Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 20

Morgunblaðið - 02.07.2003, Side 20
LISTIR 20 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ K OMIÐ að miðju sumri og ástæða til að gera smáúttekt á myndlistarsýningum á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta er sá árstími sem telja verður mikil- vægastan til kynningar á íslenzkri samtímalist, öllum hliðum hennar. Mál er að útlendingar munu um og yfir 80 prósent gesta á almennu listasöfnin, vel að merkja forvitnir ein- staklingar um íslenzka þjóðmenningu, telja myndlistina stóran hluta hennar svo sem gerist annars staðar í heiminum. Þetta er líka sá tími sem listhús hvarvetna í álfunni leggja áherslu á að kynna úrval þess sem þau halda fram, en gera hlé á almennri sýningarstarfsemi fram á haust þegar leikurinn hefst aftur með braki. Á þetta hef ég margoft bent í skrifum mínum, bæði verið á skoðunarferðum á meginlandinu að sumri sem og viðstaddur er listhúsin eru opnuð aftur með sér- sýningum að hausti og er þá víða mikið um að vera, í margri höll og koti kátt. Þá ýtti drjúg- um undir skrifin, að fyrir okkrum dögum barst mér nýjasta eintak Kunstavisen í hendur, málgagn danskrar listar á landsvísu, gefið út í Køge og kemur út annan hvern mánuð. Er í að- eins minna broti en Morgunblaðið en prentað á mun betri pappír, hefur einn ritstjóra og tíu meðritstjóra frá öllum hornum Danaveldis, er 40 síður, vel prentað og ríkulega myndskreytt, aðallega í lit. Þessu hefti fylgdi 24 síðna sér- útgáfa í hálfu broti sem hermir af öllum mikils- verðari sýningum í Danmörku yfir sumarmán- uðina og fylgja leiðbeinandi uppdrættir frá hverjum landshluta. Þetta er öðru fremur fréttablað, greinir frá hinum markverðari sýn- ingum, nokkuð um stutta og skilmerkilega list- rýni, merkra tímamóta getið, jafnframt mikið um upplýsingar og auglýsingar frá listhúsum og söfnum. Í stuttu máli bráðnauðsynlegur bleðill öllum sem fylgjast vilja með list- viðburðum vítt og breitt um Danaveldi. Hér er um einstaka skilvirkni, hlutlægni og rækt- unarsemi við innlenda myndlist að ræða sem vert er að beina sjónum að, hérlendir ekki þekktir fyrir þessháttar vinnubrögð. Samfara því að landshlutarnir gleyma ekki því helsta sem næst þeim er kemur í ljós að við- komandi eru fjarri því að vera með viðlíka hlut- drægni hvað varðar þá innansveitarkróniku sem hér hefur lengstum verið landlæg. Ekki heldur það misskilda lýðræði að slá upp sýn- ingum tómstundamálara á veitingahúsum, hót- elum og jafnvel í einkahúsnæði til jafns við markverðari viðburði. Einhverjar lágmarks- kröfur verður að viðhafa, ásamt reglu og skipu- lagi á hlutunum, annað býður upp á flatneskju, rugl og síbylju sem er viðvarandi meðal óþrosk- aðri þjóða og gerir fólki erfiðara um vik að henda reiður á vægi framkvæmda. Hér þurfum við illu heilli að líta í eigin barm. Íslendingar eiga að heita flestum þjóðum fremri um alþjóðavæðingu og hefur það tekið á sig ýmsar skrítnar myndir allt frá lýðveld- isstofnun, jafnvel í þá veru að sumum er spurn hvort ekki sé um meinlegan misskilning á hug- takinu og klára minnimáttarkennd að ræða. Ekki sýnist mér stóru og ríku þjóðirnar sem ákafast hampa alþjóðavæðingu gleyma eigin menningu né að halda henni fram. Aldeilis ekki, og er hér ríkasta og voldugasta þjóð veraldar sallaklárt dæmi, þeim er hins vegar tamt að leitast við að leggja öðrum línurnar og setja reglurnar. Hvað myndlist varðar voru þeir í Frans lengstum atkvæðamestir á nýliðinni öld og Parísarskólinn leiðandi um alþjóðavæðingu myndlistar, síðan tóku Bandaríkjamenn (New York) við keflinu ef svo má að orði komast en nú hefur þetta dreifst sem betur fer og sam- keppnin orðin meiri en nokkru sinni. Al- þjóðavæðing heitir nefnilega síst af öllu að valta yfir eigin menningarverðmæti; þjóðir eru að verða sér æ betur meðvitandi hér um eftir því sem þær verða blandaðri. Gildir stórum frekar að halda vöku sinni varðandi hið markverðasta sem er að gerast úti í heimi og hagnýta til styrkingar eigin burðarstoða. Og líta skal til þess að hin mikla blöndun þjóðarbrota á sér helst stað í Evrópu og viðbrögðin þar hörðust, einkum vegna þess að stór hluti aðfluttra kærir sig ekki um að aðlagast menningu landanna, ekki einu