Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ þeirra í vetur hafði langþráður draumur ræst og Guðrún Helga hafði fullkomnað líf sitt. Þessi litla ástríka fjölskylda hafði áður á lífsleiðinni upplifað sorgina sem fylgir ástvina- missi og óttann sem fylgdi ávallt veik- indum Guðrúnar Helgu en jafnframt upplifðu þau gleðina og hamingjuna svo innilega í lífinu. Áður en skugga bar fyrir hjörtu okkar sem elskuðum Guðrúnu Helgu á fallegum vordegi í maí, segir mín til- finning mér að hún hafi meðtekið birt- una í sitt hjarta. Síðustu misseri hafði hugur hennar verið opinn fyrir al- mættinu og mætti hans ásamt hjálp- semi ástvina. Sá lífsins kraftur varð til þess að hún öðlaðist frið og sigraðist á óttanum sem hafði fylgt henni eins og skuggi allt frá því veikindi hennar gerðu fyrst vart við sig. Elsku Geir, Arnar Sveinn og Ragn- heiður Katrín Rós, ykkar missir er mikill. Mína dýpstu samúð votta ég ykkur og fjölskyldu Guðrúnar Helgu, sem og öðrum ættingjum og vinum á þessari stundu og bið góðan Guð ykk- ur að geyma. Vegsömum þann tíma sem Guðrún Helga gaf okkur því hann situr eftir í minningunni og hún mun lifa í huga okkar og draumum um ókomna tíð. Þú ert löngun þín hin dýpsta löngun þín er vilji þinn. Vilji þinn skapar verk þín. Og verk þín skapa örlög þín. (Brihadaranyka Upanishad IV.4.5.) Þín elskandi vinkona, Anna Karen. Orð fá ekki lýst þeirri vanlíðan og sorg sem fylgdi fregninni um ótíma- bært fráfall Guðrúnar Helgu. Í langri baráttu við illvígan sjúkdóm, hafði hún ávallt náð yfirhöndinni og haldið velli þó oft á tíðum hafi öll sund virst lokuð. Í ljósi þess trúðum við og von- uðum að fullnaðarsigur hefði náðst, ekki síst vegna óbilandi trúar hennar sjálfrar. Guðrún Helga sýndi mikið hugrekki og virtist eflast við hverja raun. Hún bjó ekki einungis yfir orku til þess að fleyta sér og sínum yfir erf- iða hjalla, heldur beitti hún sér einnig af alefli í gegnum stuðningsfélagið Kraft til þess að hjálpa öðrum ein- staklingum í sömu sporum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um 25 árum síðan, þegar Geiri og hún fóru að draga sig saman. Það er af mörgu að taka þegar litið er yfir far- inn veg. Eitt af því sem stendur upp úr er hvernig tveir sterkir einstak- lingar, með mikla orku og athafnaþrá, hafa þroskast saman, bætt upp og stutt hvort annað þrátt fyrir ólík áhugamál og miklar annir. Kraftur- inn og atorkan einkenndi fas Guðrún- ar Helgu og það gustaði af henni hvar sem hún kom. Hún lá ekki á skoð- unum sínum og leiddi það oft á tíðum til skemmtilegra rökræðna, þar sem menn voru ekki endilega sammála, enda ekki markmiðið í sjálfu sér. Með hreinskilni sinni átti hún þátt í að halda okkur handboltastrákunum við jörðina með því að benda okkur á það sem skipti meginmáli, en studdi okk- ur einnig á jákvæðan hátt þegar á móti blés. Þegar vinahópurinn hittist enn á ný um jólin, hvarflaði ekki annað að okkur en Guðrún Helga hefði unnið enn einn sigurinn. Hún geislaði af heilbrigði, kát og ræðin að vanda. Þessi stund fyllti okkur bjartsýni á framtíðina. Í janúar, þegar Ragnheið- ur Katrín Rós bættist við fjölskyld- una, rættist langþráður draumur og í spjalli sem við áttum skömmu á eftir sagðist Guðrún Helga vera full eft- irvæntingar og hlakkaði mikið til að takast á hendur uppeldi ungabarns að nýju. Guðrún Helga var fyrirmynd ann- arra í því hvernig hún tókst á við sín veikindi. Með jákvæðu viðhorfi, æðru- leysi, bjartsýni og fádæma hugrekki komst hún lengra en nokkur hefði getað ímyndað sér. Þannig tókst henni að gefa þeim sem í kringum hana voru styrk til þess að takast á við raunveruleikann og löngun til að njóta þess að dvelja í