfirði 21.
október 1978. Hann
lést laugardaginn 10.
maí síðastliðinn.
Hann átti heimili á
Blönduósi frá 1985.
Foreldrar hans eru
Guðbjartur Á. Ólafs-
son, tæknifræðingur,
f. 12. desember 1948,
og Jóna Elín Krist-
insdóttir, f. 19. des-
ember 1954. Systkini
Viktors eru Ólafur
Tómas Guðbjartsson,
f. á Patreksfirði 22. janúar 1981,
og Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir,
f. á Blönduósi 8. september 1986.
Útför Viktors verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ungur maður. Ég er
þakklát fyrir að fá að
kynnast þér og geymi
minninguna um þig í
hjarta mér.
Við Ragnar þökkum
allar samverustundirn-
ar og biðjum góðan guð
að geyma þig. Við vit-
um að það eru margir
opnir faðmar sem taka
á móti þér.
Saknaðarkveðja,
Hansína frænka
og Ragnar.
Í dag er til moldar borinn ástkær
bróðursonur minn Viktor Guðbjarts-
son. 24 ára var hann héðan burt kall-
aður og eftir stöndum við ættingjar
og vinir og skiljum ekki hver tilgang-
urinn er.
Viktor var frumburður foreldra
sinna og það ríkti sannarlega mikil
hamingja og gleði þegar hann leit
dagsins ljós, enda var hann vel skap-
aður og fallegur drengur. Rúmlega
tveggja ára varð hann svo stóri bróð-
ir þegar Ólafur Tómas fæddist og
milli þeirra bræðra var ávallt gagn-
kvæm ást og vinátta og þegar Guð-
björg Eva kom í heiminn voru þeir
stoltir bræðurnir af henni litlu systur
sinni. Árin liðu og systkinin á Blöndu-
ósi uxu og döfnuðu umvafin ást og
umhyggju foreldra sinna og þótt fjar-
lægðin ylli því að ekki væri daglegt
samneyti við þau þá fylgdumst við
fjölskyldan með þeim úr fjarlægð og
þegar færi gafst hittumst við og gerð-
um okkur glaðan dag og alltaf var
Viktor sami ljúfi drengurinn, en
skjótt skipast veður í lofti og nú er
hann horfinn okkur og eftir er minn-
ingin ein.
Er sárasta sorg okkar mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Elsku Ella, Guðbjartur, Ólafur
Tómas og Eva, þau eru þung sporin
sem þið stígið í dag. Ég bið algóðan
Guð að leiða ykkur og styrkja. Megi
minningin um góðan son og bróður
verða ykkur ljós í myrkrinu.
Viktori frænda mínum bið ég Guðs
blessunar og ég veit að hann hefur átt
góða heimkomu í himnaríki þar sem
amma og afi í Breiðagerði hafa um-
vafið drenginn sinn, sem var þeim svo
kær.
Elsku Viktor, þar til við hittumst á
ný, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín frænka
Anna.
Hljóð falla tregatárin.
Titrar hver strengur af ekka.
Drengur til dáða fæddur dáinn í æskunnar
blóma. Hvað olli að einmitt slíkur
er á burtu kvaddur?
Guð, sem að gefur og tekur, getur einn veitt
okkur svörin.
Skarð er nú fyrir skildi.
En sköpum verður að hlíta
ungur jafnt sem aldinn, þá örlaganornirnar
kalla.
Minningin ljúfsár lifir
lengi um prúða drenginn, sem hvarf yfir
móðuna miklu
að morgni á lífsins degi.
(Eiríkur Pálsson.)
Þessar ljóðlínur voru ortar fyrir
tæpum fjörutíu árum, við ótímabært
fráfall ungs frænda míns og koma
mér í huga nú við sviplegt fráfall
Viktors bróðursonar míns. Elskuleg-
ur og góður drengur er fallinn frá, að-
eins 23 ára.
Hugur okkar Donna er hjá ykkur,
elsku Ella, Guðbjartur, Óli Tómas og
Eva, og öllum ættingjum og vinum.
Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykk-
ar.
Elsku Viktor minn, ég veit að al-
góður Guð tekur á móti þér með út-
breiddan faðm sinn. Blessuð sé minn-
ing þín.
Þín frænka,
Þórdís T. Ólafsdóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku Viktor, við vitum að amma
og afi í Breiðó hafa tekið vel á móti
þér og við vitum að ykkur líður vel
saman.
Frændsystkinahópurinn hefur
misst mikið, en minningarnar um þig
munu lifa í hjarta okkar allra um
ókomna tíð.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.“ (Kahlil Gibran.)
Elsku Guðbjartur frændi, Ella, Óli
og Eva, missir ykkar er mikill. Megi
Guð vera með ykkur og veita ykkur
styrk og huggun í þessari miklu sorg.
Esther og Magnea.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
dagá og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
dagá og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson.)
