Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 49 KAFFFIHLAÐBORÐ og skemmt- un var í Iðnó á sunnudaginn til styrktar Noregsferð leikhópsins Perlunnar. Leikfélagið Ofleikur gaf vinnu sína til að styrkja Perl- una, sem heldur í ferðalag til Nor- egs í júlí. Þar hyggst hópurinn sýna ævintýrið Hringilhyrning á Regine-dögum, að því gefnu að hægt verði að fjármagna ferðina. Perlan sýndi atriði á sunnudag- inn, Ofleikur var með keppni í leikhússporti og Björgvin Franz Gíslason söng tvö lög. „Þetta gekk ofsalega vel. Það var mjög skemmtilegt að styrkja leikhópinn Perluna. Við lögðum okkar hönd á plóg,“ segir Jón Gunnar Þórð- arson, leikstjóri Ofleiks, en leik- arar hópsins koma úr framhalds- skólunum og er þetta í raun sameinað leikfélag MH, MR, Kvennó og Verzló. Ofleikur vonast eftir að geta starfað í sumar á vegum borg- arinnar, sem skapandi sumar- hópur á vegum Hins hússins, að sögn Jóns Gunnars, „í stað þess að reyta arfa“. Leikhópurinn stefnir á að sýna grínleikritið Date í Iðnó í sumar en þetta er nýtt leikrit hópsins, sem fjallar um stefnumót, en áætl- að er að verkið verði frumsýnt í lok júlí. „Þetta er um stefnumót, hvað maður á ekki að segja og gera á stefnumóti. Við tökum sam- skipti kynjanna fyrir,“ segir hann. Ókeypis leikhús hjá Ofleik Af því tilefni ætlar Ofleikur að bjóða í leikhús á miðvikudags- kvöld og einnig til að gefa fólki færi á að kynnast hópnum. „Við ætlum að leika tvö atriði úr Date og keppa í leikhússporti. Við leik- um, syngjum og dönsum og það er ópera líka,“ segir Jón Gunnar en áhorfendur ráða hvað þeir horfa á. Fyrir utan leikhússport og valin atriði úr Date verða tónlistaratriði því nú eru nokkrar hljómsveitir farnar að semja tónlist fyrir leik- ritið. „Rapphljómsveitin ONE er búin að semja eitt lag fyrir okkur og fer það í spilun í byrjun júní,“ segir Jón Gunnar og vekur athygli á því að í Iðnó séu aðeins 150 sæti. „Þar gildir reglan fyrstir koma, fyrstir fá,“ segir hann og lofar góðri skemmtun á miðvikudag. Leikhópurinn Ofleikur heiðrar Perluna Von á meiri Ofleik Morgunblaðið/Sverrir Leikhópurinn Ofleikur gaf vinnu sína til að styrkja Perluna. Bæði gestir og leikarar skemmtu sér vel en Perlan var með eitt at- riði, Ofleikur annað og Björgvin Franz Gíslason tók lagið. Leikarinn Egill Ólafsson, Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri Ofleiks, og Benedikt Karl Gröndal leikari samankomnir í Iðnó. Ofleikur í Iðnó á miðvikudagskvöld klukkan 20. Aðgangur ókeypis. LÖGGU- OG bófamyndir eru oft- ar en ekki hreinræktaðar stríðs- myndir. Heilu borgarhlutarnir loga í átökum milli þessara hópa, skotvopn af öllum stærðum og gerðum ber fyrir augu og ef um fíkniefnalöggur er að ræða er erfitt að greina á milli hetja og fanta. Svo er í Eiturlyfja- löggum, sem eins og nafnið bendir til fjallar um hatramma baráttu á milli stríðsaðilanna þar sem saklaus- ir borgarar dragast inn í djöfulskap- inn. Kostur myndarinnar er óvenju vel skrifað handrit og mannleg flétta sem þraukar af allt það yfirgengi- lega ofbeldi, barsmíðar, kjaftbrúk, hraða og úlfúð manna á milli sem ræður ríkjum í hrottalegustu mynd síðari ára. Tellis (Jason Patrick) er fíkni- efnalögga í Detroit sem verða á mannleg mistök sem kosta hann stöðuna. Mörgum mánuðum síðar er honum boðið að hefja störf á nýjan leik, nú við rannsókn á óvenju gruggugu morðmáli þar sem starfs- bróðir hans lét lífið. Sér til fulltingis fær Tellis gamalreyndan og orðlagð- an harðjaxl, Henry Oak (Ray Liotta), sem jafnframt var vinur hins myrta. Þeir félagar eru lengi að komast á sporið, kemba öngstræti verstu hverfanna, yfirheyra mannsora í hrönnum uns þeir finna