Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 28
LISTIR
28 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
F
LESTIR eiga að vita af borginni
við ósa Nevafljótsins yst í Finnska
flóanum, á tímum rússneska keis-
aradæmisins nefnd Sánkti Péturs-
borg. Umskírð í Pétursborg 1914
og svo Leníngrad nokkrum árum
eftir að bolsévikar komust til valda,
en eftir fall Sovétríkjanna fljótlega aftur í Skt. Pét-
ursborg. Vitneskjan gerist helst fyrir heimssögulega
atburði á tuttugustu öld, einnig að hún var vagga
stigmagnandi atburðarásar á ofanverðri nítjándu öld
sem er tímar liðu leiddi til októberbyltingarinnar.
Lokahnykkurinn hófst hinn sjöunda nóvember 1917,
er fáeinum lausum skotum var hleypt af fallbyssum
beitiskipsins Auroru í átt til stjórnsetursins í Vetrar-
höllinni. Náði til Moskvu tólfta desember, stóð yfir í
10 daga og endaði með valdatöku bolsévika.
Borgin álitin ein sú fegursta í veröldinni, nafn-
toguð fyrir yndisþokka sinn og glæsibyggingar, ekki
síst Vetrarhöllina, byggð í
barokkstíl og hugmyndin
sótt til Versailles. Enn-
fremur sérstæð rismikil
guðshús, söfn, leikhús, óp-
eru og yfirleitt allt sem
móðurborg má prýða. Í
Vetrarhöllinni er hið nafnkennda Hermitage-
listasafn (Eremitage) einnig til húsa, eitt hið stærsta
og mikilvægasta í veröldinni, að baki þess mikil saga.
Pétursborg telst er svo er komið önnur helsta menn-
ingarmiðstöð Rússlands og var höfuðborg landsins
allar götur frá 1712, eða þar til bolsévikar fluttu
stjórnsýsluna aftur til Moskvu. Við andlát Vladímírs
Íljítjs Úljanovs Leníns 1924 vildu þeir heiðra þessa
vöggu byltingarinnar með því að gefa henni nafn
hins mikla leiðtoga og fræðikenningasmiðs.
Þessi atburðarás er þó engan veginn til umfjöll-
unar hér, heldur að borgin státar af afreki sem fáar
ef nokkrar stórborgir gera, nefnilega að hægt er að
heimfæra fæðingu hennar nákvæmlega upp á dag,
þ.e. 27. maí 1703, líkast til einnig klukkustund. Skeði
þegar Pétur I risti með korða sínum tvo torfstrimla
úr rennvotum grassverðinum, lagði hvorn yfir annan
svo þeir mynduðu kross og mæltist svo: Á þessum
stað skal borg mín byggð.
Yfirleitt eiga miklar menningarborgir sér æva-
forna sögu og eru hér Róm og París klár dæmi,
Kaupmannahöfn nærtækast, þótt engan veginn sé
hægt að bera þessa París norðursins saman við hinar
að stærð og vigt. En sameiginlegt með öllum að þær
eiga sér langa þróunarsögu, hinar fyrstnefndu hálfu
lengri, og hvernig sem á málið er litið afar hæpin
gjörð að ætla sér að skipuleggja borg fram í tímann,
hvað þá á þann veg að hún skuli djásn ríkisins og
höfuðborg í náinni framtíð. Hér um flókið þróunar-
ferli að ræða, undiröldu sem í flestum tilvikum ræð-
ur ferðinni, óskilgreinda örlagavefi sem rás aldanna
leggur hönd að. En í þessu tilviki var enginn venju-
legur maður á ferð, öllu frekar risi, jafnt að andlegu
sem líkamlegu atgervi og með ótakmarkaðan metnað
fyrir hönd þjóðar sinnar. Þrjúhundruð ár er þannig
enginn aldur fyrir slíka móðurborg og frá þeim sjón-
arhóli er Pétursborg fátt annað en yfirþyrmandi kraftaverk.
Fyrir utan nokkra tugi smáþorpa hvar bjuggu Finnar og
Rússar var svæðið sem hún stendur á svo sem ekki neitt,
mestmegis mýrarflákar, auðn og tóm svo langt sem auga
nam, en eins og sagan hermir kom þá maður með reglu-
striku …
Margur mun á einhvern hátt þekkja til þjóðsagna-persónunnar Péturs I (1675–1725), mannsinssem fór í skó Alexanders Nevskíjs fursta afNovgorod, þess er bar sigurorð af sænska hern-
um við Neva 1236.
