Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 13 HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugur stendur fyrir ráðstefnu í dag, þriðjudag, þar sem kynntar verða nýjungar í afgeiðslukerfinu POSis, sem þekkt er undir nafninu Auður hérlendis, á erlendum mörk- uðum. Hugur selur POSis-kerfið í Bret- landi í samstarfi við systurfélag sitt EJS UK. Meðal þess sem kynnt verður á ráðstefnunni er nýr bak- vinnsluhluti sem þróaður hefur ver- ið í samstarfi við erlenda endur- söluaðila kerfisins og viðskiptavini þeirra. Snorri Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri EJS UK Ltd., segir að nú sé verið að ljúka við að setja POSis-kerfi upp hjá bresku skartgripaverslanakeðju Syming- tons, sem rekur 22 verslanir í Skot- landi, Englandi og á Norður-Ír- landi. Þá sé lokið uppsetningu kerfisins í höfuðstöðvum vöruhúsa- keðjunnar Loon Fung Cash & Carry í London og mun það vera sett upp í verslunum keðjunnar í sumar. Auk þess er unnið að nokkr- um uppsetningum í gegnum endur- söluaðila. „Við höfum verið að aðlaga kerfið að breska markaðnum og bætt ýmsu inn í það, eins og bakvinnslu- kerfinu sem sér m.a. um pantanir og birgðahald. Bretarnir gera kröfu um slíkt inni í kerfinu á meðan ís- lenskir viðskiptavinir Hugar hafa notað miðlæg viðskiptakerfi fyrir sína bakvinnslu.“ Selt um net endursöluaðila Sölu- og markaðsstarfið er í höndum EJS UK, sem staðsett er í Glasgow, en þar starfa 15 manns. Meirihlutinn vinnur að viðskipta- kerfinu Concorde XAL en sérstök deild annast sölu POSis afgreiðslu- kerfa. Snorri segir að valin hafi ver- ið sú leið að koma upp neti endur- söluaðila í stað þess að markaðssetja nafnið. Endursöluað- ilarnir eru nú fjórir og starfa á mis- munandi markaðssvæðum og í mis- munandi atvinnugeirum, en að sögn Snorra nýtist kerfið ekki einungis í verslunum. Það hefur einnig verið notað á bensínstöðvum, apótekum, veitingastöðum og hvar sem þörf er fyrir afgreiðslukerfi. Snorri segir talsverðar vonir bundnar við kynningu kerfisins á sýningu sem haldin verður í Birm- ingham í byrjun júní. Hér á landi hefur kerfið verið notað frá 1997 og er í notkun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins s.s. Hagkaup, Samkaup, Esso, Skeljungi, Olís, Lyfju og Lyf og heilsu. POSis ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel þriðjudaginn 27. maí kl. 9. Sala POSis eykst í Bretlandi Ný lausn þróuð í samstarfi við erlenda viðskiptavini GREINILEG merki eru um það að inn- og útflutningur sé að aukast, en undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar hjá Eimskip og í seinustu viku var metvika bæði í innflutningi og útflutningi. Þá var nýtt met sett hjá Eimskip þegar Íslandstengdir flutningar á sjó og landi nálguðust 60.000 tonn. Goðafoss, stærsta kaupskip ís- lenska flotans, kom drekkhlaðinn í seinustu viku til Íslands frá Evrópu. Innflutningur frá Ameríku hefur einnig aukist verulega og er það að- allega vegna aukins innflutnings á neysluvöru auk þess sem rækjuveið- ar á Flæmska hattinum hafa gengið mjög vel undanfarið. Nú um þessar mundir eru flutn- ingar fyrir Kárahnjúkavirkjun að hefjast. Fyrstu gámarnir fyrir Kára- hnjúkavirkjun koma til landsins í næstu viku og eru það íbúðargámar sem staðsettir verða upp við virkjun á meðan á framkvæmd stendur. Mikill hluti af flutningum austur fer með Mánafossi, strandferðaskipi Eimskips en undanfarið hefur verið hver metvikan á fætur annarri hjá strandferðaskipinu. Mánafoss er eina strandferðaskipið sem siglir í kringum Ísland. Á landi sér Eimskip einnig um að flytja vinnubúðir, sem- ent, sprengiefni, vélar, tæki og ann- að tilfallandi upp að Kárahnjúkum. Þó nokkurt magn fer líka með bílum Flytjanda sem er dótturfyrirtæki Eimskips en Flytjandi er eina flutn- ingafyrirtækið sem haldið hefur uppi föstum áætlunarferðum upp að Kárahnjúkum. Metvikur í flutningum hjá Eimskip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.