Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 28
Allt sé gert til a veita stöðuglei ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, gerði hagstjórnina og fjölda ungra þingmanna að um- talsefni við setningu Alþingis í gær. Hann sagði að hagstjórnin væri á ýmsan hátt orðin erfiðari og mikilvægt væri að varðveita stöð- ugleikann. „Ísland er ekki lengur einangr- uð eyja. Hagstjórnin er nú á opn- um velli þar sem straumar úr öll- um áttum geta á skömmum tíma gert að engu glæstar vonir,“ sagði hann. „Hagstjórnin er því á ýmsan hátt orðin erfiðari og mikilvægt að allt sé gert til að varðveita stöð- ugleikann þótt fast sé knúið á í mörgum efnum. Framundan eru mestu framkvæmdir sem um get- ur í sögu landsins, víðtæk umræða hefur verið um gagngerar breyt- ingar á skattkerfi og húsnæðismál- um og fyrirheit gefin um bættan hag margra sem borið hafa skarð- an hlut frá borði á síðari árum,“ sagði forseti Íslands í ræðu sinni. Ólafur Ragnar sagði að það yrði vandaverk að láta allt þetta ganga upp með hliðsjón af því hve hag- kerfi okkar væri nú opið gagnvart umheiminum. „Alþingi ber í þess- um efnum mikla ábyrgð því rík- isfjármál, skattastefna og fram- kvæmdastig marka vöxtum og gengi, verðlagi og stöðugleika ákveðnar brautir. Íslendingar hafa á annan áratug búið við árangur í efnahagslífi sem á fyrri verðbólgu- tímum var einungis fjarlægur draumur. Hagsmunir fyrirtækja og fólksins sem í landinu býr eru samofnir hinum nýja stöðugleika. Bresti hann mun illa fara.“ Ólafur Ragnar sagði að allir Ís- lendingar treystu því á að Alþingi myndi á komandi árum feta þessa braut af ábyrgð og festu „og finna það jafnvægi í ákvörðunum sem tryggir að stöðugleiki og farsæld þjóðar, aukin velferð og traust at- vinnulíf haldist í hendur. Það mun reynast vandaverk og alþingis- mönnum er hér óskað heilla í þeim skyldustörfum. Takist þau vel get- um við Íslendingar vissulega horft björtum augum fram á veg“. Samsetning þingsins hefur tekið stakkaskiptum Um nýkjörna þingmenn af yngri kynslóðinni sagði forseti Ís- lands: „Nú hefur þjóðin sent til þings yngri kynslóð en hér hefur sést um áraraðir; kynslóð sem komist hefur til vits og þroska á tíma alþjóðavæðingar og upplýs- ingabyltingar sem kennd er við al- heimsnetið, fóstruð í samfélagi þar sem sjónvarp er sterkastur miðla, nam frásögn í myndum áður en hún lærði að lesa; kynslóð sem man ekki annað Ísland en sjálf- stætt og sterkt, þekkir landhelg- isstríð, stéttaátök og hatramma glímu um her og NATO nánast eingöngu úr sögubókum; hin fyrsta kynslóð í okkar landi sem haft getur heiminn allan að at- hafnasvæði.“ Ólafur Ragnar velti því m.a. fyr- ir sér hvaða áhrif innganga þess- arar ungu kynslóðar myndi hafa á Alþingi sjálft. „Hvaða augum lítur hún hundrað ára afmæli heima- stjórnar? Hvaða sess skipar sjálf- stæði í hennar huga? Hvernig skil- greinir hún vegferð sína, ætlunar- verk og aðferðir við ákvarðan Hvaða áhrif mun innganga þe unga fólks hafa á Alþingi sjál spurði hann. „Aldrei fyrr í sögu þingsins h jafnmargir ungir þingmenn ko til þings og samsetning þings hefur því tekið stakkaskipt óháð flokkum og framboðum kjördæmunum. Það verður fr legt að fylgjast með því hvaða á þessi nýja kynslóð hefur á s þingsins, umræðuna í landi okk lýðræðisskipan og stefnuþróu Óskaði Ólafur Ragnar því n hinu unga fólki allra heilla og b það sérstaklega velkomið ábyrgðarstarfa. Að lokinni ræðu sinni bað Óla Ragnar alþingismenn að rís fætur og minnast ættjarðarinn Davíð Oddsson forsætisráðhe sagði þá: „Heill forseta vorum fósturjörð, Ísland lifi.