Morgunblaðið - 20.06.2003, Blaðsíða 42
FRÉTTIR
42 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur Plastprents hf.
Aðalfundur Plastprents hf. verður haldinn mánu-
daginn 30. júní 2003 kl. 16.00 í húsnæði félagsins
á Fosshálsi 17—25, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin
hlutabréfum félagsins, samkvæmt 55. grein
hlutafélagalaga.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins, munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðal-
fund. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Plastprents hf.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
1, Ísafirði, þriðjudaginn 24. júní 2003 kl. 14.00 á eftirfarandi
eignum:
Bárugata 4, Flateyri, þingl. eig. Ágústa Guðmundsdóttir, gerðarbeið-
andi Fróði hf.
Bibbi Jóns ÍS-65 (sknr. 2199), þingl. eig. Páll Björnsson, gerðarbeið-
andi Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Fjarðargata 40, 2. hæð t.v., Þingeyri, þingl. eig. Aðalsteinn Einarsson,
gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Íbúðalánasjóður.
Hlíðarvegur 15, neðri hæð, 0101, Ísafirði, þingl. eig. Bergljót Hall-
dórsdóttir og Einar Garðar Hjaltason, gerðarbeiðandi Byggðastofn-
un.
Sjávargata 6, Þingeyri, þingl. eig. Unnur ehf., gerðarbeiðendur
Byggðastofnun og Ísafjarðarbær.
Stakkanes ÍS-847, skskrnr. 1011, þingl. eig. Torfnes ehf., gerðarbeið-
andi Þróunarsjóður sjávarútvegsins.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
19. júní 2003.
TIL SÖLU
Ítalskur veitingastaður
í miðborg Reykjavíkur er til sölu.
Um er að ræða einn glæsilegasta veitingastað
borgarinnnar í góðum rekstri. Undirritaðir hafa
tekið að sér söluna í einkasölu og veita frekari
upplýsingar á skrifstofu sinni.
Væntanlegir tilboðsgjafar þurfa að sýna fram
á fjárhagslega getu sínu til kaupanna.
Lögmenn Borgartúni 33.
Sími 562 9888.
Fax 561 7266.
Trjáplöntusalan,
Bjarkarholti 1
(við hliðina á Krónunni í Mosfellsbæ)
Aspir, reynitré, stafafura, blágreni, sitkagreni,
bakkaplöntur og fleira á góðu verði.
Opið alla daga. Upplýsingar í síma 566 6187.
TILKYNNINGAR
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Auglýsing um deiliskipulag
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér
með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á
deiliskipulagsáætlun í Reykjavík:
Klettháls, deiliskipulag.
Tillaga lýtur að breytingum á deiliskipulagi
Klettháls sem afmarkast af Bæjarhálsi, Suður-
landsvegi og Tunguhálsi.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að ef uppbygging
lóðar er áfangaskipt skal gera grein fyrir
heildaruppbyggingu lóðarinnar með fyrsta
áfanga, heimilt er að fara nær lóðarmörkum en
kveðið er á um í 75. gr. byggingarreglugerðar,
enda liggi fyrir þinglýst samþykki viðkomandi
lóðarhafa aðlægrar lóðar. Mesta leyfileg
mænishæð verði 10 m og mesta vegghæð
langveggja 8,50 m.
Tillagan gerir einnig ráð fyrir að á þeim lóðum
sem liggja að Bæjarhálsi megi byggja tvær
hæðir en á öðrum lóðum er gert ráð fyrir einnar
hæðar húsum. Nánar vísast í kynningargögn.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur-
borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
8.20 – 16.15, frá 20. júní 2003 til 1. ágúst
2003. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu
sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum
við hana skal skila skriflega til Skipulags- og
byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi
síðar en 1. ágúst 2003.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan
tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 20. júní 2003.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
www.fi.is
21. júní Hekluganga - sumar-
sólstöðu- og næturganga.
Gengið á Heklu úr Skjólkví-
um. Verð kr. 4.800/5.300. Lagt
verður af stað frá BSÍ, með við-
komu í Mörkinni 6, kl. 18.00
22. júní Gamla Krýsuvíkur-
leiðin VII Kaldársel – Hafn-
arfjörður kl.10.00.
mbl.is
ATVINNA
Tónleikahald skólans var með
meira móti, en alls voru haldnir 52
tónleikar á vegum skólans á skóla-
árinu, þar af 15 opinberir og 37 inn-
an skóla.
