Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 41 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Fótaaðgerðar- fræðingur Fótaaðgerðarfræðingur eða sjúkraþjálfari óskast á nuddstofu í verslunar- og þjónustumiðstöð í austurborginni. Mjög góð aðstaða í góðu hverfi. Upplýsingar í síma 847 8855. Íþróttakennarar Kennara vantar við Grenivíkurskóla næsta vet- ur til að kenna íþróttir og aðrar greinar, bókleg- ar eða verklegar eftir samkomulagi. Grenivíkurskóli er fámennur, heildstæður grunnskóli með ríflega fimmtíu nemendur. Skólinn er vel búinn í góðu húsnæði með nýju íþróttahúsi og sundlaug. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 865 8131 eða 463 3131. Leikskólinn Sólborg Sandgerði auglýsir lausar stöður. 50% staða leikskólakennara, umsjón með sér- kennslu. 100% staða leikskólakennara. Umsóknarfrestur er til 24. júlí nk. Upplýsingar gefur Jórunn Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 423 7601/898 2540. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. TIL SÖLU Til sölu Tilboð óskast í jörðina Stóru-Seylu í Skagafirði að hluta eða alla. Staðsetning er skammt norð- an Varmahlíðar. Landstærð er ca 700 ha, þ.a. 35 ha ræktaðir. Á jörðinni er 120 m2 íbúðarhús byggt 1963 sem þarfnast lagfæringar. Jörðin er án greiðslumarks. Veiðiréttindi eru á jörð- inni. Nánari uppl. í s. 462 7654. f. 25. júlí 2003. Selj- andi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. TILKYNNINGAR 37. þing SUS í Borgarnesi 12.—14. september 2003 Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna ákvað á fundi sínum þann 23. júní sl. að halda 37. þing sambandsins í Borgarnesi 12.—14. september nk. Egill, f.u.s. verður gestgjafi þingsins. Dagskrá, samkvæmt lögum og venju, og til- högun málefnastarfs verða auglýst síðar. Samband ungra sjálfstæðismanna. Bessastaðahreppur Deiliskipulag við Hvol Hreppsráð Bessastaðahrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðar- hverfis við Hvol í Bessastaðahreppi samkvæmt 1. mgr. 26. gr., sbr. 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997. Skipulagssvæðið af- markast til norðurs af Jörfavegi og nær til lóðar Hvols og íbúðabyggðar við götuna Fálkastíg. Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir átta ein- býlishúsum við Fálkastíg í stað þriggja í gild- andi deiliskipulagi. Auk þess verður lóð fyrir dreifistöð rafveitu staðsett við Jörfaveg. Breytingartillagan verður til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum, frá kl. 8:00—16:00 alla virka daga frá 14. júlí til 26. ágúst 2003. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 26. ágúst 2003. Athugasemdum skal skilað til sveitarstjóra Bessastaðahrepps, Bjarnastöðum. Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. SMÁAUGLÝSINGAR BÍLARBÍLAR VW Vento GL 1800, '93, ek. 117 þ. Vínrauður, 4ra dyra, beinsk. Ný/ nýleg vetrar/sumard. Traustur bíll í góðu standi. Verð 280 þús. Upplýsingar í síma 696 6219. FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00 Bæn og lofgjörð í umsjón Elsa- betar og Miriam. Allir hjartanlega velkomnir. Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að Miðhúsabraut og breyting á Þórunnarstræti á Akureyri skuli ekki háð mati á umhverfisáhrif- um samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun- ar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 8. ágúst 2003. Skipulagsstofnun. Lítið notað fellihýsi Til sölu Cheyenne fellihýsi árg. 2000 með for- tjaldi og fleiru. Upplýsingar í s. 893 0076. FRÉTTIR mbl.is ÁRLEG fjölskylduhátíð með áherslu á hreyfingu og hollustu verður haldin í Heiðmörkinni á morgun, laugardag 12. júlí. Leikir og hlaup hefjast við Elliða- vatnsbæinn en leiða þátttakendur síðan um Heiðmörkina í stuttar eða langar ferðir. Um morguninn eru ratleikur og fjársjóðsleit á dagskrá. Verkefnin byggjast á því að þátttakendur leita að stöðvum sem merktar eru á kort af Heiðmörkinni. Þátttak- endur geta lagt af stað á tímabilinu kl. 10–12 og farið á þeim hraða sem þeim hentar. Eftir hádegi er sprett úr spori. 10 km víðavangs- hlaup, aðallega á skógarstígum, hefst kl. 13 og skemmtiskokk, rúmir þrír km, hefst kl. 14. Leiktæki Skátalands verða við Elliðavatnsbæinn, kunnir skemmtikraftar sjá um upphitun fyrir hlaupin og boðið verður upp á veitingar. Helstu vatnsból Reykvíkinga, Gvendarbrunnar, eru á Heiðmerk- ursvæðinu. Er hátíðin því jafnan kennd við vatn og minnt á það með ýmsum hætti. Orkuveita Reykjavíkur býður til hátíðarinnar í samvinnu við Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur, umsjón- araðila Heiðmerkurinnar, Íþrótta- félag Reykjavíkur og Skátasamband Reykjavíkur. Þátttaka er ókeypis og einnig veitingar. Þátttakendur fá boli og vatnsbrúsa og veitt eru ýmis verð- laun fyrir góðan árangur. Skrán- ing hefst kl. 9. Bílastæði eru við Rauðhóla, skammt frá Suðurlands- vegi, og þaðan er þátttakendum ekið í hópferðabifreiðum að og frá Elliðavatni. Fjölskylduhátíð í Heiðmörk á morgun OG VODAFONE býður viðskipta- vinum sínum 20% afslátt á símtölum úr farsímum á fjórum áfangastöðum Íslendinga við Miðjarðarhafið yfir sumarmánuðina. Tilboðið gildir á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og í Portú- gal frá 10. júlí til 10. september. „Samstarfssamningur Og Voda- fone við Vodafone gerir félaginu kleift að bjóða viðskiptavinum sínum yfir 20 kr. afslátt á hverja mínútu í sumum tilvika í þessum löndum,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Segir að notendur þurfi að velja farsímanet samstarfsfyrirtækjanna sem hér segir: „Spánn E VODAFONE eða E AIRTEL, Ítalía VODA IT, Portúgal VODAFONE, Grikkland VODA- FONE eða PANAFON. Að fenginni reynslu er ljóst að þúsundir viðskiptavina Og Vodafone munu ferðast á þessar slóðir yfir sumarmánuðina. Tilboðið mun án efa koma þeim til góða. Að gefnu tilefni er þó ferðalöngum bent á að það er áfram ódýrara að taka á móti símtöl- um að heiman en að hringja heim.“ Bjóða 20% afslátt af símtölum til sólarlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.