Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 50
ÍÞRÓTTIR
50 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
Hásteinsvöllur: ÍBV - FH..........................20
1. deild karla:
Akureyrarvöllur: Þór - Víkingur R...........20
Kópavogsvöllur: Breiðablik - HK .............20
Keflavík: Keflavík - Leiftur/Dalvík ..........20
Stjörnuvöllur: Stjarnan - Njarðvík...........20
2. deild karla:
Helgafellsvöllur: KFS - Fjölnir ................20
Þróttarvöllur: Léttir - Tindastóll..............20
3. deild karla:
Skallagrímsvöllur: Skallagrímur - Númi .20
Sandgerðisvöllur: Reynir S. - Leiknir R. .20
Tungubakkavöllur: ÍH - Freyr .................20
Grýluvöllur: Hamar - Ægir .......................20
Árskógsstrandarv.: Reynir Á. - Neisti H.20
Blönduósvöllur: Hvöt - Vaskur .................20
Vopnafjarðarvöllur: Einherji - Höttur.....20
Eskifjarðarv.: Fjarðabyggð - Leiknir F ..20
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla
Landsbankadeild
ÍBV - Fram ................................................5:0
Staðan:
KR 5 3 1 1 6:6 10
Fylkir 5 3 0 2 9:4 9
ÍBV 5 3 0 2 11:7 9
Þróttur R. 5 3 0 2 8:7 9
KA 5 2 2 1 8:6 8
FH 5 2 2 1 7:5 8
ÍA 5 1 3 1 5:4 6
Valur 5 2 0 3 7:9 6
Grindavík 5 1 0 4 5:10 3
Fram 5 0 2 3 4:12 2
Markahæstir:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 7
Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 4
Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 3
Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 3
Hreinn Hringsson, KA ............................... 3
Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 3
Sören Hermansen, Þróttur R. ................... 3
1. deild karla
Afturelding - Haukar...............................2:1
Henning E. Jónasson 41., Sturla Guðlaugs-
son 50. - Baldur Guðmundsson 85.
Staðan:
Víkingur R. 5 3 2 0 7:2 11
Þór 5 3 1 1 12:9 10
Keflavík 4 3 0 1 11:6 9
HK 5 2 2 1 6:3 8
Afturelding 6 2 2 2 6:9 8
Njarðvík 5 2 1 2 9:8 7
Haukar 5 1 2 2 5:8 5
Leiftur/Dalvík 5 1 1 3 5:8 4
Breiðablik 5 1 1 3 4:7 4
Stjarnan 5 0 2 3 5:10 2
2. deild karla
Víðir - Selfoss ............................................0:2
- Jón Sveinsson, Valgeir Reynisson.
Staðan:
Völsungur 5 5 0 0 23:6 15
Selfoss 6 4 1 1 15:6 13
ÍR 5 3 0 2 11:7 9
Fjölnir 5 3 0 2 12:11 9
KS 5 3 0 2 11:10 9
Víðir 6 3 0 3 8:9 9
KFS 5 2 0 3 11:17 6
Tindastóll 5 1 0 4 10:16 3
Léttir 5 1 0 4 5:17 3
Sindri 5 0 1 4 3:10 1
3. deild karla A
Drangur - Víkingur Ó. ..............................0:5
Staðan:
Víkingur Ó 4 4 0 0 15:1 12
Skallagr. 4 3 0 1 11:6 9
Númi 3 2 1 0 9:5 7
Bolungarvík 4 2 0 2 4:8 6
Grótta 5 1 1 3 8:9 4
Deiglan 4 1 0 3 5:8 3
BÍ 3 1 0 2 4:9 3
Drangur 5 1 0 4 4:14 3
Efsta deild kvenna
Landsbankadeild
Stjarnan - KR ............................................0:3
Ásthildur Helgadóttir 57., 90, Þórunn
Helgadóttir 58.
Valur - Breiðablik.....................................1:2
Laufey Ólafsdóttir 32. - Ólína G. Viðars-
dóttir 15., Eyrún Oddsdóttir 63.
Staðan:
KR 6 5 1 0 29:3 16
Valur 6 4 1 1 17:8 13
ÍBV 5 4 0 1 23:7 12
Breiðablik 6 4 0 2 18:14 12
Stjarnan 6 2 0 4 9:13 6
FH 5 1 0 4 3:13 3
Þór/KA/KS 6 1 0 5 4:19 3
Þróttur / Haukar 6 1 0 5 6:32 3
Álfukeppnin
B-riðill:
Tyrkland - Bandaríkin.............................2:1
Okan Yilmaz 38., Sanli Tuncray 69. - DaM-
arcus Beasley 35.
