Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 08.06.2003, Síða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 31 Elsku Bjössi minn. Nú skiljast leiðir okkar í bili. Ég afar þakklát fyrir að hafa átt þig að, því þú hafð- ir svo margt að gefa og frá svo mörgu að segja. Við áttum langa og góða samleið. Þegar ég hugsa til þín birtast í huganum margar góð- ar minningar sem ég á um þig og Jóhönnu í Norðurgötunni og allar skemmtilegu minningarnar um góðar samverustundirnar í gegnum árinn. Ég kom mjög ung inn í tengda- fjölskylduna mína og var einstak- lega vel tekið og þú, tengdapabbi, varst alltaf svo hlýr og góður og stutt í brosið. Við höfum ferðast mikið með þér og Jóhönnu. Ferða- lög voru ykkar líf og yndi og þú aldrei ánægðari en þegar þú sat undir stýri og ókst um landið. Það var svo þægilegt að vera með ykk- ur. Allir hlutir sjálfsagðir og skemmtilegir. Síðustu árin ferðuð- umst við saman með tjaldvagnana okkar og þá vorum við eina eða tvær vikur á ferðinni. Eltum sólina og góða veðrið eins mikið og hægt var. Þá varst þú orðinn lasinn en það hefti þig ekki, þú hafðir Jó- hönnu til að styðja þig og þá gast þú allt. Þó svo að þú værir orðinn veikur þá breyttist ekki lundin, alltaf sástu björtu hliðarnar og stutt var í brosið. SIGURBJÖRN SIGURBJÖRNSSON ✝ Sigurbjörn Guð-mundur Sigur- björnsson fæddist í Baugaseli í Barkár- dal 27. febrúar 1923. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Seli 3. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 9. maí. Hestar voru meðal áhugamála þinna og eigum við, ég og börn- in mín, margar skemmtilegar minn- ingar frá því að fara með þér að gefa hest- unum og skreppa á bak í leiðinni. Börn- unum mínum þótti gott að vera hjá þér og ömmu og sóttu mikið til ykkar til að eiga með ykkur dásamlegar stundir. Ég þakka þér þessi góðu ár sem ég átti með þér. Jóhönnu þakka ég fyrir hvað vel hún hugsaði um þig alla tíð. Guð geymi þig elsku tengda- pabbi. Þín Elísabet. Mig langar til að minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum nú þegar leiðir hafa skilist. „Eigum við að taka í spil?“ var al- geng spurning þegar við Magnús komum í heimsókn. Það fannst okkur öllum mjög skemmtilegt og við sátum gjarnan langt fram á nótt og spiluðum vist. Ég og Jó- hanna saman og tengdapabbi og Magnús saman. Sigurbjörn reyndi mikið til að kenna okkur brigde en þar var hann bestur. Við Jóhanna neituðum að spila neitt annað en vist, bara til þess að hafa einhverja möguleika á að vinna eitt og eitt spil. Oft voru þeir feðgar með bull- andi tap en þeir voru aldrei að tapa heldur aðeins að leyfa okkur að vinna svona stundum til að hafa okkur góðar. Tengdapabbi tapaði aldrei, þetta var þeirra einstaka góðmennska þegar þeir voru kannski fimm hundruð stigum und- ir okkur. Við vorum auðvitað betri en það fékkst bara aldrei viður- kennt. Spilakvöldin voru einstak- lega skemmtilegar stundir sem ég minnist með mikilli ánægju. Margar ferðir komu þau hjónin til okkar í sumarbústaðinn í Vagla- skógi. Þar hafa þau verið að rækta tré og rósir undanfarin ár og haft gaman af. Þá sat tengdapabbi í sól- inni á pallinum, rétt eins og aðrir höfðingjar og horfði á Jóhönnu sína vinna við gróðursetninguna. Það veitti honum ómælda ánægju þegar hann gat lítið komist um sjálfur vegna veikinda sinna. Helst af öllu vildi tengdapabbi ferðast með fjölskyldunni, fara langt og sjá mikið. Sigurbjörn var afskaplega skemmtilegur og góður maður. Hann elskaði fjölskyldu sína meira en allt annað í lífinu og vildi eyða tíma sínum með henni. Helst að ferðast og gera eitthvað skemmti- legt