Í stóra norræna stríðinu sem hófst 1703 hrakti Pétur Svía
endurtekið af landsvæðinu, gaf þeim loks náðarhöggið sem
herveldi við Eystrasalt 1721. Í annað sinn á fimm öldum opn-
aðist Rússum sjóleiðin til vesturs og nú til frambúðar, og fyr-
ir þá dáð tók Pétur sér nafnbótina hinn mikli og jafnframt
imperator, keisari. En það var þó nokkru áður, eða sem fyrr
segir 27. maí 1703, að hann markaði borg sinni stað í útjaðri
ríkisins til vesturs, mitt á óshólmum Nevafljótsins, tók þar-
með forskot á framtíðina. Þegar 1712 var hún opinberlega
útnefnd höfuborg Rússlands, með alla samanlagða stjórn-
sýslu; þing, hirð og sendiráð, einnig tilheyrandi stofnanir svo
sem listasöfn, bókasafn, leikhús, stjörnuathugunarstöð og
vísindaakademíu. Og í nágrenninu voru hallirnar Or-
aníumbaum og Péturshirð byggðar, hin íburðarmikla sum-
arhöll Péturs í anda Versala, sem að sumu leyti er álitin taka
þeim fram, í báðum tilvikum þetta allt að sjálfsögðu með að-
stoð fjölda erlendra sérfræðinga, ráðgjafa og stjörnuarki-
tekta tímanna. Sem sagt upp á dag, þrjú hundruð ár frá því
að Pétur mikli mælti af munni fram þau spaklegu orð 27.
maí: Á þessum stað skal borg mín byggð. Hins örlaga-
þrungna atburðar minnst víða um heim, og þá ekki síst með
viðamiklum hátíðahöldum í borginni sjálfri.
Einvaldurinn stóð við orð sín, hvorki hik né fum hér, en
bygging borgarinnar kostaði ómældar fórnir, eins og segir;
stjörnufræðilega mörg mannslíf, meðal annars drjúgan hluta
40.000 sænskra stríðsfanga sem einnig voru settir í verkið.
Staðsetningin var í flestum skilningi í senn hagkvæm og vit-
urleg, náttúran hins vegar nær óyfirstíganleg hindrun, mar-
tröð og fífldirfska að ætla sér að skipuleggja höfuðborg á
mýrarflákunum við ósa Nevu. En miklir menn taka miklar
ákvarðanir og miklum áskorunum, og það hefur sjaldan
sannast jafn rækilega og einarður ásetningur hins óvægna
og framfarasinnaða keisara. Með staðsetningu borgarinnar
opnaði hann Rússlandi dyr til vesturs og um leið vestrænni
menningu alla ljóra hins um aldir einangraða og lokaða ríkis.
Eðlilega urðu til margar þjóðsögur um tilorðninguborgarinnar, ein þeirra að hún hafi sigið full-sköpuð af himnum ofan til jarðar, önnur að Eud-oxia, fyrsta kona Péturs, hafi lagt á hana eilífa
bölvun þegar henni var útskúfað, hin þriðja að Pétur hafi í
bráðræði sínu og óþolinmæði verið eilítið hirðulaus með
reglustrikuna og eigi það sinn blessunarlega þátt í lífrænum
og bugðóttum götum, síður þráðbeinum í kruss og þvers.
Blakka hliðin á goðsögunum er sagður viðvarandi og arf-
gengur ótti mannskepnunnar við reiði og hefnd náttúrunnar.
