Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.05.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ALSÍRSKUR eiginmaður íslenskrar konu er staddur í heimabæ sínum, Bouchaoui, 15 km vestur af höfuðborginni Algeirs- borg, þar sem hann aðstoðar við björg- unarstörf. Fateh Assouane var staddur þar ásamt tveimur ungum börnum þeirra hjóna þegar jarðskjálftinn reið yfir á mið- vikudag í síðustu viku. Sigrún kona hans náði ekki sambandi við þau fyrr en í fyrra- dag. Yfir 2.200 manns hafa fundist látnir eftir skjálftann og 9.000 slösuðust. Fateh, einnig kallaður Franco, og Sig- rún eru búsett hér á landi. Franco hafði verið í Alsír í tvo mánuði ásamt börnum þeirra þegar skjálftinn reið yfir. Sigrún var að ræða við eiginmann sinn í farsíma kl. 18:45, nokkrum sekúndum áður en skjálftinn reið yfir. Hún frétti fyrst af skjálftanum í morgunfréttum Stöðvar 2 í býtið daginn eftir. Flest húsanna hrundu Að sögn Franco var hann staddur fyrir utan kaffihús í eigu fjölskyldu hans þegar skjálftinn varð en börnin tvö voru ásamt bróður hans í nærliggjandi skógi. Hann hafði nýlokið við að ræða við eiginkonu sína. „Ég hélt á þeim tímapunkti að ég myndi aldrei sjá börnin mín aftur.“ Hann hljóp strax til móts við bróður sinn og börnin sín tvö og kom að syni sínum skríkjandi fyrir utan heimili þeirra sem var að hruni komið. Börnin gerðu sér enga grein fyrir því sem hafði gerst, að hans sögn. Þau búa núna í fokheldu húsi. Enginn lét lífið í bænum af völdum skjálftans, að sögn Francos, og fáir í nágrannabæjunum. Flest húsanna hrundu þó eða stór- skemmdust og eru langflestir íbúanna annaðhvort heim- ilislausir eða í óíbúðarhæfum hús- um. Franco segir að fjölskylda hans hafi verið heppin miðað við marga íbúa í kring sem eigi í engin hús að venda. Ein systir hans missti heimili sitt og býr nú í fokheldu húsi. Sigrún hafði fyrst uppi á eiginmanni sín- um í fyrradag en þar til þá voru allir sím- ar á tali. „Ég vissi það strax að það væri mjög hæpið að þau hefðu ekki orðið vör við skjálftann og gerði mér strax grein fyrir að þau gætu alveg verið í jafnmikilli hættu og aðrir þarna á svæðinu. Svo liðu dag- arnir og aldrei var minnst á nafnið á hans bæ sem var auðvitað góðs viti og maður róaðist með tímanum og varð vissari um að þau væru örugglega heil á húfi. Samt var auðvitað mjög erfitt að heyra ekkert í þeim,“ segir Sigrún. Þann tíma sem hún hafði engar fregnir af fjölskyldu sinni var hún að því komin að fara til Alsír. Sigrún ræddi m.a. við for- svarsmenn Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og var búin að tryggja sér sæti með íslensku björgunarsveitinni sem var á leið þangað. Hún hafði þegar rætt við bankann sem hún er í viðskiptum við og beðið um aðstoð til að greiða fyrir ferðina. Hún ákvað að hætta við förina eftir að fregnir bárust af því að hætt væri að hleypa fólki inn í landið. Franco er væntanlegur heim til Íslands ásamt börnunum tveimur á föstudag. Hann hefur í hyggju að safna fé hér á landi fyrir fórnarlömb skjálftans og halda bráðlega út aftur með það fé sem safnast. Alsírskur eiginmaður íslenskrar konu og tvö börn þeirra voru stödd vestur af Algeirsborg í jarðskjálftanum „Hélt ég myndi aldrei sjá börnin mín aftur“ Fateh Assouane, Franco, ásamt syni sínum, Adam, fjögurra ára. Myndin er tekin í Alsír í fyrrasumar. Til hægri er Sara, sem er eins og hálfs árs. INNAN forystu Samfylkingarinnar er nú til um- ræðu sá möguleiki að Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir taki við sem formaður framkvæmdastjórnar flokksins á landsfundi í haust. Sem stendur gegn- ir Stefán Jón Hafstein því embætti. Eftir að úrslit þingkosninganna lágu fyrir og ljóst var að Ingibjörg náði ekki kjöri á þing hefur verið rætt innan Samfylkingarinnar hvernig hægt sé að finna henni stöðu sem nýtist henni jafnt og flokknum sem best. Fyrr í mánuðinum bauðst Margrét Frímanns- dóttir, varaformaður flokksins, til að láta af emb- ætti í haust er myndi opna möguleikann á að Ingibjörg Sólrún yrði kosinn varaformaður. Þá hafa ýmsir stuðningsmenn hennar velt upp þeim möguleika að hún verði formaður flokksins. Hlutverk við pólitíska stefnumótun Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hallast forystumenn í Samfylkingunni að því að það geti reynst óheppilegt að formaður