Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Viltu kannski að ég noti bevísinn frá Össa litla, ha? Ráðstefna MND-félagsins Upplýsingar og stuðningur MND félagið gengstfyrir ráðstefnuum hreyfitaug- ungahrörnum, MND/ALS föstudaginn nk. kl. 9 til 16. Ráðstefnan, sem er í til- efni af tíu ára afmæli MND félagsins, verður haldin í Turninum, versl- unarmiðstöðinni í Hafnar- firði. Formaður MND fé- lagsins er Rafn Jónsson tónlistarmaður og hefur hann verið formaður fé- lagsins frá stofnun þess. – Segðu okkur fyrst eitthvað um MND ... „MND er skammstöfun fyrir Motor neuron dis- ease, eða hreyfitaugunga- hrörnum. Hún einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnum þeirra. Það eru til nokkrar tegundir af MND. Ef aðeins efri hreyfitaugungar eru skaddaðir er það kallað ágeng hreyfitaugungahrörnum eða primary lateral sclerosis. Þegar neðri hreyfitaugungar einvörð- ungu eru skaddaðir er talað um vaxandi vöðvarýrnanir, spinal muscular atrophy, eða pro- gressive muscular atrophy. Ef bæði efri og neðri taugungar eru skemmdir er sjúkdómurinn kallaður Amyotrophic lateral sclerosis, ALS, eða blönduð hreyfitaugungahrörnum sem er algengasta form sjúkdómsins hjá fullorðnum á öllum aldri. Þegar hreyfitaug deyr getur hún ekki lengur sent skilaboð til vöðvanna. Þessi bilun í flutningi á taugaboð- um er það sem veldur máttleysi hjá MND/ALS sjúklingum.“ – Þetta er sjaldgæfur sjúk- dómur ekki satt? „Jú, hann er sjaldgæfur. Þetta eru á bilinu 15 til 20 manns með sjúkdóminn hér á landi hverju sinni og alls eru í NMD félaginu hjá okkur um 120 manns, en fé- lagið er ekki síður fyrir aðstand- endur og ástvini heldur en sjúk- lingana sjálfa.“ – Eruð þið með alla í félaginu sem haldnir eru NMD? „Nei, ekki er það nú. Það er alltaf þannig að þegar fólk hefur farið í rannsókn og fengið slíka greiningu tekur það sinn tíma að síast inn og fara yfir sín mál. Á endanum skilar fólk sér þó í fé- lagið til okkar.“ – Þið stofnuðuð félag fyrir tíu árum, hvert er hlutverk þess? „Við gefum út bæklinga og blöð með upplýsingum um sjúkdóm- inn og ýmsu efni sem miðar að því að létta daglegt líf MND sjúk- linga og aðstandenda þeirra. Við höldum einnig fundi, einu sinni í mánuði, þar sem sjúklingar og aðstandendur hittast og miðla hver öðrum af reynslu sinni. Þá fylgjumst við vel með því hvað um er að vera í málefnum okkar erlendis, reynum t.d. að sitja ráð- stefnu sem haldin er einu sinni á ári. Ég hef setið þær nokkrar. Síðast var ráðstefnan í Ástralíu og við létum hana vera, höfðum ekki efni á henni, en í nóvember nk. verður hún haldin næst og þá á Ítalíu og er stefnt að þátttöku þar. Það er afar gagnlegt að sitja þessar ráðstefnur, þær eru tvískiptar, annars vegar fyrir fólk í umönnunarstarfi og sjúk- lingana sjálfa og hins vegar fyrir lækna og fagfólk. Það er fyrri hlutinn sem nýtist okkur, sá síð- ari er helst til fræðilegur.“ – Hvar hafið þið aðstöðu fyrir ykkar fundarhöld? „Við vorum nú bara lengi vel heima hjá mér, en í seinni tíð höf- um við aðstöðu þar sem áður hét Kópavogshælið, en þar eru nú að mestu skrifstofur.“ – Þið haldið úti öflugri heima- síðu ... „Já, og höfum lengi gert, www.mnd.is. Við byrjuðum árið 1996. Hins vegar er stutt síðan að við uppfærðum hana og betrum- bættum.