nútíðinni, án þess að láta áhyggjur fortíðar eða óvissu framtíðar byrgja sér sýn. Þrátt fyrir að Guðrún Helga sé horfin á braut verður þetta jákvæða hugarfar, orkan og krafturinn veganesti þeirra sem eftir lifa. Elsku Geiri, Arnar Sveinn, Ragn- heiður Katrín Rós og fjölskylda. Guð- rún Helga skilur eftir sig stórt skarð í ykkar tilvist, sem og allra þeirra sem hana þekktu. Megi góður Guð styrkja ykkur til að takast á við þessa miklu sorg. Jakob og Fjóla. Guðrún Helga Arnarsdóttir, einn okkar Kraft-meiri félagi, kvaddi þann 16. maí síðastliðinn. Flest okkar stóðu í þeirri trú að Guðrún væri eingöngu með smáflensu en kæmi aftur til okk- ar með sinni röggsemi og héldi áfram að láta verkin tala. Það var nefnilega svo með Guðrúnu að þegar þú talaðir við hana greindir þú aldrei neitt nema lífskraftinn sem hún gaf óskertan af sér til hvers einstaklings sem sótti hana heim. Hún var öflugur samherji sem fannst mikið til lífsins koma og þess sem það bauð okkur. Við setjumst niður til að minnast náins vinar og samstarfskonu. Við þekktum hana misvel en greinum öll það sama í fari hennar þegar við rifj- um upp liðinn tíma. Guðrún Helga snart hvert og eitt okkar á sinn sér- staka hátt með látleysi sínu og öruggri framkomu. Hún átti það til að setja mann út af laginu með bein- skeyttum tilsvörum og þessu brosi sem sagði manni að þarna var kona sem þú gast treyst. Og það gerðum við öll, við treystum henni fyrir til- finningum okkar og harmi. Einnig gleði og hamingju og það var sama um hvað var rætt hún tók því og sam- gladdist þegar gleðin var við völd en herti okkur þegar sorg eða hugarang- ur hvíldi á okkur. Hún var alltaf til staðar og krafðist einskis frá okkur nema að við virtum lífið, gerðum það besta úr því og sættum okkur við okk- ar hlutskipti. Þú þurftir bara að hitta Guðrúnu Helgu einu sinni til að telja hana til vina þinna. Guðrún Helga starfaði fyrir lífið og á þeim nótum munum við minnast hennar. Við sem að Krafti stöndum í dag höfum misst náinn og kæran fé- laga. Við eigum minningar um þessa lífsfjörugu konu sem aldrei gaf upp baráttu sína fyrir lífinu. Innan Krafts munum við halda áfram að lifa og starfa á þeim nótum sem hún hafði til- einkað sér. Við munum heiðra minn- ingu hennar best með því að halda fé- laginu okkar áfram sterku og styðja þá sem á okkur þurfa að halda. Við vottum fjölskyldu Guðrúnar Helgu okkar dýpstu samúðarkveðjur og vonum að Guð styrki ykkur í því sorg- arferli sem fram undan er. Hugur okkar er hjá Geir, Arnari Sveini og Ragnheiði Katrínu. Við söknum þín sárt, Guðrún Helga, en þó sorgin sé mikil þá er gleðin yfir að hafa kynnst þér enn meiri. F.h. Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og að- standendur. Stjórnin. Kveðja frá Krabbameinsfélagi Íslands Hún vakti athygli hvar sem hún fór. Hún var öðrum fyrirmynd í því, hvernig unnt var að takast á við erf- iðleika með bjartsýni og reisn. Hún var ætíð reiðubúin að miðla öðrum af tíma sínum og reynslu ef það mætti verða til þess að auka þeim áræði og styrk. Hún hafði mikla trú á því að lífsvilji og kjarkur hjálpaði til við að sigrast á hverjum vanda. Þessa hæfileika nýtti Guðrún Helga Arnarsdóttir vel í starfi sínu fyrir Kraft síðustu þrjú árin og lagði ásamt félögum sínum grunninn að mjög árangursríku starfi, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Stundum var því líkast að hún væri í kapphlaupi við tímann, áhugi hennar og atorka hreif þá, sem með henni unnu og þá sem fylgdust með. Guðrún Helga er mjög eftirminni- leg kona, nærvera hennar var sterk, lundin létt en ákveðin, framkoman frjálsleg. Hennar er sárt saknað. Krabbameinsfélag Íslands þakkar Guðrúnu Helgu