Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.05.2003, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 39 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I LUNDUR REKSTRARFÉLAG TIL FJÁRMÖGNUNAR, SMÍÐI OG REKSTRAR NEMENDAGARÐA Á AKUREYRI. Stjórn LUNDAR, rekstrarfélags til fjármögnunar, smíði og rekstrar nemendagarða fyrir framhalds- skólanemendur á Akureyri, auglýsir eftir um- sóknum um eftirtalin störf við nýja nemenda- garða: Starf framkvæmdastjóra nemendagarðanna Um er að ræða hlutastarf. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri garðanna í umboði stjórnar LUNDAR og annast fram- kvæmd samþykkta stjórnar, innkaup, ráðningu starfsfólks og innheimtu húsaleigu auk annarra starfa sem stjórnin felur honum. Ráðið verður í starfið frá 15. júní nk. Starf húsbónda nemendagarðanna Um er að ræða fullt starf. Húsbóndi annast daglegt eftirlit með aga og umgengni garðbúa í umboði skólameistara Menntaskólans á Akur- eyri og Verkmenntaskólans á Akureyri í sam- vinnu við nemendaráð garðanna. Hann annast einnig eftirlit með húsum og gerir tillögur til framkvæmdastjóra LUNDAR um breytingar, endurbætur og viðhald. Húsbóndi hefur sam- vinnu við bryta mötuneytis nemendagarðanna og vinnur auk þess önnur störf sem stjórn LUNDAR felur honum. Ráðið verður í starfið frá 1. júlí nk. Starf næturvarða Um er að ræða tvö og hálft stöðugildi. Nætur- verðir skulu annast öryggiseftirlit með húsum nemendagarðanna og allri umgengni í og við húsin. Næturvörðum er ætlað að taka þátt í mótun verkskipulags eftirlitsins og hafa eftirlit með umgengni garðbúa og koma athugasemd- um um umgengi og hegðun á framfæri við húsbónda garðanna. Ráðið verður í störfin frá 15. ágúst nk. Starf ræstitækna Um er að ræða 3 stöðugildi. Ræstitæknar skulu halda sameiginlegu rými garðanna hreinu, búnaði og munum og sinna öðrum þrifum sem talin eru nauðsynleg. Ræstitæknum er ætlað að taka þátt í mótun verkskipulags daglegrar ræstingar, hafa eftirlit með umgengni garðbúa og koma athugasemdum um umgengi og hegðun á framfæri við húsbónda garðanna. Ráðið verður í störfin frá 1. september nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 860 9900. Umsóknir skulu hafa borist stjórn LUNDAR, pósthólf 20, 602 Akureyri, fyrir 6. júní nk. Akureyri, 20. maí 2003. Jón Ellert Lárusson, formaður stjórnar LUNDAR. Smiði vantar Erum að leita að reyndum smiðum, helst vönum gluggaskiptum og utanhússklæðningu. Uppl. gefur Pétur Hjartarson í síma 865 2300. Styrktarfélag vangefinna Matreiðslumaður óskast til starfa í eldhúsi fyrir Bjarkarás og Lækjarás. Um er að ræða 100% starf frá 8.00 til 16.00. Staðan er laus í ágúst. Stofnanirnar eru staðsettar í Stjörnugróf 7 og 9. Í Bjarkarási og Lækjarási sækja um 75 einstaklingar vinnu og þjálfun. Starfsmenn eru um 40. Verið er að sam- eina og breyta fyrirkomulagi mötuneyt- anna og mun matreiðslumaður taka þátt í að endurskipuleggja starfið. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Garð- arsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi Bjarkaráss, í síma 568 5330 og Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri, í síma 551 5941 á skrif- stofutíma. Laun eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins. Hægt er að nálgast upplýsingar um Styrktarfélagið á heimasíðu þess, http://www.styrktarfelag.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Við Barðastaði í Grafarvogi. 2 verslun- arbil (68 m² + 68 m²). Í þetta 1.500 manna hverfi vantar ýmsa þjónustu, s.s. söluturn, veitingar, blómabúð o.fl. 2. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg. Ca 820 m² jarðhæð með 2 stórum innkeyrsludyrum. Góður möguleiki á að skipta upp í 3—5 ein- ingar. 5 m lofthæð. Hér er góður möguleiki að vera með starfsemi sem fer vel með stór- um virtum förðunarskóla sem er í húsinu, s.s. hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofu o.fl. 3. Við Tranavog. Á 2. hæð ca 435 m² stór bjartur salur sem hægt er að skipta upp í smærri einingar. Tilvalið fyrir t.d. arkitekta- og verkfræðingastofur eða léttan iðnað. Upplýsingar gefur Snorri í síma 892 3797 og tsh@islandia.is . FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkur- hrepps verður haldinn laugardaginn 24. maí kl. 17:00 í Borgartúni 37. Stjórnin. Ársfundur Samvinnulífeyrissjóðsins verður haldinn föstudaginn 23. maí 2003 kl. 16.00 á Grand Hóteli. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum. Þeir, sem hyggjast sækja fundinn, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku í síma 520 5500. Stjórnin. Sjálfstæðisflokkurinn Flokksráðsfundur Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er boðað til fundar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, í dag, fimmtudaginn 22. maí, kl. 18.00. Sjálfstæðisflokkurinn. FYRIRTÆKI Fyrirtæki til sölu Merkjaland er nú fáanlegt fyrir rétta aðila. Merkjaland starfar við silkiprentun og skilta- gerð. Það var stofnsett 1993 er því komið með stóran hóp viðskiptamanna. Frekari upplýsingar fást einungis á skrifstofu Hússins. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658 TIL SÖLU Trésmíðavélar til sölu Eftirtaldar vélar verða til sýnis og sölu að Tangarhöfða 9 á miðvikudaginn 21. maí á milli kl. 14-17 Stenton P 65 Spónlagningarpressa árg ´97 Mabo Delta 3000 Pússivél árg. ´97 Framar MCC 30 Keðjuborvél árg. ´97 T 201 lakkdæla á hjólum árg. ´97 Hettich lamaborvél árg. ´97 Steton SC 400 Plötusög Steton RT 2/110 Þykktarslípivél SCM SI 16 E Plötusög TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilboð Tilboð óskast í vörulager, innréttingar og tæki þb. Novadan ehf. Novadan ehf. var heildverslun með hreinsiefni og tengdar vörur. Upplýsingar í síma 893 1030 og 894 5190. Guðmundur Ó. Björgvinsson hdl., skiptastjóri. Útboð KRA-42 Kröflustöð — Hreinsun holu KJ-9 Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í hreinsun vinnsluholu KJ-9 á virkjanasvæði Kröflustöðv- ar í Suður-Þingeyjarsýslu sumarið 2003. Verkið felst í að leggja til allt efni og tæki og annast alla vinnu, samkvæmt útboðsgögnum, við að bora út kalkútfellingar í 9-5/8" fóðringu og 7-5/8" leiðara niður á um 1.250 m dýpi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 22. maí nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 1.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað, fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 3. júní 2003, þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Fimmtudagur 22. maí 2003 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predikun Heiðar Guðnason. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudagur 23. maí 2003 Opinn AA fundur kl. 20:00. Mánudagur 26. maí 2003 UNGSAM kl. 19:00. www.samhjalp.is Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar- samkoma. Umsjón Fanney og Guðmundur. Guðmundur Þórir og Aldís Birna taka þátt. Allir hjartanlega velkomnir. FÉLAGSSTARF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.