Brasilía - Kamerún...................................0:1
- Samuel Etoo 83.
Svíþjóð
Öster - Örgryte......................................... 1:2
Atli Sveinn Þórarinsson lék síðustu 3
mínúturnar með Örgryte.
ÍSLANDSMÓTIÐ í holukeppni, sem
jafnframt er þriðja mótið á Toyota-
mótaröðinni, verður haldið á
Hólmsvelli í Leiru um helgina og
hefst í dag en á sunnudaginn kemur
í ljós hver fagnar Íslandsmeist-
aratitlinum, bæði í kvenna- og
karlaflokki. Núverandi meistarar
ætla báðir að freista þess að verja
titilinn, Guðmundur Ingvi Ein-
arsson og Herborg Arnarsdóttir, en
þau eru bæði í Golfklúbbi Reykja-
víkur.
Keppendur verða 90 talsins, 75
karlar og fimmtán konur, og verð-
ur fyrst leikin 36 holu forkeppni,
síðan fara 16 efstu í útslátt-
arkeppni, og svo koll af kolli þar til
einn stendur uppi sem sigurvegari í
hvorum flokki. Sérlega skemmti-
legt fyrirkomulag og þægilegt fyrir
áhorfendur.
Búast má við mjög jafnri og
skemmtilegri keppni, bæði hjá körl-
unum og konunum á fyrstu tveimur
mótunum í Toyota-mótaröðinni
hafa nokkrir lítt þekktir kylfingar
kvatt sér hljóðs og má þar fyrstan
nefna Heiðar Davíð Bragason, GKj,
sem hefur leikið mjög vel í sumar.
Heimamennirnir Helgi Birkir Þór-
isson og Örn Ævar Hjartarson gefa
ekkert eftir á heimavelli sínum og
fleiri mætti nefna sem teljast geta
líklegir til afreka í Leirunni um
helgina. Meistarinn frá síðasta ári,
Guðmundur Ingvi, mætir til leiks
og atvinnukylfingurinn Ólafur Már
Sigurðsson úr Keili tekur þátt í sínu
fyrsta móti hér á landi í sumar.
Einnig er rétt að nefna Sigurpál
Geir Sveinsson, Íslandsmeistarann í
höggleik, en hvorki Birgir Leifur
Hafþórsson né Björgvin Sig-
urbergsson verður með að þessu
sinni.
Áhuginn er mikill á þessu móti og
má sem dæmi nefna að þegar
skráningu lauk var hæsta forgjöf
hjá körlunum 4,1 og 25 kylfingar á
biðlista eftir að komast að.
Baráttan í kvennaflokki verður
eflaust líka mjög hörð þó svo að
stúlkurnar séu talsvert færri.
Meistarinn frá því í fyrra, Herborg
Arnarsdóttir úr GR, er mætt til
leiks á ný eftir barneignarfrí og má
fastlega reikna með að hún verði
með í baráttunni um efsta sætið.
Anna Lísa Jóhannsdóttir og Ragn-
hildur Sigurðardóttir, báðar úr GR
eins og Herborg, mæta einnig
ákveðnar til leiks og annar reynslu-
bolti, Þórdís Geirsdóttir úr Keili,
lætur sig ekki vanta. Þá eru ótaldar
stúlkurnar skemmtilegu úr GKj,
Helga Rut Svanbergsdóttir, Nína
Björk Geirsdóttir og Katrín Dögg
Hilmarsdóttir.
Spennandi barátta í holu-
keppninni í Leirunni
Það dugði Haukum lítt að haldaboltanum er þeir sóttu Aftur-
eldingu heim í gærkvöld því þegar
þeir sofnuðu á verð-
inum var þeim refs-
að rækilega og Aft-
urelding vann 2:1.
Sigurinn skilar Mos-
fellingum upp fyrir Hauka í 5. sæti
deildarinnar en Hafnfirðingar fær-
ast niður um eitt, fara í 7. sætið.
„Við ætluðum að fá stig því annað
hvort beið okkar botninn eða efri
hluti deildarinnar,“ sagði Magnús
Einarsson, fyrirliði Aftureldingar,
eftir leikinn en hann stóð í ströngu í
lokin. „Við ætluðum að sækja en
Haukar eru með spilandi lið og voru
betri í fyrri hálfleik en við nýttum
hins vegar færin okkar. Við færðum
okkur aftar eftir að við skoruðum,
við gerum það oft og verðum að
vinna okkur út úr því.“
Heldur lá á heimamönnum fram
eftir fyrri hálfleik en það dugði
skammt því færin létu á sér standa.