flokksins eigi ekki sæti á Alþingi. Hætta sé á því að þá muni draga úr vægi embættisins. Hins vegar hafi staða for- manns framkvæmdastjórnar oft nýst vel og gegnt mikilvægu hlutverki við pólitíska stefnu- mótun. Heimildarmenn í þingflokki Samfylking- arinnar, sem rætt var við í gær, vísuðu meðal annars í reynsluna af því er Ólafur Ragnar Grímsson var formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins á níunda áratugnum áður en hann tók við formennsku í flokknum. Þá munu vera uppi hugmyndir um að samhliða því að Ingibjörg Sólrún tæki við formennsku í framkvæmdastjórninni yrði hún gerð að launuðu starfi. Formaður framkvæmdastjórnar er kosinn á landsþingi og benda stuðningsmenn hugmynd- arinnar á að þannig fengi Ingibjörg Sólrún jafn- framt lýðræðislegt umboð flokksmanna. Morgunblaðið/Sverrir Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir við þingsetningu í gær. Ingibjörg Sól- rún formaður framkvæmda- stjórnar? STEFNURÆÐA forsætisráð- herra, Davíðs Oddssonar, sem flytja átti í gærkvöld, verður haldin í kvöld, en henni var frest- að vegna ágreinings og umræðu um framkvæmd kosninga og kjörbréf á Alþingi í gær. Stefnu- ræðan og umræður um hana hefj- ast kl. 19.50. Að þeim umræðum loknum er stefnt að því að Alþingi ljúki störfum á þessu vorþingi. Alþingi Íslendinga, 129. lög- gjafarþing, var sett í gær, að lok- inni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Halldór Ásgrímsson, starfsaldursforseti þingsins, tók þá við fundarstjórn og bauð sér- staklega velkomna til starfa átján nýkjörna alþingismenn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, gerði það m.a. að umtals- efni í þingsetningarræðu sinni hve margir ungir þingmenn samtali við Morgunblaðið að um- ræður um kjörbréf séu ekki óeðli- legar. Slíkar umræður hafi oft orðið á Alþingi. Hann nefnir til að mynda umræður um slík mál á árinu 1963, þegar deilt var um framkvæmd kosninga í Norður- landskjördæmi vestra, umræður á árinu 1967 þegar deilt var um I-listaatkvæði í Reykjavík og um- ræður á árinu 1956, þegar deilur urðu um atkvæði til Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks, þar sem þessir flokkar höfðu myndað bandalag í kosningabaráttunni sem kallað hefur verið hræðslu- bandalagið. Helgi segir að um- ræðurnar 1956 hafi staðið í heila viku. Þar urðu sérstaklega hörð átök um kjörbréf þingmanna. hann ekki ástæðu til að draga lög- mæti nýliðinna þingkosninga í efa. Af þeim sökum væri ekki ástæða til endurtalningar at- kvæða. Minnihluti nefndarinnar lagði á hinn bóginn til að Alþingi sam- þykkti að fresta því að kveða upp úr um kjörbréf þingmanna og lög- mæti þingkosninganna þar til fengnar hefðu verið skýrslur frá yfirkjörstjórnum allra kjördæma um meðferð kjörgagna og fram- kvæmd kosninganna. Umræður um þessi mál stóðu yfir fram til kl. 21 í gærkvöld. Helgi Bernódusson, aðstoðar- skrifstofustjóri Alþingis, segir í kæmu nú til þings. Hann lagði einnig áherslu á í ræðu sinni mik- ilvægi þess að allt yrði gert til að varðveita stöðugleikann. Umræða um kjörbréf ekki óeðlileg Að venju var á þingsetningar- fundi kosin níu þingmanna kjör- bréfanefnd sem hefur það hlut- verk að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna. Eftir fund nefndarinnar í gær kom í ljós að hún hafði klofnað í afstöðu sinni. Meirihluti nefndarinnar lagði til að kjörbréf þingmanna og vara- þingmanna yrðu samþykkt. Taldi Stefnuræða forsætisráðherra verður flutt í kvöld Deilur um framkvæmd kosn- inga riðluðu þingstörfum Umræður um kjörbréf ekki óeðlilegar á Alþingi  Stjórnarandstæðingar/10 GRÁGÆSARMAMMAN hafði í nógu að snúast að hugsa um óvenjulega stóran ungahóp á Laugarnestanga eða sextán unga alls. Fimmtán má telja á myndinni en sá sextándi lenti utan skotfæris myndavél- arinnar. Venjulega eiga grágæsir 3–6 unga. Stundum kemur það fyrir að þær taka aðra unga í fóstur en mjög sjaldgæft er að hóp- urinn verði jafnstór og í þessu tilviki segir Arnór Þórir Sig- urðsson, fuglafræðingur. Hann segist oft hafa séð þetta áður en þó ekki fleiri en fjórtán unga hjá einni gæs. Slík fóstrun sé raunar mun algeng- ari hjá æðarfugli en gæs og þurfi ekki að þýða að blóðfor- eldrarnir hafi drepist. Morgunblaðið/Sverrir Í fylgd með fóstru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.