Ótti sem fékk byr undir báða vængi í hvert sinn sem hið
mikla fljót flæddi yfir bakka sína, hreif hús, menn og skepn-
ur með sér í þungan vatnsflauminn. Og ekki laust við að
menn væru á móti hinum ósveigjanlega ásetningi drottn-
arans að þvinga vestur-evrópskum siðum og hugsunarhætti
upp á hið forna ríki, evrópusera Rússland. Klofningur sem
allar götur síðan má telja þjóðareinkenni Rússlands, viðhald
þjóðlegra geymda um leið og nýir siðir og venjur skyldu
teknar upp. Jafnvel bolsévikar voru þessu marki brenndir þá
þeir lokuðu landinu um leið og þeir hugðust skapa fyrir-
myndarríki. Hins vegar siguðu þeir múgnum á arfleifð for-
tíðar sem skyldi burtmáð, og þótt það gengi um sinn var í
þeim grunnfæra ásetningi fall þeirra falið. Enginn getur af-
neitað uppruna sínum, fortíðin segir alltaf til sín sem hluti
núsins og án þess að rétta henni hönd, engin framtíð.
Pétur var jötunn að burðum og samsvaraði sér vel þótt
hann væri heilir tveir metrar og sjö sentimetrar að hæð, en
þrátt fyrir framfara- og menningarást var hann um margt
frumstæður og fara margar sögur af óvenjulegum háttum
hans og uppátækjum. Trúði í fyrstu meir á eigin jötunkrafta
en orku vélanna, þannig tókst með snarræði að afstýra því að
hann reyndi að stöðva vél með handafli sem hefði orðið til að
hann missti höndina. Hann var áhugasamur um tannlækn-
ingar og vissi hann af einhverjum með tannverk í nágrenninu
hafði hann engar vöflur á og dró úr viðkomandi tönn-
ina. Varðveitti tennur fórnardýranna og er sekkur
með hluta þeirra til sýnis á Hermitage-safninu. Þá
getur í sumarhöll Péturs að líta risastórt staup í
glerkassa, sem hann var vanur að barmafylla af
vodka og rétta þeim sem hann grunaði að sætu á
svikaráðum við sig. Á þá lagt að svelgja vökvann í
einum teyg í botn, einnig mun hann hafa haft lúmskt
gaman af því að gera fólk ofurölvi í kringum sig og
kom þá staupið stóra að góðum notum.
Ekki laust við að þær hugleiðingar sæki á, að
Pétur hafi verið vitandi um ljómann í kringum feril
Ágústar sterka kjörfursta af Saxlandi og konungs
Póllands (1526–86), jafnframt menningar- og fram-
farahungur hans. Ágúst sterki var mikill fagurkeri
sem Dresden, höfuðsetur hans, er enn til vitnis um
jafnvel og þrátt fyrir eyðinguna miklu í lok seinni
heimsstyrjaldarinnar, þar í ofanálag glataðan arki-
tektúr Stalínstímabilsins. Uppbygging Sánkti Pét-
ursborgar sem háborgar menningar og lista ber
nokkurn svip draumaborgarinnar við Saxelfi, einkum
er fram liðu stundir og Elísabet, dóttir Péturs mikla,
komst til valda eftir órólega tíma. Eftir andlát Pét-
urs sátu fjórir keisarar í valdastóli á aðeins sextán
ára tímabili; Katrín I, Pétur II, Anna I og Ívan IV.
En þegar skörungurinn Elísabet tók upp merki föð-
ur síns, lægði allar öldur og varð nú mikill viðsnún-
ingur samfara eflingu og útvíkkun ríkisins og stóð
uppbyggingin yfir öll 23 ríkisár valkyrjunnar. Það
var og í tíð hennar að hafist var handa um byggingu
Vetrarhallarinnar, jafnframt því að fagurlistaaka-
demía var stofnuð hvar engin stéttaskipting skyldi,
allir sem á annað borð sýndu hæfileika jafnir og
réttháir. Andlát Elísabetar bar að sama ár og bygg-
ingu hallarinnar lauk, sem hafði ekki tekið nema átta
ár að reisa og þykir ótrúlegt afrek enn þann dag í
dag. Hin mikla hallarsamstæða brann til kaldra kola
1837, utan hin glæsilega framhlið, en öll endurbyggð
í fyrri mynd. Í henni 1.050 herbergi/salir, 1.786
gluggar og 117 tröppugangar(!), er þó hvergi yf-
irþyrmandi tilsýndar og virðist þægileg íveru sem er
meira en óvenjulegt um slík bákn.
