Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorkell Einars-son húsasmíða- meistari fæddist að Kaldárhöfða í Grímsnesi í Árnes- sýslu 26. desember 1910. Hann lést 11. júní síðastliðinn. Foreldrar Þorkels voru hjónin Einar Jónsson, bóndi að Kaldárhöfða og verkamaður í Njarð- vík og Reykjavík, f. 21.11. 1876, d. 1956, og Sigurlaug Þor- kelsdóttir húsmóðir, f. 12.3. 1885, d. 24.2. 1973. Systkini Þorkels eru: Jón, f. 18.9. 1906, lát- inn, kvæntur Magneu Ágústsdótt- ur, látin, börn þeirra eru þrjú; Halldóra Eyrún, f. 15.10. 1907, lát- in, gift Sigurði Hilmarssyni, þau eiga kjörbarn; Svanlaug, f. 25.12. 1908, gift Skúla Sigurðssyni, lát- inn, börn þeirra eru sex; Þóra, f. 25.3. 1911, látin, gift Gunnari Sím- onarsyni, látinn, börn þeirra eru sex; Helgi Sumarliði, f. 26.10. 1913, látinn, fyrri kona hans var Svava Magnúsdóttur, látin, og eru börn þeirra tvö en seinni kona Helga var Sólveig Erla Ólafsdótt- ir, látin; Guðrún Sigríður, f. 23. 11. 1915, d. 27.4. 1954, gift Einari Ólafssyni og eru börn þeirra fjög- ur; Steinunn, f. 13.3. 1917, d. 22.2. 1935; Hulda Ragna, f. 31.8. 1920, gift Guðmundi Jónssyni, látinn, og geir, f. 27.4. 1963, kvæntur Ragn- hildi Hallgrímsdóttur, f. 28.3. 1961, þau eiga þrjú börn; Alfa Reg- ína, f. 3.3. 1966, gift Steinari Ólafs- syni, f. 10.10. 1966, þau eiga tvö börn; og Þorbjörn Valur, f. 4.1. 1969, kvæntur Emilíu Björgu Jónsdóttur, f. 26.8. 1970, þau eiga einn son. 7) Brynhildur, f. 9.12. 1946, maki Valdimar Kristinsson. Sonur hennar er Alfreð Mounir Marinósson, f. 16.12. 1974. Seinni kona Þorkels var Una Hallgrímsdóttir frá Hrafnabjörg- um í Jökulsárhlíð, f. 11.5. 1928, d. 2.3. 1976, en hún var áður gift Guðmundi Jónassyni frá Siglufirði og áttu þau fjögur börn og var yngsta þeirra, Hildur, alin upp hjá Þorkeli. Þorkell ólst upp í Grímsnesinu, Innri-Njarðvík og í Reykjavík frá 1922. Eftir barnaskólanám stund- aði hann nám í húsasmíði í fjögur ár á námssamningi hjá Skúla Þor- kelssyni 1928–32, er hann lauk sveinsprófi, en 1935 öðlaðist hann meistararéttindi. Þorkell starfaði við húsabyggingar í Reykjavík og víðar. Hann stofnaði trésmiðjuna K-14 og starfrækti hana í mörg ár. Þorkell er einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða. Hann sat í stjórn hestamannafélagsins Fáks um árabil, í stjórn Fjáreig- endafélags Reykjavíkur og var formaður hestamannafélagsins Þyts í Vestur-Húnavatnssýslu. Þorkell bjó lengi í Reykjavík, í tólf ár var hann búsettur í Húna- vatnssýslu en síðustu áratugina bjó hann í Mosfellsbæ. Útför Þorkels verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. eru synir þeirra þrír; Baldvin, 25.10. 1923, látinn, var kvæntur Magneu Haraldsdótt- ur og eiga þau fjögur börn; og Óskar, f. 19.7. 1925, var kvænt- ur Sigríði Jónsdóttur, látin, þau eiga fjögur börn. Þorkell kvæntist 1932 Ölfu R. H. Ás- geirsdóttur húsmóð- ur, f. 8. júlí 1911, d. 16. október 1965. Hún var dóttir Ásgeirs P.H. Hraundal bónda og kennara, og Sigurlaugar Guð- mundsdóttur ljósmóður. Börn Þor- kels og Ölfu eru: 1) Friðþjófur húsasmiður, f. 29.8. 1932, kvæntur Louise Önnu Schilt, f. 3.2. 1934. 2) Sigurlaug, f. 19.11. 1933, var gift Hreiðari Ó. Guðjónssyni, en þau skildu. Börn hennar eru Alfreð Hilmarsson, f. 27.4. 1955, og Guðný María Hreiðarsdóttir, f. 20.3. 1958. 3) Þorkell Alfreð húsa- smiður, f. 16.12. 1935, d. 2.2. 1963. 4) Ásgeir Halldór, f. 14.9. 1937, d. 6.4. 1957. 5) Einar húsasmíða- meistari, f. 14.9. 