Morgunblaðið - 20.06.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 47
DAGBÓK
EVRÓPUMÓTIÐ í Ment-
on í Frakklandi stendur nú
sem hæst, en í dag byrjar
sveitakeppni opna flokks-
ins þar sem sveit Jóns
Baldurssonar er meðal
þátttakenda. Mótið hófst á
laugardaginn með para-
sveitakeppni og síðan
paratvímenningi. Fréttir af
mótinu er hægt að nálgast
á heimasíðu Evrópusam-
bandsins, eurobridge.org.
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁG1095
♥ 2
♦ G8
♣ÁG1073
Suður
♠ D
♥ KDG9874
♦ Á10
♣542
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull 1 spaði Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Þetta spil kom upp í
parasveitakeppninni og
vafðist fyrir mörgum sagn-
hafanum. Hvernig myndi
lesandinn spila með litlum
tígli út á drottningu aust-
urs?
Ef hjartatían kemur í
mannspilin er lítil hætta á
ferðum. En það er þó
ótímabært að fara strax í
trompið. Fyrst þarf að
tryggja það að gefa ekki
nema einn svartan slag og
besta leiðin til þess er að
svína spaðadrottningu:
Norður
♠ ÁG1095
♥ 2
♦ G8
♣ÁG1073
Vestur Austur
♠ K83 ♠ 7642
♥ Á1063 ♥ 5
♦ K96542 ♦ D73
♣– ♣DD986
Suður
♠ D
♥ KDG9874
♦ Á10
♣542
Það gerði Fransmaður
að nafni Moussa Chikhi.
Síðan spilaði hann litlu
laufi að blindum og vestur
varðist vel með því að
henda tígli. Chikhi tók á
laufásinn, henti laufi í
spaðaás og trompaði
spaða. Spilaði svo tígli og
vestur mátti velja á milli
þess að spila hjarta frá
Á10xx eða tígli út í tvö-
falda eyðu! Glæsileg nýt-
ing á tromptvistinum.
Þeir sagnhafar sem
spiluðu trompi í upphafi
fóru beint einn til tvo nið-
ur.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt auðvelt með að fram-
kalla sterkar tilfinningar hjá
öðrum. Þú ert heillandi og
hefur miklar tilfinningar til
að bera. Það er líkt og þú
getir galdrað.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Án þess að leggja nokkuð á
þig heillar þú alla sem á vegi
þínum verða í dag. Þér ratast
ávallt rétt orð í munn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú gætir notið örlætis ann-
arra í dag. Eins gætir þú sýnt
af þér mikla gjafmildi. Það
skiptir ekki máli hvort gerist.
Þú munt njóta hamingju.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur til samkenndar
með fólki í fjarlægum löndum
og öðrum menningarheimum.
Ástæða þess er sú að þú
þekkir þjáningu þeirra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Á þinn hægláta hátt reynir
þú að bjarga heiminum í dag.
Veittu þeim hjálparhönd sem
þarfnast þess.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Samtöl við vini og vanda-
menn eru innileg og djúp í
dag. Ást og ósérhlífni er í há-
vegum höfð. Þetta er
ánægjulegt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Öll vinna tengd efnum, lyfj-
um, gasi og olíu mun ganga
vel í dag. Í raun gætir þú
margfaldað tekjur þínar eða
bætt orðspor þitt á einhvern
hátt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er fullkominn dagur til
þess að hlaupast á brott –
einkum til þess að fara í frí.
Þú æskir þess að komast frá
skuldbindingum og gömlum
vana.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú gætir fengið yndislega
gjöf í dag. Gjöfin gæti verið
tákngervingur ástar eða
aðdáunar. Hvað sem því líður
skaltu líta á þetta sem for-
réttindi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Samræður í dag kunna að
snúast um draumóra og
óraunhæf markmið. Ekki
hafa áhyggjur af þessu. Sum-
ir dagar eru svona.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú munt væntanlega vera í
stöðu til þess að ráðleggja
eða aðstoða samstarfsfólk í
dag. Reyndu ekki að sýna
mikilvægi þitt, hjálpaðu frek-
ar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Fátt annað en skemmtun
kemst að hjá þér í dag. Un-
aður, rómantík og flótti frá
hversdagslegum viðfangs-
efnum eru þín helstu mark-
mið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Staða himintunglanna gerir
það að verkum að dagurinn
verður með rólegasta móti.
Farðu þér hægt og vertu ekki
með neinar kúnstir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
HLUTAVELTUR
Þessi duglega stúlka,
Hrafndís Brá Heimisdóttir
úr Þykkvabæ, efndi til
hlutaveltu og seldi myndir
sem hún málaði sjálf. Hún
safnaði kr. 8.614 sem hún
gaf til Lundar, hjúkrunar-
og dvalarheimilis aldraðra
á Hellu.
