Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útsala Útsala Útsala Útsala Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin 10 www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Ein með öllu Multi-vítamin og steinefna- blanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Rauðsmára- Phytoestrogen Fyrir konur á breytingarskeiðinu Fyrir vöðva og liðamót Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric 10 ára Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreinda tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 25. gr. og 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðan- greinda tillögu að breytingum á deiliskipulagi. Safnasvæði á Krókeyri, breyting á aðalskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar leggur til að aðalskipulagi Akureyrar 1998- 2018 verði breytt þannig að á svæði við Krókeyri sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota, gróðrarstöð, verði einnig gert ráð fyrir stofnunum. Miðað er við að á svæðinu verði söfn, m.a. Iðnað- arsafnið á Akureyri. Fyrirhugað er að nýta fyrrum áhaldageymslur Umhverfisdeildarinnar fyrir Iðnaðarsafnið en einnig er gert ráð fyrir að á svæðinu geti verið önnur söfn. Stefnt er að því að flytja á svæðið gamlar, varðveislu- verðar byggingar sem flytja þarf til vegna framkvæmda. 1. áfangi Naustahverfis, breytingar á deiliskipulagi Tillagan er um ýmsar breytingar á skipulagsuppdrætti og skilmálum frá maí 2002. M.a. er um að ræða breytingu á ákvæði um hæð þaka á einbýlishúsum, byggingarreitum og lóðamörkum er hnikað til á nokkrum stöðum, á lóðum austan Tjarnartúns breytist húsgerð úr tveggja hæða tvíbýlishúsum í einnar hæðar raðhús og á lóð við Hæðartún breytist húsgerð úr tveggja hæða tvíbýlishúsum í 1-2 hæða raðhús. Kvaðir um almennar gönguleiðir á íbúðarlóðum falli allsstaðar brott. Einnig er gerð tillaga um lóð og hús fyrir símstöð nálægt miðju hverfisáfangans. Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá föstudeginum 18. júlí til föstu- dagsins 15. ágúst 2003, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillög- urnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstu- daginn 29. ágúst 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeild- ar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athuga- semdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Tillögur um breytingar á aðal- og deiliskipulagi FJÖLMENNI var samankomið í Há- skólanum á Akureyri í gær þegar Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra tók skóflustungu að Rann- sókna- og nýsköpunarhúsi sem rísa mun á háskólasvæðinu. Með húsinu verður til fyrsta flokks aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í raunvísind- um með hagnýtingarmöguleika fyrir hin ýmsu svið þjóðlífsins og þar mun verða miðstöð rannsókna- og þróun- arstarfs á Norðurlandi. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun 1. október 2004. Tómas Ingi sagði í tilefni dagsins að Íslendingar verji miklum hluta af vergri þjóðarframleiðslu til vísinda- rannsókna og þróunar. „Við ætlum okkur enn vaxandi hlut í þeim efnum. Það er að sjálfsögðu lykilatriði í þessari þróun að þjóðin öll taki þátt í þessu verkefni. Að það verði ekki bundið við höfuðborgar- svæðið, heldur verði það einnig unnið á landsbyggðinni. Nú eru allir sam- mála um það, þó að það hafi verið deildar meiningar um það á sínum tíma, að stofnun Háskólans á Akur- eyri hafi verið langmikilvægasta skrefið í byggðaþróun á Íslandi. Ég lít svo á að af einstökum áföngum í upp- byggingu Háskólans á Akureyri þá sé þessi áfangi með þeim allra stærstu,“ sagði Tómas. Um einkaframkvæmd er að ræða og mun ríkið leigja aðstöðu í húsinu af einkaaðilum sem ann- ast byggingu hússins, rekstur þess og þjón- ustu. Áður en skóflu- stungan var tekin þá undirrituðu fulltrúar Landsafls hf., Ís- lenskra aðalverktaka og Iss Ísland hf. ann- ars