Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 20.06.2003, Síða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Hver var Lárus? Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is. Sími 577 1111 Tónleikar 21. júní Flugdrekadagur 22. júní Ganga um Elliðaárdal 23. júní Ganga í Viðey 24. júní Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal (gegnt gömlu rafstöðinni) er opið sunnudag frá kl. 15-17 og eftir samkomulagi í síma 567 9009. Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1. sept. 2003. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Íslensk samtímaljósmyndun (opnar 21.6.) , Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Sýningar: Brýr á þjóðvegi 1 Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1. Hvað viltu vita? Sögusýning um Breiðholtið. Jón Ólafsson sýnir í Félagsstarfi. Lokað um helgar frá 31. maí - 1. sept. www.gerduberg.is s. 563 1717 BÆKUR Í FRÍIÐ til að lesa úti í sólinni eða inni í rigningunni. Hugmyndir að sumarlestri á heimasíðu Borgarbókasafns www.borgarbokasafn.is lau 21. júní kl. 21, Félagsh. Herðubreið Seyðisfirði. Forsala á Seyðisfirði í síma: 8617789 www.sellofon.is Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 21/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT Sun 22/6 kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT ATHUGIÐ SÍÐUSTU SÝNINGAR FORSÝN. ÞRI. 24/6 miðav. 1.500 ÖRFÁ SÆTI FORSÝN. MIÐ. 25/6 miðav. 1.500 UPPSELT FRUMSÝN. FIM. 26/6 - KL. 20.00 UPPSELT 2. LAU. 28/6 - KL. 15.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SUN. 29/6 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. FIM. 3/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. FÖS. 4/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. SUN. 6/7 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fjölbreyttur sérréttamatseðill Sérsalur fyrir hópa leitið tilboða Eldhúsið er opið 11.30 til 23.00 Borðapantanir í síma 568-0878 STEFÁN Magnússon er á leiðinni til ömmu sinnar þegar blaðamaður nær í hann. Það er kannski ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar hlustað er á þrælpönkuð lögin á nýju plötu hljómsveitarinnar Dys og heyrir lög eins og „Spörkum á móti“ og „Rotten to the core“. Stefán er samt, eins og hinir meðlimir hljóm- sveitarinnar, mesti rólyndismaður. „Maður hugsar vel um fólkið sitt,“ segir hann og hlær að viðmæland- anum sem átti helst von á að hitta fyrir einhvers konar Sid Vicious- týpu. Dys heldur í kvöld útgáfutónleika vegna nýju plötunnar, Ísland brenn- ur, í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Með í för verða I Adapt, Hrafnaþing og Hryðjuverk. Bandið er sett sam- an af mönnum úr ýmsum áttum – státar meðal annars af meðlimum sem eru eða hafa verið í Forgarði helvítis, Hljómsveit Íslands, Fimmtu herdeildinni og Unun. Þau nefnast Siggi pönk, Heiða, Elvar, Loftur og loks Stefán, þau fimm sem að bandinu standa í dag. „Bandið hóf að myndast þegar Siggi og Elvar voru að kjafta sig saman um að fara að spila pönk,“ segir Stefán. „Svo var ég tekinn inn í það líka og þetta þróaðist þaðan. Við vorum að berja okkur saman þarsíðasta vetur en gerðum lítið það sumarið en síðan tók fyrravetur við. Heiða kom inn og allt fór á fullt.“ Dys hefur spilað saman í hátt á annað ár og er nú að láta frá sér það sem til hefur orðið á þeim tíma. „Við vorum komin með lög sem við höfð- um verið að spila lengi og ákváðum að koma þessu á disk og klára þann pakka og fara síðan að koma nýju efni frá okkur,“ segir Stefán. Vitleysa í kerfinu Á diskinum má heyra skarpa og til- finningaríka ádeilu á viðfangsefni á borð við félagslega forræðis- hyggju og pólitísk málefni líðandi stund- ar: „Hvað ef inn á ríkisstjórnarfund gengi maður hratt en örugglega með hlaðna byssu og hæfi skothríð“ segir í textanum við lagið „Veiðileyfi á ríkisstjórnir“. Um þetta segir Stefán: „Það eru margir hlutir sem brenna á okkur og margt sem okkur virðist vera að fara í al- gjöra vitleysu í þessu kerfi okkar.