1937, kvæntur Kristínu Guðrúnu Jóhannsdóttur, f. 4.1. 1955. Dætur þeirra eru Elísa Hildur, f. 2.3. 1990, Eydís Rún, f. 30.7. 1993, og Guðrún Alfa, f. 11.7. 1998. 6) Svanhildur, f. 14.3. 1943, gift Jóhanni S. Björnssyni, f. 20.2. 1942. Börn þeirra eru: Þorkell Ás- Nokkur kveðjuorð um tengdaföð- ur og kæran vin. Þegar hugurinn reikar til baka til ársins 1960 sá ég Þorkel í fyrsta skipti. Hann stóð þá á fimmtugu, hafði keypt jörðina Efra-Vatnshorn í Lín- akradal í V-Hún og byggt upp öll hús frá grunni. Keli á Vatnshorni, eins og hann var alltaf nefndur fyrir norðan í þá daga, fór í göngur eins og aðrir bændur á þessu svæði um haustið. Rekið var til réttar í Ham- arsrétt á vestanverðu nesinu. Að kvöldi gangnadags var ávallt dansað á palli við veitingaskúrinn. Fyrsta minning mín um Kela er þegar hann sneri sér að okkur þremur strákum sem þarna stóðum og ekki áræddum ekki inn á danspallinn og sagði: „Hvað er þetta strákar! Ætlið þið ekki að dansa við stúlkurnar?“ Hann vatt sér síðan inn á pallinn og skellti sér í dansinn. Vorið eftir kom Alfa R. Ásgeirsdóttir eiginkona hans (f. 8.7. 1911, d. 17.10. 1965) norður með tvær yngstu dætur þeirra hjóna. Kynni okkar Svanhild- ar leiddu til hjónabands okkar og hef ég átt mjög góða vináttu og samleið með Kela í fjörutíu og tvö ár. Þorkell og Alfa hófu sinn búskap í Skerjafirði, í leiguhúsnæði og þar fæddust fimm elstu börnin í ald- ursröð, Friðþjófur, Sigurlaug, Þor- kell Alfreð og tvíburarnir Ásgeir Halldór og Einar. Síðar reisti Keli hús á Hörpugötu 16 í Skerjafirði, en þar var fjölskyldan aðeins í skamm- an tíma. Ungur að árum lærði Keli húsasmíði og útskrifaðist úr Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1932. Meistararéttindi í iðn sinni fékk hann þremur árum síðar. Með Kela blundaði alltaf sá draumur að gerast bóndi í sveit. 1939 flutti fjölskyldan austur að Þingholti í Flóa en þar var dvölin aðeins í tvö ár. Þá lá leiðin aftur til Reykjavíkur, Keli fékk þá land hjá bænum í Krossamýri sem þá var langt fyrir utan bæinn (borg- ina). Krossamýrin er svæði sem af- markast af Höfðabakka, Vestur- landsvegi og Breiðhöfða. Að Krossamýrarbletti 14 reisti Keli íbúðarhús og þar bjó fjölskyldan í u.þ.b. 20 ár. Þar fæddust yngstu systurnar tvær, Svanhildur og Brynhildur. Keli í Krossamýri, eins og hann var oft kallaður á þeim árum sem hann bjó í Krossamýrinni og allt fram á þennan dag af sumum sam- ferðamönnum sínum, reisti þar tré- smíðaverkstæði og var ávallt með marga menn í vinnu vítt og breitt. Í Krossamýrinni hafði hann alltaf meðfram trésmíðinni smá búskap, með fáeinar kindur, eina til tvær kýr og hesta. Keli tók á þessum ár- um virkan þátt í félagsmálum sem lutu að hans áhugamálum. M.a. um tíma í stjórn hestamannafélagsins Fáks, í stjórn Fjáreigendafélags Reykjavíkur og einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða. Svo var hann um tíma formaður hesta- mannafélagsins Þyts í V- Hún. Í gegnum árin hafði hann fjöl- marga nema í faginu og þar á meðal þrjá syni sína. Þorkell byggði fjölda húsa í Reykjavík á sínum ferli, stór og smá. M.a. blokkir við Kleppsveg, Álfheima og víðar. Þá reisti hann blokk við Hátún 4 sem er fyrsta hús á landinu sem steypt er upp með svokölluðum skriðmótum. Meðan á því verki stóð varð að vinna á vökt- um allan sólarhringinn við að steypa húsið upp, átta hæðir, því mótin máttu aldrei stoppa. Eins og áður sagði hafði hann alltaf áhuga á að gerast bóndi og keypti hann jörðina