Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEGN HÖFUÐVERK Sandey Sundaborg 9, 104 Reykjavík, sími 533 3931, fax 588 9833 sandey@simnet.is MARIANO LLorente Mendez, 27 ára Pamplonabúi, er stunginn á hol af nauti í fjórða nautahlaupinu á San Fermin-hátíðinni í borginni í gær. Samkvæmt upplýsingum lækna er Mendez alvarlega slasaður. Alls slös- uðust þrettán manns í hlaupinu í Pamplona í gær, voru ýmist stungnir af nautum eða troðnir undir. Alls hafa þá 23 slasast í nautahlaupunum á há- tíðinni í ár. San Fermin-hátíðin er haldin árlega í Pamplona á Spáni og samkvæmt hefðinni er nautum sleppt út á götur borgarinnar snemma að morgni, dagana sem hátíðin stendur, og látin hlaupa 800 metra leið að nautaats- hringnum. Á undan hlaupa mörg hundruð manns sem freista þess að sleppa frá nautunum. Hátíðin varð ekki síst fræg vegna umfjöllunar bandaríska rithöfundarins Ernests Hemingways um hana í skáldsögunni Og sólin kemur upp (The Sun Also Rises), en síðan 1924 hafa 13 manns látið lífið á hátíðinni, síðast 1995. EPA Þrettán slasast í nautahlaupi í Pamplona SJÖ manns létu lífið í árekstri rútu og þriggja bíla á hraðbraut sunnan við Manchester í Eng- landi í gær. Sex slösuðust, þar af tveir alvarlega. Tólf ferðamenn voru í rútunni auk bílstjóra en þeir voru á leið á flugvöllinn í Manchester. Loka þurfti hrað- brautinni í nokkra klukkutíma eftir slysið. Rembrandt fór á 876 milljónir SJÁLFSMYND málarans Rembrandts, sem hafði verið falin undir lögum af málningu í yfir 300 ár, var seld í gær á 6,9 milljónir punda eða sem nemur 876 milljónum króna. Sam- kvæmt upp- lýsingum frá Sotheby’s sem sá um upp- boðið keypti spilavítakóng- ur frá Las Vegas, Steph- en Wynn, málverkið. Myndin kom aðeins nýlega í ljós eftir að búið var að hreinsa af gömul málningarlög sem nemandi Rembrandts hafði borið á hana. Hún sýnir málarann, sem þá var 28 ára, með stóra alpahúfu á höfði. Viku í sömu nærbuxunum SJÖ prósent norskra karlmanna og 6% kvenna klæðast sömu nærbuxunum í að minnsta kosti heila viku áður en þau skipta um, samkvæmt nýrri könnun á hreinlætisvenjum Norðmanna. Af þeim 1.000 manns sem þátt tóku í könnuninni sögðust 65% skipta daglega um nærbuxur en 4% tvisvar á dag. Fólk á aldr- inum 41–50 ára er lengst í sömu nærbuxunum á meðan unga fólkið, 18–30 ára, skiptir oftast um, 73% á hverjum degi. Forsætisráð- herra rekinn FORSETI Hvíta Rússlands, Al- exander Lukashenko, vék for- sætisráðherra landsins, Gen- nady Novitsky, úr embætti í gær. Fleiri háttsettir embættis- menn voru reknir en forsetinn sagði þá ekki hafa sinnt starfi sínu nægilega vel og eiga sök á fjárhagsvandræðum þjóðarinn- ar. Andstæðingar hans sögðu þetta hins vegar vera örþrifaráð vegna minnkandi vinsælda for- setans. Svikahrappar frá Írak NÝ TEGUND svokallaðra Níg- eríubréfa hefur litið dagsins ljós í Asíu. Þau eru hins vegar ekki frá Nígeríu heldur Írak og ferlið hefst á viðskiptaspjallrásum á Netinu en þróast svo yfir í tölvu- póstsamband bíti fórnarlambið á agnið. Bréfritarar kynna sig sem fyrrum ráðherra í stjórn Saddams Husseins, sem þurfi aðstoð við að koma auðæfum einræðisherrans úr landi, og óska eftir upplýsingum um bankareikninga viðtakenda bréfanna. STUTT Sjö létust á hraðbraut Sjálfsmynd Rembrandts. TVEIR jarðskjálftar, 5,6 og 5,8 á Richterskvarða að styrk- leika, riðu yfir suðurhluta Ír- ans síðla dags í gær og ollu dauða nokkurra þorpsbúa, eft- ir því sem heimildarmenn AFP sögðu. „Nokkur þorp urðu illa úti. Það er eitthvað um dauðsföll, en við höfum enga nákvæma tölu í bili,“ sagði heimildarmað- ur fréttastofunnar innan ír- anska innanríkisráðuneytisins. Að sögn heimildarmannsins skóku skjálftarnir sýsluna Zahrindasht, nærri Jahrom í Fars-héraði í suðurhluta lands- ins. Svæðið er um 800 km suð- ur af höfuðborginni Teheran, ekki fjarri borginni Shiraz. Að sögn íranska útvarpsins höfðu björgunarsveitir náð á svæðið í gærkvöldi, en haft var eftir embættismanni