Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 11
BANKASTJÓRN Landsbanka
Íslands hélt í gær kynningar-
fund á Eskifirði. Björgólfur
Guðmundsson, formaður
bankaráðs, og bankastjórarnir
Halldór J. Kristjánsson og
Sigurjón Þ. Árnason kynntu
starfsemi bankans á Austur-
landi og áherslubreytingar.
Fram kom á fundinum að
ítalska verktakafyrirtækið
Impregilo er nú í hópi tíu
stærstu viðskiptavina bankans.
Einar Kristján Jónsson hefur
verið ráðinn forstöðumaður
útibúa Landsbankans á Aust-
urlandi. Starf hans mun lúta
að eflingu og samhæfingu
starfs útibúanna og stjórnun á
frekari vexti bankans í fjórð-
ungnum, samfara þeirri upp-
byggingu sem þar er að vænta.
Starfsstöð Einars á Eskifirði.
Einar sagði í viðtali við
Morgunblaðið að stefnt væri
að því að stækka bankann á
Austurlandi. „Við stefnum að
verulegri aukningu í innlánum
og útlánum og ætlum að taka
virkan þátt í uppbyggingunni
sem á sér stað á næstu árum
og verða sýnileg fyrir við-
skiptavini okkar, ásamt því að
veita áfram góða þjónustu. Við
munum bæði benda viðskipta-
vinum okkar á hugsanleg tæki-
færi í rekstri og uppbyggingu,
en jafnframt vera aðeins á
bremsunni til að fyrirbyggja
offjárfestingu til langframa, í
ljósi þess að mesta þenslan
verður á næstu fimm til sex ár-
um. Þá er útibúakerfið í heild
að taka breytingum og í stað
þess að vera með svæðisskipu-
lag eins og verið hefur mun
verða litið á útibú sem kjarna-
útibú og Austurland þannig
verða eitt slíkt,“ segir Einar.
Landsbankinn rekur tólf
útibú á Austurlandi og eru
starfsmenn þeirra 52 talsins.
Heildarinnlán bankans í fjórð-
ungnum eru um sjö milljarðar
króna, en útlán nema um
nítján milljörðum.
Stefnt að
stækkun
bankans á
Austurlandi
Landsbanki Íslands
ekki því að á milli Bandaríkjanna og
Íslands hefði löngum ríkt sérstakt
samband allt frá því Bandaríkin fyrst
ríkja viðurkenndu sjálfstæði íslenska
lýðveldisins.
„Það er því sérstaklega dapurlegt
að sjá að svo virðist sem Bandaríkja-
menn komi fram í þessu máli af full-
komnu tillitsleysi í garð Íslendinga og
séu í reynd ekki tilbúnir að ræða aðr-
ar leiðir í varnarsamstarfinu en þær
sem byggjast á þeirra eigin hug-
myndum og gæta eingöngu sinna eig-
in þrengstu hagsmuna.
Í þessu viðmóti birtist ótrúleg
ósanngirni, sem hlýtur að vera fá-
heyrð millum gamalla vinaþjóða og
sem við höfum ekki átt að venjast af
hendi Bandaríkjanna,“ sagði formað-
ur Samfylkingarinnar.
Hann sagði það vera áhyggjuefni
ef heimsmynd núverandi valdhafa í
Washington væri orðin svo skekkt að
þeir teldu hagsmunum sínum betur
borgið með því að setja sífellt fram af-
arkosti í garð bandalagsríkja í stað
þess að semja um sameiginleg hags-
munamál.
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, vék að varnar-
samstarfinu við Bandaríkin í ræðu á
flokksstjórnarfundi flokksins í gær.
Hann sakaði ríkisstjórnina um skort
á framtíðarsýn og fyrirhyggju, sem
lýsti sér þeirri stöðu, sem nú væri
uppi í varnarsamstarfinu.
„Einn af grundvallarþáttum í full-
veldi sérhvers ríkis eru landvarnir.
Við bjuggum við þá sérstöðu um
aldir að vera vopnlaus þjóð úr alfara-
leið og þurfa því ekki að hafa veru-
legar áhyggjur af landvörnum. Þegar
landið var hernumið árið 1940 breytt-
ist sú staða á einni nóttu.