“ Hróp þingmenn ferfalt húrra. Setningarræða Ólafs Ragnars Grímssonar Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og þingmenn ganga út úr Alþingishúsinu í D dómkirkjuprestur predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands fyrir up Morgunblaðið/Jim Sma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Kári Kristjánsson, nýr þingmaður flokksins. Morgunblaðið/Jim Sma Aldrei fyrr hafa jafnmargir ung- ir þingmenn komið til þings Þingmenn Samfylkingar, Katrín Júlíusdóttir, Einar Már Sigurðar son, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Björgvin G. Sigurðsson. 28 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MIKILVÆGT FRAMTAK Á SVIÐI TUNGUTÆKNI Einn af þeim þáttum, sem ráðamunu miklu um framtíð ís-lenzkrar tungu, er hversu vel gengur að laga tungumálið að framþróun tækninnar og öfugt – hvernig laga má nútímatækni og notkun okkar á henni að íslenzkunni. Á undanförnum árum hefur svokölluð tungutækni rutt sér til rúms í vaxandi mæli. Þá er átt við tækni, sem annars vegar gerir það að verkum að hægt er að láta tæki lesa texta og tala við not- endur sína og gerir fólki hins vegar kleift að gefa ýmsum algengum tækj- um fyrirskipanir í mæltu máli, í stað þess að nota hnappa eða lyklaborð. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Sæmundur Þorsteinsson, for- stöðumaður rannsóknadeildar Landssíma Íslands hf.: „Við sjáum að það er gríðarleg framtíð í tungu- tækni, ef við getum farið að tala við tækin sem við notum getum við farið að losna við lyklaborð og þá er hægt að minnka tækin enn meira. Ef við getum til dæmis talað við tæki í bíl, þá eykur það þægindi og öryggi. Tungu- tæknin mun í framtíðinni væntanlega koma alls staðar inn þar sem við not- um tæknibúnað.“ Það liggur í augum uppi hversu mikilvægt er að tól og tæki framtíð- arinnar geti bæði talað og skilið ís- lenzku. Ef framtíðin er sú að fólk tal- ar við símana sína, einkatölvurnar, örbylgjuofnana, bílana og öll hin tæk- in sem það notar daglega gefur auga- leið að það myndi grafa undan ís- lenzkunni og stöðu hennar ef fólk þyrfti að tala erlend mál til að fá tæk- in til að virka. Nú hafa verið þróaðir talgervlar, sem lesa upp texta á sæmilegri ís- lenzku. Slík tækni er t.d. notuð í Fréttasíma mbl.is, fréttavefjar Morgunblaðsins, og hefur ekki sízt gagnazt blindum og þeim, sem stadd- ir eru erlendis og vilja nálgast ís- lenzkar fréttir. Stóra skrefið er hins vegar eftir; að tölvutaka íslenzkt tal- mál þannig að tölvur skilji það og geti tekið við skipunum bornum fram á ís- lenzku. Það er því fagnaðarefni að í sumar á að ráðast í viðamikið verk- efni, sem kallað er Hjal og gengur út á að safna dæmum með framburði 2.000 Íslendinga, sem síðan verða notuð til að búa til fyrsta íslenzka tal- greininn. Hjal er samstarfsverkefni Símans, Nýherja, Háskóla Íslands, Grunns gagnalausna og Hex hugbúnaðar, auk þess sem Scansoft, þekkt erlent tungutæknifyrirtæki, tekur