Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jóhann Berg-mann Guðmunds-
son fæddist á Fögru-
völlum á Seyðisfirði
4. júní 1903. Hann
lést á dvalarheimil-
inu Garðvangi í Garði
31. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þórunn Hafliðadótt-
ir, f. 1. ágúst 1864, d.
1. desember 1944, og
Guðmundur Magnús-
son, f. 4. september
1861, d. 25. október
1935. Systkini Jó-
hanns voru Sigríður
Valgerður, f. 1898, d. 1980, Magn-
ús, f. 12. júlí 1899, d. 7. nóvember
1927, Guðmunda Herborg, f. 31.
desember 1900, d. 12. júlí 1977, og
Anna, f. 1908, og dó á fertugsaldri.
Jóhann missti unnustu sína,
Margréti, ungur maður. Jóhann
kvæntist 1948 Þórdísi Alberts-
dóttur, f. 10. júlí 1898, d. 18. maí
1966.
Jóhann bjó á Seyðisfirði þar til
hann fór til Mjóafjarðar 19 ára
gamall og gerðist bóndi. Með hon-
um voru systkini hans og foreldr-
ar. Tólf árum síðar brá Jóhann búi
og fluttist aftur til Seyðisfjarðar
ásamt foreldrum sínum. Vann
hann þar sem verka-
maður en faðir hans
lést stuttu síðar.
Þegar atvinnutæki-
færum fækkaði flutti
hann til Njarðvíkur
þar sem mikill upp-
gangur var í at-
vinnulífinu. Hann
var einn af hluthöf-
um í Skipasmíðastöð
Njarðvíkur og átti
stóran þátt í því
ásamt nokkrum
frumkvöðlum að
koma því fyrirtæki á
laggirnar.
Hann byggði húsið sitt Melstað,
Klapparstíg 16, og árið 1948 fluttu
inn á neðri hæðina, með Jóhanni
og Þórdísi, Guðmunda, systir Jó-
hanns, og Guðmundur Brynjólfs-
son, eiginmaður hennar, ásamt
dætrum sínum fjórum, Þórhönnu,
Mögnu, Hrefnu og Margréti. Jó-
hann og kona hans fluttu á efri
hæðina árið 1950 og hann bjó á
Melstað allt þar til hann fór á dval-
arheimilið Garðvang í Garði
haustið 1994.
Jóhann Bergmann verður jarð-
sunginn frá Njarðvíkurkirkju í
Innri-Njarðvík í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Frændi eða Jóhann Bergmann
Guðmundsson var bróðir ömmu
minnar, Guðmundu Herborgar.
Hann lifði í heila öld og upplifði eitt
mesta framfaraskeið í Íslandssög-
unni. Frændi var af þeirri kynslóð
sem kom út úr torfkofunum í þær
miklu tæknibreytingar sem við bú-
um nú við og okkur finnast sjálfsagð-
ar. Þegar ég fæddist var Frændi orð-
inn 60 ára og búinn að búa í Njarðvík
í fjölda ára. Hann byggði húsið sitt
Melstað, Klapparstíg 16 og bjó í því
alla tíð þar til hann fór á Garðvang 91
árs gamall. Amma mín og afi bjuggu
á neðri hæðinni og bjó móðir mín,
Margrét Jóhanna, í foreldrahúsum
með tvö börnin sín, Rúnar, eldri
bróður minn, og mig. Við Rúnar vor-
um því þeirra forréttinda aðnjótandi
að slíta barnsskónum á Melstað í
nánum samvistum við ömmu, afa og
Frænda. Ég var orðin þó nokkuð
stálpuð þegar ég vissi að Frændi hét
ekki Frændi heldur Jóhann, ég var
oft að leiðrétta afa minn og ömmu
sem kölluðu hann Jóa.
Frændi missti konuna sína, Þór-
dísi Albertsdóttur, Dísu, árið 1966.
Ég man lítið eftir henni en það er
sterkt í minningunni þegar ég fékk
að fara á efri hæðina í heimsókn til
Frænda og Dísu hvað ég lagði mig
fram við að vera stillt því það var
alltaf svo fínt hjá þeim. Seinna lærði
ég það hvað Frændi var snyrtilegur,
nákvæmur og reglufastur, það sá ég
best á því þegar hann var að setja
niður kartöflur, allt var þetta gert af
mikilli nákvæmni og alltaf var rétt
bil á milli, enda var garðurinn hans
alltaf fallegur og lóðin vel hirt. Hlut-
irnir voru alltaf á sínum stað og hægt
var að ganga að því vísu. Það kom
sér vel fyrir hann í seinni tíð þegar
sjónin fór að daprast að hafa allt í röð
og reglu.