sinni læra tungumálið. Ástin til land- anna og menningu þeirra er þá ekki hvati búferlaflutninga heldur lífsgæðin, en að lifa fyr- ir þau ein og dægurmenninguna hefur ekki skil- að neinum afrekum í veraldarsögunni og mun aldrei gera, hvorki meðal ríkra né fátækra. Þá ég fletti í Kunstavisen rekst ég iðu-lega á nöfn færeyskra myndlistar-manna sem eru með listsýningar ein-hvers staðar í Danmörku. Og vel að merkja var það einmitt þessi markaður meðal þjóðar með rúmlega fimm milljónir íbúa sem ís- lenzkir myndlistarmenn misstu við lýðveld- istökuna. Hefði gagnast þeim æ betur eftir því sem leið á liðna öld eins og dæmin sanna um Færeyinga. Ekki ber að harma það með öllu, hins vegar alvarlegra mál að ekkert kom í stað- inn, jafnvel menntakerfið lokaði dyrunum, myndlistarmenn hafa þannig verið og eru enn þeim örlögum ofurseldir að vera í frysti hér á hjara veraldar. Þessi einangrun hefur orðið til öfugþróunar varðandi opna og heilbrigða list- miðlun, sem hefur aldrei verið sýnilegri en á seinni tímum. Myndlistarumhverfið líkast til hvergi ruglingslegra, lokaðra og ógagnsærra norðan Alpafjalla, þrátt fyrir allar síbylju- sýningarnar. Hér ber að stefna að gæðum, ekki magni. Hafi sumarsýningar næstliðinna ára verið til vitnis um réttmæti þessara fullyrðinga slá þær öll met í ár því að lítið verða menn varir við metnaðarfullt framtak til hlutlægrar og skil- virkrar kynningar íslenzkrar myndlistar. Hins vegar er lagt ofurkapp á að miðla list sem á rætur í útlandinu og er hér Listasafn Reykja- víkur í Hafnarhúsi skýrasta dæmið. Allar sýn- ingarnar fullgildar og starfsfólkinu til sóma en settar upp á kolröngum tíma, hér er verið að bjóða bakarabörnum brauð. Meirihluti ferða- langa kemur nefnilega frá löndum þar sem þeir geta gengið að hundraðfalt meira úrvali í næsta nágrenni. Þetta minnir óneitanlega á þá tíma eftir stríð er útlendir voru selfluttir til Hvera- gerðis til að þeir fengju litið banana og skraut- leg suðræn blóm í vermihúsum, eins og slík væru íslenzk uppfinning. Sýningin að Kjarvals- stöðum hefur meiri tilgang þótt mest sé hún hugmyndafræðilegs eðlis, sem engan veginn ber að lasta, en fleiri hliðar eru til og tímasetn- ingin umdeilanleg. Listasafn Íslands stendur sig betur, sérí lagi hvað eldri málara snertir ogmargt þar hrein veisla fyrir augað,hins vegar ber meira en nokkru sinni á árvissri markaðssetningu hinna svonefndu hollenzku SÚMera. Markaðssetning af hvaða tagi sem er á að vera með öllu útilokuð á slíku samsafni vegna þess að hún gerist á kostnað margra annarra og gildra myndlistarmanna. Hér kemur greinilega fram sú tilhneiging að gera eldri myndlistarmenn að burðardýrum fyrir einhæfa og hlutdræga markaðssetningu, annars væri sjálft starfsfólkið í meirihluta inn- an dyra eins og iðulega sér stað. Hvernig væri annars að gefa þessum listamönnum reglulega frí eins og hinum, beina kastljósinu einnig að öðrum framsæknum myndlistarmönnum sem voru vel virkir á sama tímabili og eru enn? Ekki sé ég annað en að sýningu Listasafns Kópavogs á einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á verk- um Kjarvals beri upp á röngum tíma, þó að Lífshlaupinu undanskildu, sem hefði verið frá- bær stofn alhliða kynningar á eign safnsins yfir sumarmánuðina. Myndverkin í Kjarvalssal Kjarvalsstaða eru ólíkt fyllri kynning á lista- manninum, en mættu vissulega vera dálítið hreyfanlegri, virðast boltuð niður til eilífðar. Norræna húsið stendur sig vel með Norrænu fílasýningunni, sem er fyrir börn á öllum aldri og ótvírætt fróðlegasta og skemmtilegasta sýn- ing sem þangað hefur ratað í mörg ár. En um leið er enn spurn af hverju hinar árvissu kynn- ingarsýningar á íslenzkum listamönnum lögð- ust af og hvaða hvíslarar voru að verki? Hressileg nýbreytni í Hafnarborg aðkynna eign safnsins, en hefði máttgerast á skipulegri hátt og vera íöllu húsinu. Loks ber að víkja að- eins að hinni miklu og áhrifaríku ljósmyndasýn- ingu á Austurvelli, en þar varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Síst af ljósmyndunum en mun frekar uppsetningunni og hinum níðþungu hráu steypustöplum, og sjálfa staðsetninguna á hin- um helga reit tel ég slys. Ég sá mun stærri og öllu hrifameiri útgáfu framkvæmdarinnar á flötinni fyrir framan Náttúrusögusafnið í Lond- on á sl. sumri, myndflekarnir mun stærri og traustlega skorðaðir með stálsúlum; hér verða myndirnar hins vegar dálítið póstkortalegar og aðgengi að þeim þröngt. Mikil spurn er af hverju þær voru ekki settar upp á Miklatúni og í nágrenni Kjarvalsstaða; þar er nóg rými og hefði beint fjölda fólks á staðinn, á því ekki van- þörf … Sumarsýningar 2003 Listasafn Íslands eignaðist nýlega málverkið Móður Jörð eftir Jón Stefánsson og er verkið meðal margra gersema á sumarsýningu safnsins. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu í Autogalleri Maastricht í Hollandi. Opnun sýningarinnar er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG SAMSÝNING 23 íslenskra hönnuða verður opnuð í byggingu BioNord í Bremerhaven í Þýskalandi í dag. Um er að ræða farandsýningu sem var fyrst opnuð í Samnorræna hús- inu í Berlín sl. vetur. Að uppsetningunni í Bremer- haven standa Deutsch-Islandische Gesellschaft, BIS Bremerhaven, Designlabor, Form Ísland og Útflutningsráð. Sýningin stendur til 30. júlí. Verk eftir hönnuðinn Katrínu Pét- ursdóttur á sýningunni í Berlín. Íslenskir hönnuðir í Þýskalandi KARLAKÓRINN Fóstbræður verður í Færeyjum fram til 6. júlí í tilefni menningarráðstefnunnar Nordvesten. Kórinn mun syngja á tónleikum í Klakksvík og Fuglafirði, auk þess sem kórinn mun standa fyr- ir tónleikum í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn á laugardag kl. 16. Að þeim loknum mun kórinn sitja boð þar sem m.a. Högni Hoydal, í umboði Færeysku landsstjórnarinnar og Poul Mohr ræðismaður Íslands munu veita kórnum móttöku. Á efnisskrá eru lög frá Íslandi, Svíþjóð, Ameríku og Bretlandi. Auk þess mun kórinn flytja Sjúrðarkvæði í útsetningu Bjarna Restorff og fær- eyskan sjómannasálm. Einsöngvarar í kórnum eru Stefán Helgi Stefánsson tenór, en langafi hans var Stefán Íslandi, og Grétar Samúelsson bassi, sem hefur oft komið fram með kórnum sem ein- söngvari. Píanóleikari er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Stjórnandi Fóstbræðra er Árni Harðarson tónskáld og skólastjóri Tónlistarskólans í Kópavogi. For- maður kórsins er Eyþór Eðvarðs- son. Fóstbræður til Færeyja SÖNGKVARTETTINN Út í vorið heldur tónleika í Grund- arfjarðarkirkju á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 og í Fé- lagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ, Dalasýslu, kl. 16 á sunnudag. Á efnisskránni má m.a. finna vinsæl kvartettlög fyrri ára í útsetningum Carls Billich, Magnúsar Ingimars- sonar o.fl., og svo nýrri útsetn- ingar fyrir kvartettinn eftir Bjarna Þór Jónatansson. M.a. verða frumfluttar nokkrar nýj- ar útsetningar á lögum Jóns Múla Árnasonar. Söngkvartettinn Út í vorið er skipaður Ásgeiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfa- syni, Þorvaldi Friðrikssyni og Bjarna Þór Jónatanssyni. Allir hafa þeir verið félagar í Kór Langholtskirkju. Daníel Þor- steinsson píanóleikari og harm- onikuleikari kemur einnig fram með kvartettinum á þessum tónleikum. Karla- kvartett á Vesturlandi ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ hefst á Siglufirði í dag og stendur fram á sunnudag. Dagskráin í dag er sem hér segir: Siglu- fjarðar- kirkja kl. 20 Þjóðlaga- sveitin Draupner frá Svíþjóð og Anna Pálína Árnadóttir flytja forna, íslenska vikivaka. Kynnir á tónleikunum er Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son. Grána við Síldarminjasafnið kl. 21.30 Duo Campanas flytur fjöl- breytta gítartónlist af þjóðleg- um toga. Tríóið skipa Eric Lammers frá Hollandi og Þór- ólfur Stefánsson. Þjóðlaga- hátíð á Siglufirði Anna Pálína Árnadóttir Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhúsi kl. 12 Kvikmyndin SSL 25, eftir Óskar Jónasson í fjölnotasal hússins. Myndin er í tengslum við sýninguna Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár. Þjóðháttadagur á Minjasafni Austurlands, Egilsstöðum kl. 13- 17 Sölvi Aðalbjarnason setur upp eldsmiðju með birkikolum og kennir gestum og gangandi réttu hand- brögðin. Á MORGUN RÓSA Matt hefur opnað 6. einkasýn- ingu sína á Kaffi Sólon. Sýningin er opin til 25. júlí og er Sesselja Thor- berg sýningarstjóri. Sýning á Kaffi Sólon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.