Morgunblaðið - 20.06.2003, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 45
Hvernig flutt var yfir á
úlfur, lamb og heypokinn,
ekkert granda öðrum má
eitt og mann tók báturinn?
HÉRNA í gamla daga voru
flestar gátur rímaðar og þessi
þvældist verulega fyrir mér. Ég
rembdist eins og
rjúpan við staurinn
áður en rétta lausn-
in fannst og var
loksins orðin reið,
hvað var karlinn
eiginlega að þvæl-
ast með úlf og
lamb? Ég vissi vel
að lambið myndi
éta heyið ef það
fengi næði og úlfur
og lamb fóru ekki
saman, sagan í
Grimmsævintýrum
um úlfinn og kið-
lingana var sönnun
þess.
En hvernig á
þessi gamla gáta
heima í þætti um blóm vikunnar?
Það er til lausn á öllum gátum og
líka tengingu gátunnar við blóm.
Innan ættkvíslarinnar Vibrunum
finnast bæði úlfarunni og lamba-
runni og svo skemmtilega vill til
að þær þrífast báðar hér á landi.
Vibrunum-ættkvíslin er nokkuð
stór, allt að 200 tegundir. Uppruni
hennar er í tempraða beltinu allt
frá N-Ameríku til Japans. Þetta
eru runnar, sem ýmist eru lauf-
fellandi eða sígrænir. Þeir blómg-
ast margir hverjir mjög snemma,
jafnvel fyrir laufgun og sumir
hafa mjög falleg ber.
Líklega er meira en hálf öld síð-
an fyrst var farið að rækta lamba-
runna og úlfarunna (úlfaber) á Ís-
landi og nú er byrjað að rækta
þriðju tegundina, bersarunna eða
Vibrunum edule, sem ekki er
komin mikil reynsla á.
Ég hef átt bæði lambarunna og
úlfarunna í nálægt því tíu ár og
eru þeir báðir í miklu uppáhaldi
hjá mér. Lambarunninn, Vibrun-
um lantana, er lágvaxinn og til-
tölulega hægvaxinn a.m.k. í mín-
um garði, er líklega orðinn 1 m á
þessum tíu árum, en er talinn
geta náð allt að 2 m hérlendis,
þótt hann geti orðið allt að 5 m í
útlandinu. Blöðin á lambarunn-
anum eru mjög falleg, egglaga og
enda í sljóum oddi, fíntennt og dá-
lítið hrukkótt. Blöðin eru dökk-
græn á litinn, en fyrst á vorin
virðast þau nær grá, því þau eru
þakin dúnhárum bæði á efra og
neðra borði, en þegar líður á vorið
falla dúnhárin af efra borði blað-
anna. Blöðin sitja hvert gegn öðru
á greinunum, eru gagnstæð, og
blómin myndast á enda stönguls-
ins. Mér var svo sannarlega ekki
rótt í vor þegar kuldakastið kom í
byrjun maí. Það var allt farið að
lifna í garðinum og þar var úlfa-
runninn engin undantekning.
Blómhnapparnir, sem myndast
haustið áður, voru farnir að
stækka og opna sig dálítið, svo nú
bjóst ég við öllu hinu versta. En
viti menn, lambarunninn minn
bara eins og dokaði við og stóð svo
í fullum blóma í lok mánaðarins.
Blómin á lambarunn-
anum eru rjómahvít
og sitja mörg saman í
hálfgerðum sveip og
er blómskipunin oft-
ast nálægt 10 cm í
þvermál. Lamba-
runninn blómstraði
ekki fyrstu tvö árin
eftir að ég eignaðist
hann, en síðan hefur
hann blómstrað á
hverju ári og verður
fallegri og fallegri
eftir því sem árin líða.
Hann þarf trúlega
þokkalegt pláss því
greinarnar sveigjast
dálítið út. Berin á
lambarunnanum eru
mjög sérstök og falleg. Þau eru
fyrst græn á litinn, verða síðan
rauð og lokum svört þegar þau
eru fullþroskuð. Það hefur ekki
gerst enn hjá mér en hver veit
hvað gerist í haust.
Úlfarunninn, V. opulus, hefur
líka reynst mér afar vel, en að
óreyndu skyldi maður ekki ætla
að þessir tveir runnar væru ná-
skyldir, svo gjörólíkt er laufið.
Blöð úlfarunnans minna helst á
blöð af hlyni, eru sem sagt með
3–4 tenntum og yddum sepum og
eru aðeins hærð á neðra borði.
Úlfarunni blómgast seinna en
lambarunni, venjulega í júlí, og
blómskipunin er mjög sérstæð því
yst er krans af stórum hvítum
„blómum“ sem eru í rauninni um-
mynduð háblöð til þess eins að
draga athygli að blómunum sjálf-
um, sem eru mun minni og lítið
áberandi. Berin eru rauð, en ég
man ekki eftir að hafa fengið
þroskuð ber af úlfarunnanum
mínum. Úlfarunninn virðist ætla
að verða hærri en lambarunninn,
en allur þéttari og ekki eins breið-
ur. Hann hefur mjög fallega
haustliti, gula og rauðbrúna. Úlfa-
runni vex villtur í Noregi og er
þar mjög skuggaþolinn, en hér
blómstrar hann aðeins á frekar
sólríkum stöðum. Í gömlum ís-
lenskum garðyrkjubókum er mik-
ið talað um haustkal, sem ég hef
ekki orðið vör við. Líklega eru
garðyrkjustöðvarnar komnar með
harðgerðari kvæmi en áður var.
Úlfarunni og lambarunni eiga
skilið miklu meiri útbreiðslu en
þeir hafa enn hlotið og ekki spillir
fyrir að þeir virðast þola ótrúlega
vel skordýrafárið, sem hrellir svo
mörg tré og runna í görðum. Þó
er betra að velja þessum „úlfum
og lömbum“ frekar skjólríkan
stað í garðinum.
Ættkvíslin
Vibrunum
Lambarunni, Vibrunum lantana.
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
nr. 492
S.Hj.
lif
u
n
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl
númer fimm 2003
Auglýsendur!
Hafðu samband í síma 569 1111 eða
í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is
Tímaritið Lifun fylgir
Morgunblaðinu
miðvikudaginn
2. júlí.
debenhams
S M Á R A L I N D
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
D
EB
2
15
10
6/
20
03
Ilma›u
ilmvatnsdagar
í Debenhams 19. – 26. Júní
Dior Addict ilmurinn hlaut
hin virtu "Grand Prix
Avantages de la Beauté"
verðlaun fyrir framandi ilm
og glæsilega hönnun á
flösku. Af því tilefni verður
sérstakt kynningartilboð á
dömu og herra Dior
ilmum í Debenhams
vikuna 19. – 26. júní.
Tilboð:
Ef keypt er 50 ml Dior
Addict EDP fylgir annað
20 ml glas með.
Ef keypt er 100 ml Higher
After Shave Lotion fylgir
Higher Deo Stick og sápa
með.
Fullt af öðrum
skemmtilegum tilboðum.
ILMA‹U DIOR