Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
m
TÍMARIT UM MAT & VÍN27062003
Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins
í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is
Auglýsendur!
Næsta tölublað af tímaritinu m sem fjallar
um mat og vín, kemur út föstudaginn 27.
júni næstkomandi.
Tímaritið fylgir Morgunblaðinu í 55.000
eintökum til allra kaupenda blaðsins um
land allt.
Matur og vín eru orðin stór hluti af lífi
landsmanna og margir sem hafa það sem
sérstakt áhugamál. Tímaritinu er ætlað að
endurspegla þennan nýja lífsstíl
landsmanna á lifandi og áhugaverðan hátt.
Stærð tímaritsins er 25x36 sm og er það
skorið og heftað.
Pantanafrestur auglýsinga er til
mánudagsins 23. júní kl. 16:00
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
(ESB) tíndust til Porto Carras við
norður-grísku borgina Þessaloníku í
gær, en efst á dagskrá fundar þeirra í
dag verða umræður um drög að
stjórnarskrársáttmála fyrir sam-
bandið, sem svonefnd Framtíðarráð-
stefna ESB samþykkti fyrir viku.
Með leiðtogafundinum, sem lýkur
á morgun, slá Grikkir botninn í hálfs
árs formennskutímabil sitt í sam-
bandinu. Er þess vænzt að fundarins
verði helzt minnzt fyrir drögin að
stjórnarskrársáttmálanum, sem
Framtíðarráðstefnan, eins konar
stjórnlagaþing ESB, vann að í 16
mánuði. Endanleg ákvörðun um nýja
sáttmálann, sem á að þjóna sem
stjórnskipunarlegur grunnur sam-
bandsins næstu árin og jafnvel ára-
tugina, verður þó ekki tekin fyrr en á
ríkjaráðstefnu sem kölluð verður
saman í haust og lýkur sennilega
snemma árs 2004, tímanlega fyrir
gildistöku stækkunar sambandsins
um 10 ný aðildarríki 1. maí.
Valery Giscard d’Estaing, fyrrver-
andi forseti Frakklands, stýrði starfi
Framtíðarráðstefnunnar og mun
kynna niðurstöðu hennar fyrir leið-
togunum í dag. Þetta verður fyrsta
tækifærið sem leiðtogar aðildarríkj-
anna fá til að lýsa afstöðu sinni til ein-
stakra þátta stjórnarskrárdraganna,
en þau eru málamiðlun milli mjög
ólíkra sjónarmiða og hagsmuna nú-
verandi og tilvonandi aðildarríkja.
Fulltrúar allra þeirra (ríkisstjórna og
þjóðþinga) áttu sæti á Framtíðarráð-
stefnunni, auk framkvæmdastjórnar
ESB og Evrópuþingsins.
Mesta togstreitan stóð um það hve
langt skyldi gengið í að taka upp
meirihlutaákvarðanir, þ.e. að at-
kvæðagreiðslur með auknum meiri-
hluta komi í stað samhljóða sam-
þykkis. Fulltrúar sumra landa hafa
áhyggjur af því að haldi aðildarríkin
neitunarvaldi á mörgum sviðum, þeg-
ar þau verða orðin 25 og jafnvel fleiri,
aukist hætta á að ákvarðanataka í
sambandinu lamist.
Varað við því að raska hinni
viðkvæmu málamiðlun
Þessi viðleitni til að tryggja skil-
virkni ákvarðanatöku eftir stækkun
tókst á við sjónarmið þeirra, sem
vilja standa vörð um valdsvið þjóð-
ríkjanna gagnvart hinum yfirþjóð-
legu stofnunum ESB. Féll þessi tog-
streita að miklu leyti saman við
togstreituna á milli hagsmuna
smærri aðildarríkjanna gagnvart
hinum fjölmennustu. Fulltrúar
smærri ríkjanna höfðu áhyggjur af
því að viðleitnin til að auka skilvirkni
ákvarðanatökunnar yrði til þess að
auka völd stóru ríkjanna, á kostnað
hinna smærri.
En leiðtogarnir hafa fengið viðvar-
anir um að rekja ekki upp það sam-
komulag sem Framtíðarráðstefnan
komst að í stjórnarskrártillögu sinni.