þátt í verkefninu. Tungutæknisjóður menntamálaráðuneytisins styrkir verkefnið. Sæmundur Þorsteinsson bendir á það í blaðinu í gær, að erlendir fram- leiðendur tungutæknibúnaðar hafi haft lítinn áhuga á því að verja fjár- munum til að þróa lausnir fyrir 300 þúsund manna málsvæði. Því hafi ís- lenzkir aðilar séð þann kost vænstan að taka frumkvæðið sjálfir og ráðast í þetta stóra verkefni í samstarfi við erlendan framleiðanda. Það frumkvæði sem þau fyrirtæki og stofnanir, sem um ræðir, sýna með Hjal-verkefninu er afar mikilvægt og stuðlar að því að íslenzkt mál standi áfram jafnfætis tungum stórþjóðanna í hvívetna. Þegar grunnurinn hefur verið lagður þarf síðan að vinna að því að íslenzkan verði hluti af alþjóðleg- um stöðlum á sviði tungutækni, þann- ig að fjöldaframleidd tæki geti skilið og talað íslenzku án dýrra breytinga. FJÁRSVIKAMÁLIÐ HJÁ SÍMANUM Fjársvikamálið, sem uppvíst hef-ur orðið um hjá Landssíma Ís- lands hf., er að líkindum eitt það umfangsmesta sem upp hefur komið í íslenzku fyrirtæki. Víðtæk rann- sókn fer nú fram á málinu og þar eru augljóslega ekki öll kurl komin til grafar. Þó hefur komið fram að aðalgjaldkeri fyrirtækisins hefur játað stórfelldan fjárdrátt, sem grunur leikur á að nemi um 150 milljónum króna. Jafnframt eru grunsemdir um að menn utan fyrir- tækisins tengist málinu, en um það liggur ekkert staðfest fyrir enn sem komið er. Málið er svo umfangsmik- ið og alvarlegt að lögreglan hlýtur að leggja mikla áherzlu á að upplýsa það svo fljótt sem auðið er og koma lögum yfir þann eða þá seku. Sú spurning, sem hins vegar vaknar strax, er hvernig afbrot af þessu tagi og af þessari stærðar- gráðu geti hafa átt sér stað í fyr- irtæki eins og Landssíma Íslands hf. Síminn er eitt öflugasta fyrir- tæki landsins. Félagið rekur eitt- hvert háþróaðasta bókhaldskerfi á landinu. Fyrirtækið hefur sérstakt innra eftirlit. Fjárhagur þess hefur gengið í gegnum ýtarlega skoðun vegna undirbúnings einkavæðingar. Síðast en ekki sízt er sjálf Ríkisend- urskoðun endurskoðandi fyrirtæk- isins og á að votta að bókhaldið sé í lagi. Úr því, sem komið er, hafa stjórn- endur Símans gert það eina rétta, sem er í fyrsta lagi að aðstoða lög- regluna eins og hægt er við að upp- lýsa hvernig hinn meinti glæpur var framinn, í öðru lagi að kalla til utan- aðkomandi aðila til að fara yfir end- urskoðunaraðferðir og innra eftirlit og í þriðja lagi að biðja um úttekt Ríkisendurskoðunar á málinu. Ein- göngu þannig getur fyrirtækið unn- ið sig út úr því, sem Brynjólfur Bjarnason forstjóri kallar réttilega álitshnekki í samtali við Morgun- blaðið í dag. Vafalaust geta önnur stór fyrir- tæki lært af Símanum þegar niður- staðan liggur fyrir um það hvað fór úrskeiðis, því að svipaðar smugur til svika kunna að leynast í kerfinu hjá fleirum, þótt enginn hafi komið auga á þær. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi bendir á það í samtali við Morgunblaðið í dag að skoða þurfi innri verkferla fyrirtækisins til að hindra að brot af þessu tagi geti endurtekið sig. Það liggur í augum uppi. Ríkisendurskoðun kemst þó ekki hjá því að líta í eigin barm vegna þessa máls, því að það snertir líka álit hennar og trúverðugleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.