Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 27 NÝ RÍKISSTJÓRN Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins hefur tekið við völdum. Í raun- inni er hér um framlengingu á sömu ríkisstjórn og áður að ræða með 2 mannabreytingum. Óánægja er innan Framsóknarflokks- ins með það, að gengið skuli hafa verið framhjá reyndum þingmönnum eins og Kristni H.Gunnarssyni og Jónínu Bjartmarz við val á nýjum ráð- herra. Það hefur verið stað- fest,sem búist var við, að Fram- sókn mundi framlengja völd Sjálfstæðisflokksins í 4 ár í viðbót. Í fréttum um framhald stjórn- arsamstarfsins hefur mikið borið á frásögnum af stólaskiptum í rík- isstjórninni en minna borið á fréttum af málefnum. Davíð stjórnar í aftursætinu Mest hefur borið á þeirri frétt, að Davíð Oddsson muni láta af embætti forsætisráðherra um miðjan september 2004 og þá taka við embætti utanríkisráðherra eða fjármálaráðherra. Framsókn fær þá forsætisráðherrann og lætur af hendi 3 ráðuneyti: Utanríkisráðu- neyti, umhverfisráðuneyti og Hag- stofu Íslands (ígildi ráðuneytis). Það síðast nefnda er eina fagráðu- neytið sem heyrt hefur undir for- sætisráðherra. Eftir þessa breyt- ingu verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins 7 en ráð- herrar Framsóknar 5. Það verður því dýrt fyrir Framsókn að fá að sitja við borðsendann á rík- isstjórnarfundum. Það kostar flokkinn mörg ráðuneyti. Segja má, að krafa Framsóknarflokksins um að fá að stjórna ríkisstjórn- arfundum sé til marks um hégóm- legan metnað 17% flokks. Það verður dýrkeyptur hégómi. Völd flokksins munu minnka í rík- isstjórninni við það að missa mörg mikilvæg ráðuneyti. Og völd for- sætisráðherra verða lítil sem eng- in eftir 15. september 2004 með Davíð í aftursætinu. Hann mun áfram halda um taumana. Umbun fyrir dygga þjónustu Sjálfstæðisflokkurinn telur sig vera að veita Framsókn umbun fyrir dygga þjónustu sl. 8 ár. Það mátti lesa úr orðum Davíðs. Framsókn hefur verið traust hækja Sjálfstæðisflokksins á þessu tímabili. Framsókn hefur engu ráðið en stutt Sjálfstæðisflokkinn í blindni. Fyrir það er Davíð Odds- son nú þakklátur. Davíð hefur sem forsætisráðherra fyrst og fremst haft mikil völd vegna þess hve Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft mikinn atkvæðastyrk í kosningum. Í þingkosningunum 1999 fékk Sjálfstæðisflokkurinn yfir 40% at- kvæða (nú 33%). Í krafti þessa styrks réði Davíð öllu í ríkisstjórninni og Framsókn hafði lítil sem engin áhrif. Hvað eftir annað valtaði Davíð yfir Hall- dór. Framsókn er nú aðeins 17% flokkur og veikur aðili í rík- isstjórninni.Halldór mun því ekki fá nein sambærileg völd og Davíð hafði. Völd Halldórs sem forsætis- ráðherra verða mjög lítil. Hann mun njóta virðingar en ekki valda sem forsætisráðherra. Hagstofan verður tekin af honum! Velferðarkerfið skert? Stefna ríkisstjórnarinnar verður að mestu leyti óbreytt. Fram kem- ur, að Sjálfstæðisflokkurinn muni ráða stefnunni í skattamálum og Framsókn hafi samþykkt hana þrátt fyrir yfirlýsingar í kosninga- baráttunni um að ekki væri unnt að framkvæma skattatillögur Sjálfstæðisflokksins án þess að skerða velferðarkerfið. Framsókn sagði í kosningabaráttunni, að flokkurinn mundi ekki samþykkja niðurskurð í velferðarkerfinu og væri því andvígur skattatillögum Sjálfstæðisflokksins. Nú er þetta kosningaloforð Framsóknar gleymt. Litlu sem engu verður breytt í sjávarútvegsmálum. Kvótabraskið mun halda áfram. Misskiptingin er staðfest. Rætt er um að athuga auknar veiðiheim- ildir byggðarlaga og ívilnun línu- báta. En kvótakóngarnir munu halda veiðiheimildum sínum án þess að ríkið láti þá greiða fyrir þær. Hið lága auðlindagjald skipt- ir engu máli í þessu sambandi. Að- eins fyrningarleiðin getur leiðrétt það ranglæti,sem ríkir í kvótakerf- inu. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í málefnum aldraðra, öryrkja og fatlaðra er í vé- fréttastíl. Talað er um að tryggja hag þessara hópa en ekki á hvern hátt. Fyrir 4 árum var svipað lof- orð gefið. En það var svikið. Kjör þessara hópa drógust aftur úr kjörum þeirra lægst launuðu á al- mennum vinnumarkaði. Völd á fölskum forsendum Ekkert hefur komið fram hve- nær eigi að lækka tekjuskattinn. Framsókn segir, að það verði ekki á næsta ári. Helst er að skilja á stjórnarherrunum, að það verði gert í lok kjörtímabilsins. Seðla- bankinn varar við skattalækk- unum án niðurskurðar ríkis- útgjalda á móti og segir, að ef sú leið verði ekki farin þurfi að hækka vexti mikið. Það á því enn alveg eftir að koma í ljós hvort ríkisstjórnin efnir loforð sitt um lækkun tekjuskatts. Líklegast er að það verði svikið. Þjóðin mun fylgjast náið með því hvort ríkisstjórnin efnir öll kosningaloforðin. Segja má,að stjórnarflokkarnir haldi völdunum á fölskum forsendum. Einkum á þetta við um Framsóknarflokkinn, sem lét í kosningabaráttunni eins og hann væri í stjórnarandstöðu, gagnrýndi húsnæðiskerfið, sem hann bar sjálfur ábyrgð á, og gagnrýndi skattatillögur Sjálf- stæðisflokksins, sem Framsókn sagði, að mundu skerða velferð- arkerfið. Nú samþykkir Framsókn óbreyttar skattatillögur frá Sjálf- stæðisflokknum, sem flokkurinn var á móti í kosningabaráttunni. Og almennt er álitið að Framsókn hafi einmitt unnið atkvæði á enda- sprettinum með því að gagnrýna skattatillögur Sjálfstæðisflokksins. Það eru því hrein svik við kjós- endur að Framsókn skuli nú sam- þykkja þessar sömu tillögur. Dýrkeyptur hégómi Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÁSTÆÐA er til að benda á ágætisgreinar í sunnudagsblaði Moggans þar sem Einar Falur Ingólfsson og Mar- grét Elísabet Ólafs- dóttir leiða fram ólík sjónarmið um samstarfssamning Reykjavíkurborgar við Pétur Arason um samtíma- listasafn hans. Greinarnar standa fyrir sínu þótt ólíkar séu, en nokkur atriði verða að koma fram vegna þess sem Margrét Elísabet skrifar, svo áhugafólk um þessa kappræðu fái skilið hana. Mér vitanlega hefur enginn sem ber ábyrgð á samningnum haldið því fram að sú safneign sem borgin hefur gert samning um að verði opin almenningi ,,gefi tæmandi mynd af myndlistariðkun í heim- inum á þessum fjórum áratugum“ (frá 1960) eins og Margrét orðar það. En þetta er smáatriði. Margrét vitnar í grein Ásmundar Ásmunds- sonar þar sem fullyrt er að borgin hafi ekki staðið við loforð um stuðning vegna húsnæðisflutninga Nýlistasafnsins og bætir við að það sé ,,merkilegt að borgin skuli hafa efni á þessu (samningi við Pétur Arason) meðan hún hefur hvorki efni á að auka rekstrarfé til eigin samtímalistasafns né styrkja öfl- ugasta og langlífasta sýningarsal samtímalistar í borginni“. Hér er átt við Nýlistasafnið. Það er rangt að borgin hafi ekki efni á að styrkja Nýlistasafnið, því í gildi er fastur samstarfssamn- ingur. Þá er einnig rangt sem nokkuð oft er haldið fram (oft gegn betri vitund að því er virðist) að borgin hafi ekki staðið við lof- orð um að leggja fram níu milljónir til Nýlistasafnsins vegna húsnæð- ismála. Þá hefur löngu komið fram að við ákvörðun um samning við Pétur Arason naut formaður menningarmálanefndar meðal ann- ars ráðgjafar forstöðumanns ,,eig- in samtímalistasafns“ sem hvatti mjög til hennar, enda ákvæði í samningnum um að Listasafn Reykjavíkur njóti góðs af. Ekki er hægt að elta ólar við margar aðrar vitleysur um þetta mál, en það reyndi þó undirritaður í útvarps- samtali við Hannes Lárusson myndlistarmann, vonandi með ein- hverjum árangri. Loforð til Nýlistasafnins Sé hægt að segja að stjórn- málamaður grátbiðji einhvern um að þiggja fé þá á það við formann menningarmálanefndar þegar hann ræddi ítrekað við for- stöðumenn Nýlistasafnsins um áramótin. Meirihluti borgarráðs (og sjálfsagt minnihluti líka) vildi staðfesta fyrirheit sem fyrrum borgarstjóri og embættismenn höfðu gefið um styrk vegna hús- næðiskaupa. Þetta var afþakkað. Já, afþakkað. Án þess að formaður menningar- málanefndar reki samtöl í smáat- riðum verður að koma fram að þessi styrkur stóð Nýlistasafninu til boða í janúar. Níu milljónir – á þremur árum. Svo öllu sé haldið til haga töldu Nýlistasafnsmenn að þeim hefði verið lofað 10 milljónum frá borg, og það í eingreiðslu. Eftir því var gengið við þá sem stóðu að viðræðum um þetta mál fyrir hönd borgarinnar, að tilboð hennar væri samkvæmt fyrirheiti, og það stað- fest. Skýrðu forráðamenn Ný- listasafnsins frá því að staða þess væri svo tæp að þeir vildu frekar afþakka þetta boð en þiggja. For- maður menningarmálanefndar svaraði því til að ef málið stæði um eina milljón til eða frá myndi hann beita sér fyrir því að hún fengist á tímabilinu. En vegna þeirra orða að safnið stæði svona höllum fæti óskaði formaður nefndarinnar eftir viðræðum við forstöðumenn Ný- listasafnsins og nákvæmum upp- lýsingum um stöðu þess, enda slæm tíðindi á ferð fyrir menning- arlíf í borginni. Án þess að fara nánar út í efnisatriði þeirra við- ræðna virðist formanni menning- armálanenfndar ljóst að Ný- listasafnið hefur með framkvæmdum sínum bæst í fjöl- breyttan hóp þeirra í borginni sem glíma við steinsteypuvandræði – og skrifast þau ekki á reikning borgarinnar. Deilan um samninginn Ákvörðun borgarinnar að auðga menningarflóru borgarinnar með samningi um að opna almenningi aðgang að einkasafni Péturs Ara- sonar hefur hlotið mikið hrós og gagnrýni. Sjálfur hef ég setið í borgarráði í eitt ár og tekið þátt í afgreiðslu á aukafjárveitingum til menningarmála í þrjú skipti: 20 milljóna króna framlagi til Karla- kórs Reykjavíkur vegna húsnæð- isvanda, 50 milljóna króna auka- framlagi til Leikfélags Reykjavíkur vegna vanda þess, og svo samningnum um samtíma- listasafnið. Er þá ótalin sýnu stærst fjárveiting í menningarlíf- inu, til að byggja utan um forn- leifar í Aðalstræti. Allar þessar fjárveitingar hafa verið utan fjár- hagsramma menningarmála í borginni. Enginn þeirra hefur ver- ið gagnrýnd á þann hátt hún hún hafi ,,tekið frá“ annarri menning- arstarfsemi, nema sú um samtíma- listasafnið. Hvers vegna? Enginn þessara ákvarðana setti Ný- listasafnið í vanda. En nú er sá vandi orðinn sameign okkar í borg- inni og forstöðumenn safnsins geta staðfest að formaður menningar- málanefndar hefur lýst sig reiðubúinn til að fara ofan í þau mál með þeim. Ábendingar vegna umræðu um samtíma- listasafn Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menningar- málanefndar Reykjavíkurborgar. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.                     !  ! "    !   # #$ %     # #$ %  LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar:  Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.  Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. www.casa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.