Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 25 MASTERKLASS-NÁMSKEIÐ fyrir hljóðfæranemendur verður haldið í Vestmannaeyjum dagana 16.–24. ágúst í sumar. Þetta er árlegt nám- skeið sem stofnað var til af Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara fyrir þremur árum, en Áshildur er fram- kvæmdastjóri námskeiðsins. Miðað er við nemendur sem fæddir eru 1988 og fyrr og eru á mið- og framhaldsstigum náms í hljóðfæraleik. „Við ætlum bæði að spila saman kammermúsík og koma fram á tón- leikum í Vestmannaeyjum, bæði kenn- arar og nemendur. Þetta er því annars vegar kennsla og hins vegar tónleika- hald. Í fyrra komu nemendur alls stað- ar af landinu á námskeiðið og líka er- lendir nemendur,“ segir Áshildur. Einvalalið hljóðfæraleikara sér um kennsluna. Áshildur kennir sjálf á flautu, Guðný Guðmundsdóttir kons- ertmeistari á fiðlu, Sigurgeir Agn- arsson á selló en frá og með hausti komanda hefur hann verið ráðinn ann- ar sellósólisti Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Píanókennarar verða tveir, Nína Margrét Grímsdóttir og Reiko Hozu, sem er prófessor við kon- servatoríið í París. „Mér fannst gaman að fá útlendan kennara í þennan hóp, svo nemendur gætu kynnst nýjum hugmyndum. Reiko er japönsk og ég þekki hana frá námi mínu og störfum í París.“ Áshildur segir að í fyrra hafi þátt- taka í námskeiðinu farið fram úr björt- ustu vonum. „Vestmannaeyjar eru stórkostlegur staður fyrir námskeið af öllu tagi. Það myndast sterk sam- kennd af að vera á eyju og fólkið þar er jafnvel aðeins öðru vísi en aðrir Ís- lendingar – meira „spontant“ og hresst. Hlutirnir gerast hratt þar, og áður en við vissum af voru krakkarnir á námskeiðinu farnir að spila í brúð- kaupi og á fleiri uppákomum í bænum. Þau spiluðu til dæmis í messu, fyrir mat í sínum tveimur fyrirtækjum, á árshátíð, við spiluðum um borð í bát og víðar. Námskeiðið varð mjög sam- tvinnað samfélaginu. Náttúrufegurðin í Vestmannaeyjum er líka einstök, og við tökum okkur tíma í að njóta henn- ar. Það eru pysjudagar í Eyjum þessa daga, mikið um ferðamenn og stemmningin frábær.“ Guðný Guðmundsdóttir hefur mikla reynslu af kennslu, og hefur kennt á masterklössum hér heima og erlendis. „Það hefur mjög mikið gildi fyrir hljóðfæranemendur að fá svona tæki- færi í sumarfríum. Það kostar mikið að komast á námskeið erlendis, og auðvitað er það mikilvægt fyrir langt komna nemendur að geta gert það. Ég hef tekið með mér allt upp í níu nem- endur á slík námskeið. Mér finnst þetta vera gott tækifæri vegna þess að það er ódýrara fyrir nemendurna og það er von mín og ósk að þessi mast- erklass í Vestmannaeyjum geti þróast upp í eitthvað meira og stærra, með fleiri hljóðfærum og meiri þátttöku er- lendis frá. Ég hlakka mjög til að taka þátt í þessu, og vil að nemendur viti, að þótt þetta sé bara ein vika, þá getur þetta orðið stór vítamínsprauta og góð byrjun á vinnutörninni sem tekur við á haustin.“ Námskeiðsgjaldið í Vestmanna- eyjum er 24.000 krónur og gisting er innifalin, en Guðný segir að slík nám- skeið erlendis geti kostað um 200.000 krónur og þá eigi eftir að bæta far- gjaldinu við. „Það er mjög gott að fólk skuli nú hafa þetta val og geta komið á gott námskeið hér við bæjardyrnar.