saman. Fjölskyldan hefur líka ferðast ótrúlega mikið saman, allir vildu ferðast með Sigurbirni og Jó- hönnu því þau voru svo skemmti- legir ferðafélagar og til í hvað sem var. Þau þekktu landið mjög vel og höfðu alls staðar verið. Í þessum ferðum var tengdapabbi ánægður og glaður og tók ekki í mál að hvíla sig þótt hann væri sýnilega orðinn þreyttur. Hann gat hvílt sig þegar hann kæmi heim, þá væri nægur tími. Þegar ég þurft mest á þeim að halda þá ferðuðust þau með mér á mínar heimaslóðir og það vil ég nú þakka. Tengdaforeldrar mínir voru þannig að þau gátu aldrei hvort af öðru séð. Kærleikurinn sem ríkti á milli þeirra var einstakur og aðdá- unarvert hvernig Jóhanna hugsaði um Sigurbjörn þar til yfir lauk. Fyrir það vil ég nú þakka. Elsku tengdapabbi, ég kveð þig með ást og virðingu. Takk fyrir ár- in sem við áttum saman. Guð geymi þig. Þín Ingibjörg Sævarsdóttir. Elsku afi. Þegar ég minnist þín er svo margt sem kemur upp í hugann. Það fyrsta sem ég man er þegar ég kom fyrst til ykkar Jóhönnu á Norðurgötuna. Þá var ég 18 mán- aða og pabbi minn heitinn bað ykk- ur að hafa mig meðan á veikindum móður minnar stóð. Ég þekkti ykk- ur ekki neitt þá og var eins og við mátti búast ekki sáttur við vistina. Fyrstu kvöldmáltíðina mína borð- uðum ég og þú í stiganum. Fyrst vildi ég ekki vera hjá Hönnu mömmu en svo vildi ég hvergi ann- ars staðar vera. Ég var hjá ykkur þá í sex mánuði samfellt en eftir það meira og minna fram að ferm- ingu og víst er að á meðan ég var hjá ykkur var ég í góðum höndum. Fljótlega eftir að ég kom til ykkar byrjaði ég að kalla Jóhönnu Hönnu mömmu en þig Bjössa, en það breyttist þegar þú sagðir mér að kalla þig bara afa, það væri best. Ég varð mjög glaður og stoltur af því að eignast þig fyrir afa og hef verið það alla tíð síðan. Þegar ég var lítill strákur og var að veiða á gömlu olíubryggjunni var gaman að koma til þín á Kjöt- iðnaðarstöðina og fá pylsur í poka þegar maður var orðinn svangur. Félagar mínir öfunduðu mig mikið af því að eiga afa á Kjötiðnaðar- stöðinni, það var dálítill lúxus í þá daga að geta boðið upp á pylsur í svona veiðitúrum. Mér fannst alltaf gaman að fara með ykkur í ferðalög en mér er minnisstæðast þegar við fórum í sumarbústað á Illugastöðum þegar ég var 12 ára. Þú lagðir þig eftir matinn og Hanna mamma var að prjóna. Pípan þín, sem þú hafðir svo mikið dálæti á, lá í ösku- bakkanum. Ég vildi gera þér gott og ákvað að hreinsa pípuna fyrir þig með því að skafa allt innan úr hausnum á henni. Svo sýndi ég Hönnu mömmu hvað ég hefði verið duglegur. Hanna mamma fékk áfall og sagði að þú yrðir líklegast ekki ánægður með mig núna og út- skýrði hvers vegna. Ég varð hræddur og fór út og ætlaði varla að þora inn aftur. En þú varst ekk- ert að æsa þig en sagðir mér að ég þyrfti ekkert að hafa fyrir því að þrífa pípuna, þú skyldir sjá um það mál sjálfur. Þannig varstu, afi minn, ekki að skamma heldur að ræða málin í rólegheitunum og kenna í leiðinni. Þú og Hanna mamma höfðuð gaman af dýrum og áttuð hesta og nokkrar kindur sem þið hugsuðuð mjög vel um. Það var svo gaman á vorin þegar lömbin komu og á sumrin í heyskapnum. Mér þótti svo vænt um það þegar ég var 12– 13 ára að þú baðst mig að sjá um skepnurnar á meðan þið þurftuð að fara úr bænum í nokkra daga. Þá fann ég svo vel hvað þú barst mikið traust til mín. Þú áttir þér mörg áhugamál og reyndir að sinna þeim eftir bestu getu. Þú smitaðir mig laglega af veiðidellunni. Við gátum setið lang- tímum saman og spjallað um lax- og silungsveiði, þú hafðir víða verið og þekktir vel til í ám og vötnum víða um land. Þú varst klókur í ættfræði og stoltur af uppruna þínum. Hörg- dælingur – það er málið, enginn dalur komst í hálfkvisti við Hörg- árdal, það vitum við sem þekktum þig. