Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 37

Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 37 ✝ Lone KastbergRebsdorf fæddist í „Turup gamle skole“ á Fjóni í Dan- mörku 23. október 1968, á heimili for- eldra sinna. Hún lést á sjúkrahúsinu í Epp- endorf í Þýskalandi, 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Laura Kastberg Rebsdorf, f. 30.8. 1926, og Ejlif Rebs- dorf 3.11. 1926. Ejlif og Laura voru skóla- stjóri/kennarar á skólanum þar sem þau bjuggu. Lone bjó hjá foreldrum sínum í Turup í sautján ár og tvö ár í Glamsbjerg á Fjóni. Systkini Lone eru Niels Rebsdorf, f. 16.2. 1957, sem býr í Kolding, Lisbeth Rebs- dorf, f. 30.3. 1960, sem býr í Tjære- borg og Karen Kastberg Rebsdorf, f. 23.10. 1968, búsett í Ulsted. Lone giftist Páli Melsteð Ríkharðs- syni, f. 6.7. 1966, lekt- or við Viðskiptahá- skólann í Árósum, í Lágafellskirkju árið 1994. Börn þeirra eru: Jóhanna Páls- dóttir Rebsdorf, f. 28.7. 1995, og Emma Pálsdóttir Rebsdorf, f. 2.8. 1997. Lone lauk mennta- skóla árið 1988. Eftir það fór hún til Ís- lands og vann á elli- heimilinu Grund í eitt ár. Eftir það byrjaði hún að lesa stjórnmálafræði og sálfræði við Háskólan í Árósum. Lone lauk námi árið 1999 og eftir það vann hún sem sálfræðingur við Reva Center Nord í Árósum. Útför Lone verður gerð frá kirkjunni í Hornslet á Jótlandi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Eiginkona mín, Lone Kastberg Rebsdorf, andaðist á sjúkrahúsinu í Eppendorf í Þýskalandi hinn 13. júní 2003. Meira en tveggja ára baráttu við eitlakrabbamein var lokið. Lone kom til Íslands 1988 til að vinna í eitt ár á meðan hún var að ákveða í hvaða nám hún ætti að fara að loknum menntaskóla. Hún hafði fyrir tilviljun séð atvinnuauglýsingu í dönsku blaði og ákveðið að slá til. Lone vann á elliheimilinu Grund um tíma og hinn 16. september 1988 hitt- umst við fyrir tilviljun. Það lék eiginlega aldrei nokkur vafi á því að okkur var ætlað að fylgj- ast að. Þótt það reyndi á samband okkar á næstu árum á meðan ég kláraði viðskiptafræðina á Íslandi og hún var í háskólanum í Árósum þá stóð aldrei annað til en að ég flytti til Danmerkur vorið 1991 og byrjaði að búa með Lone. Fyrst í íbúð þar sem eigandi íbúðarinnar bjó í kjallaran- um og seldi hass út um kjallara- gluggann, svo í námsmannaíbúðum og að námi loknu í Lystrup og svo síðasta árið í Hornslet rétt fyrir utan Árósa þar sem við festum kaup á litlum bóndabæ. Lone elskaði litla bæinn sinn, með öllum ávaxtatrján- um – sérstaklega kirsuberjatrén sem henni fannst fallegustu tré í heimi. Lone kláraði sálarfræðinám við háskólann i Árósum árið 1999. Hún elskaði börn og sérhæfði sig í barna- sálarfræði. Að námi loknu fékk hún fasta stöðu við Reva Center Nord í Árósum. Hún var einstakur sálfræð- ingur og átti auðvelt með að tala við fólk. Hún hafði sérstakt lag á að eygja lausnir á vandamálum og margir skjólstæðingar Reva Center Nord neituðu að tala við aðra en hana. Við giftumst í Lágafellskirkju hinn 30. júlí 1994. Besti dagur lífs okkar með fjölskyldu og vinum. Framtíðin blasti við björt og ham- ingjurík. Okkur fæddust tvær dæt- ur, Jóhanna 28. júlí 1995 og Emma 2. ágúst 1997. Lone elskaði telpurnar sínar ofar öllu og reyndi að vera þeim fyrirmynd í einu og öllu. Og Jóhanna og Emma elskuðu