vegar og fulltrúi Fasteigna ríkissjóðs hins vegar samkomu- lag vegna byggingar hússins og þeirrar starfsemi á vegum rannsóknastofnana ríkisns sem þar verða til húsa. Samningur- inn nær til 25 ára og hljóðar upp á tæpar 1.500 milljónir kr. Háskólahátíð hin síðari Eyjólfur Guðmundsson, deildarfor- seti auðlindadeildar við HA, talaði fyrir hönd skólans í fjarveru rektors. Hann sagði að sér liði eins og nú væri háskólahátíð hin síðari. „Þetta er gjörbylting fyrir kennslu í raunvísindum, fyrir þá sem vinna að rannsóknum og nýsköpun og er grundvöllur fyrir starfsemi Auðlinda- deildar. Stefnt er að blanda saman at- vinnulífi, kennslu og rannsóknum í enn meira mæli en hefur verið gert,“ sagði Eyjólfur. Stofnanir ríkisins munu leigja nán- ast allt húsnæði fyrsta áfanga undir starfsemi sína en eigandi byggingar- innar, Landsafl hf., leigir einnig hluta þess áfanga til sprotafyrirtækja eða undir aðra starfsemi. Gert er ráð fyrir aðstöðu í húsinu fyrir minni fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun. Stefnt er að því að með húsinu verði til þekkingar- og tæknigarður í tengslum við háskólaumhverfið á Ak- ureyri og að sprotafyrirtæki geti nýtt sér nálægðina við HA þannig að allir aðilar njóti góðs af. Eftirfarandi stofnanir á vegum rík- isins munu hafa aðstöðu í húsinu. Raunvísindakennsla Háskólans á Ak- ureyri, Matvælasetur HA, Rann- sóknastofnun HA, Byggðarann- sóknastofnun Íslands, Ferðamálasetur HA, Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofn- unar, skrifstofa PAME á Íslandi, skrifstofa CAFF á Íslandi, stofnun Vilhjálms Stefánssonar, útibú jarð- eðlissviðs Veðurstofu Íslands, útibú Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri, útibú Hafrannsóknastofn- unar á Akureyri, útibú Rannsókna- sviðs Orkustofnunar og frumkvöðla- setur á vegum iðnaðarráðuneytisins. Háskólanum líkt við minkabú Halldór Blöndal, forseti Alþingis var viðstaddur og sagði að í upphafi hafi margir staðið gegn því að HA yrði stofnaður. „Margir sögðu að það væru ekki horfur á því og ekki fyrirséð að hægt væri að reka sjálfstæða rannsóknar- starfsemi sem því nafni gæti kallast hér norður á hjara. Þegar þessar raddir voru hvað háværastar þá var háskólanum hér á Akureyri líkt við minkabú í ræðu einni á Alþingi. Þann- ig var gagnrýnin og óvildin sem þessi stofnun mætti, en til allrar hamingju hjá mjög fáum. Nú er slyðruorðið rek- ið af Norðlendingum í eitt skipti fyrir öll svo sýnilegt sé, ég vil að vísu halda því fram að háskólinn og rannsókna- stofnanirnar hér hafi síðan fyrir 1900 sýnt að hér hafa starfað merkir vís- indamenn og rannsóknamenn. En það er enginn vafi á því að við þurft- um á því húsi sem nú á að rísa,“ sagði Halldór. Háskólinn á Akureyri Skóflustunga tekin að Rann- sókna- og nýsköpunarhúsi Morgunblaðið/Margrét Þóra Skrifað var í gær undir samning um byggingu og rekstur rannsókna- og nýsköpunarhúss sem stað- sett er á háskólasvæðinu við HA. Morgunblaðið/Margrét Þóra Tómas Ingi lenti í smávandræðum þegar hann var að taka skóflu- stunguna, því hann lenti alltaf á grjóti. Hann sagði að greinilegt væri að húsinu hefði verið valinn staður á klöpp en ekki sandi, en héðan í frá verða notaðar stórvirk- ar vinnuvélar við gröftinn. ÞAÐ er hálf haustlegt um þessar mundir norðan heiða, um hásum- arið. Heldur dimmt var yfir á Ak- ureyri í gær og rigning af og til. Þó þýðir ekkert að kvarta, það vita íbúarnir sem væntanlega bíða spenntir eftir næstu sól- ardögum. Einhver bið gæti orðið þar á, en veðurspá gerir ekki ráð fyrir að veðrið skáni að marki fyrr en eftir helgi. Þessi unga snót sem var við vinnu sína í Lysti- garðinum á Akureyri hélt sínu striki og klæddi sig í samræmi við veðurfarið. Engu líkara raunar en hún sé í felulitum, regngallinn nánast í sama lit og grenitrén. Haustlegt hásumar! Morgunblaðið/Margrét Þóra AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.