Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÁLÞING um Þór- berg Þórðarson verður haldið að Hrollaugs- stöðum í Suðursveit á fimmtudag. Þar verður gengið frá formlegri stofnun sjálfseignar- stofnunar um Þór- bergssetur að Hala og skrifað undir sam- starfssamning við um tíu rannsóknar- og menningarstofnanir um uppbyggingu setursins. Meðal fyrirlesara á málþinginu verða Pétur Gunnarsson rithöfund- ur, Soffía Auður Birg- isdóttir bókmennta- fræðingur, Vésteinn Ólason for- stöðumaður Árnastofnunar, Svavar Sigmundsson for- stöðumaður Örnefna- stofnunar, Guðrún Kvaran forstöðumað- ur Orðabókar Háskól- ans og Hjörleifur Guttormsson fv. al- þingismaður. Þá verða Sobbeggi afi og Mammagagga aðal- persónurnar í frásögn lillu Heggu (Helgu Jónu Ásbjarnardótt- ur) og Jón Hjartarson leikari stígur á svið. Hægt er að nálgast dagskrá ráðstefnunn- ar á vefnum www.- thorbergur.is og þar er einnig hægt að skrá sig til þátt- töku. Málþing um Þór- berg Þórðarson Þórbergur Þórðarson Réttindastofa Eddu – útgáfu hefur gengið frá samningi um út- gáfu á þremur bókum Arnaldar Indriðasonar er- lendis. Tékk- neska forlagið Bastei-Moba hef- ur tryggt sér út- gáfuréttinn á Mýrinni og Bastei-Lübbe í Þýska- landi hefur fest kaup á Napóleons- skjölunum og Dauðarósum. Dauða- rósir komu út hjá Vöku-Helgafelli árið 1998 og Napóleonsskjölin ári síðar. Bastei-Moba er eins og nafnið gefur til kynna í nánum tengslum við Bastei-Lübbe sem er meðal öfl- ugustu forlaga Þýskalands en það hefur nú tryggt sér útgáfuréttinn á öllum útgefnum bókum Arnaldar. Mýrin hefur þar með verið seld til átta landa en Þýskaland er fyrsta landið sem Napóleonsskjölin og Dauðarósir fara til. Nú eru í undirbúningi kvikmynd- ir eftir Mýrinni og Napóleonsskjöl- unum. Arnaldur Indriðason hlaut Glerlykilinn, Norrænu glæpasagna- verðlaunin í fyrra fyrir Mýrina. Hann er tilnefndur til sömu verð- launa í ár af Íslands hálfu fyrir Grafarþögn. Mýrin eftir Arnald kemur út í Tyrklandi Arnaldur Indriðason LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Að sögn stjórnanda sveitarinnar, Lárusar Halldórs Grímssonar, verða tónleikarnir djassskotnir að þessu sinni. „Við hefjum tónleikana á hinu þekkta lagi með Weather Report, Birdland, sem var ein frægasta djassrokksveitin hérna á árum áður,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. „Síðan leikur ungur maður og efnilegur, Sigurbjörn Ari Hróðmarsson, bás- únukonsert eftir Rimsky-Korsakov. Þessi konsert er þó ekkert djassaður og ekki heldur Overture Jubiloso eftir Frank Erickson sem við leikum næst, en að öðru leyti er efnisskráin svolítið djössuð.“ Ólafur Kjartan Sigurðarson barí- tonsöngvari mun taka nokkra þekkta standarda með lúðrasveit- inni, til dæmis Over the Rainbow eft- ir Arlen og Harburg, og harmon- ikkuleikarinn Tatu Kantomaa mun leika nokkur tangóverk með sveit- inni. „Við leikum þrjá tangóa eftir höfund sem er fæddur og uppalinn í Úrúgvæ, en býr núna í Finnlandi. Þar í landi er einhverra hluta vegna mikil tangómenning, sem loðir ekki við önnur Norðurlönd og enginn veit af hverju þetta skaut sér niður þarna. Við leikum jafnframt hið fræga Csardas eftir Monti og stykki eftir Astor Piazzola, sem er einn frægasti tangóhöfundurinn sem er nýlega dáinn, því miður. Ég varð sjálfur þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá hann tvívegis á tónleikum og er mikill unnandi tónlistar hans,“ segir Lárus. Hann segir Lúðrasveit Reykjavík- ur hafa það fyrir sið að fá til liðs við sig gesti til að koma fram með hljóm- sveitinni á tónleikum og er þess skemmst að minnast þegar hljóm- sveitin kom fram á Myrkum músík- dögum fyrr í vor ásamt Steindóri Andersen kvæðamanni. „Markmiðið er auðvitað að hafa tónleika sem fjöl- breyttasta og skemmtilegasta fyrir áhorfendur,“ segir Lárus. Þeir þrír gestir sem fram koma með hljómsveitinni að þessu sinni þreyta nú frumraun sína með Lúðra- sveit Reykjavíkur. „Ólafur Kjartan hefur aldrei sungið með lúðrasveit áður, þannig að loksins, loksins, er hann kominn í lúðrasveit, eins og hann segir sjálfur. Það er það sama með Tatu, sem spilar mikið með Rússíbönunum og á eigin vegum, hann hefur ekki gert mikið af því að spila með svona stóru bandi, að ég held.“ Þriðji gestur sveitarinnar, Sigurbjörn Ari Hróðmarsson, er fyrsti básúnuleikari Lúðrasveitar Reykjavíkur. „Hann er að læra í Tónskóla Sigursveins og hefur leikið með sveitinni alveg frá því að hann flutti hingað frá Akureyri fyrir fimm árum. Þetta er frumraun hans sem einleikari með svona stórri lúðra- sveit.“ Lárus segir Lúðrasveitina áður hafa verið með djassaða efnisskrá, á borð við þá sem flutt verður á tón- leikunum í kvöld, við miklar vinsæld- ir. „Gagnstætt því sem margir halda erum við ekki mikið að spila þessa hefðbundnu lúðrasveitartónlist, marsa og þess háttar, þegar við höld- um tónleika – við geymum það fyrir tyllidagana niðri í bæ. Á tónleikum eins og þessum býður maður einfald- lega upp á konsertefnisskrá og vand- ar til hennar eins og mögulegt er. Annars er ekkert gaman að þessu.“ Djass- og tangó- skotnir vortónleikar Morgunblaðið/Sverrir Gestir á vortónleikum Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem fram fara í Borgar- leikhúsinu í kvöld, ásamt stjórnanda sveitarinnar: Sigurbjörn Ari Hróð- marsson básúnuleikari, Ólafur Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari, Lár- us Halldór Grímsson stjórnandi og Tatu Kantomaa harmonikkuleikari. KAMMERSVEIT Reykjavíkur lék í gær fyrir fullu húsi í Bolshoi- salnum í Konservatoríinu í Moskvu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, sem jafnframt var einleikari á pí- anó. Að sögn Rutar Ingólfsdóttur, konsertmeistara sveitarinnar, heppnuðust tónleikarnir afar vel og var flytjendum klappað lof í lófa. Þar með lauk tónleikaferð Kamm- ersveitarinnar um Belgíu og Rúss- land. „Það hefur verið stígandi í þess- ari ferð og þetta var hápunkt- urinn,“ sagði Rut í samtali við Morgunblaðið eftir tónleikana í gærkvöldi. „Þetta er heimsfrægur salur, þar sem verk fjölmargra merkra tónskálda hafa verið frum- flutt, og það var ótrúleg upplifun að koma þarna fram.“ Rut hafði ekki sætafjölda á reiðum höndum en taldi að salurinn tæki um tvö þúsund manns. Hvert sæti var skipað. „Viðtökur voru gífurlega góðar. Fólk hér var greinilega spennt að heyra og sjá Ashkenazy. Í huga þess er hann týndi sonurinn sem snýr aftur. Fólk stóð í röðum til að fá eiginhandaráritanir hjá honum, taka af honum myndir og færa hon- um blóm. Stemmningin var í einu orði sagt frábær. Við fréttum meira að segja að skömmu fyrir tón- leikana hefðu miðar gengið kaup- um og sölum á svörtum markaði á þrjú til fjögur hundruð dollara stykkið. Það er sama stemmning og hjá popphljómsveitunum.