Morgunblaðið - 27.05.2003, Page 13

Morgunblaðið - 27.05.2003, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 13 HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugur stendur fyrir ráðstefnu í dag, þriðjudag, þar sem kynntar verða nýjungar í afgeiðslukerfinu POSis, sem þekkt er undir nafninu Auður hérlendis, á erlendum mörk- uðum. Hugur selur POSis-kerfið í Bret- landi í samstarfi við systurfélag sitt EJS UK. Meðal þess sem kynnt verður á ráðstefnunni er nýr bak- vinnsluhluti sem þróaður hefur ver- ið í samstarfi við erlenda endur- söluaðila kerfisins og viðskiptavini þeirra. Snorri Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri EJS UK Ltd., segir að nú sé verið að ljúka við að setja POSis-kerfi upp hjá bresku skartgripaverslanakeðju Syming- tons, sem rekur 22 verslanir í Skot- landi, Englandi og á Norður-Ír- landi. Þá sé lokið uppsetningu kerfisins í höfuðstöðvum vöruhúsa- keðjunnar Loon Fung Cash & Carry í London og mun það vera sett upp í verslunum keðjunnar í sumar. Auk þess er unnið að nokkr- um uppsetningum í gegnum endur- söluaðila. „Við höfum verið að aðlaga kerfið að breska markaðnum og bætt ýmsu inn í það, eins og bakvinnslu- kerfinu sem sér m.a. um pantanir og birgðahald. Bretarnir gera kröfu um slíkt inni í kerfinu á meðan ís- lenskir viðskiptavinir Hugar hafa notað miðlæg viðskiptakerfi fyrir sína bakvinnslu.“ Selt um net endursöluaðila Sölu- og markaðsstarfið er í höndum EJS UK, sem staðsett er í Glasgow, en þar starfa 15 manns. Meirihlutinn vinnur að viðskipta- kerfinu Concorde XAL en sérstök deild annast sölu POSis afgreiðslu- kerfa. Snorri segir að valin hafi ver- ið sú leið að koma upp neti endur- söluaðila í stað þess að markaðssetja nafnið. Endursöluað- ilarnir eru nú fjórir og starfa á mis- munandi markaðssvæðum og í mis- munandi atvinnugeirum, en að sögn Snorra nýtist kerfið ekki einungis í verslunum. Það hefur einnig verið notað á bensínstöðvum, apótekum, veitingastöðum og hvar sem þörf er fyrir afgreiðslukerfi. Snorri segir talsverðar vonir bundnar við kynningu kerfisins á sýningu sem haldin verður í Birm- ingham í byrjun júní. Hér á landi hefur kerfið verið notað frá 1997 og er í notkun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins s.s. Hagkaup, Samkaup, Esso, Skeljungi, Olís, Lyfju og Lyf og heilsu. POSis ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel þriðjudaginn 27. maí kl. 9. Sala POSis eykst í Bretlandi Ný lausn þróuð í samstarfi við erlenda viðskiptavini GREINILEG merki eru um það að inn- og útflutningur sé að aukast, en undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar hjá Eimskip og í seinustu viku var metvika bæði í innflutningi og útflutningi. Þá var nýtt met sett hjá Eimskip þegar Íslandstengdir flutningar á sjó og landi nálguðust 60.000 tonn. Goðafoss, stærsta kaupskip ís- lenska flotans, kom drekkhlaðinn í seinustu viku til Íslands frá Evrópu. Innflutningur frá Ameríku hefur einnig aukist verulega og er það að- allega vegna aukins innflutnings á neysluvöru auk þess sem rækjuveið- ar á Flæmska hattinum hafa gengið mjög vel undanfarið. Nú um þessar mundir eru flutn- ingar fyrir Kárahnjúkavirkjun að hefjast. Fyrstu gámarnir fyrir Kára- hnjúkavirkjun koma til landsins í næstu viku og eru það íbúðargámar sem staðsettir verða upp við virkjun á meðan á framkvæmd stendur. Mikill hluti af flutningum austur fer með Mánafossi, strandferðaskipi Eimskips en undanfarið hefur verið hver metvikan á fætur annarri hjá strandferðaskipinu. Mánafoss er eina strandferðaskipið sem siglir í kringum Ísland. Á landi sér Eimskip einnig um að flytja vinnubúðir, sem- ent, sprengiefni, vélar, tæki og ann- að tilfallandi upp að Kárahnjúkum. Þó nokkurt magn fer líka með bílum Flytjanda sem er dótturfyrirtæki Eimskips en Flytjandi er eina flutn- ingafyrirtækið sem haldið hefur uppi föstum áætlunarferðum upp að Kárahnjúkum. Metvikur í flutningum hjá Eimskip

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.