Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
22 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Virkir dagar frá kl. 10-18
Laugardagar frá kl. 11-16
Sunnudagar frá kl. 12-16
MEGN óánægja er vegna vals for-
valsnefndar á tillögum um skipulag
á slippsvæðinu við Mýrargötu. For-
valsnefnd tilkynnti um sitt val 6.
júní síðastliðinn en umsóknir bárust
frá 19 ráðgjafarhópum og voru fjór-
ir hópar valdir til frekari þátttöku í
verkefninu. Ein þeirra tillagna verð-
ur síðan valin til frekari þróunar.
Guðjón Bjarnason, arkitekt og
fulltrúi Bjarnason/Zapata-hópsins,
segir það illskiljanlegt hvaða hags-
munir almennings mæli gegn því að
heimsþekktir erlendir arkitektar og
verkfræðingar fái að koma fram
sinni sýn á svæðið. Guðjón myndaði
hóp ásamt bandaríska arkitektinum
Carlos Zapata, teiknistofu hans
W+Z og verkfræðistofunum LERA
og Rozzi sérstaklega til að takast á
við skipulag Mýrargötusvæðisins og
hafa þeir sent borgarráði erindi um
að þeir séu reiðubúnir að gefa
starfskrafta sína til verksins. „Þetta
snýst ekki um fjármuni heldur snýst
þetta um að fólk fái að njóta sinna
hæfileika og starfsheiðurs og að fá
að taka þátt í skipulagsmálum höf-
uðborgarinnar. Þetta erindi liggur
fyrir í borgarráði og mun vænt-
anlega verða tekið fyrir á næsta
fundi borgarráðs,“ segir Guðjón.
Gestur Ólafsson, skipulagsfræð-
ingur og arkitekt, myndaði ráðgjaf-
arhóp ásamt Lichfield Planning,
sem er með þekktari skipulags-
stofum Englands og hefur unnið að
skipulagsverkefnum hér á landi, auk
annarra sérfræðinga. Hann gagn-
rýnir valið á þeirri forsendu að ekki
hafi verið leitað eftir hæfustu sér-
fræðingum í skipulagsmálum. „Að
fenginni niðurstöðu forvalsnefndar
er mér hulin ráðgáta að hverju er
verið að leita og þess vegna ritaði ég
bréf til borgarráðs til þess að biðja
um útskýringu á þessu,“ segir hann.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarfulltrúi átti sæti í forvals-
nefnd og segir hún að þeir 19 ráð-
gjafarhópar sem sótt hafi um verkið
hafi allt verið mjög frambærilegir
aðilar og vel samsettir hópar. „Við
þurftum að velja úr fjóra aðila og ég
tel að við höfum unnið okkar vinnu
eins samviskusamlega eins og var
unnt. Við bjuggum til ákveðna
flokkun þar sem við reyndum að
beita eins hlutlægum aðferðum og
okkur var unnt. Við reyndum að
meta menntun hópanna, reynslu,
samsetningu þeirra, auk ýmissa
annarra þátta sem komu inn í þetta.
Auðvitað er það alltaf þannig að ein-
hverjir sem ekki eru valdir eru skilj-
anlega óánægðir og hafa óskað eftir
að fá rökstuðning og við munum
auðvitað gefa hverjum og einum
rökstuðning fyrir því af hverju hann
var ekki valinn en einhver annar,“
segir hún.
Hún leggur áherslu á að í forval-
inu nú hafi verið unnið eftir nýrri
aðferðarfræði í skipulagsmálum,
þar sem byggt sé meira á samráði
við íbúa og hagsmunaaðila á svæð-
inu og þetta samráð fari fram á
frumstigi skipulagsvinnunnar.
Enginn ágreiningur
innan nefndarinnar
„Það er auðvitað skiljanlegt að
aðilar, sem eru færir hönnuðir og
góðir að teikna hús, séu óánægðir
með það að hafa ekki verið valdir
inn í þetta, en það byggist á því að
við vorum að leita að hópum sem
gátu komið til sögunnar með
reynslu af skipulagsgerð, með sér-
fræðinga í samráðsskipulagi, með
sérfræðinga í skipulagi hafna og
umferðarsérfræðinga, vegna þess
að þetta mun snúast mjög mikið um
framtíðarlegu og útfærslu Mýr-
argötunnar. Þetta eru þau efnislegu
rök sem lágu á bak við okkar val,“
útskýrir Steinunn og tekur það
fram að enginn ágreiningur hafi
verið innan forvalsnefndarinnar.
Auk Steinunnar Valdísar áttu borg-
arlögmaður, sviðstjóri skipulags- og
byggingarsviðs, borgarverkfræð-
ingur og fulltrúi frá Reykjavík-
urhöfn sæti í hópnum.
