Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 35
Það er alltaf svo erf-
itt að kveðja þá sem
við elskum. Þú sem
barðist svo harðri bar-
áttu og varst svo sterk.
En greinilega er það ekki alltaf nóg
og það er svo ósanngjarnt. Núna
þegar ég sit hérna og er að skrifa
þér þessi lokaorð er Þórður Tandri
að horfa á mig og segja mér að vera
ekki svona sorgmædd, en annað er
ekki hægt, þú varst mér alltaf svo
góð og tókst svo vel á móti mér þeg-
ar ég kom inn í líf þitt.
Ég man þegar við hittumst fyrst,
fyrir um fjórum árum þú hringdir í
mig og baðst mig að hitta þig á
kaffihúsi, ég man hvað ég var
stressuð en þegar ég kom þá hvarf
það því þú varst svo yndisleg og svo
gott að tala við þig. Ég á eftir að
sakna þess svo mikið að geta ekki
hringt í þig til að tala um daginn og
veginn, þú gast alltaf látið mér líða
vel þegar mér leið eitthvað illa.
Maður heldur alltaf að maður hafi
nægan tíma, það er svo margt sem
ég hefði viljað segja við þig. mér
þótti svo vænt um þig og þú varst
svo stór partur í lífi mínu og Þórðar
Tandra, við eigum eftir að sakna þín
svo mikið.
Elsku Bogga mín, takk fyrir allan
stuðninginn og hlýjuna sem þú
veittir okkur.
Elsku Reynir, Stella, Sandra og
Ágúst Ingi og aðrir nánir aðstand-
endur, ég og Þórður Tandri sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Eva Ösp.
Elsku Bogga mín.
Af hverju er lífið svona ósann-
gjarnt? Af hverju þurftir þú að
hverfa svo fljótt? Við sem áttum eft-
ir að gera svo margt. Allt í einu
hrynur framtíðin og við förum ekki
fleiri utanlandsferðir saman eins og
við ætluðum. Ég þakka þó fyrir að
hafa haft þig hjá mér þessi góðu ár
sem við áttum saman. Þær mörgu
utanlandsferðir sem við fórum sam-
an eru mér ógleymanlegar. Þó er
brúðkaupsferðin okkar sem við fór-
um 2. apríl 2000 mér minnisstæðust.
Það lýsir þér svo vel hvernig þú
tókst á móti honum Sigga mínum
eins og hann væri þinn eiginn son-
ur. Alltaf varstu tilbúin að gera allt
fyrir aðra og eru börnin okkar þar
engin undantekning.
Þú áttir sérstakt og gott sam-
band við þau öll og er þín sárt sakn-
að.
Það er stutt á milli lífs og dauða.
Öll þín áform um að halda áfram að
fegra og bæta heimilið eru horfin.
Við munum varðveita öll þín verk,
hvort sem er innandyra eða utan.
Bogga mín, þú varst svo sterk og
dugleg fram á seinasta dag, kvart-
aðir aldrei, en baðst guð um styrk
og aðeins lengri frest sem ekki
fékkst.
Ég lofa því elsku Bogga mín að
gæta vel yndislegu barnanna okkar
og ömmubarnanna þinna.
Þau eiga alltaf heimili hér á
Brekku og vonandi eigum við eftir
að eiga góðar stundir saman.
Hugur okkar verður alltaf hjá
þér.
Mig langar að þakka öllum sem
studdu okkur í þessari erfiðu bar-
áttu við þann skelfilega sjúkdóm
sem krabbameinið er. Sérstaklega
viljum við þakka starfsfólki á lyf-
lækningadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Anna Dóra,
Maggi, Heiðbjört og Palli, ykkar
stuðningur er mér ómetanlegur, þið
eruð sannir vinir.
SIGURBORG INGI-
MUNDARDÓTTIR
✝ Sigurborg Ingi-mundardóttir
fæddist á Seyðisfirði
10. júlí 1953. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 26. apríl síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Grenjaðarstaðar-
kirkju 6. maí.
Bogga mín, eitt er
víst að við komum
saman 10. júlí og höld-
um upp á daginn þinn.
Himneskur faðir,
gefðu okkur styrk,
verndaðu börnin okk-
ar, barnabörn, ætt-
ingja og vini.
Í Jesú nafni, amen.
Elsku Bogga mín,
þú verður alltaf í huga
mér og hjarta um
ókomna framtíð.
Ástar- og saknaðar-
kveðja, þinn
Reynir.
Elsku mamma.
Þessa dagana finnst okkur lífið
afar ósanngjarnt. Af hverju er
mamma okkar, kona á besta aldri
sem átti framtíðina fyrir sér, látin
kveðja þennan heim? Sorgin og
söknuðurinn er mikill og ekki hefð-
um við trúað að við ættum eftir að
finna svona til, svo vond er þessi til-
finning. Við gerum samt okkar
besta og reynum að njóta lífsins
eins og við vitum að þú hefðir viljað
að við gerðum. Við reynum að hug-
hreysta hvert annað og trúum því
að þér líði vel.