„Jafnvæginu sem náðist í þessari nið-
urstöðu ætti ekki að raska,“ sagði Pat
Cox, forseti Evrópuþingsins. „Þeir
sem vilja grafa undan þeirri víðtæku
málamiðlun sem náðist myndu bera
ábyrgð á lausn sem yrði ekkert meira
en lægsti samnefnarinn, sem er ein-
mitt sú niðurstaða sem Framtíðar-
ráðstefnan var kölluð saman til að
forðast,“ hefur AFP eftir Cox.
Er Framtíðarráðstefnan kom síð-
ast saman, föstudaginn 13. júní, og
samþykkti stjórnarskrárdrögin lagði
Giscard d’Estaing áherzlu á mikil-
vægi þess að fulltrúar tilvonandi að-
ildarríkjanna tíu ættu einnig aðild að
niðurstöðunni. Hún sýndi að Evrópu-
samband með 25 aðildarríkjum yrði
vel starfhæft.
Á lokafundi ráðstefnunnar 9.–11.
júlí stendur til að hnýta síðustu lausu
endana, sem snúast fyrst og fremst
um að ákveða í hvaða málaflokkum
nákvæmlega teknar skuli upp meiri-
hlutaákvarðanir. Sumir fulltrúarnir,
þ.á m. Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýzkalands, vilja taka þær upp
í utanríkismálum, en ólíklegt er talið
að það gangi eftir, ekki sízt vegna
andstöðu Breta.
Viðkvæmt jafnvægi í
stjórnarskrárdrögum ESB
EPA
Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands sem stýrði
Framtíðarráðstefnu Evrópusambandsins, við komuna á leiðtogafund þess í
Porto Carras í Grikklandi í gær. Í dag kynnir hann fyrir leiðtogunum til-
lögu ráðstefnunnar að stjórnarskrársáttmála stækkaðs ESB.
Togstreitan milli ólíkra hagsmuna aðild-
arríkja ESB við mótun stjórnarskrársátt-
mála fyrir hið stækkaða Evrópusamband
verður, að sögn Auðuns Arnórssonar, í
brennidepli umræðunnar á leiðtogafundi
sambandsins í Grikklandi í dag.
Forseti leiðtogaráðsins: Ný staða
innan sambandsins þar sem ráðið
kýs forseta til tveggja og hálfs árs í
senn, sem á að koma í staðinn fyrir
núverandi kerfi þar ríkisstjórn-
arleiðtogar aðildarríkjanna skiptast
á um að gegna formennskunni í hálft
ár í senn. Ef viðkomandi er talinn
gerast sekur um alvarleg afglöp í
starfi getur ráðið sett hann af.
Leiðtogaráð: Skipað æðstu leið-
togum hverrar þjóðar og hittist fjór-
um sinnum á ári. Þar þarf samhljóða
samþykki fyrir ákvörðunum.
Ráðherraráð: Hvert aðildarríki
skiptist á um að gegna formennsku í
einu fagráði, svo sem ráði fjármála-
ráðherranna eða umhverfisráðherr-
anna. Fyrir ráði utanríkisráðherr-
anna fer hins vegar nýr „utan-
ríkisráðherra ESB“.
Framkvæmdastjórn: Hefur vald
til að leggja fram frumvörp og fylgj-
ast með framkvæmd ESB-löggjafar.
Hvert aðildarríki mun hafa einn full-
trúa í framkvæmdastjórninni, en frá
nóvember 2009 munu aðeins 15
fulltrúar halda atkvæðisrétti við
ákvarðanatöku, að meðtöldum for-
setanum og utanríkisráðherranum.
Evrópuþingið: Flytur og lögleiðir
frumvörp ásamt leiðtogaráðinu. Kýs
forseta framkvæmdastjórnarinnar.
Hámarksfjöldi þingmanna er festur
við 736 og lágmarksfulltrúafjöldi að-
ildarríkis við fjóra. Þeir sitja 5 ár í
senn.
Utanríkisráðherra: Ný staða þar
sem meirihluti ríkja þarf að sam-
þykkja val í embættið. Ber ábyrgð á
öryggis- og varnarmálastefnu sam-
bandsins. Hann tekur við embættis-
hlutverkum bæði Chris Patten, sem
fer með utanríkismál framkvæmda-
stjórnarinnar, og Javiers Solana, ut-
anríkismálastjóra sambandsins.