Í bréfi forvalsnefndar til þátttak-
enda í forvalinu var tilkynnt að sam-
kvæmt niðurstöðu hæfismats sem
sett hafi verið fram í verkefnalýs-
ingu hafi 4 ráðgjafarhóparnir verið
valdir til áframhaldandi þátttöku. Í
fyrsta hópnum eru Kanon arkitekt-
ar, Teiknistofan Tröð, Línuhönnun
og samstarfsaðilar. Annan hópinn
skipa Skaarup & Jespersen-
archtects and planners, Ramböll
Nyvig A/S, Almenna verk-
fræðistofan, Úti & Inni og sam-
starfsaðilar. VA arkitektar ehf.,
Hönnun hf., Landmótun ehf. og
Björn Ólafs standa að þriðja hópn-
um, en fjórða hópinn skipa VSÓ
Ráðgjöf ehf., Hornsteinar arkitekt-
ar ehf., Schmidt, Hammer &
Lassen, Niras og samstarfsaðilar.
Greiðsla til hvers hóps er ein milljón
króna.
Unnu tillögur að endurbygg-
ingu World Trade Center
Guðjón telur að mat á þátttak-
endum hafi átt að liggja fyrir þegar
úrslit valsins voru kynnt. „Ég hef
fengið þau svör að það sé ekki hægt
að veita allar upplýsingar að svo
stöddu um aðra þátttakendur þar
sem það kunni hugsanlega að stang-
ast á við upplýsingalög, en hvernig
getur maður metið hæfi eigin teym-
is án þess að hafa önnur til sam-
anburðar?“ leggur hann áherslu á.
Guðjón segir það vekja athygli að
í hópunum sem voru valdir séu nán-
ast allar stærstu verkfræðistofur
landsins. „Með fyllstu virðingu fyrir
verkfræðingum þá tel ég að þeir séu
ekki sérmenntaðir í því að fást við
borgarskipulag. Þar eru menning-
arleg og samfélagsleg gildi sem þarf
að taka tillit til, sem eingöngu er á
valdi hæfustu arkitekta og skipu-
lagsfræðinga að eiga við í meg-
indráttum á þessu mikilvæga
svæði.“
Guðjón segist hafa rætt við Carl-
os og hans fólk um niðurstöður vals-
ins og segir hann að þessir rólynd-
ismenn séu undrandi á vali
nefndarinnar og jafnframt því að
rökstuðningur hennar liggi ekki fyr-
ir, enda séu þeir vanir að fá skýr-
ingar á niðurröðun keppenda í því
alþjóðlega gegnsæja umhverfi sem
þeir starfa í.
„Carlos Zapata er alþjóðleg
stjarna á sviði framsækinnar nú-
tímabyggingarlistar, hann er arki-
tekt og rekur teiknistofu í Boston og
í Shanghæ. Verkfræðistofan Rozzi
hannar eingöngu umferðarmann-
virki og sér meðal annars um um-
ferðarkerfi Bostonborgar. Sam-
starfsmaður Carlosar, Benjamin
Twood, er frumkvöðull í hönnun
hafnarsvæða og hefur komið að
hönnun flestra mikilvægustu hafn-
arsvæða Bandaríkjanna og víðar.
Ég vil alls ekki vega að þeim starfs-
bræðrum mínum sem valdir voru,
enda býr hæfileikafólk þar á meðal.
Ég lít hins vegar á að þeir búi ekki
yfir sams konar reynslu og yfirsýn
eins og þessi hópur, sem hefur verið
samsettur sérstaklega fyrir þetta
verkefni. Hér er um að ræða breið-
an hóp fagfólks sem fyrir löngu síð-
an hefur skapað sér nafn sem við-
urkenndir hæfileikamenn á
alþjóðasviði,“ lýsir hann. Hann
nefnir sem dæmi um traust og virð-
ingu Carlosar að hann hafi verið
einn sjö alþjóðlegra arkitekta sem
var valinn til að gera grunntillögur
að endurbyggingu World Trade
Center-svæðisins, auk þess sem
LERA hafi séð um alla verkfræði-
vinnu á því svæði frá upphafi til
enda og vinni nú að gerð hæstu
byggingu veraldar. Hann undir-
strikar jafnframt að Carlos hafi
mikla þekkingu á norrænu um-
hverfi, þar sem hann hefur unnið til
verðlauna í samkeppnum á Norð-
urlöndum, en hann er einmitt á leið
hingað til lands í næstu viku.
