Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANSHÓPURINN Bassikolo Ísland heldur tvær sýningar á vestur-afrískum dansi og menningu næstkomandi föstudag í Austurbæ. Fyrri sýningin er fyrir skólabörn og er hald- in í samvinnu við kennsluráðgjafa nýbúa- fræðslunnar á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. „Markmið sýningarinnar, sem nefnist Jar- ama, er að kynna menningu Vestur-Afríku nemendum nú þegar Ísland er að verða að fjölþjóðasamfélag. Í öðrum Evrópulöndum hafa kynþáttafordómar verið vaxandi vanda- mál, sem örðugt hefur verið að leysa. Með því að kynna þennan hluta af vestur-afrískri menningu aukum við skilning barnanna á öðrum menningarheimi og drögum úr kyn- þáttafordómum,“ segir í tilkynningu frá Fræðslumiðstöð. Bassikolo Ísland samanstendur af sextán dönsurum af ýmsum þjóðernum, tveimur trommuleikurum frá Gíneu, þeim Lansana (Sagatala) og Alseny (Alsylla) og Orville J. Pennant, sem er stjórnandi hópsins auk þess að dansa og tromma sjálfur. „Mig langar að gera íbúum þessa lands kleift að vera hluti af menningarlegri deiglu,“ segir Orville. Hann hefur mikinn áhuga á að halda þessu starfi áfram í skólunum. „Áhuginn er alltaf að aukast,“ segir Orville og bendir á að hann viti um skóla, sem hafi tileinkað Afríku einn dag eða þemaviku. „Krakkarnir teikna gíraffa og ljón og slíkt, en þekking þeirra er takmörkuð. Um leið og við getum farið með danskennslu og fræðslu í skólana eykst áhuginn og þar með tengslin,“ segir hann. „Íslendingum finnst yfirleitt mjög gaman að afrískri menningu. Það er ástæða þess að afró hefur lifað hér svona lengi og verður áfram til á Íslandi,“ segir Orville, sem er frá Jamaíka en hefur búið á Íslandi í fjölmörg ár. Skólabörn eru ekki þau einu sem fá tæki- færi til að sjá sýninguna því sérstök sýning fyrir almenning verður haldin í Austurbæ kl. 20 á föstudagskvöld. Þess má geta að sýningin hefst á tuttugu mínútna langri hár- og tískusýningu. „Okkur langaði að leyfa fólki að fá smjörþefinn af vestur-afrískri menningu, að sýna hvernig fólk klæðist, dansar, syngur og greiðir sér. Þetta er menningarkvöld, íslensk túlkun á vestur-afrískri menningu.“ Orville hvetur fólk sem hefur áhuga á afró að mæta á sýninguna og segir hana hafa bæði fræðslu- og skemmtigildi. Hann segir búningana litríka auk þess sem tromm- ararnir eru sérlega hæfir á sínu sviði. Nafnið á sýningunni, Jarama, er kveðja, komin frá Fulla-ættbálknum í Gíneu. Orville segir þetta jákvæða kveðju, sem hægt sé að nota bæði kvölds og morgna. Jarama! Trommararnir Alsylla og Sagatala frá Gíneu stjórna dansinum með taktfastri tónlist. Dans- og menningarsýning í Austurbæ Með kveðju frá Afríku Afrósýning í Austurbæ föstudag kl. 20. Verð 1.500 kr. Miðasala í Exodus við Hverfisgötu og Kramhúsinu. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  HK DV SV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið X-ið 977 500 kr Sýnd kl. 8. B.i. 12  Kvikmyndir.com  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið SV MBL Kvikmyndir.is 500 kr Sýnd kl. 6. Ísl. texti. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10.20. N Ý J A R V Ö R U R Kringlunni - Smáralind Smáralind SUMARFÖTIN SEM KRAKKARNIR VILJA NÝJAR VÖRUR VIKULEGA BOLUR 1.790

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.