Þau Stefán Atli Rúnarsson og Árdís Eva Friðriksdóttir
héldu tombólu í Spönginni nýverið og söfnuðu kr. 3.218 til
styrktar Barnaspítala Hringsins.
NÓTTIN HEIÐNA
Vestrið er fullt af vetrardraumum,
voldugt og logagyllt,
andvari berst frá Atlantshafi,
austrið er rökkurmilt.
Ég krossfesti kristnar dyggðir
í kvöld, þegar hnígur sól,
því hamingja mín er heiðin og villt.
– Nú húmar við norðurpól.
Ég geng eftir steinlögðum strætum og torgum,
stefni í vesturátt.
Í gegnum háreysti og glamur kvöldsins
ég greini minn æðaslátt.
Ég smýg inn í hús þitt og hlusta –
heyri þinn andardrátt.
Það er vetrarnótt og vestrið er orðið
viðkvæmt og skuggablátt.
Guðmundur Daníelsson.
LJÓÐABROT
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Bxc6 dxc6 5. 0–0 f6 6. d4
exd4 7. Rxd4 c5 8. Re2 Dxd1
9. Hxd1 Bd7 10. Bf4 0–0–0
11. Rbc3 Re7 12. Bg3 Rg6
13. Rd5 Re5 14. f4 Rc4 15.
b3 Bg4 16. He1 Ra3 17.
Hac1 c4 18. Bf2 Bd6 19.
Rec3 c6 20. Rb6+ Kb8 21.
e5 fxe5 22. fxe5 Bb4 23. He3
Bf5 24. Re4
Staðan kom upp
á Evrópu-
meistaramóti ein-
staklinga sem lauk
fyrir skömmu í
Istanbúl. Finnski
alþjóðlegi meist-
arinn Sampsa
Nyysti (2.429)
hafði svart gegn
Ingvari Ásmunds-
syni (2.327). 24 …
Rxc2! 25. He2 25.
Hxc2 gekk ekki
upp vegna 25 …
Hd1+ og svartur
vinnur. Í fram-
haldinu reyndist
hvíta staðan einnig vonlítil.
25 … cxb3 26. axb3 Rd4 27.
He3 Bxe4 28. Hxe4 Rxb3
29. Hb1 Bc5 30. Bxc5 Rxc5
31. Hc4 Re6 32. Hcb4 Hhf8
33. Rc4 b5 34. Rd6 Kc7 35.
Hc4 c5 og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Þessar stúlkur, Kristín Björg Sverrisdóttir og Þuríður
Lilja Valtýsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 3.400 til
styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa
að berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
KIRKJUSTARF
GÖNGUFERÐ innan sóknarmarka
og grillveisla verður laugardaginn
21. júní kl. 16–20 frá Íþróttamið-
stöðinni.
Farið verður frá Haukahúsinu
um Hraunavelli, Grísanes, Hellis-
dal, Ásflatir um Skarð og með
Ástjörn. Áætlaður göngutími 1–2
klst. í rólegri göngu. Striga- eða
léttir gönguskór og klæðnaður
eftir veðri.
Leiðsögumaður er Jónatan
Garðarsson, formaður sóknar-
nefndar Ástjarnarsóknar.
Að göngu lokinni er grillveisla í
Haukahúsinu, 2. hæð. Þátttak-
endur eru beðnir að hafa með sér
grillmeti, en drykkir, salat og
kartöflur eru í boði sóknar-
nefndar. Grillmeistari er sr. Carl-
os Ferrer sóknarprestur. Sam-
söngur undir stjórn Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur, tónlistarstjóra
Ástjarnarkirkju.
Ástjarnarkirkja
– gönguferð og
grillveisla
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl.
11:00. Bænastund alla þriðjudaga
kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólar-
hringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóa-
markaður frá kl. 10–18 í dag. Ath.
síðasta skipti fyrir sumarfrí.
Kirkja sjöunda dags aðventista.
Samkomur laugardag:
Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Bibl-
íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður Ólafur Kristinsson.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður Gavin Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi.
Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Ara-
son.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum. Biblíufræðsla/guðs-
þjónusta kl. 10.30. Ræðumaður
Amicos og Sigríður Kristjánsdóttir.
Biblíurannsókn og bænastund á
sunnudögum kl. 13.
Safnaðarstarf
Fjármögnun - sérverslun
Óskum eftir fjármögnunaraðila/meðeigendum við opnun stórrar sérversl-
unar með gífurlega framtíðar- og vaxtarmöguleika. Viðskiptahugmyndin
og uppdráttur liggur fyrir ásamt vöruumboðum og vörum sem hafa sannað
sig nú þegar á íslenskum markaði. Til greina kemur fyrir rétta aðila að
kaupa reksturinn og viðskiptatækifærið í heild sinni.
Áhugasamir sendi svar á augldeild Mbl., merkt: „Tækifæri - 13808“