mömmu sína og fannst hún vera besta mamma í heimi. Sem hún og var. Í apríl 2001 greindist Lone með eitlakrabbamein. Sjúkdómur sem enginn í fjölskyldunni hefur haft svo lengi sem elstu menn muna. Enginn veit af hverju sjúkdómurinn stafar. Tölfræðin segir að um það bil 11 Danir fái þessa tegund krabbameins á ári og líkurnar á að lifa hann af séu litlar. Lone fannst það ansi hart að vera svo óheppin. Nú byrjaði hörð barátta. Lyfja- gjafir, geislanir, uppskurðir og auka- verkanir. Lone var staðráðin í að sigra sjúkdóminn. Hún vildi sjá börnin sín vaxa úr grasi, halda uppá afmælisdagana þeirra, taka þátt í skólagöngu þeirra og vera þeim fyr- irmynd. Við ætluðum okkur líka að verða gömul saman, sitja saman á veröndinni, horfa á barnabörnin okk- ar og pirra dætur okkar með góðum ráðum um barnauppeldi. Eftir tvær árangurslausar lyfja- gjafir og eina geislun var einungis ein meðferð eftir sem gat læknað Lone. Beinmergsskipti og nýtt ónæmiskerfi, sem framkvæma átti á sjúkrahúsinu í Eppendorf í Ham- borg. Meðferðin er erfið og í hennar tilfelli voru einungis fjórðungs líkur á því að meðferðin myndi virka. En Lone vildi berjast áfram. Ef hún myndi ekki fara til Hamborgar myndi hún deyja. Ef hún færi til Hamborgar gæti hún kannski losnað við krabbameinið. En ákvörðunin var erfið samt. Hún var í Hamborg í 73 daga. Meðferðin gekk upp og niður með sóknum og undanhaldi á víxl. Undir lokin héldum við að hún væri að vinna sigur en aðfaranótt 11. júní fór henni að hraka. Líffæri hennar voru orðin slitin eftir tveggja ára baráttu og gátu hreinlega ekki meira. Loks missti hún meðvitund og klukkan 7 hinn 13. júní hætti hún að anda. Ég hélt í hendina á henni þangað til yfir lauk. Lone sagði mér einu sinni frá draumi sem hana dreymdi þegar henni leið sem verst eftir einhverja lyfjagjöfina. Hún sigldi í báti á lygn- um sjó, henni leið vel, sólin var að setjast, heitt í lofti og hjá henni sat einhver sem hún þekkti og kunni við án þess þó hún vissi hver það var. Ég veit að Lone er núna laus við allan sársauka og siglir til betri heims, þar sem ég og stelpurnar okkar munum hitta hana aftur. Ást okkar, mín og dætra okkar, fylgir henni um alla eilífð. Páll. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dauðans dimma nótt. (Vald. Briem.) Okkar kæra systir, mágkona og móðursystir, Lone Kastberg Rebs- dorf, er látin. Lone lést hinn 13. júní, eftir tveggja ára harða baráttu við krabbamein. Lone var fastur liður í lífi okkar og það er óskiljanlegt, þungbært og sárt að missa hana. Við höfum alltaf notið þess að koma í heimsókn til Páls og Lone og litlu stelpnanna þeirra, Jóhönnu og Emmu. Minning- ar um stundir okkar saman eru margar. Lone var óhátíðleg og blátt áfram, tilfinninganæm og ástúðleg, persóna sem við nutum að umgang- ast. Lone elskaði stelpurnar sínar of- ar öllu. Þau Lone og Páll gáfu stúlk- unum sínum alla þá ástúð sem börn geta fengið og við trúum að það muni hjálpa þeim í framtíðinni. Okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við Páli og stelpunum. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa ykkur á þessum erfiðu tím- um. Karen, Óskar og synir. Lone, yndislega tengdadóttir okk- ar, hefur kvatt þessa jarðvist. Hvernig er unnt að skilja að ung kona sé hrifin á brott frá elskuðum eiginmanni og tveimur ungum dætr- um? Framtíðin brosti við þeim, þau höfðu bæði lokið langskólanámi, hún sálfræðingur, hann Phd. í viðskipta- fræði. Dæturnar fimm og sjö ára sakna nú móðurinnar, sem unni þeim svo heitt og ætlaði að fylgja þeim út í lífið, vera til staðar. Lone var einstök ung kona, hjartahlý, falleg og gáfuð. Við sem vorum svo lánsöm að fá hana í fjölskylduna vorum fljót að átta okkur á kostum hennar, við elskuð- um hana. Hún gætti þess vel að dæt- ur þeirra hefðu fjölskyldumyndirnar í albúminu við hendina svo þær lærðu að þekkja alla með nafni. Það var líka hennar vilji ekki síður en okkar að ekki liði langt á milli sím- tala. Við minnumst þess hve natin hún var við telpurnar sínar, hún hafði alltaf nægan tíma fyrir þær, fræddi þær og elskaði. Aldrei heyrð- um við hana hækka röddina þótt hún væri að leiðbeina þeim. Þau Lone og Páll voru sem sköpuð hvort fyrir annað. Brúðkaupsdagur þeirra, 30. júlí 1994, er þau voru gef- in saman í Lágafellskirkju var bjart- ur, fagur og ógleymanlegur dýrðar- dagur. Aldraður afi bjó á heimilinu þegar Lone kom til okkar 1988, hann hafði lifað danska einokun og vægt til orða tekið var hann ekki hrifinn af dönsku þjóðinni. Lone hafði alltaf tíma fyrir hann, hlustaði og byrjaði að tala við hann íslensku, er ekki að orðlengja það að hún vann hug hans og hjarta. Hann sagði að þarna ætti danska þjóðin sína bestu dóttur og nafni sinn væri lánsamur að eignast slíka konu. Lone var mikill náttúruunnandi, elskaði dýr og ósnortna náttúru. Telpurnar hennar njóta þess nú að hún fann litla bóndabæinn í Hornslet sem þau keyptu og fluttu til sl. haust. Við öll báðum þess og óskuðum að hún fengi heilsu til að njóta vorsins þegar náttúran vaknar og allt fer að blómstra, njóta framtíðarinnar og alls þess er þau ætluðu í sameiningu að gera. Henni var annað ætlað og það er erfitt að sætta sig við það. Við óskum þess að Páll fái allan þann styrk sem hann þarfnast til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma, hann hefur verið sem klettur við hlið konu sinnar. Yndislegu dæturnar þeirra halda fast í hendur föður síns og gefa honum kraft. Elsku Palli, Jó- hanna og Emma, Guðs englar vaki yfir ykkur og veiti birtu inn í líf ykk- ar á ný. Við þökkum yndislegri og sér- stakri tengdadóttur fyrir samfylgd- ina, sem var alltof, alltof stutt. Þökk- um elsku hennar og umhyggju, hún gaf okkur svo mikið. Við söknum hennar. Hún sigldi á lygnum sjó inn í sólar- lagið og við sjáum hana fyrir okkur með fallega brosið sitt koma til fund- ar við þá sem á undan eru farnir og munu taka á móti henni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Veit henni Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa henni. Hún hvíli í þínum friði. Hulda og Örn. Að ég sé að skrifa minningargrein um mágkonu mína, sem tekin hefur verið frá okkur aðeins 34 ára, er mér með öllu óskiljanlegt. Að hægt sé að leggja þetta á unga fjölskyldu er óréttlátara en orð fá lýst. Flóð minn- inga hefur komið upp í huga mér síð- ustu daga og nætur. Minningar sem ég á um Lone, hvort sem var á Ís- landi eða í heimsókn hjá henni og Palla í Danmörku, hafa fyllt huga minn og er mjög erfitt að horfast í augu við að samverustundirnar verði ekki fleiri með henni. Elsku bróðir minn, ég get ekki lýst harmi mínum með