Meirihlutaákvarðanir: Allar
nema viðkvæmustu ákvarðanir
skulu framvegis vera teknar með at-
kvæðagreiðslum með vegnum meiri-
hluta, þar sem að baki hverri
ákvörðun þurfa að liggja bæði þrír
fjórðu hlutar allra aðildarríkjanna
og í þeim búi að minnsta kosti þrír
fimmtu hlutar íbúa sambandsins.
Löggjöf: Lög sambandsins skulu
vera æðri lögum hvers aðildarríkis.
Gildi: „Sambandið er grundvallað
á gildum virðingar fyrir mannlegri
reisn, frelsi, lýðræði, jafnrétti, rétt-
arríki og mannréttindum.“
Lögaðili: Með stjórnarskrársátt-
málanum fær Evrópusambandið
hlutverk lögaðila, sem hefur vald til
að skrifa undir alþjóðasamninga.
Hættir þar með sá hugtakarugl-
ingur sem hlotizt hefur af því að þótt
Evrópusambandið hafi orðið til með
Maastricht-sáttmálanum 1993, sem
pólitískt „regnhlífarheiti“, var Evr-
ópubandalagið áfram sá lögaðili sem
getið er í löggjöf og alþjóðasamn-
ingum ESB.
Borgararéttur: Meðal réttinda
sem fylgja ESB-borgararétti, sem
fylgir borgararétti aðildarríkis, er að
hafa kosningarétt í sveitarstjórnar-
kosningum í því ESB-ríki sem við-
komandi dvelst í.
Samstöðuskylda: „Sambandið og
aðildarríki þess skulu grípa sameig-
inlega til aðgerða í anda samstöðu
verði aðildarríki fyrir hryðjuverka-
árás, náttúruhamförum eða hamför-
um af mannavöldum.“
Brottrekstur: Ef eitthvert aðild-
arríkjanna telst brjóta alvarlega
gegn grundvallargildum Evrópu-
sambandsins geta hin ríkin ákveðið
með vegnum meirihluta að reka það
úr sambandinu.
Úrsögn: Í stjórnarskrársáttmál-
anum er í fyrsta sinn opnað form-
lega fyrir þann möguleika að aðild-
arríki geti sagt sig úr Evrópusam-
bandinu.
Meginatriði draga að
stjórnarskrársáttmála ESB
ÍSRAELAR láta Palestínumenn
sæta sömu þjáningum og gyðingar í
gettói í Varsjá á tímum nasista
sættu, að sögn tveggja breskra þing-
kvenna sem nýverið sneru heim úr
ferð til Mið-Austurlanda.
„Sem gyðingur vonaðist ég til að
ég myndi aldrei upplifa að skammast
mín fyrir framferði ísraelsks ríkis,“
sagði Oona King, þingkona breska
Verkamannaflokksins, í gær. Hún
tók þó fram að meðferð Palestínu-
manna á Gaza væri ekki að öllu leyti
sambærileg þeirri meðferð sem
pólskir gyðingar sættu í síðari
heimsstyrjöldinni. „Þar er mikill
munur á. Palestínumönnum er ekki
safnað saman inn í gasklefa.“ Hún
sagði ástandið sambærilegt að því
leyti að Palestínumenn hefðu mátt
þola að land þeirra væri tekið og þeir
beittir valdi á niðurlægjandi hátt.
„Ísraelar hafa byggt vegg í kringum
þá og búið þannig til pólitískt minni-
hlutahverfi.“
Aðskilnaðarstefna á Gaza
Þá líkti Jenny Tonge, þingkona
Frjálslyndra demókrata, ástandinu
einnig við pólsku gyðingahverfin að
því leyti að Palestínumenn á Gaza-
ströndinni gætu hvorki farið út af
svæðinu né inn á það. „Þeir geta ekki
unnið og ekkert selt. Það er smám
saman verið að þrengja að þeim.
Þarna er viðhöfð aðskilnaðarstefna
sem sannarlega er að versna.“
Nokkrum mánuðum eftir innrás
nasista í Pólland 1939 þvinguðu þeir
500.000 gyðinga inn í hverfi í Varsjá
sem þeir svo byggðu 3 metra háan og
20 km langan múr umhverfis. Um
100.000 manns dóu þar úr hungri og
sjúkdómum auk þess sem 300.000
manns voru sendir í útrýmingabúðir.
Líkja Gaza
við gyðinga-
hverfi í
seinna stríði
London. AFP. AP.