Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 48
ÍÞRÓTTIR 48 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20 maí kl 20.00 mfl . kv. STJARNAN - Njarðvík Mætum öll á völlinn og styðjum Stjörnuna S T J Ö R N U V Ö L L U R 1 . d e i l d FÓLK  HALLA Jóhannesdóttir körfu- knattleikskona sem lék með KR- ingum á síðustu leiktíð og var kjör- in efnilegasti leikmaður liðsins hef- ur ákveðið að ganga í sitt gamla félag, ÍR, og mun leika með liðinu á komandi leiktíð.  HJALTI Kristjánsson, fyrirliði 1. deildarliðs Breiðabliks í knatt- spyrnu, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla í hné. Blik- ar verða því án hans og Árna Kristins Gunnarssonar, sem er í banni, þegar þeir mæta HK í Kópa- vogsslag í 1. deildinni í kvöld.  JÓHANN Helgi Aðalgeirsson er kominn aftur í raðir úrvalsdeild- arliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Hann hefur verið í láni hjá 2. deild- arliði Sindra frá byrjun tímabils- ins.  BJARNI Þorsteinsson er einn af sjö leikmönnum norska knatt- spyrnufélagsins Molde sem er með lausan samning að tímabilinu loknu og getur farið frá félaginu án greiðslu eftir næstu mánaðamót. Jákup Mikkelsen, landsliðsmark- vörður Færeyja, er einnig einn sjö- menninganna. Mikkelsen fer að líkindum til Danmerkur en nokkur úrvalsdeildarlið þar eru að leita að markverði.  ESPEN Silseth, framkvæmda- stjóri Molde, segir að félagið hafi rætt við flesta af þessum leik- mönnum en það sé ekki lengur sjálfgefið að öllum verði boðinn nýr samningur. Bjarni hefur leikið níu af tíu leikjum Molde í úrvalsdeild- inni í ár, átta þeirra í byrjunarliði, en hann er nú sitt þriðja tímabil í herbúðum félagsins. gær en Stjarnan situr á botni 1. deildar. Þingmaðurinn Bjarni Benedikts- son, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, er ánægður með nið- urstöðu mála. „Það var sameig- inleg niðurstaða þjálfaranna og meistaraflokksráðsins að það væri skynsamlegt að fá Ragnar til starfa. Þetta er í mikilli sátt við þjálfarana og við erum mjög ánægðir að hafa fengið Ragnar til starfa. Valdi og Rúni eru báðir spilandi þjálfarar og vilja geta tekið fullan þátt í æfingunum og nú geta þeir það,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við Morg- unblaðið. RAGNAR Gíslason, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, hefur ver- ið ráðinn sem þriðji þjálfari meist- araflokks Stjörnunnar í knatt- spyrnu. Valdimar Kristófersson, þjálfari Stjörnunnar, og aðstoð- armaður hans, Rúnar Páll Sig- mundsson munu ásamt Ragnari vera við stjórnvölinn hjá Stjörn- unni. „Ég, Valdi og Rúni munum stilla upp liðinu fyrir leiki liðsins í sam- einingu en ég mun stýra æfingum hjá liðinu. Leikmenn liðsins verða að gjöra svo vel að taka sig saman í andlitinu og leika af krafti það sem eftir er sumars,“ sagði Ragn- ar í samtali við Morgunblaðið í Þriðji þjálfarinn hjá Stjörnunni MANCHESTER United hefur tit- ilvörnina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á heimavelli sínum, Old Trafford, laugardaginn 16. ágúst í leik á móti grönnum sínum í Bolton. Með Guðna Bergsson inn- anborðs hafði Bolton betur á Old Trafford á síðustu leiktíð, 1:0, með marki Kevins Nolans svo líklega vilja ensku meistararnir ná fram hefndum. Arsenal á sömuleiðis heimaleik en liðið tekur á móti Everton á Highbury. Stórleikur verður á An- field þegar heimamenn í Liverpool fá Eið Smára Guðjohnsen og fé- laga í Chelsea í heimsókn en liðin áttust við í úrslitaleik um Meist- aradeildarsæti á Stamford Bridge í lokaumferð deildarinnar í maí þar sem Chelsea-menn fögnuðu sigri. Leikirnir í 1. umferðinni 16. ágúst eru annars þessir: Arsenal – Everton Birmingham – Tottenham Blackburn – Wolves Charlton – Man. City Fulham – Middlesbrough Leeds – Newcastle Leicester – Southampton Liverpool – Chelsea Man. Utd. – Bolton Portsmouth – Aston Villa. Í 2. umferðinni sem er á dagskrá 23. ágúst mætast: Aston Villa – Liverpool Bolton – Blackburn Chelsea – Leicester Everton – Fulham Man. City – Portsmouth Middlesbrough – Arsenal Newcastle – Man. Utd. Southampton – Birmingham Tottenham – Leeds Wolves – Charlton  Manchester United og Arsenal mætast á Old Trafford 20. sept- ember og á Highbury 27. mars 2004. Titilvörn Manchester United hefst gegn Bolton Borgvardt vekur áhuga ALLAN Borgvardt, danski framherjinn hjá FH-ingum, hefur slegið í gegn með Hafnarfjarðarliðinu í upphafi Íslandsmótsins og er frammistaða hans farin að vekja áhuga erlendra liða. Borgvardt, sem er 23 ára gamall og kom til FH-inga í vor ásamt landa sínum Tommy Nielsen, hefur skorað þrjú mörk fyrir FH-inga og gert mik- inn usla í vörnum andstæðinganna. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Lokeren í Belgíu og Stoke City hafi sýnt Borgvardt áhuga og fleiri erlend félög hafa sett sig í samband við umboðsmann hans. Borgvardt kom til FH frá danska úrvalsdeildarliðinu AGF þar sem samningur hans var útrunninn en verði úr að hann semji við annað lið verður hann að gera það fyrir 1. september en þá verður lokað fyrir félagaskipti. Eftir leikinn á móti Litháum fór-um við að hugsa hvort ekki væri rétt að endurskoða þessa ákvörðun í ljósi þess að við vorum með tvo mjög hæfa þjálfara sem hefur gengið mjög vel að vinna saman og hafa góð áhrif á liðið og leikmenn þess. Stjórnin ræddi þessi mál fram og til baka og hún fól mér að ganga til samn- ingaviðræðna við þá. Ég sagði á fréttamannafundinum í maí að við gerðum okkur strax grein fyrir því að það yrði erfitt að finna hæfan mann sem við réðum við peninga- lega. Ég þreifaði aðeins á þjálf- aramarkaðnum ytra og það sem mér fannst spennandi var einfald- lega allt of kostnaðarsamt,“ sagði Eggert við Morgunblaðið. Eggert segist bera miklar vænt- ingar til þeirra Ásgeirs og Loga. „Ég hef fylgst grannt með vinnu- brögðum þeirra og það hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá breyt- inguna á liðinu. Ekki bara á spila- mennskunni heldur hafa þeir sér- lega góð áhrif á hópinn.“ Ásgeir hefur verið svokallaður tæknilegur ráðgafi landsliðsins. Fyrst hjá Guðjóni og síðan Atla og einnig sem landsliðsnefndarmaður. Telur þú að hann geti komið með eitthvað nýtt inn í landsliðið? „Ég held að Ásgeir hafi aldrei skipt sér beint af málunum heldur var hann bakvið tjöldin. Hans skoðun var alltaf sú að þjálfarinn réði alfarið öllu varðandi liðið og val þess og ég varð aldrei var við að hann gripi inn í. Hann hefur hins vegar öðlast mikla reynslu af að geta horft hlutlaust á þetta og bæði það og hans gríðarlega reynsla eftir áralanga atvinnu- mennsku getur ekki annað en hjálpað til. “ Þú réðst Loga sem landsliðs- þjálfara 1995 en varð síðan að segja honum upp tæpum tveimur árum síðar. Er ekki svolítið und- arlegt að vera í þeirri stöðu nú að ráða hann í annað sinn? „Mér finnst bara mjög ánægju- legt að gera það. Mér bar sem for- maður að taka þá ákvörðun í sam- ráði við stjórn KSÍ að víkja Loga frá vegna slaks árangurs landsliðs- ins. Það var alls ekki létt verk og tók mikið á en hvað okkur Loga varðar þá höfum við alltaf hvað hvor fyrir sig stendur. Ég hef allt- af vitað að Logi væri hæfur þjálf- ari þó svo hann hafi ekki náð ár- angri á þeim tíma með landsliðið. Síðan þá hefur hann öðlast dýr- mæta reynslu og lært af því að hafa verið landsliðsþjálfari og séð svona eftir á kannski hvað hefði átt að vera öðruvísi. Logi kemur sterkari til leiks núna og ég fagna því að hann hafi sýnt og sannað að hann hafi átt rétt á að koma inn í þetta aftur.“ Eggert segist ekki gera neinar sérstakar kröfur til þeirra Loga og Ásgeirs hvað riðlakeppni EM varð- ar. „Síðustu leikir hafa gengið mjög vel og okkar von er að gengi liðsins haldi svona áfram. Við get- um gert kröfur um að liðið vinni Færeyinga en það er ekkert sjálf- gefið eins og úrslitin í riðlinum hafa sannað. Ef það kemur upp að við vinnum í Færeyjum skjótumst við í toppsætið og erum þá komnir í ævintýralega stöðu fyrir leikina við Þjóðverja í haust. “ Eggert segir mikinn létti fyrir sig að vera búinn að ganga frá þjálfaramálunum og ekki síður að landsliðið er komið á rétta sporið á nýjan leik. „Ég tel draumastöðu fyrir KSÍ að hafa getað klárað þetta mál með því að fá þá Loga og Ásgeir til starfans og tel að þetta hafi verið besti kosturinn í stöðunni,“ segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Besti kosturinn Morgunblaðið/Arnaldur Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson stýra landsliðinu í knattspyrnu næstu ár og þar með hefur KSÍ horfið frá þeirri ætlun sinni að ráða útlending í stað Atla Eðvaldssonar. Á BLAÐAMANNAFUNDI sem KSÍ efndi til í kjölfar afsagnar Atla Eðvaldssonar í byrjun síðasta mánaðar tilkynnti Eggert Magn- ússon, formaður KSÍ, að hann hefði fengið umboð stjórnar KSÍ til að leita erlendis að nýjum þjálfara. Á sama fundi var til- kynnt að Ásgeir Sigurvinsson hefði verið ráðinn landsliðs- þjálfari tímabundið. Skömmu síðar var Logi Ólafsson ráðinn við hlið Ásgeirs. Í fyrradag greindi formaðurinn svo frá því að leitinni erlendis væri lokið – Ásgeir og Logi yrðu landsliðs- þjálfarar til haustsins 2005. Eftir Guðmund Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.