Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 27
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 27
FORVARNASTARF ogstuðningur við einstak-linginn er jafnþýðingar-mikið starf og lestrar-
kennsla svo dæmi sé
tekið,“ segir Sigríður
Hulda Jónsdóttir verk-
efnisstjóri, ásamt Árna
Einarssyni, um for-
varnir í framhaldsskól-
um. Síðustu ár hefur
markvisst forvarna-
starf verið unnið þar
fyrir tilstuðlan mennta-
málaráðuneytisins.
Menntaskólaárin
svokölluðu eru mikil
mótunarár og þroska-
tímabil fyrir nemendur
og í skólunum er þver-
skurður af þjóðinni.
„Nemendur eru að
kljást við margs konar
verkefni og flestir eru í mikilli leit að
sjálfum sér og framtíðarstefnu,“ seg-
ir Sigríður Hulda. ,,Allir þurfa að
finna að þeir séu góðir í einhverju og
hafa verðug viðfangsefni að takast á
við til að geta lifað sem stoltir ein-
staklingur með sterka sjálfsvitund og
dómgreind,“ segir hún, „ekkert er
einstaklingnum jafnógnvekjandi og
merkingarleysið. Mikilvægt er því að
unglingar finni að innan skólakerfis-
ins séu aðilar sem vilja vera í per-
sónulegu sambandi við þá og láti sér
virkilega annt um líðan þeirra og vel-
ferð.“
Í öflugu forvarnastarfi er því lögð
áhersla á að byggja upp heilbrigðan
og lífsglaðan einstakling!
Forvarnaáætlun
Frá árinu 1998 hefur þetta verk-
efni verið starfrækt og miðar það að
því að efla forvarnastarf gegn vímu-
efnum og annarri sjálfseyðandi hegð-
un ungmenna innan framhaldsskóla
landsins.
Verkefnið hefur gert það að verk-
um að nú eru starfandi forvarna-
fulltrúar við nær alla framhaldsskóla.
Þeir hafa það m.a. að markmiði að
efla heilbrigt félagslíf, vinna með við-
horfamyndun nemenda, efla eftirlit
og stuðning við nemendur og að-
standendur þeirra svo eitthvað sé
nefnt.
Sigríður Hulda segir að markmið
og áherslur starfsins séu að allir
framhaldsskólar setji sér forvarna-
áætlun og setji á laggirnar forvarna-
teymi, ásamt forvarnafulltrúa.
Forvarnafulltrúi hefur svo umsjón
með framkvæmd áætlana og er
tengiliður skólanna vegna hennar.
Markmiðið er að forvarnir verði
hluti af skólastarfinu. Forvarnir
verði samþættar öðru starfi skólanna
og viðfangsefnum
þeirra. Fræðslan verði
t.d. felld í námsgreinar/
áfanga svo sem unnt er.
Forvarnir eiga jafn-
framt að vera sýnilegur
þáttur skólastarfsins
svo sem á heimasíðu
skólans.
Markmiðið er að for-
varnafulltrúi, námsráð-
gjafi og aðrir starfs-
menn skólans vinni
saman að einstökum
málum sem upp koma
og snerta þennan mála-
flokk.
„Forvarnir eiga að
taka mið af aðstæðum í
hverjum skóla og þróast í takt við
skólastarfið á hverjum stað,“ segir
hún og að þannig sé starfið byggt upp
innan frá og grasrótin styrkt.
Efna til umræðu
Niðurstaðan er að forvarnir eru
langtímaverkefni eins og önnur við-
fangsefni skólanna en ekki tíma-
bundið átak og með það að leiðarljósi
hefur verkefnið lagt áherslu á eftir-
farandi:
Eiga frumkvæði að og koma af
stað forvarnastarfi í skólum þar sem
það er ekki að finna.
Efla forvarnastarf þar sem það er
til staðar og skapa því sýnilegan og
heildstæðan ramma.
Koma á framfæri við skólana og
forvarnafulltrúa upplýsingum um
leiðir og nýjungar.
Efna til umræðu og skoðanaskipta
um álitamál og hugmyndir.
Stuðla að fræðslu og aukinni
þekkingu þeirra sem standa að for-
vörnum í skólunum.
Stuðla að samvinnu á milli skóla
og forvarnafulltrúa til þess að stuðla
að nauðsynlegri samræmingu í
stefnumörkun, til þess að miðla
reynslu og upplýsingum og til þess að
styrkja forvarnafulltrúa og samstarf
milli þeirra.