“ – Hvað geturðu sagt okkur um ráðstefnuna ykkar? „Við leggjum megin áherslu á meðferð og fjölskylduna. Spurn- ingin hvað er til ráða? hefur og gott vægi. Ef ég renni í gegnum dagskrána kemur þetta í ljós: Fyrst talar Grétar Guðmundsson taugasérfræðingur um greiningu og einkenni og síðan kemur gest- ur okkar frá Svíþjóð, dr. Peter Andersen, í pontu og talar um erfðir og MND. Þá er kaffihlé, en síðan ræðir Gunnar Guðmunds- son, lungnasérfræðingur á LSH, um öndun og öndunarhjálp og Sigríður Magnúsdóttir talmeina- fræðingur og Kolbrún Einars- dóttir næringarráðgjafi um NMD teymið. Þá er matarhlé í boði félagsins en síðan á seinni hluta ráðstefn- unnar kemur Peter Andersen aftur og talar um meðferðir og þær Þóra Andrésdóttir sjúkra- þjálfari og Kristín Einarsdóttir iðjuþjálfi ræða um þjálfun og orkusparnað. Annar erlendur gestur, Tricia Holmes frá MND samtökunum í Eng- landi, kemur síðan í pontu og talar um umönnun fólks með MND og loks tekur Hörður Þorgilsson sál- fræðingur til máls og fjallar um áhrif MND á fjölskyld- una. Ég vil eindregið hvetja alla MND sjúklinga og aðstandendur þeirra til að mæta, hvaðaæva af landinu. Aðgangseyrir er ókeyp- is, en það er nauðsynlegt að skrá sig og þarf að gera það hjá okkur Friðgerði eða í gegnum netfangið mnd@islandia.is í síðasta lagi í dag.“ Rafn Jónsson  Rafn Jónsson er fæddur á Suð- ureyri við Súgandafjörð 1954. Rafn sneri sér að tónlistinni 17 ára gamall og hefur verið tónlist- armaður síðan. Hann hefur sam- hliða starfað sem verslunarstjóri víða, í Hafnarfirði, á Ísafirði og í Reykjavík, til sjós, rekið hljóð- ver, séð um upptökustjórn og út- gáfu á tónlist. Hann hefur setið í stjórn FTT og í fulltrúaráði Stefs, auk þess að veita NMD- félaginu forstöðu í tíu ár. Rafn er giftur Friðgerði Guðmunds- dóttur og eiga þau þrjú börn, Eg- il Örn, Ragnar Sólberg og Rafn Inga, en Rafn á einnig Helgu Rakel frá fyrra sambandi. Á bilinu 15 til 20 manns með sjúkdóm- inn hér á landi TONE Gaaras, ritari Sambands norskra sjóntækjafræðinga og formaður ECOO, evr- ópskrar sjóntækja- fræðinefndar, er stödd hér á landi. Hún hefur meðal ann- ars átt viðtöl við að- stoðarlandlækni og aðila í heilbrigðis- ráðuneyti þar sem rætt hefur verið um réttindabaráttu ís- lenskra sjóntækja- fræðinga til þess að fá að mæla sjón hjá fólki en að sögn Gaar- as styður Samband norrænna sjóntækjafræðinga, sem hún er aðili að, íslenska starfs- bræður sína heilshugar í þeirri baráttu. Hér á landi hafa augnlæknar einir lögbundinn rétt til þess að mæla sjón en Gaaras segir það einstakt fyr- ir Ísland að sjóntækja- fræðingar fái ekki tækifæri til að stunda sjónmælingar sem þeir séu þó menntaðir til. „Ég hef ekki heyrt um samskonar fyrir- komulag nokkurs stað- ar annars staðar í Evrópu nema á Grikk- landi. Þar eru sjón- tækjafræðingar ekki viðurkenndir sem heil- brigðisstarfsmenn. Hér eru sjóntækja- fræðingar hins vegar viðurkenndir sem heil- brigðisstarfsmenn en fá þrátt fyrir það ekki að stunda sjónmælingar. Það finnst mér einkennilegt,“ segir Gaaras. Heilbrigðisyfirvöld jákvæð gagnvart breytingum Gaaras segist hafa fundið fyrir vilja til breytinga í samtölum sín- um við fulltrúa heilbrigðisyfirvalda hér. „Mér fannst ég finna vilja til þess að breyta