Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ARGT breyttist þegar sett var í lög að fatlað fólk skyldi njóta sömu tækifæra og aðrir undir kjörorðunum „Samfélag og skóli fyrir alla“. Nú er sú kynslóð sem fyrst fékk að reyna á þetta vaxin úr grasi og komin á fullorðinsár. Þetta er fyrsta kynslóðin sem elst upp við þá hug- myndafræði að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir til að vera með í samfélaginu ef þeir kjósa það og rétt á að fá stuðning til að geta það. Dr. philos Dóra S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Íslands, varði í síð- asta mánuði doktorsritgerð í fötl- unarfræðum við Óslóarháskóla í Noregi. Doktorsrannsókn hennar er titluð „Fé- lagsleg hugsmíð þess að verða fullorðinn og alvarlega fatlaður: Nýjar raddir frá Ís- landi. Eigindleg rannsókn á reynslu 36 fatlaðra ungmenna á aldrinum 16–24 ára“. Þar er rætt við 36 manns með alvarlegar fatlanir á aldrinum 16 til 24 ára á Íslandi, auk aðstandenda þeirra, vina og kennara. Rannsóknin hefur vakið verðskuldaða at- hygli enda í fyrsta skipti sem raddir svo margra mismikið fatlaðra einstaklinga fá að heyrast í rannsókn af þessu tagi. Dóra tekur fram að hér sé rætt við fólk sem er með alvarlegar fatlanir, margir merktir fatlaðir þurfi lágmarksstuðning og verða fullorðnir alveg eins og þeir sem ekki eru fatlaðir. Lög frá 1979 um aðstoð við þroskahefta bjuggu til kerfi og út frá því hefur þjón- usta við fólk með fötlun verið skipulögð. Fyrir setningu grunnskólalaganna 1974 áttu börn með mikla fötlun heldur ekki rétt á að fara í skóla eins og önnur börn, segir Dóra. Rannsóknin vísar til fólks sem óx úr grasi á níunda og tíunda áratug síð- ustu aldar. Dóra segir afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fötlun er ekki eitthvað sem er meðfætt, heldur fyrirbæri sem samfélagið býr til. Einstaklingar geta fæðst með ákveðna skerðingu, en það er samfélagið sem skapar þeim öðruvísi líf og stimplar þá sem „fatlaða einstaklinga“. „Ég vildi vita hvað fælist í því að verða fullorðinn og hafa fötlunarstimpil í ís- lensku samfélagi,“ segir Dóra. „Ástæð- urnar eru af tvennum toga. Annarsvegar af því að ég er vísindamaður á þessu sviði og hef mikinn áhuga á að skilja hvers kon- ar hugsmíði fötlun er í íslensku samfélagi og hvað það felur í sér fyrir bæði ein- staklinga og hópa. Svo hafði ég líka per- sónulegar ástæður. Sonur minn var að nálgast fullorðinsár og hann býr við fötlun sem þýðir að hann þarf stuðning allan sól- arhringinn. Mig langaði að læra um það hvernig ég gæti styrkt hann í að verða fullorðinn þrátt fyrir vanda sinn.“ Í rannsókn sinni tók Dóra viðtöl við 36 fötluð ungmenni með mjög mismunandi fötlunarstimpil. Sumir voru stimplaðir blindir eða heyrnarskertir, höfðu spast- íska lömun, aðrir með einhverfu eða voru þroskaheftir. „Það sem vakti fyrir mér var að hafa þennan hóp sem allra fjölbreytt- astan þannig að viðmælendur kæmu víða að af landinu, byggju við ólíkar efnahags- legar og félagslegar aðstæður og hefðu ólíkan fötlunarstimpil.