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú, þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir.) Elsku afi. Ég þakka þér ástsamlega fyrir samfylgdina gegnum árin. Þakka þér fyrir hvað þú reyndist dætrum mínum góður og eftirlátur afi. Þær þekktu nammiskápinn þinn vel og þótti alltaf gaman að koma til ykk- ar Hönnu mömmu. Guð geymi þig. Einir Örn Einisson. Hjartkæra mamma mín og vinkona í blíðu sem stríðu, og um- hyggjusama hlýja amma. Svo ótalmargt er frá þér að segja, enda móðir, amma, kona, manneskja einstök sinnar tegundar. Í fyrsta lagi vorum við afar nánar, deildum í trúnaði okkar dýpstu mál- efnum, gömlum sem nýjum. Þú hringdir um hæl þegar þú skynjaðir að eitthvað væri nú að hjá henni Hönnu þinni eða ömmubörnunum þínum. Eins var það mín megin með þig og pabba. Draumar okkar í svefni vissum við báðar að voru ekki aðeins draumar heldur skilaboð, vegna þess að margar leiðir notar Drottinn til að ná til mannfólksins. Þeim deildum við ætíð saman, og fundum út hvað innihaldið merkti. Oft strax, í símanum eða í „sælureit“ þínum, glerhúsinu. Sérstakir voru draumarnir þrír um ömmu Rósu, mömmu þína, þig og mig. Og allir rættust þeir. Þú varst snögg af stað þegar ömmustelpan þín sem ber nafnið þitt, var veik af sínum ævilanga flókna sjúkdómi, komin með bestu upprúlluðu sykruðu pönnukökurnar sem nokkur gæti snarað fram, svo ekki sé minnst á ömmueplakökuna sem engum hefur tekist að baka í líkingu við þína. Enda afar víðfræg og umtöluð kaka – því allt sem þú HULDA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elínborg HuldaSigurbjörnsdótt- ir fæddist í Sigurð- arbæ á Blönduósi 1. október 1917. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 25. apríl síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri 2. maí. lagðir til gerðir þú með hlýju sálinni þinni og heitu tilfinningunum þínum. Þú fylgdist ætíð mjög vel með knattspyrnuhæfni „vinstrifótar“dóttur minnar og hvattir hana sífellt áfram. Enda átt- uð þið einar ykkar daga – við bakstur, spjall, tiltekt, íþrótta- samræður og áhorf bæði í sjónvarpi og í beinni. Þú varst sú sem studdir hana og mig í öllum veikindum henn- ar, varst mætt á núll, núll-hraða með allskyns hluti til að gefa okkur, bæði veraldlega og andlega. Þú naust þess þegar ömmustrákurinn þinn kom reglulega við á leiðinni af eða á æfingu hjá KA og þá gjarnan komum við „stelpurnar“ þínar til þín og fengum okkur saman í gogginn. Unaðsstundir: Bara „eitthvað“ til að mettast voru okkar matarsetningar. Skemmtilegast var þegar við sóttum kjúkling með öllu. Þú varst með allt á hreinu, beint í æð úr sjónvarpsdagskránni. Síung dama – tággrönn, fögur, „smart“ klædd, töfraðir fram fatasamsetn- ingar, full áhuga á nýjungum, hvort sem var um að ræða „skyndibita“ eða nýjar matvörur sem flýta mátti fyrir sér og öðrum við eldamennsku. Ógleymanlegt verður hversu vel þú þekktir alla íþróttakappa – hvort sem þeir léku hér á landi eða erlend- is, félagaskipti þeirra, sama á við um erlenda leikmenn í handbolta og fót- bolta, enda var þetta þér mjög mikið og stórt áhugamál. Ófáar ferðirnar fórum við saman í „Höllina“ að njóta kappleikja. Þegar ég lék handbolta í hartnær tuttugu ár varstu iðin við að mæta og nokkrar eru myndirnar sem þú smelltir af, af þinni alkunnu snilld, á filmu og gafst mér. Ger- semi. Á unglingsári mínu einu var sárt mál staðreynd sem enginn mannlegur máttur gat breytt, enda