Aðild okkar að Atlantshafsbanda-
laginu hefur tryggt öryggi okkar á
óvissum tímum með þeirri augljósu
vissu að sterk ríki muni telja árás á
okkur jafngilda árás á sig,“ sagði Öss-
ur.
Varnarsamstarfið grund-
vallarþáttur í fullveldi Íslands
Varnarsamstarfið við Bandaríkin
hefði verið grundvallarþáttur í full-
veldi Íslendinga og verið svo sjálfsagt
að menn hefðu árum saman litið á
varnarsamninginn sem óbreytanlega
stærð.
„Atburðarás síðustu vikna hefur
hins vegar sýnt hvað það er erfitt að
treysta óumbreytanlegum stærðum í
alþjóðamálum,“ sagði Össur.
Hann sagði að mönnum kynni að
líka misjafnlega við núverandi stjórn-
völd í Bandaríkjunum en það breytti
Össur sagði að um „mikla og sam-
eiginlega hagsmuni“ væri að ræða og
hefði Samfylkingin boðið ríkisstjórn-
inni upp á samráð og samvinnu, bæði
formlega og óformlega. „Því boði hef-
ur ríkisstjórnin ekki sinnt, sem ég tel
óheppilegt fyrir íslenska hagsmuni.
En hún ræður því auðvitað hverja
hún vill ráðgast við en hún ber líka
þunga ábyrgð á niðurstöðum sem hún
verður látin standa við.
Við samfylkingarmenn munum
halda áfram að vinna ábyrgt að mál-
inu. Við ætlum ekki að veikja stöðu
ríkisstjórnarinnar í samningunum við
Bandaríkjamenn og ítrekum boð um
samráð.“
Að mati Samfylkingarinnar væri
það þó eðlileg og sanngjörn krafa að
ríkisstjórnin legði spilin á borðið og
birti gögn málsins. Annað hjálpaði að-
eins viðsemjendum Íslendinga og
bryti niður samstöðu innanlands.
Mikilvægt væri að hrinda þegar í
stað í framkvæmd greiningu á
öryggisþörfum Íslendinga, svo hægt
væri að marka öryggismálastefnu
sem væri viðmið í samningaviðræð-
um um nauðsynlegar varnir Íslands.
Össur sagði að Samfylkingin vildi
fyrst og fremst beita sér fyrir þremur
forgangsatriðum í öryggismálum á
næstu mánuðum.
Áframhaldandi tvíhliða
samstarf við Bandaríkin
Í fyrsta lagi yrði að leita leiða til að
tryggja varnir landsins í framtíðinni
með nýjum hætti, ef niðurstaðan í við-
ræðum við Bandaríkjamenn yrði sú
sem íslensk stjórnvöld væru farin að
gefa til kynna. Íslendingar gætu
vissulega axlað meiri ábyrgð sjálfir.
„Við höfum á undanförnum árum tek-
ið yfir sífellt fleiri verkefni tæknilegs
eðlis sem áður voru á höndum her-
manna. Sú þróun er sjálfsögð og
henni á að halda áfram.
En óhjákvæmilega verður að
tryggja varnir okkar með heildstæð-
um samningum við bandalagsríki
okkar innan Atlantshafsbandalags-
ins, hugsanlega í tengslum við Evr-
ópusambandið, sem er að þróa sjálf-
stæð verkefni á sviði öryggisgæslu og
eftirlits en helst í áframhaldandi tví-
hliða samstarfi við Bandaríkin sem
byggist á hagsmunum beggja en ekki
bara annars aðilans.“
Í öðru lagi þyrfti, í tengslum við
slíka samninga, að tryggja að Íslend-
ingar gætu tekið yfir öryggishlutverk
á hinu víðfeðma hafsvæði sem næði
langt suður í Atlantshaf og norður
undir heimskaut. „Á þessu svæði eru
hundruð skipa að veiðum, stundum
langt úti í hafi, og það verður að
tryggja öryggi þeirra einsog kostur
er og eins vegna þúsunda flugvéla
sem fljúga hér yfir milli heimsálfa,“
sagði Össur.
