Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
FISKBÚÐIRNAR Svalbarði í
Reykjavík og Hafnarfirði eru nú að
lækka verð á nýjum fiski verulega,
eða um nálægt þriðjung. Ingvar
Gunnarsson, eigandi verzlananna,
segir þetta mögulegt vegna mikillar
lækkunar á fiskverði á mörkuðum.
Hann hyggst selja roð- og beinlaus
ýsuflök á 690 krónur kílóið. Í gær
kostuðu slík flök 1.198 krónur í fisk-
borði Hagkaups í Kringlunni og 995
krónur í fiskbúðinni Vör. Munurinn
er 300 til 500 krónur.
Ingvar segir að hann sé sammála
því sem fram hafi komið í fréttum
Morgunblaðsins nýlega, að einkenni-
legt sé að verð á ýsu til neytenda hafi
ekki lækkað í samræmi við lækkun á
fiskmörkuðum.
Hagstætt innkaupsverð
„Fisksalar hafa borið ýmsu við í
svörum sínum, til dæmis að ýsan sem
hafi lækkað sé rusl sem enginn vilji
kaupa. Vissulega hefur undirmáls-
ýsan lækkað mest. Góð matarýsa á
bilinu 1,2 til 1,6 kíló hefur þó verið á
hagstæðu innkaupsverði. Það er ýsan
sem er 1,6 til 2 kíló og yfir, sem ber
uppi ýsuverðið. En það er ýsan sem
er flugfarþegi yfir hafið á Saga Class
og er seld í dollurum eða pundum.
Einnig hafa fisksalar haldið því fram
að þeir hafi neyðzt til að bæta sér upp
mögru árin og má það vel vera.
Ég hef rekið Svalbarða á Fram-
nesvegi 44 í rúm þrjú ár og er þar
með þokkalegt borð af nýjum fiski.
Það er samt eins og fólk sé ekki búið
að átta sig á því að þar fæst annað en
harðfiskur og hákarl. Fiskbúðin
Svalbarði við Reykjavíkurveg 68
verður ársgömul 17. júlí. Þaðan hef
ég nokkuð góðan samanburð miðað
við aðrar hefðbundnar fiskbúðir og
erum við þar um það bil meðalskuss-
ar í rekstri. Ég er hins vegar að átta
mig á því að sumar fisksölur eru að
selja svo til allt upp í 95% af umsetn-
ingu sinni í stórmarkaði og mötu-
neyti. Þar er á ferðinni allt annað og
mun lægra verð en til almennings,“
segir Ingvar.
Beint til neytandans
Hann segir ennfremur að verði
ekki sú breyting á að fiskkaupmenn
lækki verðið á fiskinum endi þeir allir
sem öreindar fiskverkendur fyrir
stórmarkaðina. „Ég lái það engum
sem kominn er inn í stórmarkað til að
kaupa pakkavöru sína og bankanið-
urgreitt kjúklingakjöt og búvöru-
verðbætta kindakjötið þótt þeir taki
fiskinn með í leiðinni, þegar litlu eða
engu munar á fiskverðinu. Ég vil
frekar að við bjóðum fiskinn okkar
milliliðalaust og á heildsöluverði
beint til neytandans. Það hyggst ég
gera og veita auk þess 10% afslátt sé
pantað beint frá búðunum, 5 til 10
kíló í einu,“ segir Ingvar Gunnars-
son.
Svalbarði býður nú roð- og bein-
laus ýsuflök á 690 krónur kílóið, ýsu-
flök með roði á 590, fisk í raspi á 695,
þorskflök með roði á 590, roð- og
beinlaus þorskflök á 690, fiskrétti í
sósu á 597, saltfiskbollur á 330 og
saltfiskrúllur á sama verði.
! "
Svalbarðabúðirn-
ar lækka fiskverð
um þriðjung
Bjóða roð- og
beinlaus ýsuflök
á 690 krónur
Morgunblaðið/Arnaldur
Ingvar Gunnarsson, fisksali í Sval-
barðabúðunum, hefur nú lækkað
verð á soðningunni vegna lækkandi
verðs á fiskmörkuðum.
