Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Jim Smart Í kaffisamsæti kennara söng nýstofnaður kór starfsmanna skólans undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. ÞORSTEINN Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrauta- skólans í Garðabæ, bauð öllum starfsmönnum skólans til kaffisamsætis á dögunum í skólanum og þakkaði þeim gott starf. Tilefnið var að menntamálaráðuneytið lét á síðasta ári gera fyrstu úttekt samkvæmt lögum á því hvernig fram- haldsskólum hefur gengið að innleiða aðferðir til að meta skólastarfið, þar á meðal kennslu- og stjórnunarhætti, samskipti innan skólans og tengsl við aðila utan skólans. Í fyrstu úttekt, sem gerð var á síðasta ári, skoðuðu sér- fræðingar á vegum KPMG Ráðgjöf og Háskólans á Ak- ureyri 14 framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ kom best út samkvæmt könnuninni. Hann var eini skólinn sem uppfyllti bæði við- mið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um fram- kvæmd sjálfsmats. Vinna við sjálfsmat í skólanum hefur staðið yfir síðan í ársbyrjun 1998 og er nú komin í nokkuð fastar skorður. Sjálfsmatið er byggt á margvíslegum aðferðum þar sem niðurstöður er hægt að nota til hagsbóta í skólanum. Í samsætinu söng nýstofnaður kór starfsmanna skól- ans undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur. Fögnuðu góðum árangri Garðabær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓRAUNHÆFT er að nýta garð- úðun til að vinna bug á sitkalúsarf- araldri, sem geisað hefur í borg- inni í vetur. Þetta kemur fram í minnisblaði deildarstjóra Garð- yrkjudeildar Reykjavíkur til borg- arstjóra. Deildin mun bregðast við faraldrinum með því að úða ein- staka minni lundi og tré en reyna að standa faraldurinn af sér að öðru leyti. Í minnisblaðinu kemur fram að sitkalúsafaraldur hafi geisað í borginni í vetur og beri trjágróður þess víða merki. Lúsin leggist á flestar grenitegundir en þar sem sitkagreni hafi ekki aðlagast lús- inni eins og aðrar tegundir, fari það sérstaklega illa. Kemur fram að lúsinni fer að fjölga í trjám á haustin þar sem hún þrífst illa á trjám í vexti og talsvert frost þarf til að hún láti undan. Þar sem síðastliðinn vetur hafi verið mildur hafi lúsin ekki einungis verið á ferli fyrri hluta hans heldur haldið áfram að vinna skaða. Þegar trjágróður taki að vaxa á ný fari að draga úr áhrifum lúsarinnar en hætt sé við að hún gjósi upp að nýju í haust. „Áhrif lúsarinnar eru sláandi, ekki síst núna áður en annar gróð- ur fer að laufgast.“ Þetta svíður allt ræktunarfólk.“ segir í minn- isblaðinu. „Reynsla af fyrri far- öldrum sýnir þó að sjaldgæft er að tré drepist en þau geta verið nokk- ur ár að ná sér. Það er því ekki ástæða til að örvænta.“ Kemur fram að hægt sé að úða við lúsinni en hins vegar sé óraun- hæft að úða heilu svæðin í borg- inni. Líta verði á faraldurinn sem óveður sem gangi yfir. Viðbrögð Garðyrkjudeildar verði að stærstum hluta að bíða óveðrið af sér og úða á einstaka minni lundi og tré, aðallega í skrúðgörð- um. Þá verði þau tré, sem lúsin hefur leikið verst, fjarlægð í næstu grisjunum. Sitkalús leikur greni í borginni grátt Reykjavík Morgunblaðið/Ómar Iðnó fært í sumar- legan búning Miðborg UNNIÐ hefur verið að endurbótum á gamla Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina síðustu daga og voru iðn- aðarmenn önnum kafnir við að mála þessa sögufrægu byggingu að utan þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins átti leið hjá. Margrét Einarsdóttir, staðarhaldari í Iðnó, segir verið að hressa upp á húsið fyrir sumaropnun í húsinu en kaffi- húsið verður opnað í dag. „Það var tekin ákvörðun um að gera húsið svolítið fallegra og glað- legra en það var og það er allt ann- að að sjá það. Eins erum við að taka til innandyra með því að pússa upp gólf og fleira þannig að með þessu er verið að viðhalda húsinu,“ segir Margrét sem á von á því að fram- kvæmdunum verði að fullu lokið fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hún segir gesti geta búist við mikilli sumarstemningu í Iðnó mán- uðina framundan því fyrir utan hefðbundinn rekstur innandyra verður boðið upp á útiveitingar á pallinum framan við húsið. Þá verði grillið dregið fram og nýtt til elda- mennsku í hádeginu og fram eftir degi á góðviðrisdögum. FYRSTU teikningarnar að íbúðum í Sjálandi, fyrirhuguðu bryggju- hverfi í Arnarnesvogi, voru sam- þykktar á fundi byggingarnefndar Garðabæjar á föstudag. Íbúðirnar verða í fjölbýlishúsi sem mun rísa á mótum Norðurbrúar og Strandveg- ar. Að sögn Egils Jónssonar, bygg- ingafulltrúa í Garðabæ, er um að ræða íbúðir í fyrsta áfanga hverf- isins, sem ekki er á landfyllingunni sjálfri heldur vestast í hverfinu og næst Vífilsstaðaveginum. Þar er áformað að byggja tæplega 300 íbúðir í fjölbýlishúsum og eru bygg- ingaleyfisumsóknir vegna þeirra að koma til afgreiðslu byggingayfir- valda í bænum um þessar mundir. „Gatnagerð er langt komin í þessum hluta og sömuleiðis frá- veitulagnir og þeir fara að byrja á framkvæmdum fljótlega,“ segir Eg- ill. Alls verða byggingaráfangarnir þrír og er áformað að 760 íbúðir verði í fullbyggðu Sjálandi, þar af 200 fyrir eldri borgara. Íbúar hverfisins verða um 2.000. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðir hverfisins verði tilbúnar á vormán- uðum 2004. Teikningar að íbúðum í Sjálandi samþykktar Garðabær ENDURSKOÐAÐ deiliskipu- lag Hvammahverfis á Hvaleyr- arholti í Hafnarfirði var kynnt hagsmunaaðilum í síðustu viku. Skipulagið gerir ráð fyrir að á opnu svæði sunnan við hverfið komi garðyrkjustöð og að sjö ný einbýlishús komi á opið svæði norðan við hverfið. Að sögn Hafdísar Hafliða- dóttur, skipulagsstjóra í Hafn- arfirði, er í raun um endurskoð- un á gömlu deiliskipulagi að ræða. Í greinargerð segir að í deiliskipulagi frá 1978 hafi ver- ið gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þeim reit þar sem einbýlishúsin munu koma. Þá er gert ráð fyr- ir að aflagður gæsluvöllur verði leikvöllur fyrir hverfið. Á svokölluðu Þorlákstúni, sunnan við hverfið, er felldur niður reitur fyrir félagastarf- semi en skipulögð garðyrkju- stöð og skólagarðar. Ráðgert er að bæta við göngustígum á nokkrum stöð- um svo að stígar nái saman. Endurskoðað deili- skipulag í Hvömmum Sjö ný ein- býlishús og garðyrkjustöð Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.