„Með því að efla einstaklinginn
sjálfan og leggja áherslu á að skapa
honum tækifæri til heilbrigðs lífs er-
um við að sinna forvarnastarfi í sinni
tærustu mynd,“ segir Sigríður
Hulda, en til þess að leggja mat á
starfið og fá upplýsingar um stöðuna
í skólunum hefur skólameisturum og
forvarnafulltrúum verið sendur
spurningalisti við lok hvers skólaárs.
Af svörum að dæma hefur þróunin
verið jákvæð því að af þeim 26 fram-
haldsskólum sem starfið beinist að
eru 23 skólar með starfandi forvarna-
fulltrúa sem allir nýta sér þjónustu
menntamálaráðuneytisins. For-
varnastarf innan framhaldsskólanna
er m.ö.o. orðið fastur liður í starfsemi
flestallra framhaldsskóla landsins.
Forvarnafulltrúum hefur vaxið ás-
megin, að sögn Sigríðar Huldar, og
fjölbreytni í forvarnastarfinu er að
aukast. Forvarnafulltrúar hafa t.d.
undanfarið leitað eftir því að afla sér
aukinnar þekkingar á þessu sviði.
Samkvæmt niðurstöðum spurn-
ingalistans var það einróma álit í
skólunum að nauðsynlegt væri að
verkefnisstjórar forvarnastarfs inn-
an framhaldsskólanna hefðu áfram
umsjón með starfinu. Þannig gæti
starfið eflst enn fekar og skólarnir
nýtt sér reynslu og þekkingu sem
skapast í hópi forvarnafulltrúa.
Þing og ráðgjöf
Fastir liðir í starfinu eru vor- og
haustþing sem haldin eru í hinum
ýmsu framhaldsskólum víða um land.
Þar halda bæði innlendir og erlendir
fræðimenn fyrirlestra. Einnig segja
forvarnafulltrúar frá starfi sínu og
vinna í hópum þar sem svipaðir skól-
ar eru tengdir saman til að sjá hvern-
ig efla má forvarnastarfið á hverjum
stað.
„Þessi liður hefur reynst mjög
gagnlegur og hvetjandi til nýjunga í
starfi,“ segir Sigríður Hulda. „For-
varnafulltrúar fylgjast vel með þróun
í fjölmörgum málum sem snerta
starfssvið þeirra, s.s. leiðir til að efla
heilbrigt félagslíf, framboð á stuðn-
ingi fyrir unglinga sem eiga í vanda
og fjölskyldur þeirra, lög og reglur
sem snerta ungmenni o.fl.“ segir hún.
Sigríður Hulda segir það einkenn-
andi fyrir fundi forvarnafulltrúa að
þar ríki gott andrúmsloft og brenn-
andi áhugi fyrir velferð unglinga.
Hún segir jafnframt að forvarna-
fulltrúar fái einstaklingsmiðaða ráð-
gjöf og stuðning við starf sitt. Það er
nauðsynlegt vegna þess að hver for-
varnafulltrúi mótar starf sitt í sam-
ræmi við áherslur eigin skóla, að-
stæður og stefnumótun.
Ímynd skólanna
Vaxandi umræða um aukið for-
eldrastarf við framhaldsskólana hef-
ur átt sér stað eftir að sjálfræðisald-
urinn var hækkaður í 18 ár, og hafa
foreldrafélög t.a.m. verið stofnuð við
ýmsa framhaldsskóla. „Ljóst er að
forvarnafulltrúar tengjast þessu
starfi, t.d. varðandi áherslur á skóla-
skemmtunum og í félagslífi,“ segir
Sigríður Hulda. Hún segir að fram-
haldsskólar leggi áherslu á heilbrigt
skólastarf og jákvæðan orðstír. Ljóst
sé að aukið forvarnastarf skipti miklu
máli í þessu samhengi. T.d. hafa
margir skólar unnið dyggilega að því
að félagslífið sé öflugt og því tengist
ekki neysla áfengis eða annarra
vímugjafa. Forvarnafulltrúar gegna
þýðingarmiklu hlutverki á þessum
vettvangi.