Pétur III stórfursti sonur Elísabetar tók viðaf móður sinni en valdatíð hans endaslepp,náði einungis yfir hálft ár, sagan hermir aðkonu hans, Katrínu II (1729-96), hafi legið
yfirmáta á að verða ekkja og keisaraynja. Makinn
reikull og hafði meiri áhuga á leikbrúðum og tindát-
um en ómældri ástarþörf spúsunnar sem hann van-
rækti. Að því kom að stuðningsmenn Katrínar gerðu
Pétri samsæri undir yfirskyni illa þokkaðrar aðdáun-
ar á Friðriki II Prússakonungi, og lauk þar ævi hans.
Katrín II, sem fékk viðurnefnið mikla, var svipmikill
kvenskörungur, lífsþyrst og drottnunargjörn, taum-
laus vergirni hennar helst þekkt og haldið á lofti á
Vesturlöndum. Umhugsunarlaust valdi hún sér losta-
gosa og vildarmenn og tók ekki hið minnsta tillit til
skoðana ráðherra sinna. En hún átti sér fleiri hliðar
og þessi fyrrverandi prinsessa lítilsiglds furstadæm-
is, Anhalt-Zerbst í landi Þýðverja, tók hugmyndir
Péturs mikla um keisaradæmið sér til fyrirmyndar.
Leitaðist í einu og öllu við að feta í fótspor hans og leyndi því
ekki að hún mat rit Péturs til jafns við biblíuna. Las franska
rithöfunda sem best höfðu skrifað um siðgæði, náttúru og
trúarbrögð, lá yfir alfræðibókum, ritum Voltaires og Rouss-
eaus og stóð í bréfaskriftum við Voltaire, Helvetius og Dide-
rot. Hafði náið samband við hinn síðastnefnda sem gerðist
sérlegur umboðsmaður hennar um listaverkakaup í París, en
á því sviði var hún ekki einhöm og náðu viðskipti hennar vítt
um Evrópu. Hins vegar voru umsvif Katrínar öllu minni í
heimalandinu, spurn hvort það hafi að hluta til verið vegna
þess að hún er sögð hafa látið prenta ótakmarkað magn af
rúblum til kaupa á erlendum listaverkum, en þann frumlega
leik með matadorpeninga gat hún trúlega síður iðkað á
heimaslóðum. Þá var hún talsmaður frjálshyggju, en ein-
ungis utan landsteinanna, vanmat landa sína um leið og hún
lyfti undir útlendinga. En hvað sem öðru líður var stjórn-
kænsku Katrínar viðbrugðið, hér var hún hál sem áll og hafði
öll spjót úti til að soga til Rússlands sem mest af menningar-
verðmætum Vestur-Evrópu, sem henni tókst með miklum
bravúr.
Katrín fékk einn góðan veðurdag þær upplýsingar beint
frá sendiherra sínum í París, að Diderot væri í fjárþröng og
hugleiddi að selja hið viðamikla bókasafn sitt, sem hann hafði
að meginhluta viðað að sér við samningu hinnar miklu al-
fræðibókar í 28 bindum sem hann ritstýrði ásamt stærðfræð-
ingnum og heimspekingnum Jean l’Alembert, sömuleiðis
einn af ásum upplýsingaaldar. Hún brá skjótt við og bauðst
til að kaupa safnið allt eins og það lagði sig og galt meira fyr-
ir en Diderot hafði sett upp. Gerði hann um leið að umsjón-
armanni bókasafns síns sem var stórsnjallt herbragð. Er
Katrín frétti seinna að Diderot hefði einnig látið mestan
hluta handrita sinna fylgja bókasafninu varð hún himinlif-
andi og galt honum laun fyrir umsjón þess í 50 ár fyrirfram
(!), og skar ekki við nögl sér. Þarmeð hafði Diderot 41.000
livres, til umráða sem var stórfé í höndum hans og í sömu
andrá varð Katrín þekkt, metin og virt í röðum heimspek-
inga tímanna …
– Hér lítillega greint frá þeim þrem meginásum sem lögðu
grunn að ævintýraborginni við ósa Nevu, en skylt að koma
nánar að heimildum og víkja meira að henni sjálfri í næsta
vikupistli.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Pétur mikli við skipulagningu borgar sinnar. Málverk eftir Alexander von
Kotzebune, 1862. „Á þessum stað skal borg mín byggð.“
Heimsborg reis upp