Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 57

Morgunblaðið - 20.06.2003, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2003 57 FRÍÐUR hópur dansaði og skemmti sér í Súlnasal Hótels Sögu á mánu- dagskvöld en þar voru saman komn- ir gestir Grímu-verðlaunahátíðar- innar. Hópferðabílar ferjuðu fólkið frá Þjóðleikhúsinu að Hagatorgi þar sem Milljónamæringarnir spiluðu undir við söng Páls Óskars, Ragga Bjarna og Bjarna Ara, en að því loknu tók við DJ-Páll Óskar sem þeytti skífur fram undir nótt: „Það var svo góð stemning að það munaði minnstu að við enduðum í Vestur- bæjarlauginni,“ sagði Sigurður Kaiser spurður um hvernig til tókst. „Það var mikill tilfinningahiti í dans- inum, eins og venja er þegar leik- húsfólk fer á svona dansleiki og sjá mátti ýmis tilþrif.“ Ekki von á öðru þegar jafnvel mátti sjá meðlimi úr Íslenska dansflokknum á dansgólf- inu. Sem vænta má var húsfyllir af leikurum, öðru leikhúsfólki og fyr- irmennum en við komuna var gest- um boðið upp á léttar veitingar og veigar. „Fólk var jafnvel byrjað að leggja línurnar fyrir næsta leikár. Menn sáu þarna um kvöldið að þessi hátíð – uppskeruhátíð leiklistarinnar – er komin til að vera og sjá að vanda þarf til verka til að hljóta þann heið- ur að vinna til verðlauna að ári.“ Sigurður segir þetta ball hafa markað lok leikársins, og nú taki menn sér sumarfrí, leggist undir feld og undirbúi baráttuna um Grím- una sem hefst með haustinu. Greini- legt sé að virðing hafi skapast fyrir verðlaununum og til mikils að vinna. Grímugalsi Morgunblaðið/Arnaldur Bjarni Ara var samur við sig og söng í félagi við Pál Óskar og Ragga Bjarna á meðan Milljóna- mæringarnir spiluðu undir. Morgunblaðið/Arnaldur Stefán Jónsson leikstjóri, Sigtryggur Magnason útvarpsmaður og Felix Bergsson leikari ásamt maka sínum Baldri Þórhallssyni dósent. Þeir voru að vonum sigurreifir enda hreppti leikritið Kvetch þrenn verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikstjórn og sem sýning ársins. Morgunblaðið/Arnaldur Baltasar Kormákur, Stefán Baldursson og Kjartan Ragnarsson höfðu um margt að skrafa, enda skemmtileg hátíð afstaðin og úrslitin áhugaverð. Dansað var fram undir morgun á Hótel Sögu eftir afhendingu Grímu-verðlaunanna KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi. 12 AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Bi. 12  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.15. KRINGLAN Kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 KRINGLAN Kringlukast - forsýning kl. 8. Bein t á to ppin n í US A! Svalasta mynd sumarsins er komin. POWE R SÝNIN G KL. 10 .15. Í SAM BÍÓUN UM Kring lunni I . . . Í Í ri l i  KVIKMYNDIR.IS 3 vik ur á to ppnu m í US A! KRINGLAN Kl. 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! l i l ! Stórskemmtileg ævintýra og gamanmynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney Kringlukast - forsýning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.