Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á Hofsósi stendur yfir vesturfaraævintýri og maðurinn
á bak við það er Valgeir Þorvaldsson á Vatni. Frey-
steinn Jóhannsson ræddi við hann.
Atlanta á tímamótum
Hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhanns-
son settust niður við eldhúsborðið og ræddu við Jó-
hannes Tómasson um Atlanta á tímamótum.
Ys og þys út af Harry Potter
Ekkert lát er á vinsældum bókanna um galdrastrákinn
Harry Potter. Árni Matthíasson segir frá umstanginu
út af útgáfu fimmtu bókarinnar um hann.
Valgeir á Vatni
á sunnudaginn
LEIÐTOGAR ESB FUNDA
Leiðtogafundur Evrópusam-
bandsins (ESB) hófst í gær í Porto
Carras, nærri borginni Þessalóníku í
Grikklandi. Fundurinn er sögulegur
enda verða þar rædd drög að stjórn-
arskrársáttmála fyrir sambandið,
sem svonefnd Framtíðarráðstefna
ESB samþykkti fyrir viku síðan.
Róstursamt í Írak
Ráðist var á bandaríska hermenn
nærri Bagdad, höfuðborg Íraks, í
gærmorgun og beið einn bana og
tveir særðust. Þá særðust nokkrir
Bandaríkjamenn til viðbótar þegar
tvær árásir voru gerðar nærri bæn-
um Fallujah, vestur af Bagdad, seint
í gærkvöld.
Framtak Straums og Norvik
Rúmlega 80% hlutafjár í Fram-
taki fjárfestingarbanka skiptu um
hendur á miðvikudag þegar Straum-
ur og Norvik keyptu stóra eign-
arhluti í félaginu. Bæði Straumur og
Norvik keyptu hlutabréf af nokkrum
fjárfestum, aðallega lífeyrissjóðum,
og í lok dags hafði Straumur eignast
meirihluta hlutafjárins, 57%, en
Norvik 24%.
Samfylking sér fram?
Samfylkingin ætti að bjóða fram í
öllum sveitarfélögum í næstu sveit-
arstjórnarkosningum, að því er Guð-
mundur Árni Stefánsson, þingmaður
flokksins, sagði í ræðu sinni á flokks-
stjórnarfundi Samfylkingarinnar í
gær.
Máluðu bæinn bleikan
Átakinu Málum bæinn bleikan var
ýtt úr vör í gær í tilefni kvenrétt-
indadagsins 19. júní. Femínistafélag
Íslands gaf helstu ráðamönnum
bleika steina. Margar verslanir
stilltu bleikum fötum út í glugga og
var bleiki liturinn víða áberandi.
F Ö S T U D A G U R 2 0 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð C
DANSAÐ VIÐ MJALLHVÍTI/2 BRENN- ANDI ÍÞRÓTTIR /2
ÞORSKASTRÍÐ OG ROKK/4 BALLETT ER LÍFSSTÍLL/6
KYNJAMÁL/7 AUÐLESIÐ /8
LITSKRÚÐUGT blómahaf setursvip sinn á náttúruna þessa dag-ana og er ekki síður blómlegt umað litast í tískuverslunum hér
heima og erlendis, enda eru þeir ófáir
tískuhönnuðirnir sem leita innblásturs í
gróðri sumarsins og jafnvel naumhyggju-
hönnuðir á borð við Yohji Yamamoto hafa
heillast af rómantískum rósabreiðum.
Rósin er líka það blóm sem reynst hefur
hvað flestum hönnuðum innblástur, og
nægir að nefna auk Yamamoto Banda-
ríkjamennina Ralph Lauren og Betsey
Johnson, enda er rósin fjölbreytileg og fell-
ur jafn vel að rómantískri hönnun sem stíl-
hreinni, framandlegri og frumlegri. Líkt
og í görðum landsmanna er rósin þó langt í
frá að vera eina blómið í tískuverslununum
því hægt er að finna blómum skreytt klæði
sem falla að smekk hvers og eins. Nægir að
nefna hér hitabeltisblóm á borð við liljur,
orkídeur og magnólíur, stílfærð lótus- og
jasmín-blómamunstur sem eiga rætur sín-
ar í brimbrettatískunni, kirsuberjablóm og
tryggðarblóm í austurlenskum anda, sem
og bláklukkur, fífla og körfublóm í hefð-
bundnum rómantískum blómamynstrum.