Eftir að Dísa dó kom Frændi alltaf
niður í mat til ömmu, oft voru fjör-
ugar umræður við matarborðið þeg-
ar afi og Frændi voru að ræða um
pólitík og báðir farnir að hækka róm-
inn verulega, þeir höfðu sterkar
skoðanir og ekki voru þeir alltaf
sammála, en alltaf var stutt í hlátur-
inn og gamanið. Það má kannski
segja að margt sé líkt með skyldum,
Frændi kallaði mig alltaf Púðurkerl-
ingu og var þá að vísa í skapferli mitt
og hafði mikið gaman af hvað stelpan
var fljót að springa.
Frændi var góður söngmaður og
söng um árabil með kirkjukór Innri-
Njarðvíkurkirkju og um tíma var
hann líka í kór Keflavíkurkirkju.
Hann hafði ákaflega gaman af því að
taka mig í fangið sem litla stelpu og
syngja fyrir mig um hana Tótu litlu
tindilfættu og hélt ég lengi vel að
enginn annar kynni þetta lag nema
Frændi. Þær voru langar stundirnar
þegar við Rúnar biðum á aðfanga-
degi jóla eftir að Frændi og afi
kæmu heim að messu lokinni, svo
hægt væri að byrja jólin.
Frændi var alla tíð fróðleiksfús og
bókhneigður mjög. Tækifæri til
náms voru ekki til staðar þegar hann
var að alast upp, þannig að hann sótti
nánast allan sinn fróðleik í bækur,
hann hafði stálminni og var nánast
hægt að fletta upp upplýsingum í
minninu hans. Í fjölskyldunni var
það alltaf viðkvæðið ef við vorum í
vafa „Spyrjum bara Frænda“ og það
stóð ekki á svörum.
Þegar komið var í heimsókn til
Frænda á meðan hann bjó enn þá á
Melstað sat hann ávallt í stólnum
sínum með bók í hönd og var landa-
bréfabókin ávallt við hlið hans enda
gat hann lýst staðháttum af ná-
kvæmni á erlendri grundu sem hann
hafði aldrei komið til. Þær voru held-
ur ekki ófáar ferðirnar sem hann fór
í bókasafnið og var ég viss um að
hann væri langt kominn með að lesa
allar bækurnar þar, því hann fór svo
oft. Ég komst svo að því að svo var
nú ekki enda voru góðir reyfarar
hans uppáhald og átti hann það til að
lesa sömu bækurnar aftur ef honum
fannst þær góðar. Gjafirnar frá
Frænda voru alltaf bækur, hann
vissi það að lestur var undirstaða
náms og vildi stuðla að því að okkur
vegnaði vel. Hann var ákaflega stolt-
ur af systrunum og systrabörnunum
og gladdist með okkur á tímamótum
í námi og starfi.
Litlu munaði að Frændi hefði flust
til Ameríku sem ungur drengur, en
það komu upp veikindi hjá fjölskyld-
unni sem ætlaði að taka hann með
sér. Mikið er það sem við hefðum
farið á mis við ef Frænda hefði ekki
notið við.
Það er svo margt sem ég gæti
skrifað um hann Frænda minn,um
gönguferðirnar og Slippinn, um
snyrtimennskuna og nægjusemina
sem margir mættu taka til fyrir-
myndar í nútímaþægindum. Hann
unni náttúrunni og landinu sínu.
Ég hef einungis stiklað á stóru um
síðari hluta ævi Frænda og án efa
hefur mikið vatn runnið til sjávar áð-
ur en ég kom til sögunnar. Hann var
daglegur gestur á heimili foreldra
minna frá því að amma mín dó og allt
þar til hann fór á Garðvang. Ég fékk
að búa hjá honum í eitt og hálft ár
þegar ég var á húsnæðisbrölti. Við
vorum sammála um það að sú sam-
búð hafi verið báðum til gagns og
ánægju.
Frændi var stór og mikill persónu-
leiki og hafði mikil áhrif á líf mitt,
kenndi mér margt og var ótrúlega
þolinmóður við litla skottu sem var
mjög uppátækjasöm fyrstu árin og
þurfti að kanna margt.
Það var gaman að heimsækja
hann og allt þar til yfir lauk var hann
að upplýsa mig og fræða. Hann átti
ekki alltaf auðvelt líf en ávallt skein
ljúfmennskan af honum. Hann var
orðinn þreyttur og lúinn og búinn að
sjá á eftir mörgum sem hann unni,
m.a. bróður sínum sem ungur mað-
ur, unnustu sinni Margréti, Þórdísi
konunni sinni, systur sinni Guð-
mundu og Margréti Jóhönnu, móður
minni, sem var alltaf sólargeislinn
hans.
Ég kveð elskulegan Frænda minn
í þeirri vissu að nú líði honum vel hjá
fólkinu sínu sem hann þráði að fara
til.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þórunn Magnúsdóttir.