orðum. Veruleik- inn virðist óraunverulegur. Ég mun til hinsta dags verða þér innan handar. Þótt ég búi 8.000 km í burtu er ég þér alltaf nálægur. Ég bið þess að þér og stelpunum ykkar veitist styrkur til að takast á við þessa miklu sorg. Mér eru minnisstæð orð sem Lone sagði eitt sinn, þegar umræðurnar höfðu farið út í líf, dauða og eilíft líf; hún sagðist ekki þurfa að lifa að ei- lífu, því maður lifði jú að eilífu gegn- um börnin sín. Að eilífðin myndi hefjast svona fljótt óraði engan fyrir. Lone mun ávallt verða stór hluti af okkar lífi í gegnum dætur ykkar og fyrir það er ég þakklátur. Elsku Lone, þakka þér fyrir allt, við hitt- umst aftur. Þór Melsteð. Í dag er kvödd hinstu kveðju Lone Kastberg Rebstorf, eiginkona og barnsmóðir Palla frænda okkar, móðir Jóhönnu og Emmu sem líkjast henni svo, en Palli er okkur syst- kinunum sem bróðir. Lone kom inn í fjölskylduna eins og sólargeisli, það skein af henni góðmennskan og hlýj- an og aldrei var langt í brosið og þannig minnumst við hennar bros- andi og geislandi. Við samglöddumst Palla okkar innilega að finna svo yndislega stúlku sem hæfði honum svo vel, og vildum við að þau hefðu notið samvista við hvort annað miklu, miklu lengur. Hún fangaði hjörtu okkar allra sem fengum að kynnast henni, en það er ekki oft sem maður finnur slík tengsl án nokkurra orða, bara þessi góðu augu og brosið bræddu mann. Hún var greind, hóg- vær, einlæg og falslaus manneskja og ekki skrýtið að hún skyldi leggja fyrir sig barnasálfræði sem hún fékk alltof lítinn tíma til að sinna að loknu námi, og allt of fáir fengu að njóta starfa hennar. Við minnumst ótal funda okkar, í Danmörku þar sem þau áttu hlýlegt og fallegt heimili. Í Lágafellskirkju þar sem þau giftu sig, við munum það eins og það hefði gerst í gær, svo fallegt og skemmti- legt brúðkaup, sem varð þannig, vegna persónanna sem áttu í hlut. Hvernig hún var við Palla sinn og dætur sínar, Jóhönnu og Emmu, allt- af blíð og ljúf en samt ákveðin, hún sá um að fæðið væri heilsusamlegt og að enginn væri leiður og var fyrir- myndar móðir í alla staði. Við minn- umst veisluhalda í Lækjarásnum og Lindarbyggðinni hjá Huldu og Erni, tengdaforeldrum Lone, í sumar- heimsóknum, á páskum og jólum og alltaf var í fyrirrúmi hjá Lone hvern- ig öðrum leið og hvað aðrir væru að gera. Við systkinin erum ríkari að hafa fengið tíma með slíkri mann- eskju sem Lone var. Lone. Brosandi og tókst alltaf svo innilega á móti okkur þegar við hitt- umst. Sem var alltof, alltof sjaldan. ,,Seinna þegar betur stendur á“ seinna seinna, seinna. Nú er það of seint. Elsku Lone, takk fyrir þær dýrmætu og góðu stundir sem þú gafst okkur með þér. Erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm er nú lokið. Guð gefi að nú líði þér vel. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Palli frændi og gullmolarnir ykkar Lone, Jóhanna og Emma. Hulda frænka, Örn og Þór. Laura, Ejlif, Niels, Lisbet og Karen. Guð gefi ykkur styrk og þrautseigju til að takast á við söknuðinn og sorgina. Ásta Kristín, Sigríður og Svavar Valur. LONE KASTBERG REBSDORF minnka með árunum. Já, hlutirnir í kringum Frænda breyttust en það var einhvern veginn eins og hann breyttist aldrei neitt sjálfur. Auðvit- að veit maður með skynseminni að enginn getur lifað eilíflega en það