Að sögn Hilary Alexander, tískuritstjóra Daily Telegraph, verða blóma-
munstrin líka verulega áberandi í sumar. Á þetta ekki hvað síst
við um kjólatísku sumarsins sem gjarnan er undir áhrifum frá
stífpressuðum bómullarkjólum sjötta og sjöunda áratug-
arins. Klæðnaður tískudrósarinnar Carrie Bradshaw, sem
Sarah Jessica Parker leikur í sjónvarpsþáttunum Beðmál í
borginni, staðfestir þessa fullyrðingu Alexander. En Carrie
sést gjarnan klædd kvenlegum blómum skrýddum kjólum í
anda þess tíma. Blómlegir kjólar búa líka yfir þeirri breidd
að geta verið kvenlegir, kynþokkafullir og fullorðinslegir á
sama tíma og þeir geta verið hversdagslegir, rómantískir
og um leið minnt á æskuna. Blómatískan er þá ekki ein-
göngu bundin við kjóla og hægt að lífga upp á fataskápinn
á margvíslegan annan máta. Blómum skreyttar töskur,
bolir, bikiní, skór og jafnvel buxur með áprentuðu
blómamunstri eru þannig víða að finna og ekki síð-
ur tilvalin leið til að lífga upp á sumarið á íslensk-
um rigningardögum.
Sumarlegur kjóll í anda
Pucci frá Oasis.Blómlegt
um að litast
Fínlegur shiffonbolur. Debenhams.
Bleikar rósir frá Centrum.
Silkikjóll
með sam-
tvinnuðu
blóma og
hring-
munstri.
Deben-
hams.
Blómlegur
hattur frá
Monsoon.
Grænn blómakjóll frá Sisley.
Morgunblaðið/Jim Smart
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 34
Viðskipti 12 Minningar 35/41
Úr verinu 12/14 Bréf 44
Erlent 16/19 Blóm vikunnar 45
Höfuðborgin 22/23 Dagbók 46/47
Akureyri 24/25 Íþróttir 48/51
Suðurnes 25 Leikhús 52
Landið 26 Fólk 52/57
Listir 27/29 Bíó 54/57
Umræðan 29/34 Ljósvakamiðlar 59
Forystugrein 30 Veður 59
* * *
Kynningar – Með Morgunblaðinu í
dag er prentað auglýsingablað frá
Europris.
Ódýrt fyrir alla!
Ódýrt fyrir alla!
Ódýrt fyrir alla!
LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2
LÁGT OG
STÖÐUGT
VÖRUVERÐ!
OPIÐ
11-20
ALLA DAGA
199-
EINNOTAGRILL
149-
GRILLKOL
2 kg.
150-
ARINKUBBAR
1,1 kg.
4250-
Hjólsög
800 W
1690-
Slípirokkur
m/ demantsblaði
7900-
Hleðslutæki
m/ startköplum
3500-
Skil borvél með
hleðslurafhlöðu 12 volt
3950-
Verandarvermir
á gólf/borð 1300 W
4790-
Ferðatæki með
útvarpi og geislaspilara
14900-
REIÐHJÓL
2 LITIR: SILFUR & SVART,
26“ hjól - 2 demparar, fullkominn
fjöðrunarbúnaður aftan og framan.
Bretti aftan og framan.
Shimano - gírar 21. V - bremsukerfi.
3750-
Silkirós h. 1 meter
fata fylgir ekki
199-
Sumarblóm
silki 4 gerðir
2995-
Saigon pottasett
3 stk. 4 gerðir
2995-
Veiðikassi
895-
Gaffall/skófla
295-
Laufhrífa m/ tréskafti
349-
Sólgleraugu
1345-
Útvarp á hjól
385-
Stuttermabolir barna
margir litir
fullorðins kr. 465.-
895-
Pólóbolir fullorðins
margir litir
barna kr. 665.-
GÓÐA veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa annað
slagið undanfarna daga. Af því tilefni komu þessir ungu
menn saman á Laugaveginum og tóku lagið fyrir vegfar-
endur. Eins og sjá má á myndinni kunnu allir vel að meta
uppátækið enda er það fátítt á strætum og torgum borg-
arinnar miðað við það sem þekkist víða erlendis.