SKIPUM í norska kaupskipaflotanum fækkaði á síðasta ári, samkvæmt
upplýsingum frá norsku hagstofunni. Í byrjun árs 2002 voru skipin 1.631 en
hafði fækkað í 1.596 í árslok. Í tonnum talið nam minnkunin tíu prósentum.
Olíuflutningaskipum fjölgaði þó um sjö prósent. Flutningaskipum fjölg-
aði mest eða um heil átján prósent. Skipum yfir fimmtíu þúsund brúttó-
tonnum hvorki fjölgaði né fækkaði en í stærðarflokknum tíu þúsund til
nítján þúsund og níu hundruð fækkaði skipum um tólf. Skipum í flokknum
fimm hundruð tonn og minni fækkaði um fjögur prósent.
Tuttugu og fjögur prósent flotans, tvö prósent heildartonnafjölda, eru
komin til ára sinna eða eldri en þrjátíu ára. Heil tuttugu og átta prósent
stórflutningaskipa með þurrlest, oft kölluð búrkskip, eru eldri en þrjátíu
ára en aðeins fimm prósent eru yngri en fimm ára.
Á sama tíma jókst heildartonnafjöldi skipa á Íslandi, í Danmörku og Sví-
þjóð, mest í Danmörku.
Þrátt fyrir þennan samdrátt í norska kaupskipaflotanum er hann stærri
en kaupskipafloti allra hinna Norðurlandanna samanlagður.
Norskum kaupskipum fækkar
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Straumur hf. og Norvik hf. hafa sam-
ið um kaup á stórum hlutum í Fram-
taki Fjárfestingarbanka hf. Kaupin
áttu sér öll stað á miðvikudag og þann
dag keypti Straumur 57,1% hlutafjár-
ins og Norvik 24,3%. Hvorugt félagið
átti hlut í Framtaki fyrir þessi við-
skipti. Seljendur eru aðallega nokkrir
lífeyrissjóðir og gengið í viðskiptun-
um var 1,90 hjá báðum kaupendum.
Miðað við það gengi skiptu bréf í
Framtaki fyrir rúma 3,9 milljarða
króna um hendur þennan dag.
Í tilkynningu frá Norvik segir að í
samræmi við lög sæki fyrirtækið eftir
samþykki Fjármálaeftirlitsins og í til-
kynningu frá Straumi segir að kaupin
séu gerð með fyrirvara um samþykki
Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnis-
stofnunar. Þar sem eignarhluturinn
sem um ræðir nemur meira en helm-
ingi hlutafjár í Framtaki skapast lög-
um samkvæmt yfirtökuskylda verði
af kaupunum. Í tilkynningu frá
Straumi segir að félagið muni gera
öðrum hluthöfum Framtaks yfirtöku-
tilboð verði kaupin samþykkt.
Tæplega 71% greiðslunnar mun
fara fram með hlutabréfum í Straumi
á genginu 3,3, sem er 4,1% yfir síð-
asta viðskiptagengi, en afgangurinn
verður greiddur með reiðufé. Gengi
bréfa Framtaks í viðskiptunum er
1,9, sem er 13,1% yfir síðasta við-
skiptaverði.
Þeir sem seldu Straumi voru Líf-
eyrissjóðir Bankastræti 7, Lífeyris-
sjóður Verslunarmanna, Lífeyris-
sjóðurinn Framsýn, Nýsköpunar-
sjóður atvinnulífsins og átta aðrir
hluthafar.
Hlutirnir gerðust hratt
Þórður Már Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Straums, segir að ef
opinberir eftirlitsaðilar samþykki
kaupin muni aðrir hluthafar fá tilboð
á sama gengi og greiðslukjörum og
þegar hafi verið samið um.
Þórður segir að Straumur hafi í
nokkurn tíma velt fyrir sér þeim
möguleika að eignast ráðandi hlut í
Framtaki. Á miðvikudaginn hafi
tækifæri gefist, hlutirnir hafi gerst
hratt, að mestu leyti eftir hádegi þann
dag. Fleiri hafi verið um hituna, en þó
hafi farið svo að Straumi hafi tekist að
tryggja sér meirihluta, og hann segir
að það hafi verið skilyrði fyrir því að
Straumur hefði áhuga á kaupunum.
Félagið hefði ekki haft áhuga á að
eignast minnihluta í Framtaki.