Ekki lágmarkskröfur til
menntunar í Reykjavík
Gestur segir að Evrópusamband
skipulagsfræðinga geri kröfur um
að fólk sem vinni svona skipulag
þurfi að lágmarki að hafa fjögurra
ára háskólanám í skipulagsfræðum
og tveggja ára starfsreynslu. Skipu-
lagsfræðingafélag Íslands hafi
jafnframt tekið upp þessar lág-
markskröfur og iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið staðfest fyrir
nokkrum árum. „Hins vegar virðist
þessi lágmarkskrafa ekki gerð hér í
Reykjavík. Eins og ég þekki málið
get ég ekki séð að þessi krafa hafi
verið gerð, en í svari sem ég fékk
frá forstöðumanni skipulags- og
byggingarsviðs er vísað í reglugerð
þar sem engar sambærilegar
menntunarkröfur eru gerðar,“ segir
hann. Hann telur að íbúar Reykja-
víkur eigi heimtingu á því að fá ráð-
gjafa sem hafi að minnsta kosti
sömu lágmarksmenntun og starfs-
reynslu og annars staðar séu gerðar
kröfur um. Skipulag sé allt annað en
að teikna hús eða reikna út járn í
steinsteypu.
Að hans sögn hefur Lichfield
Planning þróað sérstaklega
aðferðarfræði í samráði við almenn-
ing og hlaut stofan meðal annars
verðlaun Konunglega skipulags-
fræðingafélagsins fyrir frumkvöðla-
starf á þessu sviði. „Það er bara
blásið á þetta og þó héldum við að
þetta væri aðalatriði í þessu útboði,
það er annars vegar menntun og
starfsreynsla í skipulagsfræðum og
hins vegar sérþekking í samráði við
almenning. Auk þess vorum við með
í skipsrúmi hjá okkur meðal annars
Hildi Kristjánsdóttur sem er um-
hverfisfræðingur og okkar besti sér-
fræðingur í þessum efnum, nýbúin
að skrifa bók um þátttöku almenn-
ings í mótun skipulags, hug-
myndafræði og aðferðir,“ bætir
hann við.
Samsetning hópanna
það sem leitað var eftir
Hann leggur áherslu á að margir
aðrir sérfræðingar kunni að vera
mjög hæfir á sínu sviði en skipulags-
fræði sé bara allt annar hlutur. „Það
vita það allir sem hafa komið nálægt
svona vinnu að stigagjöfin er hug-
læg, útbjóðandi getur fengið hvaða
niðurstöðu sem honum dettur í hug
allt eftir því hvaða augum hann lítur
á silfrið. Ég er að biðja borgarráð
um að leggja þessi gögn upp á borð-
ið og sýna þeim sem tóku þátt í
þessu forvali og almenningi hér í
Reykjavík hvernig var staðið að
þessu og rökstyðja þessa einkunna-
gjöf. Mér finnst líka að Reykvík-
ingar, sem borga fyrir þessa skipu-
lagsvinnu, eigi heimtingu á því.“
Steinunn Valdís vísar alfarið á
bug þeirri gagnrýni að sjónarmið
verkfræðinga hafi ráðið för við valið.
Hún bendir á að í hópunum sem
valdir voru hafi verið einhverjar öfl-
ugustu arkitektastofur landsins, til
að mynda þær sem komu að skipu-
lagningu Skuggahverfisins og í
Grafarholti. „Ég vísa því alfarið á
bug, þó að þarna á meðal séu öflug-
ar verkfræðistofur, þá voru þessir
fjórir hópar valdir vegna þess að
samsetning hópanna er einmitt það
sem við vorum að leita eftir,“ bætir
hún við.
Hún á von á því að tekin verði af-
staða til erindis Guðjóns á næsta
fundi borgarráðs. Hún segir það
ekki aðalatriðið hvort menn vinni
endurgjaldslaust eða ekki, heldur sé
það aðalatriðið að það sé mat borg-
arinnar og forvalsnefndar að aðrir
hópar séu faglega hæfari. „Guðjón
sótti um með sínum hópi og nið-
urstaðan var sú að hans hópur var
ekki meðal þessara fjögurra. Það
orkar kannski mjög tvímælis að
hleypa hans hópi að aukalega um-
fram aðra hópa.“
Óánægja með
val forvalsnefndar
Morgunblaðið/Arnaldur
Fjórir ráðgjafarhópar hafa verið valdir til að vinna tillögur að skipulagi slippsvæðisins við Mýrargötu.
Val á ráðgjafarhópum
til að vinna tillögur að
skipulagi á slippsvæð-
inu við Mýrargötu
hefur vakið hörð við-
brögð. 19 hópar sóttu
um verkefnið en fjórir
voru valdir til frekari
þátttöku. Þátttak-
endur gagnrýna valið
og segja það ekki
nægilega rökstutt.
Forvalsnefnd segir
hópana hafa verið
valda með hlutlægum
aðferðum.
Vesturbær ’ Þetta snýst ekkium fjármuni heldur
að fólk fái að njóta
sinna hæfileika og
starfsheiðurs. ‘
’ Í hópunum semvaldir voru eru ein-
hverjar öflugustu
arkitektastofur
landsins. ‘