lögunum enda hef- ur það verið reynt áður en árang- urslaust. Vandinn virðist liggja í því að augnlæknar hér eru í varn- arstöðu,“ segir Gaaras. Hún segir ástæðuna ef til vill þá að augnlæknar hér séu hræddir um að sjóntækjafræðingar fari út fyrir starfssvið sitt og fari að sjúk- dómsgreina fólk fái þeir leyfi til þess að mæla sjón. „Það mun auð- vitað ekki gerast. Á Norðurlönd- unum er komin góð reynsla á sam- starf augnlækna og sjóntækja- fræðinga og þar hafa hinir síðastnefndu ekki tekið sér það vald að sjúkdómsgreina enda er það utan starfssviðs þeirra,“ segir hún en að hennar sögn eru 85% sjónmælinga á Norðurlöndum framkvæmd af sjóntækjafræðing- um. Aðspurð hvort ekki séu líkur á að sjúkdómar í augum finnist síður ef fólk hættir að leita til augn- lækna þegar sjónin versnar segir hún að allar líkur séu á því að fleiri leiti sér aðstoðar ef fleiri leiðir eru færar. „Sannleikurinn er sá að á meðan sjóntækjafræðingar fái ekki að starfa hér með eðlilegum hætti er grunnheilbrigðisþjónustu ábóta- vant. Heilsugæslulæknar hafa hvorki þekkingu né tæki til þess að mæla sjón eða greina sjúkdóma í augum og því er eina leiðin að leita til sérfræðings. Auk þess eru sjón- mælingar hjá sjóntækjafræðingi í næstu gleraugnabúð mun aðgengi- legri fyrir almenning heldur en að þurfa að panta tíma hjá sérfræð- ingi og bíða jafnvel lengri tíma eft- ir að fá greiningu. Ég er hrædd um að þetta kerfi leiði fremur til þess að færri leiti sér aðstoðar en ella,“ segir Gaaras. Betra að gleraugu séu útbúin af þeim sem greinir Gaaras segir að gleraugu séu í dag orðin mjög fullkomin og mikil nákvæmnisvinna að útbúa þau. Mun betra sé að sá hinn sami og greinir sjónina útbúi gleraugun. „Ég get ímyndað mér að það sé óþægileg staða fyrir sjóntækja- fræðinga að þurfa að útbúa gler- augu eftir mælingu annars aðila. Það er nauðsynlegt að upplýsingar séu fyrir hendi, ekki bara hvort að- ilinn sé nærsýnn eða fjarsýnn heldur einnig hvort augað hann noti meira og svo framvegis. Það er mun minni hætta á að slíkar upplýsingar fari forgörðum ef þetta er allt á höndum sama aðila,“ segir hún. Hún leggur áherslu á að skert sjón sé ekki sjúkdómur. „Við erum að tala um heilbrigt fólk með heil- brigð augu sem hefur skerta sjón að einhverju leyti. Það er ekki sjúkdómur að vera nærsýnn eða fjarsýnn. Það er vert að benda á að meira en helmingur fólks sem þarf gleraugu er fólk um miðjan aldur og eldra sem þarf aðeins les- gleraugu. Af hverju ætti það að þurfa að fara til læknis til þess að fá gleraugu?“ spyr hún. Ritari Sambands norskra sjóntækjafræðinga á Íslandi Telur kerfið hér leiða til þess að færri leiti aðstoðar en ella Tone Gaaras sjóntækjafræðingur. MIKIÐ tjón varð þegar eldur braust út í einbýlishúsi við Hrísateig í Reykjahverfi á Húsavík í gær. Engan sakaði en allt innbú í húsinu eyðilagð- ist og er húsið skjálft stór- skemmt af völdum sóts og hita. Slökkvilið Húsavíkur kom fljótt á vettvang en fram að því reyndi lögregla og íbúi í næsta húsi að tefja eldinn með hand- slökkvitækjum. Eldurinn kom upp í þvotta- húsi og eru eldsupptök í rann- sókn lögreglu. Grunur er um að kviknað hafi í út frá rafmagns- tæki. Einbýlis- hús stór- skemmdist í bruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.