Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 4, 7 og 10. B.i. 12.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Bi.14.
HL MBL
SG DV
Roger Ebert
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12
With english subtitles
Sýnd kl. 6. Enskur texti.
Fyndnasta
Woody Allen
myndin til
þessa.
Sjáið hvernig
meistarinn
leikstýrir
stórmynd frá
Hollywood
blindandi.
Mike Clark/
USA TODAY
Peter Travers
ROLLING STONE
i l
I
X - IÐ
DV
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
YFIR 42.000 GESTIR!
SV MBL
HK DV SG Rás 2
Radio X
ÞÞ Frétta-
blaðið
ÓHT Rás 2
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.50 og 8.
X - IÐ
DV
Í frábærri rómantískri
gamanmynd.
Þegar tveir ólíkir
einstaklingar verða
strandaglópar á
flugvelli, getur allt
gerst.
THE BATTLE OF THE SEXES JUST GOT SEXIER
i í i
i lí i
i li
l
l lli ll
TÖLVULEIKJAMÓTIÐ Smellur 3 verður haldið dag-
ana 11. til 13. júlí, þ.e. frá næstkomandi föstudegi
fram á sunnudag. Þetta er í 19. skiptið sem Smellur
er haldinn en í seinni tíð hefur mætt vel á þriðja
hundrað keppenda á Smellsmótin. Að þessu sinni fer
keppnin fram í minni sal Laugardalshallarinnar og
að vanda verður opið allan sólarhringinn og gæsla
og önnur þjónusta á staðnum.
Smellur er með öllu vímuefnalaus samkoma svo
hvorki neysla áfengis né reykingar eru leyfðar á
mótsstað. Keppendur mæta sjálfir með eigin tölvu og
3–5 metra netsnúru en á staðnum verður komið upp
háhraðaneti.
Keppt verður í leikjum á borð við Quake 3, Action
Quake, War Craft III og hinum sívinsæla Counter
Strike. Skráning er á heimasíðu Smells og þátttöku-
gjald er 3.000 kr.
Nítjánda Smellskeppnin haldin í Laugardalshöll
Tími fyrir
tölvuleiki
Sportistar skjásins: Mikil aðsókn er að tölvuleikjamót-
um á borð við Smell.
TENGLAR
.....................................................
www.smellur.net
Morgunblaðið/Golli
ÞÆR eru orðnar ófáar
ofurhetjur kvik-
myndanna sem runnar
eru undan rifjum Marvel
Comics myndasögu-
smiðjunnar margfrægu.
Hulk er nýjasta viðbótin
og fylgir í fótspor
Köngulóarmanns (Spid-
er-Man), X-menna (X-
Men) og Ofurhugans
(Daredevil).
Leið græna skrímslis-
ins upp á hvíta tjaldið
hefur verið löng og á
stundum ströng en það
birtist fyrst í allri sinni
bræði í myndasögu árið
1962. Þá átti Marvel í harðri sam-
keppni við erkifjanda sinn, DC Com-
ics, sem glæddi ímyndunarafl ung-
menna með sínum misfríða flokki
ofurhetja þar sem fremstir fóru Of-
urmennið (Superman) og Leðurblök-
umaðurinn (Batman).
Mannlegar Marvel-hetjur
En hetjur Marvel-blaðanna, undir
handleiðslu Stans Lees, voru öðru-
vísi. Hugarfóstur Lees; Hulk,
Köngulóarmaðurinn og X-menni
m.a., áttu það nefnilega öll sameig-
inlegt að vera tilfinningalega brot-
hætt og hafa vissa veikleika – rétt
eins og þau væru næstum því
mennsk. Vegna þess gátu lesendur
líka tengst þeim nánari böndum en
ella, fundið sjálfa sig í þessum ofur-
hetjum sem gjarnan bjuggu í banda-
rískum smábæjum, fremur en tilbún-
um og fjarlægjum stórborgum eins
og t.d. heimaborg Leðurblökumanns-
ins, Gotham City, var.
Vinsældir Marvel-blaðanna jukust
jafnt og þétt á kostnað DC-blaðanna
og átti Hulk stóran þátt
í þeim vinsældum enda
var hann ætíð í uppá-
haldi lesenda, kannski
vegna þess hversu kval-
inn hann var.
Kvalinn Hulk
Lee lýsti vísinda-
manninum Bruce Bann-
er sem tilfinningalega
bældum manni, sem
hafði kæft niður heiftina
í garð hins ofbeldisfulla
föður allt frá barnæsku.
En slys á tilraunastof-
unni er hann varð fyrir
áhrifum frá ómældu
magni gammageisla leysti þessa heift
úr læðingi og út braust skaðræðis-
skeppnan Hulk.
Venjan er sú í ofurhetjubransan-
um að ofurhetjurnar taka ofurkröft-
um sínum fagnandi en raunin er önn-
ur með Hulk. Togstreita hans
tvöfaldast bara er hann lendir í þeirri
kreppu að á meðan hluti af honum
fyrirlítur reiði og ofbeldishneigð
skrímslisins þá blundar í honum ann-
ar hluti sem fær heilmikið út úr því að
búa yfir þessum kröftum.
Næsta Disney-veldi?
Lee er nú áttræður og er enn að
búa til sögur um Köngulóarmanninn.
Hann sagði nýlega í viðtali við Ent-
ertainment Weekly að líf hans hefði
tekið stakkaskiptum eftir að fyrsta
Fantastic Four myndablaðið kom út
1961. Velgengni blaðsins varð til þess
að Lee breytti nafni útgáfunnar úr
Timely í Marvel. Hann var við stjórn-
völ útgáfunnar fram undir miðbik 8.
áratugarins, en var þó ætíð iðinn við
skriftir og að skapa nýjar hetjur.
Hulk er enn ein ofurtekjulindin fyrir Stan Lee
Marvel
malar gull
Stan Lee