Þegar við hugsum til baka og eru
svo margar skemmtilegar stundir
sem við áttum saman og munum við
varðveita þær um alla eilífð. Allar
útilegurnar þegar við vorum lítil og
núna síðustu árin þær samveru-
stundir sem við áttum í sveitinni.
Það var alveg yndislegt að upplifa
það með þér hversu hamingjusöm
þú varst með Reyni og á Brekku.
Við töluðum oft um það við systk-
inin hversu gaman það væri að sjá
þig svona hamingjusama, loksins
eftir allt erfiðið sem á undan gekk.
Þegar maður gengur um heimilið
á Brekku, ertu allsstaðar. Á veggj-
unum eru myndir eftir þig, málaðar,
teiknaðar, saumaðar og leiraðar. Í
hillunum eru leirmunir sem þú
gerðir, úti er sólpallurinn sem þú
smíðaðir. Það er sama hvert litið er,
listaverk eftir þig eru allsstaðar og
munum við varðveita þau eins og
gull.
Þú talaðir oft um það hversu rík
og heppin þú værir að eiga þrjú
heilbrigð börn og fjögur heilbrigð
barnabörn. Það sem við áttuðum
okkur kannski ekki alltaf á var
hversu heppin við vorum að eiga þig
fyrir mömmu. Sá sem sagði „enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur“ hefur svo sannarlega vitað
um hvað hann var að tala.
Að eiga þig fyrir mömmu voru
ákveðin forréttindi út af fyrir sig og
við verður þér ævinlega þakklát fyr-
ir allan þann stuðning sem þú veitt-
ir okkur, sama hvaða vitleysu við
tókum upp á.
Barnabörnin þín, þau Klara,
Telma, Þórður Tandri og Kristinn,
koma til með að sakna þín mikið og
síðast í gær spurði Klara; „Hver á
þá að prjóna handa mér peysur
núna?“ Kristinn er yngstur og fékk
minnstan tíma til að njóta þín, en
þið fenguð þó að njóta hvort annars
í fimm mánuði og þakkar maður
guði fyrir þá. Við munum sjá til
þess að þau kynnist þér betur og
komi aldrei til með að gleyma þér.
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Við þökkum guði fyrir að hafa
gefið okkur tækifæri til að kveðjast
og heitum því að passa hvert annað
og Reyni.
Ástar- og saknaðarkveðjur
Stella, Sandra og Ágúst Ingi.
Elsku Bogga, þetta er okkar
kveðja til þín.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Hvíldu í Guðs friði.
Mamma og systkinin.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ERNA KARLSDÓTTIR,
Stekkjarhvammi 54,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtu-
daginn 15. maí, verður jarðsungin frá Grafar-
vogskirkju föstudaginn 23. maí kl. 15.00.
Bjarni Jónsson,
Helgi Már Bjarnason, Klara Katrín Friðriksdóttir,
Brynja Sif Bjarnadóttir,
Arnar Freyr Helgason,
Mikael Adam Hafþórsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ESTER HJÁLMARSDÓTTIR HANSEN,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vest-
mannaeyjum, laugardaginn 24. maí kl. 14.00.
Jógvan Hansen,
Ingólfur Hansen,
Sonja Hansen, Þórður Ólafsson,
Sædís H. Raastad, Svein Raastad,
Vigdís Hansen, Mattías Nóason,
Ágústína Hansen, Jóhann Andrésson,
Sigríður P. Hansen, Magnús Kristleifsson,
Hans H. Hansen, Sigurborg Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN KRISTINN BJÖRNSSON,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 21. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Dannheim,
Magnús Kristinn Jónsson, Hulda Björg Jónsdóttir,
Björn Brynjar Jónsson, Erna Kristjánsdóttir,
Sólveig Katrín Jónsdóttir,
Patrekur Maron Magnússon,
Þormar Leví Magnússon.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma
BÓEL KRISTJÁNSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja,
Miðhjáleigu,
Austur-Landeyjum,
verður jarðsungin frá Voðmúlastaðakapellu
laugardaginn 24. maí kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti kapelluna njóta þess.
Erlingur Ólafsson, Helga Ísleifsdóttir,
Kristján Ólafsson, María Hennley,
Sigmar Ólafsson, Guðlaug Valdimarsdóttir,
Þórir Ólafsson, Ásdís Kristinsdóttir,
Svavar Ólafsson, Halldóra Ólafsdóttir,
Trausti Ólafsson, Kristín Unnsteinsdóttir,
Ásdís Ólafsdóttir, Jónas Traustason,
Indriði Th. Ólafsson,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR,
Skagfirðingabraut 43,
Sauðárkróki,
sem andaðist sunnudaginn 4. maí, verður
jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
24. maí kl. 14.00.
Ásmundur Jónsson, Ragnheiður Kjærnested,
Rannveig Jónsdóttir, Alois Raschhofer,
ömmubörn og langömmubörn.