Morgunblaðið - 20.06.2003, Page 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 27
Hallgrímskirkja
Sýningu á myndverki Guðjóns
Ketilssonar lýkur í dag. Verkið, sem
mætir kirkjugestum í forkirkju Hall-
grímskirkju, er blár veggur með
hvítri lágmynd (tré).
Gallerí Hár og list,
Strandgötu 39, Hafnarfirði
Sýningu Brynju Árnadóttur á
pennateikningum lýkur á sunnudag.
Opið 9–18 virka daga og 14–18 um
helgar.
Sýningum lýkur
Rauða húsið, Eyrarbakka Lovísa
Lóa Sigurðardóttir myndlistar-
maður sýnir 11 myndverk unnin
með olíu og blandaðri tækni á striga.
Sýningin stendur fram í ágúst.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
ÞAÐ má segja að hver listvið-
burðurinn fylgi í kjölfar annars á
Björtum dögum í Hafnarfirði í
þessum mánuði, tón-
leikar af ýmsum toga,
listsýningar og leik-
sýningar svo eitthvað
sé nefnt og raunar svo
mikið og fjölbreytt að
erfitt er að henda
reiður á og gera því
öllu skil. Hafnfirðing-
urinn Alda Ingibergs-
dóttir hélt einsöngs-
tónleika í listamið-
stöðinni Hafnarborg
og með henni var pí-
anóleikarinn Ólafur
Vignir Albertsson.
Fyrri hluti efnis-
skrárinnar samanstóð
af íslenskum einsöngs-
perlum sem allar fjalla um sumarið
á einn eða annan hátt. Sveinbjörn
Sveinbjörnsson áttu fyrstu þrjú
lögin (Álfarnir, Roðar tinda sum-
arnótt og Til næturinnar), síðan
voru tvö smalalög eftir Skúla Hall-
dórsson (Smaladrengurinn og
Smalastúlkan), Hjarðmærin eftir
Ragnar H. Ragnar, Smalavísa eftir
Þórarin Jónsson, tvö lög eftir Jó-
hann Ó. Haraldsson (Bara syngja
og lifa og Litla lindin mín) og Fugl-
inn í fjörunni og Ég elska þig eftir
Jón Þórarinsson. Af lögum Svein-
björns fannst undirrituðum lagið
Álfarnir vera best flutt. Lög Skúla
voru bæði virkilega vel lifandi í
flutningi Öldu og Ólafs. Lag Ragn-
ars H. Ragnar er dálítið sérkenni-
legt og alls ekki auðsungið og ekki
laust við að rödd Öldu væri dálítið
stíf á köflum. Smalavísa Þórarins
Jónssonar var falleg og vel sungin
og það sama á við um lög Jóhanns
Ó. Haraldssonar. Fuglinn í fjörunni
dansaði tindilfættur og léttur í með-
förum Öldu og Ólafs.
Efnisskráin eftir hlé samanstóð
af aríum og söngvum eftir Mozart,
Arditi og Bernstein. Fyrst söng
Alda tvær aríur eftir Mozart, Vorr-
ei spiegarvi, oh Dio, konsertaríu
Kv. 418, og Welcher Kummer, sem
er aría Konstönsu úr Brottnáminu
úr kvennabúrinu. Báðar fjalla ar-
íurnar um ástina en þó
á ólíkan hátt. Mozart
samdi Kv 418 fyrir
Aloysiu Weber 20. júní
1783 og Brottnámið
var frumflutt í Vín 16.
júlí 1782. Hinn vinsæli
söngvals allra kólorat-
úrsóprana Il Bacio eða
Kossinn er eitt af
fáum söngverkum
ítalska hljómsveitar-
stjórans og tónskálds-
ins Luigi Arditi (1822–
1903) sem eru þekkt í
dag. Alda flutti Koss-
inn með glans og mikl-
um húmor og náði að
skapa góða stemningu
og í lokin hljómaði „háa“ D glæsi-
lega og tandurhreint. Gamanóperan
Candide eftir Bernstein var frum-
flutt í október 1956, úr henni söng
Alda mjög fallega aríu Cunegonde,
Glitter and be gay. Sem aukalög
söng alda lag úr Show Boat eftir
Kern og aríu úr Leðurblökunni eft-
ir Léhàr sem var stórglæsileg og
flott. Alda er greinilega mikill kól-
oratúrsópran og hefur mikla hæð,
sem heyra mátti aftur og aftur, t.d.