“ Kammersveitin hélt tvenna tón- leika í Brügge á fimmtudags- og föstudagskvöld í síðustu viku og á sunnudag kom sveitin fram í fæð- ingarborg Ashkenazys, Nizhny Novgorod. „Þetta hefur verið mikið ferðalag en við höfum að mestu leyti ferðast á nóttunni. En það er þess virði. Svo sannarlega. Við- tökur voru mjög góðar í Brügge og ekki síður í Nizhny Novgorod. Þar voru þær hjartnæmar.“ Léku verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson Á efnisskrá tónleikanna voru konsertar eftir Mozart og Beethov- en og verkið Mosk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Að sögn Rutar var verki Þorkels vel tekið og á tónleik- unum í Rússlandi fjallaði Ashken- azy sérstaklega um það. Tilurð og inntak. Þess má geta að Þorkell var sjálfur með í för ásamt eiginkonu sinni. 35 hljóðfæraleikarar fóru utan og segir Rut að mikið hafi mætt á hverjum og einum. „Þegar sami maður er einleikari og hljómsveit- arstjóri er mikið álag á öllum hljóð- færaleikurum, þar sem hljóm- sveitin hefur stjórnandann ekki alltaf fyrir framan sig til að gefa inn og þess háttar. Það verður hins vegar oft til þess að fólk spilar þetta eins og kammermúsík, hlust- ar og spilar saman. Það er mjög skemmtileg tilfinning þegar vel tekst til eins og núna.“ Ekki spillti það heldur fyrir að hafa Ashkenazy með í för. „Það er yndislegt að ferðast með Ashken- azy. Hann er svo jákvæður í okkar garð. Í garð Íslands.“ Að sögn Rutar vöktu tónleikarnir mikla athygli fjölmiðla í Rússlandi en fjallað var um þá í sjónvarpi í gærmorgun. Á hádegi var síðan haldinn blaðamannafundur hjá sendiherra Íslands, þar sem rúss- neskir prent- og ljósvakamiðlar fjölmenntu. „Það var mjög gaman að upplifa það en rússnesku blaða- mennirnir spurðu Ashkenazy spjör- unum úr.“ „Gífurlega góðar viðtökur“ Morgunblaðið/Þorkell Vladimir Ashkenazy stjórnar Kammersveit Reykjavíkur á tónleikum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fyrra. Kammersveit Reykjavíkur og Vladimir Ashkenazy á tónleikum í Moskvu La Tradukisto 1. tbl. 15. árgangs er komið út. Um er að ræða þýðing- artímarit esper- antista og er eina tímaritið á Íslandi sem eingöngu birtir þýðingar. Tímaritið er tví- skipt og kemur út þrisvar á ári. Í öðr- um hlutanum eru þýðingar úr íslensku á esperanto en í hinum síðari þýð- ingar úr esperanto á íslensku. La Tradukisto kom fyrst út 12. mars 1989, á hundrað ára afmæli rit- höfundarins og esperantistans Þór- bergs Þórðarsonar og er ritið helgað honum. Kristján Eiríksson byrjaði að gefa La Tradukisto út fyrir nemendur sína í Menntaskólanum að Laug- arvatni og var þá átta blaðsíður, skrif- aðar á ritvél. Nú er ritið 24. bls. Rit- stjórar eru Kristján Eiríksson, Hilmar Bragason, Baldur Ragnarsson, Pétur Yngvi Gunnlaugsson og Hafsteinn Bjargmundsson. Nýlega var opnuð vefsíða þar sem upplýsingar um ritið er að finna. Slóðin er www.- latradukosto.tk. Tímarit LEIKRIT Bjark- ar Jakobsdóttur, Sellofon, verður frumsýnt í Weiss- wind-leikhúsinu í Sviss nk. laugar- dag. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Sig- mund Tischen- dorf sem leikið hefur Hellisbúann þar í landi við miklar vinsældir. Sellofon frumsýnt í Sviss Björk Jakobsdóttir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.