“ Sem dæmi um það tekur hann stuðning íslenska ríkisins við hernað í Írak og nýfallinn og umdeildan Hæstaréttardóm í morðmáli. Stefán heldur því samt fram að aðstandendur bandsins séu mesta rólyndisfólk. „Siggi er langharðast- ur af okkur og mjög duglegur að láta skoðanir sínar í ljós. Hann sér líka alfarið um textana og er með hrikalega sterkar skoðanir á ýmsu í lífinu, gallharður anarkisti og hvað- eina.“ Í tónlistinni segir Stefán hins vegar að ríki lýðræði: allir fái að hafa sínar skoðanir, enginn einráður og allar skoðanir virtar. Rauðvínspönkarar Sem fyrr segir eru útgáfutón- leikarnir í kvöld í Nýló og hefjast þeir kl. 19. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og kostar 500 kr. inn. „Það er ekkert aldurstakmark svo allir geti komið, enda lang- skemmtilegast að leyfa öllum að hlusta sem vilja,“ segir Stefán. „Það er líka ekki verið að selja brennivín eða neitt svoleiðis enda er fólk ekki að koma þarna til að detta í það.“ Það kemur reyndar í ljós í sam- talinu að nær allir meðlimir bands- ins eru fjölskyldufólk: „Nema Loft- ur. Hann er ekki enn búinn að planta niður barni – svo vitað sé.“ Þau eru því í raun alls ekki eins og maður ímyndar sér erkipönkara á borð við Johnny Rotten: „Við látum bara bjórinn og rauðvínið nægja,“ segir Stefán og skellihlær þegar undirritaður kallar hann rauðvíns- pönkara. Dys með útgáfutónleika í tilefni af plötunni Ísland brennur Brennandi pönk fyrir alla asgeiri@mbl.is Útgáfutónleikar Dysjar eru í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í kvöld, föstudaginn 20. júní. Húsið opnað kl. 19. Morgunblaðið/Golli Rauðvínspönkarar í gróðursælum garði: Elvar, Siggi, Stefán, Loftur og Heiða. BANDARÍSKA rokksveitin Sick Of It All heldur tvenna tónleika á Gauki á Stöng, 25. og 26. júní næstkomandi. Fyrri tónleikarnir verða ætlaðir öllum aldurshópum og munu hljóm- sveitirnar íslensku I Adapt og Botn- leðja sjá þá um upphitun. Á seinni tónleikunum mun Mínus hita upp fyrir bandarísku sveitina en þá verð- ur aldurstakmark 18 ár. Tónleikarnir verða hinir þriðju í tónleikaröðinni X-Slash, sem út- varpsstöðin stendur fyrir í tilefni 10 ára afmælis síns. Miðaverð á tónleikana er 1.900 kr. og fer forsala fram Skífunni á Laugavegi. Sick Of It All telst til áhrifameiri tilfinningapönksveita síðari ára. Sveitin gaf nýverið út plötuna Life on the Ropes en væntanleg seinna á árinu er ný EP-plata. Plata sú verður væntanlega gefin út af Bridge 9-út- gáfunni. Sveitin hefur áður haldið tónleika hérlendis en það var árið 1999 sem hún lék í bílageymslu út- varpshússins í Efstaleiti. Fullsaddir: Sick Of It All á sér dyggan hóp fylgjenda hérlendis. Sick Of It All á Gauknum J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, hefur höfðað skaðabóta- mál á hendur banda- ríska götublaðinu New York Daily News og hljóðar skaðabótakrafan upp á 7.380 milljarða ísl. króna. Ástæðu þess að höfundurinn hyggst höfða mál á hendur dag- blaðinu má rekja til þess að blaðið birti upplýsing- ar um söguþráð nýjustu Harry Potter-bókarinn- ar, Harry Potter og Fönixreglan. Skaða- bótakrafan byggist á því að blaðið hafi skaðað eignarrétt Rowling og markaðskynningu á bók- inni um heim allan, en hún kemur út á miðnætti aðfaranótt laugardags. Hér á landi verður hægt að tryggja sér eintak af frumútgáfu bókarinnar, þeirri ensku, á sama tíma og erlendis. Miðnæturopnun vegna útgáfu bókarinnar verður bæði í bókaversluninni Pennanum- Eymundssyni í Austurstræti 18 og Máli og menningu á Laugavegi 18. Beðið eftir Potter Götublað sakað um að ljóstra upp söguþræðinum AP Birgðir af Fönixreglunni í vörugeymslu bresku Amazon-netverslunarinnar, þar sem fyrirfram hafa verið pöntuð a.m.k. 350 þúsund eintök. DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.