Mér fannst Frændi svakalega
kaldur að þora að vera kommúnisti.
Sönnunargagnið, Þjóðviljinn, kom
inn um bréfalúguna og lá í ganginum
þar sem allir gátu séð hann. Að hann
skyldi þora þetta eins og hann bjó
nálægt Vellinum. Hann bjó svo ná-
lægt Vellinum að í hvert skipti sem
flugvélarnar flugu yfir hristist húsið.
Glerið í stofuskápnum hans glamraði
og hristingurinn var svo mikill að ég
var hrædd um að við myndum detta
fram af honum. Það er að segja ekki
við heldur myndirnar af okkur ætt-
ingjunum. Uppi á skápnum var hann
með myndir af systurdætrum sínum
og börnunum þeirra. Ég held að það
hafi líka verið myndir af ættingjun-
um hennar Dísu heitinnar sem hann
var kvæntur.
Ég man vel eftir stofunni hans
Frænda, við krakkarnir fengum að
leika okkur þar og ég man eftir stóra
teppinu sem við gátum farið í bílaleik
á og keyrt eftir kantinum. Það var
svo skrýtið hvað þetta teppi minnk-
aði með árunum. Á gamlárskvöld
hlupum við systkinabörnin um alla
íbúð hjá Frænda til að telja flugelda
út um gluggana. Við fórum upp rauð-
an stigann til að fara upp á loft til
Frænda, mér fannst rauði stiginn
alltaf svo flottur og meira að segja
eftir að ég varð fullorðin var það allt-
af sérstök stemmning að fara upp
þennan stiga.
Frændi átti klukku sem sló, einn
af fáum hlutum sem hann tók með
sér á hjúkrunarheimilið. Afi og
amma sem bjuggu á neðri hæðinni
áttu líka klukku sem sló og það var
alltaf hátíðarstemmning á gamlárs-
kvöld þegar þær slógu báðar tólf á
miðnætti.
Mér fannst alltaf hátíðlegt líka
þegar þeir afi fóru á svört jakkaföt
og sungu í kirkjukórnum. Þeir tóku
báðir í nefið og notuðu rauða tóbaks-
klúta, það var gaman að fylgjast með
Frænda taka í nefið, hann var alltaf
svo snyrtilegur að það var varla að
það færi eitt tóbakskorn til spillis.
Frændi sat oft við bláa eldhús-
borðið niðri hjá afa og ömmu og
ræddi lífsins gagn og nauðsynjar við
afa, þeir höfðu víst ólíkar stjórn-
málaskoðanir, að minnsta kosti urðu
umræðurnar stundum háværar og
við krakkarnir sátum með við borðið
og fengum að dýfa mjólkurkexinu í
kaffið þeirra. Það voru nú ekki bara
stjórnmál sem voru rædd við eldhús-
borðið, ýmsar sögur voru líka sagð-
ar. Ég man sérstaklega eftir þegar
Frændi var að segja frá því þegar
hann var að reyna að fá sér far við
Stapann og enginn stoppaði. Hann
var viss um að fólk hefði haldið að
hann væri Stapadraugurinn og ekki
þorað að taka hann upp í.
Frændi átti dularfullan kartöflu-
kjallara. Hann var úti í skúr, snyrti-
legasta skúr sem ég hef nokkurn
tíma séð. Ég man greinilega hvernig
lyktin var í skúrnum og man hvernig
ég fylgdist með Frænda lyfta hler-
anum og hvernig ég horfði á eftir
honum í bláum samfestingi á leið nið-
ur í kartöflukjallarann. Ég var hálf-
hrædd um að hann kæmi ekki upp
aftur en auðvitað kom hann, en ég
man að ég þorði ekki einu sinni út á
brún, svo óhuggulegur var þessi
kjallari. Mörgum árum seinna fór ég
út í skúr og varð alveg steinhissa á
hvað þessi kjallari var lítill og mein-
leysislegur. Það var eins og með
gólfteppið, ótrúlegt hvað hlutirnir
JÓHANN BERGMANN
GUÐMUNDSSON
✝ Ólafur Olgeirs-son fæddist í
Reykjavík 29. febr-
úar 1932. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði aðfaranótt 13.
júní síðastliðins. For-
eldrar hans voru
Evlalía Steinunn
Guðbrandsdóttir, frá
Merkigerði á Eyrar-
bakka, f. 20. október
1903, d. 21. október
1989, og Olgeir Vil-
hjálmsson, fyrrver-
andi bifreiðaeftir-
litsmaður, frá
Dísukoti í Holtum í Þykkvabæ, f.
3. apríl 1893, d. 18. febrúar 1984.
Systkini Ólafs voru Vilhelmína
Karen, fyrrverandi gjaldkeri hjá
1962, sambýliskona Elín G. Krist-
jánsdóttir, f. 6. nóvember 1961,
sonur þeirra er Kristján Hafberg,
f. 1. ágúst 1980.