Arnarsdóttur fyrir samstarfið og vottar ástvinum hennar og vinum djúpa samúð. Hvíli hún í friði. Sigurður Björnsson formaður. Guðrún Helga varð fyrir þeirri sjaldgæfu reynslu sem ung móðir að fá brjóstakrabbamein. Hún hafði ávallt næma skynjun á eigin líkama og leitaði ótrauð eftir afdráttarlausri greiningu á því sem hún taldi vera grunsamlegt. Þetta er sem betur fer óvanalegur sjúkdómur hjá ungum konum og mein hennar virtist lítið og aðgerð gekk vel. Hún tókst á við það áfall sem sjúkdómurinn var með hug- prýði og dyggum stuðningi Geirs eig- inmanns síns, foreldra og fjölskyldu og sinnti ýmsum störfum eftir það. Einnig var hún búsett erlendis ásamt Geir og syni þeirra Arnari Sveini í nokkur ár. Sjúkdómur hennar tók sig aftur upp og fékk hún meðferð við honum sem ásamt heilbrigðum lífsháttum veitti henni tímabundna lækningu og mikil lífsgæði. Hún lærði svæðanudd og hafði ríka löngun til að styðja aðra sem höfðu svipaða lífsreynslu, að hafa fengið illkynja sjúkdóm. Það var því eðlilegt fyrir hana að slást í hópinn og taka þátt í uppbyggingu Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og að- standenda þess sem var stofnað 1. október 1999 og varð eitt af aðildar- félögum Krabbameinsfélags Íslands. Innan vébanda Krafts sinnti Guðrún Helga markaðs- og kynningarmálum en hún vann einnig við símaráðgjöf og svæðanudd heima hjá sér og miðlaði öðrum þannig óspart af eigin reynslu og þroska og veitti ráðgjöf og stuðn- ing. Einnig vann hún hér í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð sem starfsmaður Krafts á árinu 2002 við ráðgjöf og fleira. Guðrún Helga Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU KARLSDÓTTUR, Stekkjarhvammi 54, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun og hjartahlýju færum við starfsfólki á deild 11E á Landspítalanum. Bjarni Jónsson, Helgi Már Bjarnason, Klara Katrín Friðriksdóttir, Brynja Sif Bjarnadóttir, Arnar Freyr Helgason, Mikael Adam Hafþórsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Árskógum 2, áður Goðheimum 21, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 21. maí, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 13.30. Gunnar Alexandersson, Katrín Óskarsdóttir, Hafdís Alexandersdóttir, Gísli J. Friðjónsson, Guðrún Sandra Gunnarsdóttir, Kristinn Albertsson, Sigursteinn Gunnarsson, Ellen Ásdís Erlingsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Þórður Ágústsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Kolbrún Edda Gísladóttir og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ARNFRÍÐUR ÍSAKSDÓTTIR, Bakkavör 32, Seltjarnarnesi, sem lést miðvikudaginn 21. maí, verður jarð- sungin frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 28. maí kl. 13.30. Óskar Ólason, Óli Þ. Óskarsson, Jónína Sigurjónsdóttir, Björg Óskarsdóttir, Sigurður Jakobsson, Lára Óskarsdóttir, Ólafur Þór Jóelsson, Helgi Rúnar Óskarsson, Ásdís Ósk Erlingsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR E. SIGURÐSSON fyrrv. ráðherra, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, sunnu- daginn 25. maí. Margrét Gísladóttir, Gísli V. Halldórsson, Sigurður I. Halldórsson, Sigurbjörg G. Halldórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BÓEL KRISTJÁNSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum. Erlingur Ólafsson, Helga Ísleifsdóttir, Kristján Ólafsson, María Hennley, Sigmar Ólafsson, Guðlaug Valdimarsdóttir, Þórir Ólafsson, Ásdís Kristinsdóttir, Svavar Ólafsson, Halldóra Ólafsdóttir, Trausti Ólafsson, Kristín Unnsteinsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Jónas Traustason, Indriði Th. Ólafsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.