ítrekað Es fyrir ofan „háa“ C og áð-
urnefnt D. Röddin, sem er mikil og
stór, átti til að stífna af og til en
þess á milli tiplaði hún létt á tón-
unum. Undirritaður hefur á tilfinn-
ingunni að röddin hafi fengið meiri
fyllingu í seinni tíð. Ólafur Vignir er
löngu þjóðkunnur undirleikari sem
af öryggi styður vel við söngvarann
og átti sinn þátt í að gera þessa tón-
leika ánægjulega.
Bara syngja og lifa
TÓNLIST
Hafnarborg
Alda Ingibergsdóttir sópran og Ólafur
Vignir Albertsson píanóleikari. Fimmtu-
dagurinn 12. júní kl. 20.30.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Jón Ólafur Sigurðsson
Alda Ingibergsdóttir
KÓR Flensborgarskólans ásamt ein-
söngvurum og hljóðfæraleikurum
flytur fjölbreytta efnisskrá í Hafn-
arborg kl. 20 í kvöld. Stjórnandi er
Hrafnhildur Blomsterberg. Tónleik-
arnir eru liður í menningar- og
listahátíðinni Björtum dögum og á
efnisskránni er m.a. að finna íslensk-
ar kórperlur, kafla úr Sieben Lieder
eftir Johannes Brahms, þrjú ung-
versk þjóðlög eftir Béla Bartók,
negrasálma og fleira. Sérstakir gest-
ir tónleikanna verða tveir nýskipaðir
sönghópar úr röðum eldri kórfélaga.
Kórinn hefur undanfarin ár gert
víðreist og má þar nefna þátttöku í
alþjóðlega kóramótinu Kaggik 2000 í
Kanada og alþjóðlegri kórakeppni á
Spáni síðastliðið sumar þar sem kór-
inn hlaut fyrstu verðlaun í einum af
þremur flokkum keppninnar. Þá hef-
ur kórinn nýlokið tónleikaferð um
Austurland.
Kór Flens-
borgarskólans
í sumarskapi
Laugardagur
Kaffihúsið Græna kannan kl. 11
Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupnir verða
2 km og 5 km.
Kaffihúsið er opið frá 11–18.
Verslun og listhús Vala verða opin
frá 11–18.
Aðaltorg Sólheima kl. 13–17 Úti-
markaður fyrir listmuni og lífrænt
grænmeti. Þema helgarinnar er
Vefstofan og Listasmiðjan. Hægt
verður að fylgjast með listamönn-
um að störfum kl. 13–18.
Sumarsýning Ingustofu Sólheima
13–18 Leirgerð Sólheima sýnir af-
rakstur vinnu sinnar.
Græna kannan kl 16 Sumarkabarett
í kaffihúsinu. Söngsveit Leikfélags
Sólheima flytur lög eftir Bítlana,
Abba, úr Grease o.fl. gamla smelli.
Gestaleikari er Björgvin Franz
Gíslason.
Sunnudagur
Verslun og listhús Vala Opin frá 11–
18.
Ingustofa, Sólheimum kl. 13–18
Leirgerð Sólheima sýnir afrakstur
vinnu sinnar.
Græna kannan Opið kl. 11–18.
Sumarkabarett kl. 16 Gestaleikarar
eru Kaffibrúsakarlarnir Gísli Rún-
ar Jónsson og Júlíus Brjánsson.
Aðaltorg Sólheima kl. 13–17 Úti-
markaður fyrir listmuni og lífrænt
grænmeti.
Listasumar er hluti af listahátíð-
inni List án landamæra sem er
haldin í tilefni af Evrópuári fatl-
aðra 2003.