tengsl sem færa Tellis heim sanninn um grimm- an veruleikann. Frá uppphafi er linnulaust áreiti í Eiturlyfjalöggum allt til hrottalegra endaloka. Menn eru blóði drifnir, andstuttir, öskrandi og gargandi. Byssukúlum rignir, hljóðrásin byggð upp á ertandi hávaða sem lætur mann ekki í friði eitt einasta augnablik. Jafnvel í atriðum utan blóðvallarins, þegar löggurnar leita skjóls heima hjá sér. Þá tekur ekki betra við; hjónarimmur og barns- grátur. Myndin vekur mann betur en flestar aðrar til umhugsunar um hversu ómennskt og vanþakklátt starf lögreglumanna er í sorahverf- um stórborga eins og Detroit. Þeir eru aldrei óhultir um líf sitt, and- stæðingarnir aumasta rakkarapakk sem stendur nákvæmlega á sama um eigið líf, hvað þá annarra. Svo eiga þessir menn að koma heim til sín og vera eðlilegir? Konurnar þeirra hljóta að vera jafn firrtar af þeim eilífa ótta og spennu sem ligg- ur í loftinu og ógnar því sem þeim er helgast. Tellis og Oak eru báðir vænstu menn sem hefur tekist, hvor á sinn hátt, að þrauka af í frumskógi skepnuskaparins. En örlög þeirra eru engu skárri en mannsýklanna sem þeir eru að berjast við að út- rýma alla daga: Á þessum vígvelli eru allir dæmdir til að tapa. Carnahan vinnur athyglisverðan sigur í sinni annarri mynd, drífur hana áfram af fítonskrafti jafnframt því sem hann leggur mikla áherslu á að fínpússa minnstu smáatriði. Hann hefur góða yfirsýn yfir blóð- völlinn sinn, fyllir áhorfandann skelfingu með óvæginni notkun á þríkrossuðum meðölum og kemst upp með það. Honum finnst gaman að beita brellum eins og að skipta myndfletinum í tvennt eða fleiri hluta, hraðar tökur, skerpa og deyfa liti, o.s.frv. Hann kemst yfir það. Átakaatriðin minna á meistara Peckinpah – þegar best lætur – og hann nær fram góðum leik hjá Jason Patrick. Nokkuð sem fáir reikna með sem séð hafa Speed II... Það er síðan enginn annar en Ray Liotta sem stelur myndinni í klæðskerasniðnu hlutverki fyrir þennan fáséða gæðaleikara sem hef- ur góð tök á að leika allt frá ljúflingi til ofstopamanns. Nú fær hann tæki- færið og grípur það traustum tök- um. Jason Patric og Ray Liotta í hlut- verkum sínum. Tapað stríð KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn og handrit: Joe Carnahan: Kvikmyndatökustjóri: Alex Nepomn- iaschy. Tónlist: Cliff Martinez. Aðalleik- endur: Jason Patric , Ray Liotta, Busta Rhymes , Chi McBride. 107 mínútur. Paramount Pictures. Bandaríkin 2002. Eiturlyfjalöggur (Narc)  Sæbjörn Valdimarsson ÞÁ er „hitt“ þungarokksblaðið, Metal Hammer, búið að fella sinn dóm yfir nýjustu afurð Mínus, Halldóri Laxness. Ásamt Kerrang! er blaðið talið helsta heimild um hvað í gangi er í heimi harðrar rokktónlist- ar. Rýnir Metal Hammer gefur plötunni 9 af 10 sem telst frá- bært en Kerrang! gaf plötunni fullt hús stiga, fimm K. Segir gagnrýnandi Metal Hammer plötuna búa yfir djassaðri uppátækjasemi, rafrænni til- raunastarfsemi. Hann segir þessu fléttað listilega saman við víraða gítara og stór og feit rokkstef, lögin ljómi af fegurð og spennu í senn og það sé eins og þau ætli sér alltaf út af spor- inu en það geri þau hins vegar aldrei. Með þessari plötu hafi sveitin stigið risakref fram á við og hún sé frumleg og algerlega einstök, erfitt sé að pinna plöt- una niður á einhverja stefnu. Rýnir lýkur svo dóm með því að segja plötuna stórkostlegt verk, hér sé á ferðinni sannköll- uð brautryðjendaplata. Til þessa hefur Halldór Lax- ness fengið einróma lof gagn- rýnenda og hafa NME, Morg- unblaðið og The Independent verið á svipuðum nótum og ofangreind blöð. Metal Hamm- er gefur Mínus 9/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.