Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 25

Morgunblaðið - 08.06.2003, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 25 FRANSKI organistinn Olivier Latry verður að teljast hvalreki á fjörur íslenskra tónlistarunnenda. Hann er einn þriggja aðalorg- anista við Parísarkirkjuna Notre Dame og álitinn einn fremsti í organisti í heiminum. Latry byrjaði að spila á píanó þegar hann var sjö ára og tilviljun réði því að hann settist tólf ára við orgelið í brúðkaupi fjölskylduvin- ar – þar með var tónninn sleginn. Hann varð einn af aðalorganistum Notre Dame aðeins 23 ára eða fyr- ir tæpum tveim áratugum. Og hef- ur síðan ferðast til um 50 landa í fimm heimsálfum. „Það stóð til að ég kæmi til Ís- lands fyrir nokkrum árum, en þá fannst ekki hentug dagsetning,“ segir hann og bætir við brosandi: „En nú er ég mættur.“ Hann kom til landsins á föstu- dag með konunni sinni og verða þau á landinu fram á þriðjudag. Þau nota tækifærið til að ferðast eitthvað um landið, en hún er hon- um líka innan handar á tónleik- unum, „því það þarf alltaf ein- hvern til að toga í lokurnar og stilla hljóminn á orgeltónleikum“. En hvaða lög eru á efnis- skránni? „Þegar organista er boðið að spila á tónleikum, þá fær hann alltaf senda lýsingu á hljóðfærinu og lokunum, sem gefur hugmynd um hljóminn í því. Með það í huga reyndi ég að velja saman lög sem væru áhrifarík í flutningi og hent- uðu hljóðfærinu. Ég reyni líka að miðla franskri tónlist, enda er það minn bakgrunnur sem tónlistar- manns.“ Hann ætlar að spila verk eftir Bach, en einnig tónverk frá 19. öld og 20. öld, þar af tvö tónverk sem samin voru á síðasta áratug. Svo má ekki gleyma spunanum, sem hefð er fyrir í franskri kirkjutónlist. „Já, spuninn er mikilvægur, því messurnar eru svo margar. Sem dæmi má nefna að í Notre Dame eru fjórar messur á sunnudags- morgnum. Því er mikilvægt að ekki sé notaður meiri tími í hverja messu en úthlutað hefur verið. Messan má ekki vera tveimur mín- útum of löng. Sem þýðir að ég verð að hætta að spila hvað sem tautar og raular og þá er miður skemmtilegt að vera í miðju tón- verki. Þess vegna hentar spuninn betur, því þá er hægt að hætta á augnablikinu.“ Í þýskri kirkjutónlist er einnig hefð fyrir spuna, en formið er frjálsara í Frakklandi, að sögn Latry. En veitir það frönskum organistum forskot þegar kemur að því að þroska tónlistargáfuna? „Ef þú spyrð þýskan organista að þessu, þá er ég viss um að hann veitir þér annað svar. En ég tel betra að frelsið sé meira og tón- listin spretti úr jörðinni frekar en höfðinu.“ Hversu skyldur er spuninn djassi og jafnvel tónsmíðum? „Eini skyldleikinn við djass er þessi sjálfsprottna spilamennska, en spuninn á meira skylt við tón- smíðar. Einu sinni ætlaði ég að skrifa niður spunann og búa til tónverk. En mér fannst það tímasóun því annað bíður. Spun- inn er áfangi í tónsmíðunum, en líka ólíkur. Mér líkar vel að njóta spunans í augnablikinu og vita að þegar síðasta nótan hefur verið slegin er augnablikið horfið.“ Latry er 41 árs og hefur fest rætur í Notre Dame. Er hægt að ná lengra en það? „Ég held það sé ekki hægt að finna betri kirkju en Notre Dame. En ég á mikið verk eftir óunnið hvað varðar upp- tökur. Tónverkin eru mörg sem mig langar til að taka upp og það er tímafrekt. Fleira bíður, t.d. tók ég upp gömlu verkin eftir Olivier Messiaen fyrir þremur árum og mig langar til að skrifa bók um tónlistina hans. Ég býst við að ljúka henni á næstu fimm árum.“ Tónlistin spretti úr jörðinni frekar en höfðinu Morgunblaðið/Kristinn Olivier Latry, organisti Notre Dame-kirkjunnar í París. pebl@mbl.is Venjulega spilar Olivier Latry á orgelið í Notre Dame á sunnudögum. Í kvöld spilar hann í Hallgrímskirkju. Pétur Blöndal tal- aði við rómaðan organista um spuna og sitt- hvað fleira. UPPBOÐI á einu af málverkum Péturs Gauts Svavarssonar í Galleríi Landsbankans á vefnum er lokið og hæsta boð í mál- verkið, Uppstilling, var 83.500 kr. Pétur Gautur ánafnaði Barnaspítala Hringsins andvirði kaupverðsins. Það er vilji Péturs Gauts að upphæðin verði notuð til kaupa á afþreyingarefni fyrir börn. Málverk Péturs Gauts eru nú til sýnis í húsakynnum Lands- bankans að Laugavegi 77. Einnig er hægt er að skoða verkin á slóðinni www.landsbanki.is. Pétur Gautur afhendir forsvarsmönnum Barnaspítalans gjafabréfið. Með honum á myndinni eru f.v.: Árni S. Pétursson, markaðsdeild Landsbankans, Helga Þórðardóttir kennari og Gróa Gunnarsdóttir leikskólakennari. Pétur Gautur styrkir Barnaspítala Hringsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.