“ Einnig ræddi hún við 44 foreldra þessara ungmenna, við 12 ófatlaða vini og 12 kennara. Samtals tók hún um 90 viðtöl á árunum 1999 til 2000. „Getum lært mikið af þessu unga fólki“ Rannsóknin lítur á sjónarhorn þessa 36 manna hóps á eigin líf og aðstæður. „Ég held að við getum lært afskaplega mikið af þessu unga fólki. Þau eru vissulega sér- fræðingar í því sem þau sjálf telja sig þurfa og því sem þau vilja. Þess vegna þurfa foreldrar, kennarar og stjórn- málamenn að hlusta og koma til móts við þau á þann máta sem aðstoðar þau, ekki á þann hátt sem tekur af þeim völdin, úti- lokar þau og einangrar. Ef við hlustum getum við lært mjög margt af því sem „Önnur hlið þ sýndi mér ungt kerfum meira h um. Það er hæg ferðist eftir þrö skógarstíg. Þau sérskólum, sér komnir á vernd ara ungmenna sitt. Þau áttu vi þetta unga fólk segir um það til dæmis hvernig við getum eflt tengsl þeirra, auð- veldað nám þeirra og atvinnumöguleika.“ Þrjár leiðir á vegferð lífsins Til að auðvelda greiningu og skilning á viðfangsefninu segir Dóra að heppilegt sé að hugsa um mismunandi aðstæður fatl- aðs fólks með ákveðna myndlíkingu í huga. Hægt sé að hugsa sér lífið sem ferðalag eftir vegi. Sumir ferðist með okk- ur hinum eftir þjóðvegi með mörgum ak- reinum, aðrir fari skjólgóða skógarstíga ætlaða fötluðu fólki og enn aðrir reiki þar á milli. Hún tekur þó fram að í þessu sam- hengi sé ekkert svart eða hvítt og að sjálf- sögðu geti fólk færst á milli þessara brauta í lífinu. „Við greiningu gagnanna, þegar ég leit yfir sjónarhorn og reynslu þessara 36 ungmenna sem höfðu gefið mér sögur sín- ar, þá spratt þessi myndlíking fram. Ferðalangarnir á „þjóðveginum“ fóru þó oftar en ekki um á jaðri hans, en samt á honum með okkur hinum. Þetta unga fólk nýtti sér fremur almennu kerfin en sér- kerfin, til dæmis skóla, sumardvöl, íþrótt- ir og vinnu, og höfðu hugmyndir um sjálf sig sem verðandi fullorðin. Kannski ekki alveg jafnfljótt og við sem erum ófötluð en svona bráðlega. Þau höfðu sömu drauma og við hin, bjuggust við því að draumar þeirra myndu rætast.“ Sum þessara ungmenna eiga góða vini og eru virkir þátttakendur í samfélaginu. Önnur eiga fáa vini og hafa jafnvel orðið fyrir aðkasti í grunnskóla og eru vinalaus eða vinalítil, einkum þó á framhalds- skólaárunum. Varði doktorsritgerð í fötlunarfræðum v Vildi vita hvernig e komast á fullorðins og vera með fötlun Fatlaðir eiga sama rétt og aðrir stunda skóla og lifa í samfélagin sem eru ófatlaðir. Dr. Dóra S. Bj ákvað að láta raddir fatlaðs fólks samtali við Brján Jónasson segir nokkrum niðurstöðum úr doktor sinni. Dr. philos Dór orsritgerð sín Oslóarháskóla HÉR má sjá dæmi um það sem við- mælendur Dóru höfðu að segja um vináttuna. Þess ber að geta að nöfn- um viðkomandi hefur verið breytt. Þórdís er 19 ára kona með þroska- skerðingu, á öðru ári í sérdeild framhaldsskóla. „Ég hugsa stundum um það að það væri gaman að eiga aðra vini, kannski vini sem eru ekki fatlaðir, en ég veit ekki hvar hægt er að kynnast þeim. Þau vilja ekki leika við okkur, og gömlu vinir mínir [úr sérskólanum] eru ágætir.“ Sigurður er tvítugur maður með hreyfihömlun, í almennum fram- haldsskóla. Hann átti besta vin, fyrr- verandi nágranna sinn. „Ég átti bara kunningja í grunn- skólanum, engan besta vin, svo ég var ekki með þeim krökkum í fram- haldsskólanum. Ég fann hóp sem ég fékk að setjast hjá [lykill að því að finna félaga í framhaldsskóla er oft að fá að sitja með öðrum við borð í frímínútum]. Mér var leyft að vera þarna… Ég var ekki útundan, en ég var heldur ekki vinur þeirra eða þannig. Fór ekki heim með þeim eft- ir skóla, hringdi ekki í þau og þau ekki í mig. Þetta var ekki þannig samband. … þegar við hittumst segj- um við hæ, ekkert annað samband.