Elsku frændi, þakka þér fyrir allan
þann tíma sem við áttum saman. Ég
fékk ekki að kynnast þér mjög vel því
þú áttir heima á Blönduósi og maður
sá þig ekki mjög oft. En stundum á
sumrin kom ég með mömmu og
pabba norður á Blönduós í veiði. Við
fórum með þér, Ólafi Tómasi, Evu,
Guðbjarti og Ellu. Ég veit að þú
veiddir þá nokkra stóra.
Við eigum öll eftir að sakna þín.
Guð geymi þig.
Þinn frændi
Ragnar Trausti.
Elsku Viktor minn. Nú hefur þú
verið tekinn frá okkur og ert kominn
á friðsælan stað þar sem Bubbi bróð-
ir minn hefur án efa tekið á móti þér.
Þú varst besti vinur Bubba og Bjögga
stóru bræðra minna og ég er búin að
þekkja þig frá því að ég var lítil
stelpa. Svo þegar ég varð eldri fékk
ég að vera aðeins meira með ykkur
strákunum, bræðrum mínum og vin-
um þeirra, og kynntist ég þér þá enn
betur. Er ég afar sæl og glöð með að
hafa fengið að þekkja þig, þótt alltof
stutt hafi verið. Þeir deyja ungir sem
guðirnir elska og eru þið Bubbi í þeim
hópi, þó að afar sárt sé fyrir okkur
hin sem eftir sitjum, en við hittumst
þó öll að lokum. Ég er viss um að þið
Bubbi munið rokka saman í himna-
ríki og passa upp á okkur hin.
Elsku Óli Tómas, Eva og fjöl-
skylda, Guð gefi ykkur styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Arndís.
Elsku frændi, við vitum að amma
og afi taka vel á móti þér.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(M. Joch.)
Elsku Guðbjartur, Ella, Óli Tómas
og Guðbjörg Eva, Guð gefi ykkur
styrk í sorginni.
Eiríkur, Guðrún, Hulda
og Sigríður.
Nú sitjum við hér saman og kveðj-
um Viktor vin okkar. Það er mikill
söknuður og erfitt að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að sjá þig aft-
ur. Öll eigum við góðar minningar um
þig frá Blönduósi. Hlédrægur varstu,
yfirleitt brosandi, snillingur og ávallt
með frasana. Við trúum því að þú sért
á góðum stað, hjá honum Bubba okk-
ar og að þér líði vel. Við elskum þig
sem vin því þú varst besti vinur sem
hugsast gat.
Innilegar samúðarkveðjur til Guð-
bjarts, Elínar, Óla og Evu.
Björgvin, Jón Ingi, Sunna
Apríl, Erla Guðrún,
Þorbjörn og Rögnvaldur.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
BRYNJA HERMANNSDÓTTIR,
Klapparstíg 1,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri föstu-
daginn 16. maí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 23. maí kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta
þess.
Haraldur Ólafsson,
Hermann Haraldsson, Elín Guðmundsdóttir,
Ólafur Örn Haraldsson, Sigríður Björnsdóttir,
Guðrún María Haraldsdóttir, Ólafur Sigurðsson
og ömmubörn.
Okkar ástkæri
ÓLAFUR JÓNSSON,
Hrafnistu Reykjavík,
áður Bræðraborgarstíg 13,
sem lést á Hrafnistu miðvikudaginn 14. maí,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 23. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda og vina,
Baldur Ólafsson, Ingibjörg Jónasdóttir,
Sigurður Sigurðsson, Arna Guðmundsdóttir.
Bróðir minn og móðurbróðir okkar,
KRISTINN G. MAGNÚSSON
stálhúsgagnasmiður,
Austurbrún 4,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu-
daginn 15. maí.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu
mánudaginn 26. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Karítas hjúkrunarþjónustu.
Anna Júlía Magnúsdóttir
og börn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
MARGRETHE GÍSLASON,
Víðivangi 10,
Hafnarfirði,
áður Skólavörðustíg 5,
Reykjavík,
lést á Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn
13. maí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Barnaspítala Hringsins njóta þess.
Edda Óskarsdóttir, Hjalti Kristgeirsson,
Margét Þóra Gunnarsdóttir, Örnólfur Thorsson,
Anna Vilborg Gunnarsdóttir, Halldór Guðmundsson
og börnin.
BJÖRN TÓMAS KJARAN
skipstjóri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 20. maí eftir langvarandi veikindi.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á heimaaðhlynningu Krabbameinsfélagsins.
Sigríður S. Kjaran,
börn, barnabörn og tengdasonur.
Systir mín, stjúpsystir, mágkona og frænka,
GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR,
Sunnubraut 50,
Keflavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 20. maí.
Ingibjörg Elíasdóttir, Jóhann Pétursson,
Þórarinn Haraldsson, Ólöf Magnúsdóttir
og frændsystkini.