Morgunblaðið - 22.05.2003, Page 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 47
EGGERT Magnússon, formaður
Knattspyrnusamband Íslands, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að
ekkert væri að frétta af þjálf-
aramálum landsliðsins en eins og
kom fram á blaðamannafundi hjá
KSÍ þegar tilkynnt var um afsögn
Atla Eðvaldssonar fékk Eggert um-
boð stjórnar KSÍ um að leita að er-
lendum landsliðsþjálfara.
„Næstu dagar og vikur munu
fara í að viða að sér nöfnum en ég
ætla að gefa mér góðan tíma í þetta.
Það liggur svo sem ekkert á en það
kemst kannski einhver skriður á
þetta eftir landsleikina í júní. Það
hefur auðvitað spurst hratt út að
við séum í þjálfaraleit og þar af leið-
andi hafa margir sett sig í samband
við mig en sem stendur er enginn
kandídat kominn. Við þurfum að fá
upplýsingar um menn og fjármálin
og það tekur sinn tíma,“ sagði Egg-
ert, sem staddur er í Sevilla en þar
hélt stjórn UEFA fund samhliða úr-
slitaleiknum í UEFA-keppninni.
Eggert sagði að Andy Roxburgh,
fyrrverandi landsliðsþjálfari Skota,
sem sinnir fræðslustarfi ásamt ung-
linga- og þjálfaramálum hjá UEFA,
hefði boðist til að aðstoða sig en
Roxburgh er afar vel kunnugur
þjálfaramálum og væntir Eggert
þess að hann láti sig fá lista með
nöfnum sem hugsanlega koma til
greina í landsliðsþjálfarastarfið.
Andy Roxburgh
aðstoðar Eggert
JON Dahl Tomasson, landsliðs-
framherji Dana og leikmaður AC
Milan, leikur ekki meira á leiktíðinni
eftir að hann meiddist í fyrri úrslita-
leik AC Milan og Roma í ítölsku bik-
arkeppninni í fyrrakvöld. Tomasson
missir þar með af úrslitaleiknum í
Meistaradeildinni.
JIM O’Brien, þjálfari Boston Celt-
ics, hefur gert nýjan samning við lið-
ið og er nú samningsbundinn liðinu
til ársins 2006. O’Brien hefur náð
góðum árangri með Boston og hefur
komið liðinu í úrslitakeppnina síð-
ustu tvö ár en þar á undan hafði liðið
ekki komist í úrslitakeppnina í sex ár
í röð. Í ár komst Boston í 2. umferð
úrslitakeppninnar í Austurdeildinni
en féll út fyrir New Jersey 4:0, en í
fyrra tapaði Boston einnig fyrir New
Jersey, í úrslitum austurdeildar.
DAVID Dunn, leikmaður Black-
burn í ensku úrvalsdeildinni, hefur
hafnað því að skrifa undir langtíma-
samning við liðið og er líklegt að
hann verði seldur frá Blackburn í
sumar ef honum snýst ekki hugur.
JÜRGEN Macho, markvörður hjá
Sunderland, hefur ákveðið að yfir-
gefa liðið og fara til Chelsea.
BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf-
ingur í Keili, lék fyrsta hringinn á
Peugeot-mótinu í Leeds í Englandi á
parinu, 71 höggi. Hann hitti 10
brautir af 14, og 14 flatir af 18 á ráð-
lögðum höggafjölda. Púttin voru
hins vegar ekki góð að sögn Björg-
vins en hann púttaði 32 sinnum.
Hann fékk þrjá fugla og jafn marga
skolla en restin var á parinu. Fimm
kylfingar léku á 66 höggum, eða 5
höggum undir pari. Keppninni verð-
ur framhaldið í dag.
FÓLK
Maze, sem er atvinnumaður íÞýskalandi og besti borðtenn-
ismaður Danmerkur, er í 21. sæti á
heimslistanum og í tíunda sæti á list-
anum yfir bestu borðtennismenn í
Evrópu. Guðmundur er í 257. sæti
heimslistans. Árangur Guðmundar
er mjög góður, en loturnar gegn
Maze fóru 11:9, 7:11, 11:5, 10:12,11:8
og 14:12.
Danir höfðu gert sér vonir um að
Maze, sem er þeirra besti borðtenn-
ismaður, myndi blanda sér í barátt-
una um verðlaun á mótinu. Eftir tap-
ið sögðu danskir fjölmiðlar tap Maze
vera gríðarlega vonbrigði, þau mestu
sem Danir hafa orðið fyrir á mótinu.
Þá er talið að tapið dragi mjög úr
möguleikum Maze á að vinna sér
þátttökurétt á ÓL í Aþenu.
Guðmundur lék fyrst gegn Moha-
men Said Abdulla frá Sómalíu á HM
og sigraði 4:0. Þá vann hann sigur á
Said Farid frá Alsír 4:0. Guðmundar
vann síðan Adam Robertsson frá
Wales, 4:3 (12:10, 14:16, 7:11, 11:5,
11:3, 8:11, 11:9).
Guðmundur tapaði í gærkvöldi í
32-manna úrslitum fyrir Li Ching frá
Hong Kong, 4:1. Guðmundur vann
fyrstu lotuna, 11:7, en tapaði fjórum
þeim næstu, 11:6, 11:4, 11:5 og 11:3.
Guðmundur Stephensen
borðtennismaður.
Guðmundur gerði
það gott í París
GUÐMUNDUR E. Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, gerði
sér lítið fyrir í gær og lagði danska atvinnumanninn Michael Maze
að velli í einliðaleik á heimsmeistaramótinu í borðtennis, sem
stendur yfir í París. Guðmundur, sem lék eitt sinn tvíliðaleik með
Maze, lagði hann að velli 4:2. Fyrir leikinn hafði Guðmundur fagnað
sigri á þremur öðrum. Í gærkvöldi tapaði hann síðan fyrir Li Ching
frá Hong Kong í 32-manna úrslitum og er þar með úr leik.
Reuters
Dmitri Alenichev, sem skoraði annað mark Porto í úrslitaleiknum í Sevilla í gær, og Nuno
Valente fagna sigrinum á Celtic og fyrsta Evróputitli portúgalska félagsins í sextán ár.
FYLKISMENN þurfa að greiða Pet-
erborough 25.000 pund eða um 3 millj-
ónir króna fyrir að losa Helga Val Daní-
elsson undan samningnum við enska
liðið – eftir því sem fram kemur á
heimasíðu Peterborough. Helgi Valur
átti eitt ár eftir af samningi sínum við
Peterborough, en það eru svokallaðir
bakhjarlar Árbæjarliðsins sem greiða
upp samninginn fyrir Helga.
„Helgi átti eitt ár eftir af samn-
ingnum við okkur en hann sagðist vilja
fara heim og setjast á skólabekk. Hann
var kominn með heimþrá og það mátti
vel merkja á spilamennsku hans. Helgi
var að mínu mati mjög hæfileikaríkur
leikmaður en honum reyndist erfitt að
aðlagast okkar leik og þá sérstaklega
hvað andlegu hliðina varðar,“ segir
Barry Fry, knattspyrnustjóri Peter-
borough, á heimasíðu félagsins.
Þrjár milljónir
fyrir Helga Val