Morgunblaðið/Arnaldur
Stemning á Laugavegi
VIÐRÆÐUFUNDUR um fram-
kvæmd tvíhliða varnarsamnings Ís-
lands og Bandaríkjanna verður hald-
inn nk. mánudag í Reykjavík.
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneytisins,
mun leiða viðræðurnar fyrir Íslands
hönd. Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu utanríkisráðuneytisins.
Þar kemur einnig fram að fulltrúi
Bandaríkjamanna í viðræðunum
verður Marisa Lino, sendiherra í ut-
anríkisþjónustu Bandaríkjanna og
ráðgjafi um málefni sem tengjast
bandarískum herstöðvum á erlendri
grund. Lino er fyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna í Albaníu og
hefur starfað í utanríkisþjónustunni
í þrjá áratugi. Lino fór fyrir samn-
ingaliði Bandaríkjanna um stofnun
alþjóðastríðsglæpadómstólsins og
hefur einnig haft forystu í samning-
um Bandaríkjanna og Suður-Kóreu
um varnarmál á Kóreuskaga.
Gunnar Snorri
leiðir viðræðurnar
FRAMHALDSAÐALFUNDUR
Leikfélags Reykjavíkur var haldinn í
gær þar sem til umræðu voru þær
breytingar sem þriggja manna laga-
breytinganefnd hefur lagt til á lög-
um félagsins. Breytingarnar hafa
valdið töluverðum deilum innan
Borgarleikhússins, en í þeim er m.a.
gert ráð fyrir að félagið verði opnað
öllu áhugafólki um leiklist ásamt því
að launaðir starfsmenn leikhússins
verði ekki kjörgengir í stjórn félags-
ins. Á fundinum, sem stóð langt fram
eftir degi, tóku m.a. til máls Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrv. leikhússtjóri,
Sveinn Einarsson, fyrrv. leikhús-
stjóri, og Steindór Hjörleifsson leik-
ari. Öll eru þau heiðursfélagar í
Leikfélagi Reykjavíkur og lýstu sig
mótfallin þeim lagabreytingatillög-
um sem fyrir liggja.
Marta Nordal, Theodór Júlíusson
og Páll Baldvin Baldvinsson, sem
skipuðu lagabreytinganefndina,
tóku til máls og vörðu tillögurnar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins ákvað fundurinn með naum-
um meirihluta að skipa þriggja
manna nefnd til þess að fara betur í
tillögur lagabreytinganefndarinnar
og ákveðið var að hún yrði skipuð
einum heiðursfélaga og einum
stjórnarmanni og mun Páll Baldvin
taka sæti í nefndinni. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum Morgun-
blaðsins þýðir þetta að stuðnings-
menn breytinga á lögum félagsins
hafi meirihluta í hinni nýju nefnd.
Framhaldsaðalfundur
Leikfélags Reykjavíkur
Ákvörðun
frestað fram
á haust
MIKIÐ er um landanir erlendra tog-
ara bæði hjá Eimskip í Hafnarfjarð-
arhöfn og Samskipum við Holta-
bakka í Reykjavík. Aðallega er um
úthafskarfa að ræða.
Að sögn Jóhanns Guðmundssonar,
afgreiðslustjóra Eimskips við Hafn-
arfjarðarhöfn, lönduðu sex erlendir
togarar úthafskarfa þar í gær, Rúss-
ar og Þjóðverjar. Mánaberg og
Kleifaberg frá Ólafsfirði lönduðu
einnig karfa í vikunni. Hann sagði að
annað eins af togurum væri vænt-
anlegt í næstu viku en það gæti
breyst snöggt, aflabrögð réðu.
Danskur rækjutogari, Ocean Tiger,
sem er í föstum viðskiptum við Eim-
skip í Hafnarfirði allt árið, kom með
400 tonn af rækju. Jóhann sagði að
þegar enn væri eftir að landa ein-
hverju magni væru komin á land um
1.900 tonn af úthafskarfa í vikunni að
viðbættum 400 tonnunum af rækj-
unni. Hann sagði að reikna mætti
með að samtals yrði landað milli
2.400 og 2.500 tonnum þessa vikuna.
Að sögn Jóhanns skapa þessar tíðu
skipakomur og landanir mikla vinnu
á svæðinu.
Af samkeppnisástæðum vildi
starfsmaður Samskipa ekki gefa upp
neinar tölur en sagði að búið væri að
landa slatta.
Mikið um landanir
erlendra togara
Morgunblaðið/Arnaldur