Í tilkynningu frá Straumi segir að
markmiðið með kaupunum sé að auka
hagræði í rekstri, mynda öflugri ein-
ingu og skapa ný sóknarfæri. Kaupin
séu jafnframt rökrétt framhald af ný-
legri yfirtöku Straums á Íslenska
hugbúnaðarsjóðnum, sem nú heitir
Brú fjárfesting hf., og aukinni áherslu
félagsins á fjárfestingar í umbreyt-
ingarverkefnum og vaxtarfyrirtækj-
um.
Þórður segir að þær breytingar
sem eru að eiga sér stað á markaðn-
um kalli á stærri og öflugri skráð fé-
lög. „Við sjáum hvað er að gerast með
félög sem skráð eru á markaði, til að
þau séu aðlaðandi fyrir fjárfesta er
þróunin í þá átt að einingarnar verði
öflugri og stærri. Fjárhagsleg staða
Straums í dag er orðin öflug og í því
felast mikil tækifæri til sóknar,“ segir
Þórður Már Jóhannesson.
Vissu ekki hvor af öðrum
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri
BYKO, er aðaleigandi og stjórnarfor-
maður Norvikur, sem nú hefur eign-
ast 24,3% í Framtaki. Hann segir að
um nokkurt skeið hafi verið í skoðun
að kaupa Framtak, því ákveðin fjár-
festingartækifæri séu í félaginu. Nor-
vik hafi síðan farið að kaupa hluti í
Framtaki á miðvikudag en ekki vitað
af því að á sama tíma var Straumur að
kaupa í félaginu, einnig með það fyrir
augum að eignast sem stærstan hlut.
Aðspurður segist hann telja það til-
viljun að báðir hafi farið að kaupa á
sama tíma og segist ekki líta svo á að
um keppni hafi verið að ræða milli
þessara tveggja fyrirtækja. Staðan sé
þó breytt vegna kaupa Straums í
Framtaki, en hann segist telja að
Norvik og Straumur geti átt ágætt
samstarf.
Jón Helgi segir að Norvik hafi
greitt sama verð fyrir bréfin og
Straumur, eða 1,90. Stærstu eigend-
ur Framtaks hafi verið lífeyrissjóðir
og Norvik hafi keypt hluti nokkurra
lífeyrissjóða, en Kaupþing Búnaðar-
banki hafi haft með höndum söfnun
hlutanna fyrir Norvik.
Framtak með
meirihluta í Kaupási
Ásmundur Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Framtaks, segir að það
sé að ákveðnu leyti jákvætt fyrir
starfsmenn Framtaks að tveir aðilar
hafi haft áhuga á að kaupa félagið,
það sýni að félagið sé nokkurs metið.
Hann segist hins vegar lítið geta tjáð
sig um það hvað sé framundan, enda
séu kaupin að ganga yfir.
Framtak á rúmlega helmingshlut í
Kaupási, en átti 34% þar til fyrir um
hálfum mánuði. Meðal helstu eigna
sem skráðar eru á hlutabréfamarkaði
eru tæplega 23% hlutur í Opnum
kerfum, rúmlega 3% hlutur í SH og
rúmlega 1% hlutur í Íslandsbanka.
Meðal óskráðra eigna er 25,5% hlutur
í fasteignafélaginu Landsafli, 40%
hlutur í Allied EFA og 40% hlutur í
Hæfi.
Þórður Már Jóhannesson segir
ekki tímabært að svara því á þessu
stigi hvort Kaupás verði til sölu, þar
sem kaup Straums á Framtaki séu nú
til skoðunar hjá þeim stofnunum sem
þurfi að meta hvort af þeim geti orðið.
14,4 milljarða markaðsvirði
Framtak Fjárfestingarbanki varð
til við sameiningu Eignarhaldsfélags-
ins Alþýðubankans hf. og Þróunar-
félags Íslands hf. síðastliðið haust og
bar nafnið Þróunarfélag Íslands þar
til fyrr á þessu ári.
Heildareignir Framtaks í lok mars
á þessu ári námu 11,1 milljarði króna
og markaðsvirði félagsins miðað við
lokagengi á þriðjudag, þ.e. áður en
kaup Straums og Norvikur hófust,
var 4,3 milljarðar króna.