alls ekki vilji okkar til þess. Ég var, vægt til orða tekið, í andlegri rúst, þá sagðir þú þessa gullvægu setn- ingu: Allt samverkar til góðs þeim sem Guð elska. Sannarlega rættist það á öllum sviðum og er og varð þér, pabba, mér og öðrum mikil blessun Guðs. Dásamlegt var að deila saman sameiginlegri trú og okkar á Jesú Krist, mátt hans og leiðsögn, skip- stjóra okkar í daglegri för með sér í hjartanu og sálinni því eins og þú ávallt sagðir: Guð lítur á hjartað en mennirnir á útlitið. Sannleikskorn stórt. Uppáhaldsorðin okkar úr Biblíunni voru og eru þessi: Ef Guð er með oss, hvað geta þá mennirnir gjört oss? Takk mamma mín fyrir allar „gömlu“ góðu kristilegu plöturnar sem þú lánaðir mér til þess að ég gæti notið þeirra á geisladiskum eða snældum. Þær hljóma sem hunang í eyrum mínum. Takk fyrir að fá að vera dóttir þín. Takk fyrir alla ást- ina sem þú gafst mér. Einnig fengu afar margar sálir að njóta gjafa þinna, því þér fannst sælla að gefa en þiggja. Í lokin langar okkur, mig og börn- in mín, að segja einungis þetta: Við samgleðjumst þér af öllu hjarta að vera komin í paradís Guðs þar sem eru engin veikindi, sorgir né nokkuð skaðlegt. Einungis hamingja og gleði, himneskur friður, sæla og léttir. Rúsínan í pylsuendanum er svo þessi: Eftir hvern einasta sam- fund okkar, hvort sem ég var hjá þér og pabba eða þú hjá mér, vipp- aðir þú þér létt á fæti og sóttir „des- erinn“ sumsé mannkornin úr Biblí- unni, við drógum hvert okkar eitt, lásum þau og báðum saman til hins hæsta sem öllu kemur til leiðar og stjórnar, Drottins Guðs sjálfs. Minningin um þig, elskan okkar, er dýrmæti og öllu öðru fremri. Við vitum að nú ertu alsæl, syngjandi kát og alfrísk. Drottinn blessi þig fyrir allt. Við kveðjum þig með lag- inu Nafnið Jesús fagra, nafnið Jes- ús, fyrir nafnið Jesús á ég frið í dag. Blessun ein er minningin þín, elsku mamma mín og amma okkar. Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Stefán Rúnar Árnason og Sólveig Hulda Árnadóttir. Hulda, ég kveð þig með þökkum fyrir samveruna og þá sérstaklega fyrir árin 1970-72, þegar ég var ný- komin til Ísland með manni mínum til að starfa í Hvítasunnukirkjunni. Ég kunni lítið sem ekkert í íslensku – og vissi enn minna um lifnaðar- hætti Íslendinga. Þið hjónin gáfuð okkur húsaskjól, mat og drykk í tvo mánuði, þangað til við fundum hús- næði. Einar fékk fljótlega vinnu sem kennari, en þá var ég skilin eftir á hverjum morgni – með þér. Þú viss- ir ekki hvað það skelfdi mig að ganga upp til þín – hvað það var ógnvekjandi að vera útlendingur. – Ég þekkti þig ekki þá. En þú varst svo elskuleg og skilningsrík – svo sniðug að geta gert þig skiljanlega við mig. Það varst þú sem hjálpaðir mér að komast inn í íslenska lifn- aðarhætti. Á hverjum degi fórum við saman í matvörubúðina til að kaupa mat fyrir daginn; síðan aftur heim, þar sem ég horfði á og lærði hvernig maturinn var eldaður: hval- kjöt, saltkjöt og hrossakjöt. Þetta var allt eins og frumskógur fyrir mér og allt svo ólíkt því sem ég hafði alist upp við. – Að ekki sé nú talað um þegar ég var dregin í að hjálpa um sláturtímann, hálfum mánuði eftir að ég kom til Íslands. Ég hef nýtt mér þessa þekkingu öll 33 árin sem ég hef dvalist hér. Ég man ekki hvort ég hef nokkurn tíma þakkað þér persónulega fyrir þessa ómetanlegu hjálp. Ég veit ég þakk- aði Guði fyrir þig. Ég sagði við þig einu sinni að Guð hefði gefið mér þig sem íslenska móður – það var það sem þú varst – mér móðir í móður stað. Blessuð sé minning þín. Kveðja, Beverly Gíslason. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.