Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 22.05.2003, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 53 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10. B.i. 12. / Powersýningar kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i.12. / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS SLÆMUR strákur Charlie? Varla, heldur hinn viðkunnanleg- asti náungi sem sker sig ekki úr hópnum utan þess að hann hefur haft atvinnu af því að reyta af sér spjarnir. Einkum frammi fyrir hungraðri og spenntri kvenþjóð okkar lands sem tekur þessari óvenjulegu og æsilegu skemmtun með jákvæðu hugarfari. Svo er hann prýðilega á sig kominn, pump- ar af krafti, stundar ljósabekki og er vel vaxinn bæði upp – og niður. Sjálfsagt hefði Grettir kempan Ás- mundarson lagst í þunglyndi ef þeir hefðu gengið saman til laugar. Á þeim tímapunkti sem Bad Boy Charlie er tekin (fyrir 3 árum), er þessi hasarkroppur þó tekinn að lýjast í starfi. Orðinn 33ja ára og stríðið tekið að harðna við aukakíló- in. Haukur kvikmyndagerðarmaður fylgir honum eftir til Eyja þar sem hann á að strippa í tvígang um kvöldið á „Lundanum“. Mestur hluti myndarinnar fer í viðtöl við Charlie sem lætur dæluna ganga á meðan hann er að undirbúa sig fyr- ir innkomurnar. Fatafellirinn á í dálitlum erfiðleikum með útlitið á þeim líkamshluta sem mest verður mænt á, það slaknar dulítið á hon- um þrátt fyrir gúmmíhring og gæl- ur. En upp rís hann eins og fuglinn Fönix því atvinnumaðurinn hættir ekki fyrr en hann er sáttur við ár- angurinn og segir: „Nú er hann góður, maður!“ Eyjakonur eru hrifnar og láta velþóknun sína óspart í ljós og Charlie leggst nokkuð til af skot- silfri og sitthvað fleiru áður en nótt- in er úti og dagur rís í Vestmanna- eyjabæ. Reyndar álítur Charlie sig van- metinn af þeim sem fyllt hafa flokk tengdaforeldra hans en annars er hann harla ánægður með lífið og til- veruna og hefur haft gaman af starfi sínu sem hefur fleytt honum áfram vítt um heiminn. Viðfangsefnið er djarft og skemmtilega óvenjulegt, bæði mað- urinn og starfið. Sjálfsagt þykir einhverjum myndin klúr enda kyn- lífið ofarlega í huga Charlies og hann óspar á að ræða það og veifa sperrilegum tólum sínum framan í tökuvélina. Charlie er glaðbeittur, stundum fyndinn og enginn getur ásakað manninn fyrir að koma ekki til dyranna eins og hann er klædd- ur! Bad Boy Charlie er tekin líkt og flestar heimildarmyndir samtím- ans, með stafrænni tækni, sem er undirstaða gróskunnar í þessum geira að undanförnu. Slík verk kosta ekki nema brot af verði hefð- bundinna mynda og gæðin ásætt- anleg þó greinilega hafi ekki verið mulið undir myndina um Charlie. Hún er engu að síður snaggaraleg og hress tilbreyting frá hefðbundn- ari viðfangsefnum og útkoman merkilega einlæg, miðað við efni og aðstæður. Nú er Hann góður maður! KVIKMYNDIR Regnboginn Haukur F og Lortur í samvinnu við 101Kvikmyndafélag. Leikstjórn, handrit, taka: Haukur F. Karlsson. Klipping: Hauk- ur F. og Kristján Leifur Pálsson. 50 mín- útur. Heimildarmynd. Ísland. 2003. Bad Boy Charlie Sæbjörn Valdimarsson öllu saman því það er svo stutt síðan ég lagði lokahönd á myndina.“ Sólveig segir að Gilles Jacob, hinn sérlundaði en virti forseti Cannes- hátíðarinnar, hafi sérstaklega beðið um að fá að sjá myndina. Hún sendi honum óklárað eintak og það virðist hafa nægt til að myndin kæmist inn. „Þótt heiðurinn sé mikill – og viðhorf til mín sem kvikmyndagerðarmanns eigi örugglega eftir að breytast til hins betra við það að hafa átt mynd á Cannes-dagskránni – þá verður ekk- ert auðveldara fyrir mig að gera myndir. Það er alltaf háð handritinu hverju sinni, hversu söluvænlegt það er. Svo breytir litlu fyrir mig ef at- vinnutilboðum fjölgar því ég get ekki gert myndir eftir pöntun,“ segir Sól- veig og viðurkennir að hún sé ekkert sérlega hrifin af þeirri hlið kvik- myndabransans að fjármagna mynd- ir sínar. „En ég er auðvitað afar stolt af því hversu vel hefur til tekist, og þakklát öllum þeim sem lögðu hönd á plóg- inn, leikurum í myndinni, tökuliðinu og ekki síst fólkinu í Vestmannaeyj- um, sem tók okkur alveg einstaklega vel.“ Spurð um hvernig hafi komið til að hún hafi valið Diddu í hlutverk sjúk- lingsins segist Sólveig hafa fundið hana fyrir tilviljun: „Ég var búin að prófa margar íslenskar leikkonur þegar ég fann Diddu. Það var á kaffi- húsinu Prikinu sem ég sá þessa konu koma inn. Ég þekkti hana ekkert en sá strax að hún væri sú sem ég vildi. Ég vatt mér upp að henni og spurði hver hún væri og hvað hún gerði og hún sagði. „Ég heiti Didda og ég er skáld.“ Mér fannst það frábært svar og bað hana að koma í prufu.“ Sólveigu hafði lengið dreymt um að gera mynd í Vestmannaeyjum því þótt hún hafi búið alla sína tíð í Frakklandi þá fæddist hún í Vest- mannaeyjum og dvaldi þar á sumrin er hún var ung. Sólveig gerir ráð fyrir að Storm- viðri verði frumsýnd á Íslandi í sept- ember komandi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Viðtökurnar voru eins og best gerist. Baltasar, Didda og Ingvar. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.