“ Áhersla verður lögð á þátttöku nem- enda í kammertónlist, en allir nem- endur eiga þó jafnframt kost á einka- tímum, og segir Áshildur að nemendur geti svolítið hagrætt hlut- föllunum þar á milli að vild. Tveir pí- anókennarar verða til staðar, sem hlýtur að þýða að píanónemendur hugsi ekki eingöngu um hljóðfæri sitt sem einleikshljóðfæri. „Það er engin spurning að fyrir píanónemendur er það eitt af því mikilvægasta til að við- halda tónlistarlegum þroska að vinna með öðrum tónlistarmönnum,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir. „Þetta er ómissandi þáttur í píanónáminu en það geta ekki allir tónlistarskólar á landinu boðið píanónemendum þátt- töku í kammertónlist.“ Áshildur segja að framámenn í Vestmannaeyjum hafi tekið námskeiði þeirra mjög vel, útvegað aðstöðu og greitt götu nemenda með því að út- vega þeim gistiaðstöðu. „Þeir hafa styrkt okkur á ýmsan hátt, verið já- kvæðir gagnvart okkur allt frá upphafi og vilja að námskeiðið verði fastur lið- ur í menningarlífi Vestmannaeyja.“ Umsóknarfrestur er til 16. júní og hægt er að sækja um og fá nánari upp- lýsingar á vef námskeiðsins, www.masterclass.is, og í gegnum vef- fangið masterclass@masterclass.is. Námskeið fyrir hljóðfæranemendur í Vestmannaeyjum í sumar „Verðum hluti af samfélaginu í Eyjum“ Áshildur Haraldsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Nína Margrét Gríms- dóttir verða meðal kennara á námskeiðinu í Vestmannaeyjum í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson TVÍÆRINGURINN í Feneyjum, verður haldinn í ár. Hátíðin er haldin annað hvert ár og til skipulagningar eru fengnir bestu sýningarstjórar hvaðanæva úr heiminum. Hópur 20 nemenda úr Listaháskóla Íslands hefur ákveð- ið að fara á hátíðina í umsjá Ein- ars Garibalda Eiríkssonar mynd- listarmanns og prófessors við LHÍ. Nemendurnir standa fyrir fjáröflun af tilefninu og er einn liður í því listmunauppboð í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsi kl. 14 á uppstigningardag. Þá verða boðin upp listaverk sem kennarar og prófessorar við Myndlistardeildina hafa gefið til styrktar utanförinni. Þar eru m.a. verk eftir Einar Garibalda, Önnu Líndal og Ingólf Örn Arnarson, Finnboga Pétursson, Ósk Vil- hjálmsdóttur, Heklu Dögg og Hlyn Hallsson. Uppboðshaldari er Jakob Frí- mann Magnússon. Við sama tæki- færi mun koma fram stórhljóm- sveit frá tónlistardeildinni sem leikur fjöruga tónlist með sígau- naívafi. Verk kennara á uppboði GRADUALE Nobili heldur tón- leika í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld og er það liður í undirbún- ingi kórsins fyrir tónleika og keppnisferð til Finnlands í júní þar sem hann, ásamt Kammerkór Langholtskirkju, mun taka þátt í kórakeppninni í Tampere. Auk þess munu kórarnir halda tónleika í dómkirkjunni í Helsinki og Mei- lahti kirkjunni, einnig í Helsinki. Á efnisskránni verða keppn- isverkin sem eru finnska þjóðlagið On suuri sun rantas aurintu í út- setningu Matti Hyökky, Barna- gæla eftir Hjálmar Helga Ragn- arsson, Móðir mín í kví kví í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, Unnibahia eftir Robert Sund og Ave Maria eftir Gustav Holst. Auk þess syngur kórinn nokkur íslensk lög, m.a. Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson sem hingað til hefur nær eingöngu verið flutt af karla- kórum. Einnig verk eftir ung- verska tónskáldið Zoltán Kodaly og Einojuhani Rautavaara frá Finnlandi. Graduale Nobili er skipaður 24 stúlkum á aldrinum 18 til 24 ára. Kórinn hefur hlotið verðlaun í al- þjóðlegum kórakeppnum og verið tilnefndur til íslensku tónlist- arverðlaunanna. Stjórnandi kórs- ins er Jón Stefánsson Morgunblaðið/Jim Smart Stúlknakórinn Graduale Nobili og stjórnandinn Jón Stefánsson. Stúlknakór syngur Brennið þið vitar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.