Póstlisti forvarnafulltrúa forv@is-
mennt.is er mikið notaður en mark-
miðið með listanum er m.a. að for-
varnafulltrúar hafi þar vettvang til að
miðla hugmyndum sínum og aðferð-
um í starfi. „Þetta markmið hefur
náðst og á listanum hefur verið mikil
miðlun upplýsinga og uppbyggjandi
skoðanaskipti,“ segir Sigríður Hulda.
„Einnig nota margir aðilar listann til
að koma á framfæri upplýsingum til
forvarnafulltrúa.“
Sigríður Hulda segir að skilaboð
forvarnastarfsins til framhaldsskóla-
nemenda séu að þeir lifi lífinu og
skemmti sér án vímugjafa! „Við vilj-
um hjálpa þeim að meta sig sem ein-
stakar persónur – persónur sem eru
alltof dýrmætar til að innbyrða eit-
ur.“
Framhaldsskólar/ Fimm ár eru síðan menntamálaráðuneytið lagði grunn að því að efla forvarnastarf framhalds-
skólanna. Gunnar Hersveinn kynnti sér málið, en Sigríður Hulda Jónsdóttir og Árni Einarsson hafa
aðstoðað skólana við að festa forvarnastarf í sessi í skólastarfinu. Mat á starfinu lýsir jákvæðri þróun og eflingu.
Heilbrigðir
og glaðir
nemendur
Í 23 framhaldsskólum af 26 starfar
forvarnafulltrúi.
Ungmenni hvött til að skemmta sér
og njóta lífsins án vímugjafa!
Morgunblaðið/Golli
Er vit í vímuefnum þegar aðeins þarf heilbrigða gleði? Hér gleðjast MR-ingar í árlegum gangaslag skólans.
guhe@mbl.is
Sigríður Hulda
FORVARNAFULLTRÚI er
starfandi við Fjölbrautaskólann
í Breiðholti, eins og í svo mörg-
um öðrum framhaldsskólum.
Hlutverk forvarnafulltrúa FB er
að framfylgja forvarnastefnu
skólans. Almennar forvarnir
miða að því að koma í veg fyrir
eða seinka neyslu áfengis, tób-
aks og annarra fíkniefna. Hlut-
verk forvarnafulltrúa er m.a. að
sjá um fræðslu til nemenda, for-
eldra og kennara skólans.
Forvarnafulltrúi er almennur
boðberi forvarna innan skólans
og annast skipulag forvarna-
starfs innan skólans. Forvarna-
fulltrúinn hefur umsjón með öll-
um stigum forvarna:
1. stigs forvarnir í FB er
fræðsla og aðferð til að ná til
þeirra sem ekki eru eða lítið
farnir að neyta fíkniefna og
samþættir hana öðru forvarna-
starfi.
2. stigs forvarnir: Þá er reynt
að ná til þeirra sem byrjaðir eru
að neita fíkniefna og snúa þróun
til betri vegar.
3. stigs forvarnir: Forvarna-
fulltrúinn gefur upplýsingar og
leitar meðferðarúrræða. For-
varnafulltrúi hefur viðtalstíma í
viku hverri.
Forvarnafulltrúinn starfar
með forvarnateymi sem í eru
fulltrúar stjórnendaskólans og
nemenda.
Fjölbraut í Garðabæ
Meginviðfangsefni forvarn-
arfulltrúans í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ, svo annað
dæmi sé tekið, er að koma á sem
öflugustu forvarnarstarfi m.a.
með því að sameina þá aðila sem
að uppeldi ungmenna koma. Þar
er átt við foreldra, skóla-
yfirvöld, umsjónarkennara,
skólaheilsugæslu, námsráðgjafa
o.fl.
Á netinu má m.a. finna eftir-
farandi forvarnavefi: fikn.is,
reyklaus.is, forvarnir.is, og
hitthusid.is.
Skólinn hefur skýra stefnu
gagnvart fíkniefnum, hann er
reyklaus. Nemendum og starfs-
mönnum er óheimilt að reykja í
húsnæði skólans og á skólalóð
(frá og með 15. júní 1999). Boðið
verður upp á námskeið til að
hætta að reykja. Sjá nánar á
heimasíðunni: www.fg.is
Forvarnafulltrúi
TENGLAR
...........................................
http://www.fb.is/
http://www.fg.is/
Er vinningur
í lokinu? Utanlandsferðir • siglingar • sjónvörp reiðhjól • myndavélar • gasgrill
kælibox í bíla • línuskautar
hlaupahjól og margt, margt fleira!
Glæsilegir vinningar