Um miðjan hálfleik slökuðu Hafn-
firðingar á klónni og heimamenn
komust inn í leikinn en þegar gest-
irnir tóku aftur við sér gleymdu þeir
sér stundarkorn í vörninni og Henn-
ing E. Jónasson koma Mosfellingum
í 1:0 eftir snaggaralega sókn.
Áður en gestirnir voru búnir að
setja sig í stellingar eftir hlé bætti
Sturla Guðlaugsson við marki fyrir
Mosfellinga eftir góðan undirbúning
Þorvaldar Más Guðmundssonar.
Það sló Hauka útaf laginu og þótt
þeim tækist að halda boltanum á
miðjunni var lítil yfirvegun í sókn-
inni enda varnarmenn Afturelding-
ar þar fastir fyrir. Fimm mínútum
fyrir leikslok minnkaði Baldur Guð-
mundsson muninn með marki úr
aukaspyrnu og viðkomu í varnar-
veggnum svo að félagar hans tóku
viðbragð en vörn Mosfellinga stóðst
áhlaupin.
Maður leiksins: Magnús Einars-
son, Aftureldingu.
Mosfellingar stóðust áhlaupin
Stefán
Stefánsson
skrifar
Leikurinn var mjög kaflaskiptur,fyrri hálfleikur var mjög fjör-
ugur og bæði lið fengu mörg góð
marktækifæri, en sá
síðari var frekar ró-
legur og fá mark-
tækifæri litu dagsins
ljós. Í fyrri hluta
fyrri hálfleiks voru það Blikarnir
sem réðu ferðinni og náðu foryst-
unni á 15. mínútu þegar Ólína G.
Viðarsdóttir skoraði eftir að Guð-
björg Gunnarsdóttir, markvörður
Vals, náði ekki að halda boltanum
eftir aukaspyrnu Margrétar Ólafs-
dóttur. Frekar klaufaleg mistök hjá
Guðbjörgu.
Stuttu eftir markið tóku Vals-
stúlkur völdin á vellinum og jöfnuðu
metin á 33. mínútu þegar Laufey
Ólafsdóttir skoraði fallegt mark.
Rakel Logadóttir fékk tvö góð
marktækifæri til að koma Val yfir
undir lok fyrri hálfleiks en misnotaði
þau bæði.
Síðari hálfleikur byrjaði mjög ró-
lega og ekkert markvert gerðist fyrr
en á 60. mínútu en þá fékk Rakel
Logadóttir enn eitt færið til að skora
en skaut naumlega framhjá úr góðu
færi. Aðeins þremur mínútum síðar
skoruðu Blikar sigurmarkið. Mar-
grét Ólafsdóttir náði knettinum eftir
slæm mistök hjá Valsstúlkum og
hún brunaði upp hægri kantinn og
sendi knöttinn á Eyrúnu Oddsdóttur
sem renndi knettinum örugglega í
markið. Undir lok leiksins fékk Val-
ur tækifæri til að jafna metin og var
það engin önnur en Rakel Logadótt-
ir sem fékk fjórða góða færið sitt en
sem fyrr náði hún ekki að skora.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari
Breiðabliks, var kátur eftir leikinn
þegar Morgunblaðið náði tali af hon-
um. „Við litum á þennan leik sem
bikarúrslitaleik og nú munar aðeins
einu stigi á okkur og Val. Við ætlum
okkur að vera í toppbaráttunni en ef
við hefðum tapað í kvöld hefðum við
verið allt of langt í burtu frá topp-
liðunum. Stelpurnar stóðust álagið
og stóðu sig vel á baráttudegi
kvenna.“
Pála M. Einarsdóttir var sterkust
í liði Vals og steig ekki feilspor í
vörninni en hún var mjög svekkt eft-
ir leikinn. „Þetta var virkilega
svekkjandi, við fengum fullt af fær-
um og hefðum átt að nýta þau og
sigra í þessum leik. Við megum hins-
vegar ekki láta þessi úrslit slá okkur
út af laginu og við verðum að mæta
ákveðnar til leiks í alla leikina sem
við eigum eftir,“ sagði Pála í samtali
við Morgunblaðið eftir leikinn.