Efra-Vatnshorn 1959. Þar bjó hann frá árinu 1960 til 1974, að undanskildum fáum árum eftir að Alfa kona hans lést 1965. Síðan bjó hann á Efra-Vatnshorni í örfá ár með seinni konu sinni, Unu Hallgrímsdóttur, en hún lést árið 1976. Hjá þeim á Efra-Vatnshorni var yngsta dóttir Unu, Hildur Guð- mundsdóttir, en Una var nýorðin ekkja þegar kynni með þeim Kela og Unu tókust. Samhliða sveitabúskap stundaði Þorkell ávallt smíðar í Húnavatns- sýslu og víðar. Eftir að Þorkell hætti búskap og seldi jörðina 1974 sneri hann sér al- farið að smíðum og vann við þær til 78 ára aldurs er hann settist í helg- an stein eins og sagt er. Þorkell var mjög víðlesinn og fróður, átti gott safn bóka og las mikið. Hann var ljóðaunnandi og kunni feiknin öll af ljóðum og lausa- vísum, sem hann hafði oft og einatt á hraðbergi. Þá var hann mjög hag- orður og orti mikið af lausavísum og ljóðum. Þorkell hafði mjög skemmtilega lífssýn. Eitt sinn sagði hann við mig þegar við áttum tal saman: „Ég hef nú gert marga vitleysuna um ævina, Jói minn. Hvaða vit heldur þú að hafi verið í því þegar best gekk, að kaupa jörð og steypa sér í skuldir. Eftir smáþögn bætti hann við: En ég sé samt ekki eftir neinu sem ég hef gert.“ Þorkell var mikill gleði- maður og hafði ákaflega gaman af að dansa. Hann var hrókur alls fagnaðar þar sem hann var að skemmta sér með vinum. Í samtöl- um okkar um trúmál í gegnum tíð- ina fann ég að Þorkell var mjög trú- aður maður þó að hann flíkaði því ekki. Það kemur vel fram í ljóði sem hann orti þegar Ásgeir sonur þeirra Ölfu lést árið 1957 og eru fyrsta og síðasta erindi þess ljóðs birt hér að neðan. Áður en ég skil við þetta greinarkorn vil ég færa því góða fólki sem annaðist hann af alúð síð- ustu vikur og mánuði kærar þakkir fyrir góða umönnun, starfsstúlkum á dvalarheimili aldraðra að Hlað- hömrum í Mosfellsbæ, Hjúkrunar- fólki og læknum á heilsugæslustöð- inni í Mosfellsbæ og síðast en ekki síst starfsfólki á deild 7A Háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Þar lést Þor- kell hinn 11. þessa mánaðar, farinn að heilsu og kröftum. Að endingu bið ég honum Guðs blessunar, kveð kæran tengdaföður minn og vin með orðum hans sjálfs. Horfinn af sjónarsviði, sofðu ljúfi í friði. Ljósið guðs mun lýsa, leið til friðardísa. Með yl og ást í hjarta, þú eignast ljósið bjarta. Vertu í kærleik kvaddur, hjá Kristi núna staddur. (Þ.E.) Jóhann S. Björnsson. Nú þegar tengdafaðir minn Þor- kell Einarsson hefur lokið rúmlega níu áratuga lífsgöngu sinni er mér það bæði ljúft og skylt að segja frá kynnum mínum af þessum sóma- manni. Það var fyrir rúmlega tutt- ugu árum sem leiðir okkar Kela lágu fyrst saman þegar ég snæddi morgunverð hjá dóttur hans Bryn- hildi að hann kom í Arnartangann með nokkrar spýtur til að smíða sól- pall fyrir hana. Ekki var hann neitt að ónáða okkur innandyra heldur gekk beint til verks, mældi og hugs- aði örlítið, tók fram sögina og sag- aði. Í mér örlaði á örlitlum kvíða að hitta þá og tala við tilvonandi tengdaföður sem mig reyndar á þessari stundu óraði ekki fyrir að yrði. Eftir að hamarshögg höfðu glumið drykklanga stundu settist sá gamli niður og tróð sér í pípu og reykti og hugsaði. Vísast verið að yrkja eða rifja upp gamlan kveð- skap sinn eða annarra. Þarna kynnt- ist ég fyrst verklagi Kela sem var alla tíð mikill vinnuþjarkur en kannski örlítið farinn að hægja á þegar hér er komið sögu enda kom- inn yfir sjötugt. Hann gekk ávallt hljóður en