“ Þór er 22 á skóla, er bund hjálp við flest lífs. Hann leig um, sem einni vann auk þess „Ég hef allt Ég var heppin tveimur strák anum sem hjá frábærir. Ég inn að kynnas sér að það sky skyldi líka ko Það er ekki h vin ...“ Klara er 21 skerðingu. Hú um fullorðins „Ég er félag bæði stráka o voða sjaldan á hafa svo miki legum prógrö [sérþjónustu] ast heima á kv Sólrúnu og hú um hvor aðra finnst mest ga list, við tölum get sagt Sólrú hún getur líka bara ... svo gó Dæmi um raddir FLUTNINGUR HÆTTULEGRA EFNA Athygli almennings beindist aðflutningi hættulegra efna með stórum bílum eftir að óhapp varð í Hvalfjarðargöngunum fyrir réttum tveimur árum, þar sem benzín lak úr tankbíl. Ekki leikur vafi á að það atvik skapaði mikla hættu, en betur fór en á horfðist. Fram kom í því máli að öryggis- ventill á tengivagni bílsins, sem um ræddi, hefði ekki verið nægilega vel hertur og að bíllinn sjálfur hefði verið ofhlaðinn. Með öðrum orðum var fyllsta öryggis ekki gætt við flutninginn. Eftir þetta óhapp strengdu fyrirtæki, sem sjá um flutning hættulegra efna, þess heit að fara yfir öryggismál og sjá til þess að farið væri að reglum í hví- vetna. Umhverfisslysið, sem varð við Skútuvog í Reykjavík í fyrrakvöld, þar sem tengivagn hlaðinn hættu- legum eiturefnum valt, sýnir að því miður er enn pottur brotinn í þess- um efnum. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að fyrirtækið, sem flutti efnin, fór ekki að reglum um flutn- ing hættulegra efna. Í sama bíl voru flutt maurasýra og klórlausn, en hvarfist þessi efni saman getur myndazt hættulegt og ætandi gas. Jafnframt er það umhugsunarefni að bilun í búnaði skuli hafa valdið því að tengivagninn valt og menn hljóta að spyrja hvort nægilega vel hafi verið farið yfir búnað bílsins og tengivagnsins áður en lagt var upp í ökuferð með hin hættulegu efni. Ástæða er til að ítreka það, sem sagði hér í leiðara blaðsins 18. júlí 2001, eftir óhappið í Hvalfjarðar- göngunum: „Fyrirtæki, sem flytja hættuleg efni á milli staða, bera auðvitað mikla ábyrgð og þeim ber að sjá til þess að öryggisreglum sé fylgt í hvívetna.“ Stórhættuleg slys geta orðið við ranga meðferð þess- ara efna. Í slysinu við Skútuvog fór aftur betur en á horfðist og enginn bar skaða af. Engu að síður er þetta atvik skýr áminning til allra þeirra, sem flytja hættuleg efni, að huga betur að öryggismálunum. SPENNA Í SAMSKIPTUM VINAÞJÓÐA Samskipti Íslands og Bandaríkj-anna eiga sér langa og farsælasögu. Á síðustu vikum hefur hins vegar gætt töluverðrar og vax- andi spennu í samskiptum ríkjanna. Annars vegar liggur fyrir að Banda- ríkin hafa hug á að draga verulega úr varnarviðbúnaði sínum hér á landi, jafnvel það mikið að vart verður séð að viðbúnaðurinn þjóni gagnkvæmum hagsmunum ríkjanna. Hins vegar deila nú íslensk og bandarísk yfirvöld um hver hafi lögsögu í máli varnar- liðsmanns sem ákærður hefur verið fyrir hnífsstungu í miðborg