„Félagsleg ábyrgð“
Bandaríkjahers
Í þriðja lagi yrðu bandarísk stjórn-
völd að gera sér grein fyrir „fé-
lagslegri ábyrgð“ sinni.
Hann sagði að sú ábyrgð væri tví-
þætt. Bandaríski herinn hefði haft
óumdeild ruðningsáhrif á Suðurnesj-
um gegnum samkeppni um vinnuafl
við íslensk fyrirtæki. Án hersins
hefðu annars konar fyrirtæki byggst
upp og skapað störf. Bandaríkin
hefðu því skyldur gagnvart svæðinu.
„Sömuleiðis verður ekki horft
framhjá því að fjölmargir Íslendingar
hafa starfað hjá bandarískum stjórn-
völdum um áratugaskeið. Þau stjórn-
völd bera því að sjálfsögðu sterka fé-
lagslega ábyrgð gagnvart þeim. Því
verður ríkisstjórn okkar að halda til
haga,“ sagði formaður Samfylkingar-
innar.
Formaður Samfylkingarinnar um varnarsamstarfið við Bandaríkin á flokksstjórnarfundi
Íslendingar axli aukna
ábyrgð í varnarmálum
ÚRSLIT þingkosninganna og að-
dragandi þeirra ásamt eigin framtíð
eru meðal þeirra atriða sem Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir ræddi í ræðu sinni
á flokksstjórnarfundi Samfylkingar-
innar í gær. Á fundinum var tillaga
um að setja á fót svonefndan Framtíð-
arhóp Samfylkingarinnar samþykkt
einróma og mun hópurinn starfa und-
ir forystu Ingibjargar. Hlutverk hans
verður að móta og útfæra nánar heild-
arstefnu flokksins. Ingibjörg sagði í
ræðu sinni að Samfylkingin hefði unn-
ið kosningasigur í síðasta mánuði og
að full ástæða væri til þess að fagna
þótt ekki hafi náðst að gera úr henni
ráðherra né þingmann eins og til stóð.
Hins vegar taldi Ingibjörg það
óábyrgt af öðrum þegar þeir veldu sér
þær viðmiðanir í skoðanakönnunum
sem væru þeim hagfeldastar við að
túlka kosningaárangur sinn og eftir
atvikum árangursleysi annarra.
„Þeir eru hættir að nota þann eina
mælikvarða sem er marktækur og
skiptir máli þegar upp er staðið, þ.e
hvert var fylgið í síðustu kosningum
og hvert er fylgið núna, hvernig er sá
samanburður sem og kosningaúrslitin
séð í sögulegu ljósi.
Ríkisstjórnarflokkarnir voru með
59% fylgi í kosningunum 1999 og það
þurfti því talsvert til að fella ríkis-
stjórnina. Okkur tókst það ekki en
fullyrða má að hún er löskuð, vígamóð
og hefur tapað umtalsverðu fylgi og
atgervi, ekki síst atgervi kvenna.“
Tapsárir eins og
prinsessan á bauninni
Ingibjörg fjallaði einnig um fram-
göngu annarra flokka í kringum kosn-
ingarnar.
„Leiðtogar stjórnarinnar ættu að
hafa lært þá lexíu að þeir geta ekki
sýnt meintum andstæðingum sínum
sama yfirgang og hingað til. Þeim lík-
ar hins vegar ekki sá lærdómur og
kvarta hástöfum við hvert tækifæri
sem gefst, m.a.s í þingsetningarræð-
um og þjóðhátíðarræðum. Þeir segja
kosningabaráttuna hafa verið harða
og óvægna í sinn garð en gleyma al-
gjörlega eigin framgöngu. Þannig
hafa þessir herramenn verið tapsárir
eins og prinsessan á bauninni. En við
hverju bjuggust þeir? Og ekki bara
stjórnarherrarnir heldur líka formað-
ur Vinstri-grænna sem virðist líta á
það sem verkefni Samfylkingarinnar
að standa vörð um hagsmuni Vinstri-
grænna. En pólitík er engin sunnu-
dagaskóli, eins og Jón Baldvin sagði
svo réttilega.“
Uppákoman í desember
Ingibjörg kom einnig inn á aðdrag-
anda kosninganna og gerði „tiltekt í
geymslunni“ eins og hún orðaði það.