einbeittur til verka en hugsaði kannski þess meira og víst er að það gekk vel undan honum. Hann var maður mikilla afkasta og naut þess að takast á við ögrandi verkefni enda var stór hluti af lífs- nautn hans að skila degi þar sem vel hafði miðað á leið. Með Þorkeli Ein- arssyni húsasmíðameistara er geng- in enn ein hetja þessa lands sem lagði grunninn að auðlegð og vel- megun hinnar íslensku þjóðar, verð- ugur fulltrúi hinnar vinnandi stéttar sem taldi dugnað, elju og þraut- seigju ásamt heiðarleika þá helstu verðleika sem prýða mátti góða manneskju. Í þetta sinn „slapp“ ég við að eiga mitt fyrsta samtal við væntanlegan tengdaföður en þess í stað fékk ég næði til að mæla hann út á laun út um gluggann. En það leið ekki lang- ur tími þar til við hittumst aftur og þá var það líklega ég sem lenti undir mælistikunni þar sem ég hef vísast verið í nokkur ár enda eðlilegt þar sem ég var að hluta til að taka frá honum augasteininn hans og góðan vin. Upp úr þessu áttum við Bryn- hildur margar góðar stundir með „gamla“. Hann bjó þá í Dalatanga og mörg voru þau kvöldin sem við Brynhildur röltum yfir til hans ásamt Mounir og Brúnó. Var þá gjarnan boðið í glas og óðara voru þau feðgin farin að rifja upp gamla tíma í Krossamýrinni og Efra- Vatnshorni. Ég var þar að sjálf- sögðu í hlutverki hlustanda og spyr- ils en á þennan máta gafst gott tækifæri til að kynnast lífshlaupi Kela og mjög nánum vinskap hans og Brynhildar. Margsinnis barst tal- ið að óðagotinu, eins og hann kallaði það, þegar engin bönd héldu bú- manninum í Kela og hann réðst í það þrekvirki að flytjast norður að Vatnshorni í Vestur-Húnavatns- sýslu og byggja þar nánast allt upp frá grunni. „Þetta var nú meiri vit- leysan,“ sagði hann gjarnan og hló enda var hann ekki mikið fyrir að líta um öxl og sjá eftir því sem hann hafði tekið sér fyrir hendur á lífs- leiðinni. Líkast til hefði hann þó séð eftir því alla ævina ef hann hefði ekki reynt fyrir sér í alvörubúskap. Þorkell var í eðli sínu athafna- maður og er óhætt að segja að sú eðlishvöt hafi ráðið ferðinni nánast að heita má fram í andlátið. Hér áð- ur fyrr fékk húsasmíðameistarinn útrás í byggingu stórra fjölbýlis- húsa sem og smærri húsa víða um land en eftir því sem aldurinn færð- ist yfir minnkaði umfangið að sjálf- sögðu og eftir að elli kerling fór að herða tökin snerist þetta um að kaupa ný húsgögn og annað dót, breyta til þar sem hann bjó. Voru þau feðgin góð saman í að hvetja hvort annað til kaupa á ýmsum „nauðþurftarvarningi“. Þá var eljan mikil við púsluspil á tímabili og voru farnar margar sérferðir til Reykja- víkur til innkaupa á varningi til slíkrar iðju. Þegar svo sest var að púsluspilinu mátti glöggt greina gamla uppmælingaglampann í aug- um þess gamla því hér var verk að vinna. Gleði hans og lífsnautn þegar vel hafði miðað í gerð púslmyndar var ósvikin og einlæg og ekki þótti honum verra að maður tæki aðeins í og legði honum lið við myndgerðina. Aðalatriði var að fljótt og vel miðaði. Hestamennska var stór kapítuli í ævi Kela sem tvinnaðist saman við búskapardrauma hans í Krossa- mýrinni. Var þá riðið með slætti um næsta nágrenni Reykjavíkur, að sjálfsögðu með tvo og þrjá færleika til reiðar og farið hratt. Í stofunni í Dalatanga upplifði ég marga þess- ara reiðtúra með þeim mikla fjölda vina og kunningja sem gjarnan hóp- uðust að Krossamýrarhjónunum og riðu mikinn um flestar helgar, vors og sumars og fram á haust. Að hitta alla