KR enn í toppsætinu
KR sigraði Stjörnuna nokkuðörugglega í gærkvöldi í Garða-
bænum með þremur mörkum gegn
engu. KR-ingar tóku
öll völd strax í upp-
hafi leiksins gerðu
sig líklega til þess að
valta yfir Stjörnu-
stúlkurnar. Leikmenn Stjörnunnar
komust vart fram yfir miðju en það
var sama hvað KR-stúlkurnar
reyndu, þær áttu í miklum erfiðleik-
um með að finna veikan blett á varn-
arleik Garðbæinganna. Stjarnan lék
varnarleik sinn það vel að KR náði
ekki að skapa sér teljandi færi í fyrri
hálfleik. Lilja Dögg Valsdóttir í liði
Stjörnunnar var með Ásthildi
Helgadóttur KR-ing í gjörgæslu,
sem varð til þess að sóknarleikur
KR-inga var bitlausari en þeir eiga
að venjast. Fyrri hálfleikur var því
ansi bragðdaufur og þegar flautað
hafði verið til leikhlés hafði hvorugu
liðinu tekist að skora.
Seinni hálfleikur hófst á svipuðum
nótum og sá fyrri hafði spilast.
Stjarnan varðist á mörgum leik-
mönnum en KR stjórnaði leiknum
og sótti án þess að skapa sér hættu-
leg færi. Lilja Dögg fékk gult spjald
snemma í hálfleiknum sem varð til
þess að það losnaði aðeins um Ást-
hildi og þar með sóknarleik KR-
inga. Varnarstífla Stjörnunnar brast
loks eftir 56 mínútur þegar Ásthild-
ur skallaði knöttinn í mark Stjörn-
unnar eftir aukaspyrnu Eddu Garð-
arsdóttur. Þórunn Helgadóttir var
svo á ferðinni mínútu síðar og kom
gestunum í tveggja marka forystu.
Við það sat allt þar til á 90. mínútu
þegar Ásthildur kórónaði ágætan
leik sinn með glæsilegu marki. Hún
tók knöttinn tók á bringuna við
miðjuhringinn eftir útspark Stjörn-
unnar og skaut honum viðstöðulaust
af um 40 metra færi í stöng og í
mark Stjörnunnar. Sanngjarn 0:3
sigur KR varð því niðurstaðan.
Blikar sóttu öll
stigin til Vals
BREIÐABLIK sigraði Val, 1:2, á Hlíðarenda, í úrvalsdeild kvenna í
gærkvöld. Með sigrinum eru Blikastúlkur komnar með 12 stig, að-
eins einu stigi á eftir Valsstúlkum sem eru í öðru sæti deildarinnar.
Atli
Sævarsson
skrifar
Benedikt Rafn
Rafnsson
skrifar
SPÆNSKI landsliðsmaðurinn
Guti sem leikur með Real Madrid
hefur látið þá skoðun í ljós að með
kaupunum á David Beckham eigi
hann litla framtíð hjá Madridliðinu.
Guti segist vilja róa á önnur mið
enda sé landsliðsferill sinn í hættu ef
hann fær ekki að spila nægilega mik-
ið með Real Madrid.
HOLLENSKI tenniskappinn
Richard Krajicek hefur neyðst til að
leggja tennisspaðann á hilluna vegna
þrálátra meiðsla í olnboga. Krajicek
hefur lengi verið í fremstu röð tenn-
ismanna og hápunkturinn á ferli
hans var þegar hann sigraði á
Wimbledon-mótinu árið 1996.
TIM Howard, landsliðsmarkvörð-
ur Bandaríkjanna í knattspyrnu, er
líklega á leið til Manchester United í
ensku úrvalsdeildinni. Howard er 24
ára gamall og talið er að Manchester
United þurfi að borga um 1,5 millj-
ónir punda fyrir Howard.
MÓNAKÓ, sem hafnaði í öðru sæti
frönsku 1. deildarinnar í knatt-
spyrnu í vor, hefur fengið leyfi til að
halda áfram keppni í deildinni.
Franska knattspyrnusambandið úr-
skurðaði fyrir skömmu að Mónakó
skyldi fellt niður í 2. deild vegna fjár-
hagslegra örðugleika. Félagið frá
furstadæminu áfrýjaði þeim úr-
skurði og hafði sitt í gegn.
FÓLK
RÓSA Júlía Steinþórsdóttir,
landsliðskona í knattspyrnu,
leikur hvorki með Val né
landsliðinu það sem eftir er
ársins. Rósa hefur tilkynnt fé-
lögum sínum í Val að hún sé
ófrísk og þar með komin í frí
frá knattspyrnunni fram í jan-
úar. Rósa lék alla leiki lands-
liðsins á síðasta ári og spilaði
sinn 24. landsleik í febrúar
þegar Ísland lék gegn Banda-
ríkjunum. Hún er einn reynd-
asti leikmaður Vals með 107
leiki að baki í úrvalsdeildinni.
Rósa ekki
meira
með í ár