Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 23
Kringlukast
í fullum gangi
3 dagar eftir
ÍSLENSKU menntasamtökin hafa
dregið erindi sitt um rekstur leik-
skóla í Garðabæ til baka.
Samtökin segja ástæðuna þá að
ekki sé nægilegur tími til undirbún-
ings til þess að starf geti hafist í
haust. Enn eigi margt eftir að gera í
húsnæðinu sem þau höfðu í huga og
segjast þau ætla að leita að öðru
tækifæri í framtíðinni.
„Engar formlegar viðræður höfðu
farið í gang og þær munu þá ekki
eiga sér stað,“ segir Ásdís Halla
Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.
Drógu erind-
ið til baka
Garðabær
♦ ♦ ♦
HAFNFIRÐINGAR létu ekki smá-
vægilega vætu hafa áhrif á hátíða-
höld í tilefni þjóðhátíðar og aðsókn
var með besta móti á atburði dags-
ins. Fjölmenni var í skrúðgöngunni
og á Víðistaðatúni meðan skemmti-
atriði voru flutt, en þar flutti meðal
annars fjallkonan Silja Úlfarsdóttir
ávarp, Flensborgarkórinn söng og
Hafnarfjarðarleikhúsið sýndi brot
úr verkinu „Gaggalú“. Skátarnir
sáu um tívolí á Víðistaðatúni og
skemmtu börnin sér í þrautabraut-
um, á stultum og í rafmagnsbílum.
Um kvöldið hélt skemmtunin
áfram í miðbænum og íbúar bæj-
arins fjölmenntu að Hafnarfjarð-
arkirkju þar sem fjölbreytt
skemmtidagskrá var flutt af ýms-
um skemmtikröftum. Mesta athygli
vakti söngur Birgittu Haukdals og
hljómsveitarinnar Írafárs, en þau
fluttu Evróvisjónlagið 2003.
Þá var víkingahátíð sett er fjöldi
víkinga kom siglandi á víkingaskip-
inu Íslendingi inn höfnina. Fjöl-
margir lögðu leið sína á hátíðina og
skemmtu sér hið besta við söng og
vopnaglamur. Loks heimsóttu Guð-
rún Gunnarsdóttir og Eyþór Gunn-
arsson sjúkrastofnanir bæjarins og
fluttu sérstaka dagskrá tileinkaða
Ellý Vilhjálms dægurlaga-
söngkonu.
Væta trufl-
aði ekki há-
tíðahöldin
Hafnarfjörður
Skátarnir fóru að venju fremstir í flokki með íslenska fánann í skrúðgöng-
unni í Hafnarfirði en fjölmenni var í göngunni.
ÞAÐ dugði ekki minna til en hjálp
krana og aðstoðarmanna er þýski
listamaðurinn Lupus kom síðasta
steininum fyrir í minnismerki um
fyrstu lúthersku kirkjuna sem reist
var á Íslandi. Merkið stendur við
Óseyrarbryggju í Flensborgarhöfn í
Hafnarfirði og myndar táknrænan
gotneskan boga úr íslensku grjóti og
er 6,5 metra hátt.
Johannes Rau, forseti Þýskalands,
og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, afhjúpa minnismerkið 1. júlí
næstkomandi þegar þýski forsetinn
kemur hingað til lands í opinbera
heimsókn. Þá verða liðin 400 ár frá
því síðast var sungin þýsk messa í
kirkjunni.
Síðasta stein-
inum komið
fyrir
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Arnaldur
Listaverk í Hafnarfirði.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930