Reykja- víkur. Það má vissulega segja að þessi mál séu algjörlega óskyld og ekkert tengi þau saman. Bandaríkjamenn hafa hins vegar komið þeirri skoðun á framfæri að þeir telji óhjákvæmilegt að mál varnarliðsmannsins blandist inn í viðræður ríkjanna um framtíð varnarsamningsins. Í báðum málunum er deilt um fram- kvæmd og túlkun varnarsamningsins. Annars vegar er deilt um hversu mik- ill varnarviðbúnaður Bandaríkjanna á Íslandi verði að vera til að hægt sé að tala um að varnir landsins séu trú- verðugar. Bandaríkin eru þeirrar skoðunar að hægt sé að tryggja varn- ir Íslands þó svo að orrustuþotur séu ekki með fasta viðveru á Keflavíkur- flugvelli. Þessu eru íslensk stjórnvöld ósammála og telja núverandi viðbún- að vera lágmarksviðbúnað. Ekki er deilt um það, að íslenzk stjórnvöld hafa lögsögu í máli varn- arliðsmannsins. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær segir Fanney Rós Þorsteinsdóttir blaðamaður hins vegar: „Bandarísk stjórnvöld hafa- …óskað eftir að fá manninn framseld- an og snýst málið því um það hvaða aðili sé valdbær til að framselja lög- sögu í málinu. Hvort utanríkisráðu- neytið hafi heimild til þess að fram- selja lögsöguna eða hvort ríkissaksóknari, sem æðsti handhafi ákæruvalds, geti tekið ákvörðun um framsal, en embætti ríkissaksóknara heyrir undir dómsmálaráðuneyti.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bendir á í Morgunblaðinu í dag að valdsvið saksóknara sé skýrt og ótví- rætt. Ákæruvaldið var fært frá dóms- málaráðherra og þar með einnig ut- anríkisráðherra í tilvikum sem þessum til ríkissaksóknara árið 1962. Og þar með sköpuðust breyttar að- stæður frá því, að varnarsamningur- inn hafði verið undirritaður ellefu ár- um áður. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur undirstrikað mikilvægi sjálfstæðis embættis ríkis- saksóknara og er það í samræmi við málflutning Bjarna Benediktssonar, þáverandi dómsmálaráðherra, þegar hann kynnti tillögur sínar um stofnun ríkissaksóknaraembættisins fyrir rúmlega fjórum áratugum. Niðurstöðu héraðsdóms í þessu máli hefur verið vísað til Hæstaréttar og er það því æðsti dómstóll landsins, sem segir til um hver hin endanlega afgreiðsla málsins verður. Bandaríkjamenn hljóta að sjálf- sögðu að virða lögsögu íslenskra stjórnvalda og niðurstöðu þar til bærra aðila á Íslandi, þótt þeir hér sem annars staðar leggi ríka áherzlu á lögsögu yfir liðsmönnum sínum. Fordæmi eru jafnt fyrir því að ís- lensk stjórnvöld hafi horfið frá lög- sögu í sakamálum þar sem varnar- liðsmenn koma við sögu sem og að henni hafi verið haldið til streitu. Hvað sem efnislegum röksemdum líður á báða bóga er erfitt að komast hjá þeirri hugsun að stigmögnun þessa tiltekna máls sýni í hnotskurn vaxandi stirðleika í samskiptum Ís- lands og Bandaríkjanna. Það er aldr- ei góðs vísir þegar annar aðilinn, sem á hlut að löngu samstarfi, vill knýja fram vilja sinn einhliða né heldur boðar það gott, hvorki í samböndum einstaklinga né ríkja, þegar sam- skipti og skoðanaskipti fara fyrst og fremst fram í gegnum lögfræðinga. Telja Bandaríkjamenn eftirsóknar- vert fyrir sig, að samskipti þeirra við Íslendinga verði í þessum farvegi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.