Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 11
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 11 SÓKN í skötusel hefur ekki verið mikil hér við land. Hann var lengi vel ekki nýttur en bein sókn í hann hófst fyrir nokkrum árum. Kvóti var sett- ur á skötuselsveiðar árið 2001 og var hann 1.500 tonn fyrir fiskveiðiárið 2002/2003. Eins og kom fram í Úr verinu í gær, fimmtudag, finnst sum- um sjómönnum að gefa ætti skötu- selsveiðar frjálsar. Sjávarútvegsráð- herra segir að slíkt sé ekki inni í myndinni en fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnuninni segir að ekki sé búið að fá úr því skorið hvort ekki sé hægt að fá meira út úr þeirri auð- lind sem skötuselurinn sé. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að það sé ekki inni í myndinni að taka skötusel út úr kvóta. „Ég jók kvótann um þriðjung frá því sem var ráðlagt [af Hafrann- sóknastofnuninni] þannig að það ætti að vera yfirdrifið svigrúm.“ Árni segir að það ætti að vera mögulegt að færa yfir á næsta kvótaár það sem ekki náist að veiða núna þannig að sjómenn ættu að hafa næg tækifæri til þess að leysa sín mál innan þeirra marka sem felist í kerfinu. Árni segir að ef skötuselurinn sé tekinn út úr kvótanum lendi menn í því sama og var ástæðan fyrir því að hann var settur í kvóta á sínum tíma. „Veiðarnar jukust miklu hraðar en talið var forsvaranlegt en síðan ein- hverra hluta vegna hafa þeir sem eru með kvótann dregið sig út úr veið- inni en ekki ráðstafað honum,“ segir Árni og að þess vegna m.a. hafi kvót- inn verið aukinn. „Ef skötuselurinn yrði tekinn úr kvótanum myndu menn rjúka til og lenda í því sem hefur gerst bæði í Frakklandi og Noregi, þar sem veið- in hefur aukist mjög hratt og stofn- inn hrunið.“ Þess vegna hafi skötu- selurinn verið settur í kvóta hérlendis árið 2001 þegar veiðin hafði þrefaldast á tveggja ára tíma- bili.Einar Jónsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, segir að svo virðist sem kvótasetningin hafi nánast kæft beina sókn í skötu- selinn þannig að kvótinn hafi ekki náðst. Vandamálið sé að kvótinn skiptist svo víða. „Sóknin byrjaði 1999 til 2000 þeg- ar aflinn fór upp í 1.500 tonn og upp úr því var settur kvóti, sem er eina tæki stjórnvalda til þess að hemja afla,“ segir Einar. „Þá skiptist hann svo víða að þetta virkaði hamlandi á nýtingu stofnsins og aflinn dalaði niður í 1.350 tonn árið 2001 og niður fyrir þúsund tonn 2002. Þar með var hann kominn á svipað ról og hann hefur verið í áratugi sem aukaafli.“ Einar segir að sér sýnist að ekki sé búið að fá úr því skorið hvort ekki sé hægt að fá meira út úr þessari auðlind sem skötuselurinn sé. Ekki síst vegna þess að ástandið virðist vera mjög gott á „selnum“, það sé hlýtt í sjónum og hann virðist vera að færa sig vestur fyrir land og út- breiðslusvæðið þar af leiðandi að stækka. Tveir stórir árgangar virðist vera í stofninum. „Þannig að ég álít að tillaga sjáv- arútvegsráðherra sé svona kvóta- tæknileg aðgerð til þess að komast út úr þessum vítahring að skötuselur er aðeins veiddur sem aukaafli án þess að með því sé stefnt að því að fara fram úr hámarksaflatillögu Haf- rannsóknastofnunarinnar,“ segir Einar. Stofninn hryndi ef veiðar yrðu gefnar frjálsar Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Kristinn Arnberg Kristinsson, skipstjóri í Grindavík, vill að skötusels- veiðar verði gefnar frjálsar. Ólíklegt er að svo verði en kvótinn hefur verið aukinn úr 1.500 tonnum í 2.000. Sjávarútvegsráðherra segir slæma reynslu af afnámi kvóta í Frakklandi og Noregi Loðnan innan lögsögu Grænlands LOÐNUVEIÐARNAR ganga mjög vel um þessar mundir, en nú eru skipin að veiðum í grænlenzku lögsögunni, um 100 mílur norður af Horni. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva hefur um 61.500 tonnum verið landað af íslenzkum skipum og 22.000 tonn- um af erlendum skipum. Danir hafa nú lokið sínum veið- um, en þeir höfðu 17.000 tonna kvóta innan lögsögu Grænlands. Þá hefur einn sænskur bátur verið þar að veiðum og lauk hann þeim með löndun í Neskaupstað á mið- vikudag. Norsku skipin eru langt komin með aflaheimildir sínar, en þau hafa eingöngu veitt innan grænlenzku lögsögunnar. Loks eru nokkur færeysk skip að loðnuveið- unum. Töluvert hefur verið um það að erlendu skipin hafi landað afla sín- um hér til að spara sér langa sigl- ingu heim og síðan á miðin aftur. Mestu hafa þau landað hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar, um 8.000 tonnum og um 6.500 tonnum hjá Síldarvinnslunni í Siglufirði. langmestu af loðnu hefur verið landað í Siglufirði, um 20.500 tonn- um. 10.300 tonn hafa borizt til Þórshafnar, 10.000 tonn til Krossa- ness, 8.000 tonn til Raufarhafnar, 7.900 tonn til Grindavíkur og 7.000 tonn til Akraness. Aðrir staðir hafa tekið á móti minna af loðnu. Beitir NK er nú hættur loðnu- veiðum, en hann náði 7 túrum á 20 dögum að meðtöldum þeim tíma sem fór í leit. Alls var hann með 7.500 tonn og landaði hann tvisvar í Grindavík, tvisvar á Raufarhöfn og þrisvar í Siglufirði. Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldar- vinnslunnar, segir að nú fari Beitir á kolmunna. „Menn fara í þann hauginn sem mest er í,“ segir Freysteinn. Íslenzku skipin hafa nú landað samtals 61.500 tonnum af kol- munna og af erlendum skipum hafa borizt 22.000 tonn á land. Kolmunnakvótinn hefur verið auk- inn í 547.000 tonn og því eru óveidd langleiðina í hálfa milljón tonna. Því munu skipin leggja mikla áherzlu á að ná að veiða kvótann til að styrkja stöðu sína fyrir samningaviðræður um skipt- ingu veiðanna, þegar að þeim kem- ur. Hvalfjarðargöng 5 ára Hvalfjarðargöng voru opnuð fyrir umferð við hátíðlega athöfn fyrir fimm árum, 11. júlí 1998. Það ríkti sannkölluð þjóðhátíðarstemning þegar þetta glæsilega samgöngu- mannvirki var tekið í notkun, stærsta einkaframkvæmd í vegamálum á Íslandi. Opnun ganganna markaði tímamót í umferðaröryggismálum þjóðarinnar. Göngin voru hönnuð í samræmi við ströngustu kröfur um sambærileg samgöngu- mannvirki og aðstandendur Spalar hafa ætíð haft öryggi vegfarenda í fyrirrúmi. Óhöpp hafa verið fá, flest minni háttar, og engin alvarleg slys á fólki. Alls hafa 5,8 milljón ökutæki farið um göngin frá 11. júlí 1998 til 11. júlí 2003, mun fleiri en ráð var fyrir gert í upphafi. Nettótekjur Spalar af hverjum bíl, óháð stærð, hafa lækkað um allt að 36% að raunvirði síðan göngin voru opnuð. Við óskum landsmönnum til hamingju með daginn og þökkum innilega fyrir viðskiptin og samskiptin á fyrstu fimm árunum í rekstri Hvalfjarðarganga. Stjórn Spalar ehf. Ókeypis í göngin! frá kl. 7:00 11. júlí til kl. 7:00 12. júlí Mánabraut 20, 300 Akranes Sími: 431 5900. www.spolur.is 22 20 .3 5 U m sj ón A th yg li, hö nn un A ug lý si ng as to fa Þó rh ild ar ,l jó sm .H re in n M ag nú ss on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.