var einhvern veginn eins og maður tryði því samt um Frænda að hann myndi verða eilífur. Ég veit að hann hefði ekki kært sig um það svo það var gott að hann fékk að fara. Með honum fer líka ein af þeim mann- eskjum sem hafa stutt mig og hvatt mig til dáða. Hann var sá fyrsti sem gaf mér fullorðinsbók þegar ég var tíu ára. Ég man ekki vel eftir sjálfri sögunni en mjög vel eftir að hann gaf mér hana. Frændi hefur alltaf haldið að mér góðum bókmenntum og benti mér á ýmislegt að lesa. Það var hann sem benti mér á grein eftir Þórberg Þórðarson sem mig minnir að heiti „Vatnadagurinn mikli“, honum fannst hún alveg stórkostlega vel skrifuð og ég var alveg sammála honum. Frændi hvatti mig líka alltaf til að skrifa og hafði tröllatrú á mér, sérstaklega á unglingsárunum var svona stuðningur ómetanlegur. Frændi var mér fyrirmynd í mörgu og sem unglingur var ég al- veg ákveðin í að gera eins og hann þegar ég yrði gömul, hann las langt fram á nætur og svaf langt fram á dag. Ég man að stundum var hann að koma í morgunmatinn, hafra- grautinn til Margrétar móðursystur minnar, um tvöleytið. Frændi las einhver ógrynnin af bókum á sinni löngu ævi og ég held bara að hann hafi munað allt sem hann las. Einhvern tíma þegar ég heimsótti hann eftir að ég var flutt til Noregs fór hann að segja mér frá svæðinu sem ég bjó á, hann lýsti bæði landslaginu og öllum aðstæðum svo vel að ég fór að efast um að ég myndi rétt og hélt að hann hefði ein- hvern tímann farið til Noregs. Ég spurði hann að þessu en nei, nei, hann hafði bara lesið sér til um þetta. Ég heimsótti Frænda þegar ég kom til landsins og það var alltaf gaman að koma til hans, hann var heill hafsjór af fróðleik og hafði gam- an af að segja frá. Heimsóknirnar voru mjög strjálar og það var mjög gott að vita af því að Margrét móður- systir mín heimsótti hann alltaf reglulega, að minnsta kosti einu sinni í viku, á hjúkrunarheimilið og sá um allt mögulegt fyrir hann og að Þórunn dóttir hennar svo tók við þegar hún dó. Honum var mjög annt um „fólkið sitt“ og fylgdist vel með því alveg framundir það síðasta. Blessuð sé minning hans. Ásdís Herborg Ólafsdóttir. þökkum og votta þér mína dýpstu samúð. Svefninn langi laðar til sín, lokakafla æviskeiðs, hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefur sig til himna, við hliðið bíður drottinn. Það er sumt sem maður saknar, vökumegin við, leggst út af, á mér slokknar, svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég, sofa lengur vil, þegar svefninn verður eilífur, finn ég aldrei aftur til. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Ólafur Björnsson. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá mér og ég kveð þig með sökn- uði. En ég mun svo lengi sem ég lifi geyma allar góðu minningarnar um þig, og ef ég sakna þín of mik- ið, þá hugsa ég til þín þar sem þú ert og þá veit ég að þér líður mjög vel. Þú varst mér góður afi. Þín minning lifir í mínu hjarta þú mesta yndi hefur mér veitt. Við áttum framtíð svo fagra og bjarta en flestu örlögin geta breytt. Og þegar kvöldið er svo kyrrt og hljótt ég kveðju sendi þér, þig dreymi rótt. Þín minning lifir í mínu hjarta ég mun því bjóða þér góða nótt. (Númi Þorbergsson /Jónatan Ólafsson.) Kristján Hafberg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.