héraðsyf- irvalda að dauðsföll væru ekki mörg af völdum jarðskjálft- anna. Jarðskjálftar eru algengir í Íran. Jarð- skjálftar í Suður-Íran Teheran. AFP. ÞÝSKIR fjölmiðlar gagnrýndu flestir Gerhard Schröder, kanslara landsins, í gær fyrir að hætta við að fara í frí til Ítalíu vegna móðgandi ummæla ítalsks aðstoðarráðherra um þýska ferðamenn. Einungis dagblaðið Bild tók upp hanskann fyrir kanslarann. „Þessi bjánaskapur er að verða að milliríkjadeilu,“ sagði blaðið Süd- deutsche Zeitung. „Trúr þeirri af- stöðu sinni að „Þýskaland, það er ég“ kveðst kanslarinn nú hafa verið móðgaður í nafni allra Þjóðverja.“ Schröder aflýsti fyrirhuguðu fríi sínu í Toscana á Ítalíu í kjölfar þess að Stefano Stefani, aðstoðarferða- málaráðherra Ítalíu, sagði í viðtali að Þjóðverjar væru „einsleitar, of- urþjóðernissinnaðar ljóskur sem leggja með hávaða og látum undir sig strendur Ítalíu“ á hverju sumri. Berlínarblaðið Tagesspiegel sagði kanslarann halda uppteknum lýð- skrumarahætti og blanda saman ut- anríkismálum og innanríkismálum. „Allt er þetta vegna þess að hann hef- ur á tilfinningunni að þetta mál sé slæmt fyrir þjóðarsálina,“ sagði blað- ið. „Það er sannarlega þörf á að svara Berlusconi og félögum, en það ætti að gerast á sviði stjórnmálanna,“ sagði blaðið Frankfurter Rundschau. Einungis Bild virtist ánægt með ákvörðun Schröders. „Ciao bella Italia,“ sagði blaðið í fyrirsögn við hlið myndar af kanslaranum, og fyr- irsögn fréttarinnar var: „Kanslarinn hefur engan áhuga á pasta.“ Blaðið birti mótmælabréf sem les- endur gátu klippt út úr blaðinu og sent Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, og fylgdi með mynd- símanúmer ítalska sendiráðsins í Berlín. Með því að tilkynna að hann sé hættur við að fara í ferðalag og ætli að eyða fríinu í heimabæ sínum, Hannover, hefur Schröder tryggt sér á ný stuðning Bild, sem ekki hefur alltaf verið ánægt með hann. Ítölsk blöð gagnrýndu hlut þar- lendra stjórnvalda í þessari deilu. Tórínóblaðið La Repubblica sagði að orðspor ítölsku stjórnarinnar erlend- is hefði beðið hnekki, einkum eftir að Berlusconi líkti þýskum fulltrúa á Evrópuþinginu við fangavörð í út- rýmingarbúðum nasista. Kaupsýsludagblaðið Il Sole 24 Ore birti grein um áhyggjuefni ítalskra ferðaskrifstofa og hóteleigenda í kjöl- far þess að skoðanakönnun sýndi að mikill meirihluti Þjóðverja studdi ákvörðun Schröders. „Móðgaður í nafni allra Þjóðverja“ Berlín. AFP. AP Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, á kaffihúsi fyrir framan Markúsarbasilíkuna í Feneyjum fyrir tveim árum. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í fyrrakvöld að af- létta banni George W. Bush forseta við fjárveitingum til alþjóðlegra hjálparsamtaka sem framkvæma eða veita konum upplýsingar um fóstureyðingar. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir Bush sem hefur hótað að beita neit- unarvaldi ef niðurstaðan yrði þessi en 53 þingmenn vildu aflétta bann- inu og 43 voru því andvígir. Sam- þykktin tengist umfjöllun um 27 milljarða dollara aðstoð sem stjórnin hyggst veita alþjóðlegum samtökum sem veita fjölskylduráðgjöf. Banninu, sem kallað hefur verið Mexíkó-ákvæðið, var fyrst komið á 1984 af Ronald Reagan, þáverandi forseta, en Bill Clinton felldi það úr gildi 1993 og sætti sú ákvörðun hans gagnrýni íhaldsmanna og trúarsam- taka. Eitt fyrsta verk Bush er hann tók við embætti 2001 var að koma banninu á en honum var mikið í mun að halda stuðningi íhaldsmanna. Demókratinn Barbara Boxer lagði fram tillöguna um að banninu yrði aflétt í þinginu, m.a. með þeim rök- um að með banninu væru samtök, sem ynnu mikilvægt og fjölbreytt starf í heilbrigðismálum, oft með fá- tækum, svipt fjárhagsaðstoð sem mikil þörf væri fyrir. Þá bryti bannið gegn stjórnarskránni þar sem það svipti samtökin tjáningarfrelsi. Samþykkt að afnema ákvæði gegn fóstureyðingum Áfall fyrir Bush forseta Washington. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.