Heildareignir Straums námu 11,8
milljörðum króna í lok mars og mark-
aðsvirðið eftir lok viðskipta á þriðju-
dag var 10,1 milljarður króna.
Samanlagt eru heildareignir félag-
anna því 22,9 milljarðar króna og
markaðsvirðið um 14,4 milljarðar
króna.
Straumur kaupir
meirihluta í Framtaki
#
# $
%&'
Norvik kaupir á sama tíma og eignast tæplega fjórðung
NÝIR eigendur Steypustöðvarinnar
hf. hafa dregið fyrirtækið út úr sam-
starfi um kaup á Sementsverksmiðj-
unni hf. á Akranesi. Frá þessu var
greint í fréttatilkynningu frá Fram-
taki fjárfestingarbanka hf. í gær, en
bankinn hefur ásamt BM Vallá ehf.,
Björgun ehf. og Steypustöðinni hf.
átt í viðræðum við einkavæðingar-
nefnd um kaup á Sementsverksmiðj-
unni hf. Nýir eigendur Steypustöðv-
arinnar tilkynntu í gær að þeir hefðu
samið við Aalborg Portland um við-
skipti og þar með dregið sig út úr
samstarfinu.
Í tilkynningunni kemur einnig
fram að norski sementsframleiðand-
inn Norcem, sem hefur verið tækni-
legur samstarfsaðili fyrirtækjanna
fjögurra, hefur nú samþykkt að ger-
ast fullur aðili að samstarfi þeirra
um kaupin á Sementsverksmiðjunni
sem eignaraðili. Þá segir jafnframt í
tilkynningunni að Norcem hafi lýst
vilja sínum til þess að kaupa tiltekið
sementsmagn til útflutnings til að
treysta rekstrarstöðu Sementsverk-
smiðjunnar. Norcem er hluti Heidel-
berg-samsteypunnar sem er einn af
stærstu sementsframleiðendum
Evrópu, að því er segir í tilkynning-
unni.
Hópurinn hefur leitað eftir áfram-
haldandi viðræðum við einkavæðing-
arnefnd á þessum grunni.
Stefán Jón Friðriksson, ritari
framkvæmdanefndar um einkavæð-
ingu, segir að ekki sé ljóst hvaða
áhrif ákvörðun nýrra eigenda
Steypustöðvarinnar muni hafa á söl-
una á Sementsverksmiðjunni. Það
eigi eftir að ræða í nefndinni en auk
þess eigi nefndin eftir að fá upplýs-
ingar frá viðkomandi aðilum.
Yfirlýstur tilgangur að reka
verksmiðjuna áfram
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri BM Vallá, segir að yf-
irlýstur tilgangur hópsins, sem á í
viðræðum við einkavæðingarnefnd
um kaup á Sementsverksmiðjunni,
sé að reka verksmiðjuna áfram.
Steypustöðin hafi keypt í kringum
20% af heildarsölu Sementsverk-
smiðjunnar undanfarin tvö ár og um
það muni. Aðkoma Norcem að hópn-
um og fyrirheit um að fyrirtækið
muni beita sér fyrir útflutningi á
sementi geri að verkum að hópurinn
trúi því að hægt verði að finna verk-
smiðjunni traustan rekstrargrund-
völl.
Ríkisstjórnin ákvað í febrúar síð-
astliðnum að selja Sementsverk-
smiðjuna. Frestur til að skila inn til-
boðum í 100% hlut ríkisins í
verksmiðjunni rann út í lok mars-
mánaðar og ákvað ráðherranefnd
um einkavæðingu í byrjun apríl að
ganga til viðræðna við Framtak fjár-
festingarbanka, BM Vallá, Björgun
og Steypustöðina, sem mynduðu
saman hóp um kaupin.
Í síðustu viku var greint frá því að
Sparisjóður Mýrasýslu hefði fyrir
hönd Loftorku Borgarnesi ehf.
keypt allt hlutafé í Basalti ehf. Bas-
alt var í eigu 19 byggingaverktaka
en Steypustöðin var meðal eigna
þess.
Steypustöðin út úr kaupum á Sementsverksmiðjunni
Norcem í Noregi með í
samstarf um kaupin