Listasumar
á Sólheimum
í Grímsnesi
NÚ er að hefjast röð orgeltónleika í
Reykholtskirkju. Það er Guðmundur
Sigurðsson organisti Bústaðakirkju,
sem opnar tónleikaröðina, en hún
verður sjö laugar-
daga í sumar og
hefjast allir tón-
leikarnir kl. 20.30.
Laugardaginn
21. júní leikur
Guðmundur Sig-
urðsson, laugar-
daginn 28. júní
Kjartan Sigur-
jónsson, formaður
Félags íslenskra
organleikara, laugardaginn 5. júlí
Árni Arinbjarnarson, laugardaginn
12. júlí Sigrún Þórsteinsdóttir, laug-
ardaginn 19. júlí Reynir Jónasson,
laugardaginn 2. ágúst Douglas A.
Brotchie og það er Marteinn H. Frið-
riksson dómorganisti sem lýkur tón-
leikaröðinni laugardaginn 9. ágúst.
Tónleikarnir eru skipulagðir í sam-
vinnu við Félag íslenskra organleik-
ara og organistarnir sem leika á tón-
leikunum leggja fram vinnu sína til
styrktar uppsetningu orgelsins og
fagna með því endurkomu þess að
kirkjutónlist í landinu.
Orgeltónleika-
röð í Reykholti
Guðmundur Sig-
urðsson organisti.
ERLING Jóhannesson, leikari og
leikstjóri, og Hallfríður Ólafsdóttir,
flautu- og pikkolóleikari, eru bæj-
arlistamenn Garðabæjar árið 2003.
Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri
afhenti þeim Erling og Hallfríði
starfsstyrk listamanna árið 2003
við hátíðarmessu í Vídalínskirkju
17. júní.
Erling Jóhannesson er einn af
stofnendum Hafnarfjarðarleikhúss-
ins þar sem hann hefur starfað sem
einn af listrænum stjórnendum
leikhússins, sem leikari, handrits-
höfundur, leikmyndahönnuður og
leikstjóri. Hallfríður Ólafsdóttir
hefur verið fastráðin hjá Sinfón-
íuhljómsveit Íslands frá árinu 1997
sem flautu- og pikkolóleikari. Frá
árinu 1999 hefur Hallfríður verið
fyrsti flautuleikari Sinfóníu-
hljómsveitarinnar.
Bæjarlista-
menn
Garðabæjar
Bæjarlistamennirnir Erling og Hallfríður ásamt Ásdísi Höllu Bragadóttur
bæjarstjóra, Tryggva Pétri og Gunnhildi Höllu, börnum Hallfríðar.
SÝNINGUM á Veislunni lýkur nú um helgina en hún
hefur gengið fyrir fullu húsi á Smíðaverkstæði Þjóð-
leikhússins í rúmt ár. Hilmir Snær Guðnason fékk
Grímuna, Íslensku leiklistarverðlaunin, sem besti
leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Veislunni. Hann
hefur dvalið erlendis um hríð en mun leika í sýning-
unum nú um helgina.
Leikendur í sýningunni eru, auk Hilmis Snæs, Arn-
ar Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Rúnar Freyr
Gíslason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Inga María Valdi-
marsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Baldur
Trausti Hreinsson, Stefán Jónsson, Erlingur Gísla-
son, Þóra Friðriksdóttir, Yapi Donatien Achou, Kjart-
an Guðjónsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. Píanó-
leikari og umsjónarmaður tónlistar er Jóhann G.
Jóhannsson.
Hilmir Snær snýr aftur í Veisluna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hilmir Snær Guðnason og Tinna Gunnlaugsdóttir í
hlutverkum sínum í upphafi sýningarinnar Veislunnar.
DÓMKÓRINN í Reykjavík heldur
sumartónleika í Reykholtskirkju á
laugardag kl. 14. Flutt verða ýmis
kórlög, gömul og ný, sem tengjast
þessum árstíma, m.a. verk eftir þá
Edvard Grieg, Anton Bruckner, Jo-
hannes Brahms og Bob Chilcott.
Þá flytur kórinn, undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar, fjögur
ný íslensk sálmalög, sem samin voru
fyrir Dómkórinn í fyrrahaust.
Tónleikar
Dómkórsins
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