„Það hefur talsvert verið ritað og
rætt um hina svokölluðu uppákomu í
borginni í desember sl. og mér sýnist
talsmenn allra annarra flokka en
Samfylkingarinnar vera að tala sig út
í þá handhægu söguskýringu að ég
hafi þá ákveðið að snúa baki í Reykja-
víkurlistann og kjósendur hans. Þetta
er auðvitað fjarri sanni. Engum hefur
dulist að mínar pólitísku rætur liggja í
Kvennalistanum og síðar Samfylking-
unni. Það er fráleitt að halda því fram
að ég hafi gengið á bak orða minna við
kjósendur Reykjavíkurlistans með
því að gefa kost á mér í setu í vara-
þingmannssæti á Alþingi. Þegar ég
tók ákvörðun um að fara í 5. sæti á
lista Samfylkingarinnar hvarflaði
ekki að mér annað en að það yrði
varaþingsæti og myndi þ.a.l. ekki hafa
nein áhrif á störf mín fyrir Reykjavík-
urlistann. Það voru hins vegar fram-
sóknarmenn og Vinstri-grænir sem
tóku þá ákvörðun að ég yrði að standa
upp úr stóli borgarstjóra til að sam-
starf Reykjavíkurlistans gæti haldið
áfram.“
Einkennileg og ósanngjörn
viðbrögð samstarfsflokkanna
Ingibjörg sagðist ekki sætta sig við
að þessi staðreynd yrði skrumskæld.
Hún dró í efa að aðgerðir samstarfs-
flokkanna í Reykjavíkurlistanum
hefðu verið í samræmi við vilja flokks-
manna og kjósenda R-listans og sagði
þær skýringar með öllu rangar að hún
hefði verið óháður fulltrúi á Reykja-
víkurlistanum og hefði svikist um til
að lýsa yfir stuðningi við Samfylk-
inguna með því að taka fimmta sæti á
lista. „Ég hef að sjálfsögðu aldrei
gengið undir það jarðarmen að vera
óháð í Reykjavíkurlistanum, í merk-
ingunni ekki flokkspólitísk, sem sést
best á því að ég var sótt inn á Alþingi
1994 þar sem ég var þingkona
Kvennalistans. Síðan þá hef ég aldrei
dregið dul á stuðning minn við
Kvennalistann og síðar Samfylk-
inguna. Ég skal hins vegar viður-
kenna að ég sá ekki fyrir þessi hörðu
viðbrögð samstarfsflokka okkar í
Reykjavíkurlistanum gagnvart því að
ég settist á varamannabekk í þing-
flokki Samfylkingarinnar og mér
finnst þau enn þá vera einkennileg og
ósanngjörn.“
Ingibjörg sagði marga hafa spurt
sig um framtíð sína innan flokksins.
Hún sagðist vilja halda trúnaði kjós-
enda, hafa áhrif á stefnumótun og
vera staðráðin í að taka eins öflugan
þátt í starfi flokksins og henni væri
treyst til.
Eins og áður sagði var tillaga um
stofnun Framtíðarhóps Samfylking-
arinnar undir stjórn Ingibjargar sam-
þykkt einróma. Í stjórn hópsins eru
einnig þau Kristrún Heimisdóttir,
Svanfríður Jónasdóttir, Sverrir Teits-
son og Þorbjörn Guðmundsson.
Á landsfundinum í haust á hópur-
inn að leggja fram greinargerð, þar
sem kynnt verður starfsáætlun og
verklag hópsins fram að landsfundi
2005 en þá á hópurinn að skila af sér
lokaskýrslu sem verður lögð fyrir
fundinn sem stefnuskrá um stjórn
landsins undir forystu flokksins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar
Uppgjör við kosningarnar
Morgunblaðið/Sverrir
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á flokksstjórnarfundinum.