Námskeiðahald skólans var að
langmestu leyti í samvinnu við tón-
listardeild Listaháskóla Íslands.
TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík
hefur nú lokið sínu 73. starfsári og
brautskráði nú tólf nemendur frá
skólanum með sextán lokapróf, en
fjórir nemendur luku tvenns konar
prófi. Fimm nemendur luku blás-
arakennaraprófi, þrír söngkenn-
araprófi, einn píanókennaraprófi,
tveir luku burtfararprófi, þrír ein-
leikaraprófi og einn lokaprófi frá
tónfræðadeild og jafnframt hljóm-
sveitarstjóraprófi, en það er í fyrsta
sinn sem nemandi lýkur prófi í
þeirri grein frá skólanum. Við
skólaslitin lék kvintett nemenda úr
blásaradeild skólans þátt úr Kvint-
ett nr. 3 eftir Victor Ewald. Síðan
flutti skólastjórinn, Halldór Har-
aldsson, ræðu um helstu atburði
skólaársins, en í upphafi hennar
minntist hann Árna Kristjánssonar,
píanóleikara og fyrrverandi skóla-
stjóra skólans, sem lést 19. mars sl.
Halldór lætur nú af starfi skóla-
stjóra.
Að þessu sinni gáfu útskrift-
arnemendur skólanum fjárstyrk til
kaupa á nýjum hljómflutnings-
tækjum í bókasafn skólans. Sig-
urður Markússon, sem útskrifaðist
frá skólanum fyrir 50 árum, gaf
skólanum nótnasafn, Guðríður St.
Sigurðardóttir talaði fyrir hönd 25
ára júbílanta, sem gáfu skólanum
píanóstól, og jafnframt gáfu 10 ára
júbílantar skólanum píanóstól.
Tónlistarskólinn í Reykjavík
útskrifar hljómsveitarstjóra
Nemendur sem brautskráðust frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor
ásamt skólastjóra, Halldóri Haraldssyni.
VERKSTJÓRASAMBAND Íslands
hélt nýlega sitt þrítugasta þing á Ak-
ureyri. Verkstjórasambandið varð
65 ára þann 10. apríl sl. svo að ýmsu
var að fagna. Til þingsins mættu
rúmlega eitt hundrað manns með
mökum. Þetta tilefni var notað til að
veita Vegagerðinni viðurkenningu
fyrir ríflega 65 ára farsælt samstarf
og stuðning við verkstjóra. Veitti
vegamálastjóri viðurkenningunni
móttöku.
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri var fært gjafabréf fyrir spegl-
unartæki að upphæð kr. 600.000 af
þessu sama tilefni.
Á þinginu voru tekin fyrir flest
mál er varða hagsmuni verkstjóra og
ályktað um mörg þeirra. Meðal ann-
ars var mótuð launastefna fyrir kom-
andi kjarasamninga. Í ályktun um
heilbrigðiskerfið eru stjórnvöld
hvött til að varðveita gæði heilbrigð-
iskerfisins og taka á málum þar sem
öfugþróun hefur orðið. Þingið skorar
á stjórnir og starfsmenn lífeyris-
sjóða að sýna varkárni, vanda hvert
skref og leita allra leiða til að bæta
stöðu sjóðanna.
Þing Verkstjórasambandsins lýsir
áhyggjum sínum yfir tillögu sem
fram hefur komið hjá verslunar-
mönnum um eftirgjöf á veikinda-
rétti. Um þá tillögu að laun séu
greidd frá og með fyrsta veikinda-
degi hefur enginn ágreiningur verið
við vinnuveitendur síðustu áratugi.
Þingið hafnar algjörlega hug-
myndum um skerðingu veikindarétt-
ar. Verkstjórasambandið hvetur
ráðamenn fyrirtækja til að ganga
skipulega til verks með því að gera
símenntunaráætlun fyrir fyrirtæki
sín. Slíkar áætlanir eru ekki flóknar í
vinnslu en munu skila fyrirtækjun-
um góðum arði til langs tíma.
30. þing Verkstjórasambands Íslands
Vegagerðinni
veitt viðurkenning