karlana úr nágrenninu var ein helsta skemmtunin. Það voru þeir Kobbi í Bala, Bragi í Ártúnum, Ingi- mundur á Brúnstöðum, Guðmundur klæðskeri Sveinbjörnsson og hvað þeir nú hétu allir þessir snillingar. Geitháls var þar aðalviðkomustað- urinn þar sem drukkið var kaffi og kannski eitthvað meira og oftar en ekki endað í kjötsúpu í Krossa- mýrinni hjá Ölfu. Þá lét Keli til sín taka í félagsmál- um Fáks og sat þar í stjórn um ára- bil á sjötta áratugnum og ekki þar frekar en annarsstaðar gat hann lið- ið einhverja kyrrstöðu eða logn- mollu. Orti hann heilan kvæðabálk þegar honum þótti andvaraleysið vera orðið yfirþyrmandi og þörf á brýningu félagsmanna svo allt færi ekki fjandans til og hljóðar eitt er- indið svo: Stöðugum fótum til stórræða göngum, stefnunni höldum í áföngum löngum. Munum að viljinn svo miklu fær orkað að mestöllum tálmunum getur hann storkað. Nú þarf að vinna ef vel á að fara, vinina finna og spyrja þá bara. Hvort viljið þið ekki í verkinu vera og vaxandi heiður að hestinum bera. Gott dæmi um athafnasemi Þor- kels var þegar hann byggði sér sum- arbústaðinn Óshól við ósa Síkjanna þar sem þau renna í Hvítá í Borgar- firði, langt kominn í áttrætt. Var hrein unun að fylgjast með kappinu og áhuganum meðan á þeirri bygg- ingu stóð og í kjölfarið áttum við þar margar ánægjustundir með þeim gamla og fleirum úr fjölskyldunni. Veiðiskapur var eitt af viðfangsefn- um Kela í Óshól og þá voru það netalagnir sem höfðuðu að sjálf- sögðu meira til hans en eitthvert kropp með stöng enda meiri afköst í slíkum veiðiskap. Þá kom Þorkell mikið við sögu við byggingu húss okkar Brynhildar á Víðiteignum þar sem hann keyrði verkið áfram af mikilli ákefð enda ekki nema 75 ára gamall á þeim tíma og líklega hefur hann sjaldan eða aldrei verið á lægra tímakaupi en þá. Fljótlega eftir að við fluttum í Víðiteiginn skapaðist sú hefð að Keli kæmi í morgunkaffi laugardags- og mánudagsmorgna til okkar og var sú hefð í föstum skorðum allt til endalokanna. Einn hinna föstu liða hjá Kela var að smyrja brauðsneið og gefa heimilisvinunum Brúnó og eftir hans tíð Búa. Sömuleiðis áttu þessir öðlingar alltaf vísa kexköku þegar í heimsókn var farið til Kela. Milli Kela og þessara hunda voru alla tíð góðir straumar sem höfðu viðkomu í maga þeirra ferfættu enda afi duglegur að gauka að þeim ýmsu góðgæti. Gerðist það oft að sá síðarnefndi, Búi, fór á eigin vegum í Hlaðhamra þar sem var sjálfopn- anleg útihurð og gat hann því geng- ið beint inn í húsið. Þar sem Keli hafði hurðina að íbúð sinni gjarnan opna á daginn vissi hann ekki fyrr en sá guli stóð inni á gólfi mænandi spurulum augum hvort ekki væri nú rétti tíminn fyrir eina kexköku. Í kjölfarið fékk ég eða Brynhildur símtal þar sem Keli tilkynnti um þessar óvæntu og ekki mjög svo vin- sælu heimsóknir og fylgdu gjarnan alvarlegar ávítur með að það gengi ekki að láta hundinn valsa svona frjálsan þótt undirniðri hefði hann haft gaman af þessu uppátæki. Þorkell bjó yfir sterkum persónu- leika. Hann var dagfarsprúður mað- ur, laus við alla ágengni við náung- ann en fastur fyrir og ákveðinn ef því var að skipta. Skaplaus var hann ekki en hafði ekki oft þörf fyrir að beita skapstyrk sínum við samferða- menn sína því með ákveðni sinni og festu í framkomu fékk hann það fram sem honum þurfa þótti. En hann gat líka verið sveigjanlegur og eftirgefanlegur og átti það kannski ÞORKELL EINARSSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.