Ólafur lauk gagnfræðaprófi.
Hann vann ýmis störf, þar til hann
fór að vinna við teppavefnað í
Axminster, var þar í fimmtán ár.
Síðan keyptu þeir bræður mat-
vöruverslun sem þeir ráku í um
þrjú ár. Ólafur fann sig ekki í
þessu starfi, og sjórinn kallaði aft-
ur á Friðgeir. Síðan gerðist hann
sendibílstjóri og var sinn eigin at-
vinnurekandi við Nýju Sendibíla-
stöðina 1973–1999. Þau fyrirtæki
sem hann starfaði lengst hjá í
akstri voru Kjötbúðin Borg, hann
keyrði Tímann, sem þá var og hét,
á næturnar í nokkur ár. Lengst
keyrði hann hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna. Árið 1999 lét hann af
störfum vegna veikinda, sem hann
átti við að stríða til síðasta dags.
Útför Ólafs fer fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Ríkisútvarpinu, f. 16.
maí 1930, d. 29. júlí
1985, og Friðgeir,
fyrrverandi skipherra
hjá Landhelgisgæsl-
unni, f. 3. október
1936, d. 9. ágúst 1996.
Ólafur kvæntist 22.
nóvember 1958 Helgu
Jörundsdóttur, f. 8.
september 1935, frá
Ingjaldshóli á Snæ-
fellsnesi sem nú heitir
Snæfellsbær. Börn
þeirra eru: 1) Ingi-
björg, f. 19. júlí 1955,
gift Gísla G. Jóhanns-
syni, f. 23. maí 1953, sonur þeirra
Ólafur Björnsson, f. 23. apríl 1974.
2) María Kolbrún, f. 5. júní 1959. 3)
Kristjón Hafberg, f . 12. október
Elsku pabbi, nú ert þú farinn
frá okkur til allra hinna sem þér
þótti svo vænt um, en fóru á undan
þér. Við vitum í hjarta okkar að
það verða góðir endurfundir.
Það var svo gott að hafa þig hjá
sér og gott að snúa sér til þín þeg-
ar við þörfnuðust þín að tala við og
alltaf varst þú til taks fyrir okkur.
Elsku pabbi, þetta voru löng
veikindi en ávallt varst þú bros-
andi og jákvæður. Nú er þessu
lokið. Við söknum þín sárlega en
vitum þó að þér líður vel þar sem
þú ert núna. Megi Guð styrkja
mömmu og okkur í þessari miklu
sorg.
Við þökkum þér fyrir allt það
sem þú gerðir fyrir okkur.
Þú varst okkur góður faðir og
frábær vinur.
Elsku mamma, nú hefur þú
misst eiginmann, vin og sálufélaga
sem þú studdir svo trygg og trú í
lífinu, bæði í sorg og gleði. Þú
hjálpaðir honum með öllum þínum
kærleika í veikindum hans. Þú
varst stoð hans og stytta. Við er-
um svo stolt af að geta sagt að þú
sért hún mamma okkar. Nú er
komið að okkur að vera stoð þín og
stytta í þessari sorg þinni. Við
elskum þig.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Börn og tengdabörn.
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
– –
(Jónas Hallgr.)
Ég hafði aldrei haft mikla trú á
föstudeginum 13. En sú hjátrú
varð að veruleika hjá mér föstu-
daginn síðastliðinn. Þá fékk afi
minn hvíldina langþráðu. Þrátt
fyrir vitneskjuna um það sem
verða vill er áfallið ætíð mikið þeg-
ar dauðinn knýr dyra. Það getur
oft verið erfitt og sárt að horfast í
augu við staðreyndir, en svona er
lífið, mennirnir áforma en Guð
ræður.
Afi var mikill maður, með enn
stærra hjarta. Maður sem var
ávallt brosandi og mikil gleði í
kringum. Þótt hann ynni mikið og
kæmi heim þreyttur átti hann allt-
af tíma aflögu fyrir aðra. Maður
sem vildi allt fyrir alla gera. Þann-
ig mun ég muna hann. Afi, þótt þú
sért farinn þá verður þú ávallt í
hjarta mínu. Minning um góðan
mann lifir.
Elsku amma mín, sorg þín er
mikil við að missa þinn besta vin.
En afi skildi þig ekki eina eftir, þið
eignuðust þrjú börn og tvö barna-
börn sem mynda þessa litlu fjöl-
skyldu og öll munum við standa
þétt saman á þessum erfiðu tím-
um.
Þú ert hetjan og ég veit að afi
var stoltur af þér og það erum við
öll, fjölskylda þín og vinir.
Ég kveð afa með virðingu og
ÓLAFUR
OLGEIRSSON
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Frágangur
afmælis- og
minningar-
greina